Ísland


Ísland - 02.02.1898, Blaðsíða 1

Ísland - 02.02.1898, Blaðsíða 1
II. ár, 1. ársfj. Reykjavík, 2. febrúar 1898. 5. töluMað. Vegna þess, að öll Rvíkur- blöðin koma nú síðari hlnta riku og flest á laugardögum, þá verður breytt til um út- komudag „íslands" og kemur það framTegis út hTern þriðju- dag. Minnisspjald. Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 siðdegis. — Bankastjóri við kl. ll1/,—1*/«. — Annar gœslustjðri við kl. 12—1. Söfnunarsjóðurinn opinn I barnaskólanum kl. 5—6 siðdegis 1. mánud. í hverjum manuði. Landsbókasafniö: Lostarsalur opinn daglega frá kl. 12—2 slðd.; á mánud, mvkd. og ld. til kl. 3 sd. — Útlán sömu daga. Forngripasafnið opið mvkd. og ld. kl. 11—12 árdegis. Bœjarsjórnar-íun&ir 1. og 3 fmtd. i mán., kl. 5 Biðdegis. Fátœkranefndar-íwn&ir 2. og 4. fmtd. i mán., kl. 5 slðd. Náttúrugripasafnið (1 Glasgow) opið hvern sunnudag kl. 2—3 síðdegis. Danskt fiskiveiðafjelag. „Politiken" frá 12. jan. skýrir frá því, að í Danmörku sje nú nýstofnað fjelag til að reka fiski- veiðar hjer við land í stórum stýl. Hjer er frásögn blaðsins þýdd: „í gær voru undirskrifuð hluta- brjef í stóru fjelagi dönsku, sem nýlega er stofnað, og sem verð- skuldar eftirtekt vegna þess, að það opnar nýtt verksvið og byrj- ar með yfirgripsmeira starfi, en þess konar hlutafjelög hafa áður gert hjer í Danmörku. Það er fiskiveiðafjelag, sem ætl- ar að stunda veiðar við ísland. Þar er sem kunnugt er fiskur nægur, og enskir botnverpingar hafa nú í mörg ár rekið þar fiski- veiðar með góðum árangrí. Fjelagið heitir „Frem" og hug- myndin um íjelagsstofnunina er fram komin í Esbjærg. Stjórnend- ur eru: Forum, bankastjóri í Es- bjærg, jarðeigandi einn, Johansen að nafni og barón Lerche af Föxix- borg. Framkvæmdarstjóri fjelags- ins heitir Herrmann og hefur áð- nr verið við riðinn samskonar fyrirtæki erlendis, meðal annara í Hollandi. Hann hefur lagt til, að fyrir- tækið skyldi byrjað í enn stærri stýl, og máli sínu til stuðnings bent á, að þýskt fjelag með 15 mill. marka höfuðstól hafi með góðum ábata rekið fiskiveiðar í Norðursjónum, og þakkar hann ágóðann að nokkru leyti því, að það hafi haft ráð yfir svo miklu fje. Hann vildi helst að fjelagið »Frem" væri stofnað í álíka stór- um stýl, og væri þá leitað til út- lendinga um fjárframlög, að svo miklu leyti, sem þau feingjust eigi nægileg í Danmörku. En stjórn fjelagsins vill fyrir hvern mun, að fjelagið sje eingaungu danskt og fyrirtækið þá byrjað eingaungu með dönskum peningum. Svo er til ætlast, að höfuðstóll- inn skuli vera 1 million króna; þó á að byrja með 200,000 kr. og er sagt, að áskriftum sje safnað að þeirri upphæð. Veiðarfærin eiga að verða bæði botnvórpur og færi. Fyrst á búa út 3 botnvörpuskip og tólf kúttara, sem veiða á færi. Dönsk botnvörpuskip mega, eins og skip annara þjóða, að eins stunda veið- ar utan landhelgi, en þar á móti hafa danskir kúttarar þau for- rjettiudi fram yfir keppiuauta sína frá öðrum löndum, að þeir hafa leyfi til að sækja veiðar fast upp við Iand. Á skip „Frems" verða að eins ráðnir færeyskir og íslenskir sjó- menn. Fyrst um sinn verða ekki ráðnir fleiri en 150—160 menn. En síðar, þegar fjelaginu hefur vaxið fiskur um hrygg, ætlar framkvæmdarstjóri, að fjelaginu muni ekki veita af allt að 2000 manns. Fyrirtækið mun þá verða þýðingarmikið fyrir fátæka fiski- menn á hinum fjarlægu dönsku eyjum, því sagt er, að ástæðurn- ar hjá fjölda þeirra sjeu mjög bág- bornar nú ssm stendur. Það er ekki hvað minnst íþað varið, að finna markað fyrir fisk- inn. Til Danmerkur er mjög lít- ið flutt inn af fiski og útflutning- urinn sömulelðis smávaxinn. 