Ísland


Ísland - 29.01.1898, Blaðsíða 1

Ísland - 29.01.1898, Blaðsíða 1
 II. ár, 1. ársQ. Reykjavík, 29. janúar 1898. 4. tölublað. „í SL AND“. Þcir, sem „ÍSLÁND11 er sent til útsölu og ekki vilja eða geta selt það, ern Ibeðnir að gera afgreiðslumanni aðvart um það sem fyrst. Minnisspjald. Lcmdsla'ikinn opiun dagl. kl. 11 árdegis til 2 siðdegis. Bankastjári við kl. IIVj—1 Yi. — Annar gæslustjöri yið kl. 12_1. Söfnunarsjóðurinn opinn i barnaskólanum kl. 5-6 siðdegis 1. mánud. i hverjum mánuði. Landsbokasaf nið: Lostarsalur opinn daglega frá kl. 12—2 slðd.; á mánud, mvkd. og ld. til kl. 3 sd,— Útlán sömu daga. Forngripasafnið opið mvkd. og ld. kl. 11—12 árdegis. Fæjarsjórnar-ímidir 1. og 3 fmtd. i mán., kl. 5 síðdegis. Fátœkranefndar-fxmdiY 2. og 4. fmtd. í mán., kl- 5 síðd. Náttúrugripasafnið (1 Glasgow) opið hvern sunnudag kl. 2-3 siðdegis. Þilskipaútgerðin. Eftir B. E. Kristjánsson skipstjóra. I. „ÚtgerðarmennirBÍr láta uppi sínar skoðanir“, sbr. „ísafold11 XXV. árg., 2. tbl. Þeir hafa þó óskað, að nafns síns sje ekki get- ið, hafa máske haft grun um, að sumt af því, sem þeir ætluðu sjer að bera á borð fyrir lesendurna, þyldi ekki sem best birtuna og or jeg sömu skoðunar á því. Hvað þvi við víkur, að þeir segja að þilskipaútgerðin beri sig ekki, þá er það ekki að undra, þar sem þeir reikna skipunum ailt svo afardýrt, og sumir tvískrifa ýmis- iegt af því, sem tekið er til þeirra. Og hægt er að sýna ef vill, að sumir skipsreikningar eru svo rangir að munar mörg hundruð krónum! Þó kaupmaður eigi skip- ið sjálfur, þá á maður heimtingu á, að reikningurinn sje rjett færð- ur í alla staði, og skipið á að njOta sömu rjettinda í verslunar- viðskiftum og skip þau, sem bænd- úr eða „privatmenn" eiga og eru í reikningi hjá kaupmönnum. Ea jeg vil ekki fara nákvæmar út i það að sinni, þó mjer sje vel kunnugt um flesta þá samninga; því það getur orðið óþægilegt fyr- ir útgerðarmenniua, að skýrt sje opinberlega frá því. Svo að jeg taki ekki röksemd- ir mínar úr lausu Iofti, skal jeg sýna hjer verð á ýmsum vörum, sem teknar eru til skipa, eins og það er í sumum skipsreikningun- um siðastl. ár: Kaffl .... 0.90—1.10 pd. Kandís í kössum 0.32—0.34 — Púðursykur. . o.28 — Éxport . . . 0.50 — Rúgbrauð 6 pd. 0.46—0.50 Margaríne . . 0.60 -0.70 pd. Hart brauð . . 0.20 — Baunir . . 28.00—30.00 sekk. Bankabygg. . . 30.00 — Hrísgrjón . . . 30.00 — Maníla .... 0.60 pd. Biktóg .... 0.65 — og allt eftir þessu smátt og stórt. Svo set jeg hjer á eftir til saman- burðar verð á ýmsum vörum hjá kaupmanni hjer í bænum eins og það var síðastl. ár: Kaffi .... 0.60—0.72 pd. Kandís í kössum 0.22 — Púðursykur. . 0.17 — Export . . . 0.38 — Margarine . . 0.40 — Hart brauð . . 0.15 — Hálfbaunir ll.OOpr. 126 pd. m.sekk Bankabygg 11,00 —126 — - — Hrísgrjón . . 21.50 með sekk Maníla . . . 0.25—0.30 pd. Biktóg . . . 0.28—0.32^/jj — Rúgmjöl 12 kr. pr. sekk, og oftir því hefðu rúgbrauð átt að kosta 0.37, og geta nú allir af þessu sjeð, hve geysimikill verð- munuriun er. En þó tekur út yfir allt, að ef eitthvað er keyft til skipsins hjá öðrum kaupmanni sem allt er mikið ódýrara hjá, þá er það reiknað skipinu með sama verði og það er í versl- uninni, sem útgerðarmaðurinn á, oft fullum fjórðaparti dýrara en það var keyft hjá kaupmanninum í næstu búð, og er þó ekki meira fyrir því haft en skrifa miða útí búðina til að biðja um þetta. Með því verði sem nú er á vör- um í sumum skipsreikningum, er varla mögulegt að hugsa sjer, að nokkurn tíma aflist svo mikið, að útgerðin beri sig meðan flskur er í svona lágu verði. Ea í saman- burðinum á „reikningsverðinu“ og „peningaverðinu“ hjer að framan, sjer hver heilvíta maður, að er svo stórkostlegur mismunur, að þó kaupmaður, sem einnig er útgerðar- maður, sýni nokkur hundruð kr. tekjuhalíaí skipsreikningum sírtum, þá stórgræðir hann á útgerðinni samt, Því það eykur mikið versl- unarviðskiftin, hvert skipið. Væri gert ráð fyrir, að hvert skip tæki út vörur fyrir 6—9000 kr. eftir stærð, og þær væru færðar fram um 50—100 °/0, sem ekki mun fjarri sanni eftír „reikningsverð- inu“, þá er versiunarágóðinn ekki svo lítill. Þetta ættu útgerðar- menn vel að athuga, að er ekki þýðingarlaust atriði, þegar um þilskipaútgerð er að ræða. Það hefði verið raikið sómasamlegra fyrir hina „þrjá .reyndu og glögg- skyggnu, valinkunnu sæmdar- menn“, sem brugðu sjer til „ísa- foldar“ íeins og áður er á minnst) með sína sl.....dðma, að kippa þessu fyrst í lag áður en þeir fara í nafnlausum blaðagreinum að sletta tilhæfulausum óhróðri um þá menn, sem ávallt vinna þeirn af trú og dyggð, og eru allt af reiðubúnir að leggja fram alla krafta sína og allt sitt erfiði á sjó og landi í útgerðarmannanna þjónustu. Alþingistíðinúiii. í 40. tbl. „íslands“ f.á. er grein um útgáfu þingtíðindanna og er þar farið fram á, að henni sje breytt, Og breytingarnar, sem þar er stungið upp á, eru þær, að hætt sje að prenta ræður þiug- manna orðrjett, að eins skuli prenta skjalapartinn, en skipa efninu svo niður, að frá hvorju einstöku máli sje sagt þar í sam- heingi, á einum stað, en ekki á víð og dreif innan um bókina eins og nú á sjer stað. Enn frem- ur sje skýrt þar frá, hvernig með- ferð málsins hafi verið á þinginu, hvenær það hafi verið rætt, hverj- ir hafi um það talað, og þar látn- ir fylgja, ef menn vilja svo, stutt- ir útdrættir úr helstu ræðunum. Á öðrum þingtíðindum væri ekki þörf. Hitt ættu blöðin að flytja. Nú hefur annað blað hjer í Rvík tekiðísama streinginn: tel ur prentun á þíngræðuuum orð- rjettum með öllu óþarfa og vill að útgáíu þeirra sje hætt. Þó vill það, að haidið sje áfram að skrifa þingræðurnar orðrjett, og að þær sjeu vaadlega göymd- ar á einhverju skjalasafninu til uppeldis melum og grúakaramenn- um á ókomnum öldum. Kostnað urinn við allar skriftir við þingið yrði þá hinn saini eftir sem áður. Og því fje, sem til hans fer, væri að eins varið til þess, að geyma í einu handriti handa ókomnum öldum orðrjettar langlokuræðnr eftir Krák Krákssoa, haldnar af velnefndum Kráki árið 1900 og súrkál til að sýna misskilning hanB á einhverju máii, sem þá var til meðferðar á alþingi ís- lendiuga. Því allar þær ræður, sem eitthvað væri í varið og vert væri að geyma, þær flyttu blöðin og geymdust þær þar, þótt hætt væri að prenta þær í þingtíðind- unum. Sá fjársjóður, sem hand- ritabunkinn hefði þá að geyma, og eigi væri annarsstaðar að finna, væru þá að eins þær ræðurnar, sem ekki hefðu þótt þess verðar, að þær væru prentaðar eða út- dráttur gerður úr þeim. Eftir að búið væri að taka útdrætti úr öll- um bestu þingræðunum og prenta, eins og blaðið ætlast til að gert verði, þá yrði handritið sem geym- ir úrkastið ekki mikils virði. En til að ná rjettum útdrætti úr helstu ræðunum, er með öllu óþarft að að skrifa upp orðrjett allt, sem sagt er á þinginu. Eí hætti yrði við útgáfu þing- tíðindanna mundu blöðin keppast við að flytja sem nákvæmastar fregnir af þinginu og sem best ágrip af ræðum þingmanna, að minnsta kosti þeirra, sem þau fylgdu að málum hvort um sig. En hætt er samt við, af því að blöðin eru svo smávaxin, að þing- inu þætti þau ekki geta flutt svo nákvæmar fregiiir sem æskilegt væri. Því var stungið upp á því hjer í blaðinu, að þingið veitti einu blaði eða fleirum styrk til að stækka svo um þingtímann, að það gæti flutt svo ýtarlegar frjett- ir þaðan sem þurfa þætti. Þótt svo væri, gæti þingið haft hönd í bagga með ritstjórn þingtíðind- anna eða falið hana á hendur hverjum sem það vildi. Þetta vill hitt blaðið, sem um málið er að ræða, ekki aðhyllast, heldur stingur það itpp á því, að þingið láti prenta stutt ágrip af ræðunum og sendi út með Rvíkur- blöðunum, en kosti auðvitað út- sendinguna. Reyndar nálgast þetta mjög mikið uppástunguna í „íslandi", en er þó ekki eins hagkvæmt. Því á sama stendur, hvort þingið ljeti sjálft prenta ágrip af ræðunum og sendi síðan út með blöðunum, eða það veitti einu þeirra eða fleirum styrk til að stækka sig svo, að það gæti flutt sömu ræðu- ágripin. Spurningin yrði að eins um það frá þingsins hálfu, hvort ódýrara yrði. Ef þÍDgið vildi nú senda ágrip- in af ræðunum út með öllum Rvíkurblöðuuum, þá yrði upplag- ið að vera stórt. Nú sem stend- ur eru blöðin sex, og gerum á- skrifendatölu hvers um sig að meðaltali 2000; upplagið af þing- tíðindunum ætti þá að vera 12,000. Það væri óþarflega mikið og yrði óþarflega dýrt. Færi nú svo, að þetta yrði sent út með sumum blöðunura ea öðrum ekki, þá er svo gott sem eingiun munur á þessari nýju uppástungu og hínni, sem áður kom fram í „íslandi“. En þetta málefni er vel þe3s vert, að um það sje rætt, bæði vegaa þess, hve útgáfa þingtíðind- anna er nú kostnaðarsöm, og líka vegna hins, að mikið er í það varið, að þau verði sem útbreidd- ust og aðgeingilegust til lesturs fyrir almenning. Um fjársöluna. (Úr Strandasýslu). Nú er þá öllum Iýðum Ijóst, hvernig fjársalan til Frakklands og Belgíu hsfur lánast í þetta skifti, og mun meðalverð á fje í öllum kaupfjelögum vera nær 11 kr. Þetta er svó afarlágt verð, að margir hafa orðið sem þrumu lostnir við að heyra þau afdrif fjársölunnar, og það því fremur, sem margir gerðu sjer heldur góð- ar vonir um hana, sem einkum voru byggðar á skýrslu D. Thom- sens í „Andvara" þ.á. Það var þó að miklu leyti ástæðulaust, hefðu menn lesið vel ofan í kjöl- inn. Því þar sem aílur kostnað- urvið kindina er orðinn, áður en hún er seld á Frakklandi, um 11 kr., þá sjá allir hvað kindin þarf að seljast hátt þegar þangað er komið. Nú í kaust var útflutningsfje, að minasta kosti frá Dalafjelag- inu, með langvænsta móti, því í haust var ekki látið nema 100 pd. fje og þar yfir; en hingað til hefur verið látið allt ofan að 90 pd. fje. Yeturgamalt fje varhjer allt heídur ljett, svo að fátt náði 100 pd. vigt, og voru það því mest tvævetrir sauðir og eldri, sem látnir voru, enda sýnir fjár- verðið það best, að svo hafi verið, því meðalverð í fjelaginu. var rúm- ar 11 kr., en 100 pd. kind gerði að frá dregnum öllum kostnaði 8 kr. 50 au. Eftir því sem útlit er með fjár- sölu framvegis, þar sem eingin líkindi eru til, að menn vilji senda fje sitt til Frakklands eða Belgíu aftur, sökum ófaranna nú, er eðii- legt, að menn spyrji sjálfa sig á þessa leið: Á nú að halda fjár- sölunni leingur áfram eða hætta með öllu við hana? Þessari spurningu þurfa menn að veita fyrir sjer vel og ræki- l6ga áður en þeir svara henni til fulluustu. Að versla með allt það fje, sem flutt hefur verið út úr landinu undanfarin ár, við kaupmenn (það er að segja jafna töiu og verslað

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.