1896 nam hann 2 mill. kr., þar af % mill. fyrir nýjan fisk fluttan til Einglands. Líklegt er, að í Einglandi og Skotlandi verði aðalmarkaðurinn fyrir fisk þessa fjelags, vegna þess, að þau lönd liggja næst fiskistöðvunum. Því það sem mest er um vert, er, að fiskurinn kom- ist nýr á markaðinn". Þilskipaútgerðin. Eftir B.E.Kristjánsson skipstjóra. II. Hvað vinna nú útgerðarmenn við þetta, sem sjálfir eru kaup- menn og eiga allt saman, bæði verslanina og skípin, og þar af leiðandi bera allan kostnað við útgerðina og njóta allra inntekta afhenni? Með því að reikna allt með svona fram úr hófi uppskrúf- uðu verði reyna þeir að slá ryki í augun á fáfróðum mönnum. Við það, að sýna með raungum töluni, að skipið skuldi svo og svo mikið, vinna þeir bókstaflega ekki neitt; það er sama sem að taka peninga úr öðrum vasanum og láta þá í hinn. En halda þeir kannske, að sjer gangi betur að fá menn á skipin og að þeir verði ekki eius kaupdýrir, þegar það er allt af látið í veðri vaka, að útgerð- armenn hafi tapað svo og svo miklu á árinu, þrátt fyrir það þótt vel hafi aflast. Annars lítur nú fremur út fyrir, að það sje gert til að fæla aðra frá að reyna að eignast skip; þeir vilja vera einvaldir gömlu útgerð- armennirnir. Sem dæmi þessu til sönnunar set jeg hjer eitt: Það var núna eigi alls fyrir laungu, að vel efnaður maður keyfti sjer skip til fiskiveiða; komu þáóðaratveir af okkar gömlu útgerðarmönnum til hans og ráðlögðu honum að hætta hið bráðasta við þetta fyr- irtæki, því það borgaði sig ekki, heldur þvert á móti; alltaf mætti búast við tapi. Og annar gekk jafnvel svo langt, að hann tjáði sig fúsan til að kaupa af honum skipið, ef hann vildi lofa því, að hugsa aldrei framar til að gera út skip. En maðuriun vildi þó ekki selja að óreyndn og spurði, hvernig stæði á því, að hann vildi bæta við sig einu skipinu enn, þar sem hann eftir hans eigin sögusögn alltaf tapi á útgerðinni. En þá fyrst fann nú gamli út- gerðarmaðurinn, að hann var í vanda staddur, að svara þessari spurningu, og var svar hans nokk- uð óákveðið. En helst skildist manni það á þá leið, að það mun- aði sig minnstu, þótt hann tapaði nokkru af því líka, ef hann tap- aði á hinum skipunum öllum, en aðallega var það boðið bara af náungans kærleika, til að vara manninn við falli. Óskandi að allir væru eins vel þeínkjandi og þessi góði maður; þá væri margt í heiminum öðruvísi en það er. Svo voru nú aftur aðrir, sem lögðu þetta út á annan veg, eins og geingur, að sitt líst hverjum. Þeir hjeldu því fram, að auðsjá- anlega væri þetta gert til að halda öllu i einokunarástandinu gamla, til að hafa sem fæsta keppinauta. En nú fór þetta allt á annan veg; báðir þessir útgerðarmenn hafa bætt drjúgum við sig skipum síð- an og margir fleiri. Lítur þó út fyrir, að fátt batni hvað kjörsjó- manna snertir, en heyrst hefur, að útgerðarmenn muni hafa eitt- hvað á prjónunum, sem miðar í gagnstæða átt. Mun það þó aldrei verða heillavænlegt fyrir útgerð- ina, að reyna að þraungva kosti sjómannanna, hvorki hvað fæði eða kaupgjald snertir. Þeir þurfa að hafa gott fæði, því sjólífið er sannarlega súrt með köflum. Óg hvað kaupgjald sjómanna snertir, þá geta útgerðarmenn staðið sig við að borga það svo, að vel sje við unandi, ef rjett er á haldið. En með því verslunarástandi, sem nú er, þarf ekki að búast við góðu, eins og jeg áður hef bent á. Það er að mínu áliti eitt af aðalskilyrðunum fyrir því, að út- gerðin beri sig, að vörurnar, sem þurfa handa skipunum, sjeukeift- ar þar sem þær fást ódyrastar, og að kaupmaður, sem einnig er útgerðarmaður, reikni sínum skip- um vörurnar ekki dýrari en hann selur þær fyrir peninga, og svo væri sjálfsagt að réikna fiskinn eftir peningaverði Iíka, því þá væri alltaf hægt að sjá og sýna með rjettum tölum, hvernig reikn- ingurinn lítur út. Þá væru út- gerðarmenn ekki Ieingur í efa um það, hvort það borgaði sig að eiga fiskiskip eða ekki. Það er sannarlega leiðinlegt að heyra suma útgerðarmenn ár eftir ár vera að kvarta um það, að þeir tapi oftast á hverju ári á útgerð- inni, og stundum mjög mikið. En þegar best Iætur, þá sje svona líkt um tap og ágóða, aldrei um neinn gróða að tala. Til að bæta úr þessu, fundu þeir upp á því núna fyrir 3 árum, að lækka kaup- gjald hásetanna, því þessi tekju- halli í skipsreikningunum hlyti að stafa af því, að þeim væri borgað of mikið. Þetta gekk nú allt saman vel. Það voru haldnir fund- ir, einn eftir annan; þar var bú- inn til og samþykktur „samning- ur" um ráðninguua ogmáttieing- inn út af þvi bregða, að ráða sína háseta eftir því sem þar var fyr- irskipað, að viðlagðri 10 kr.sekt, að mig minnir. Nú var byrjað að ráða á skip- in, eitt eftir annað, fyrst til vetr- arvertíðarinnar og munu þá flestír útgerðarfjelagsmenn hafa ráðið samkvæmt „samningunum" að mestu. En brátt komust þeir að þeirri niðurstöðu, að margir bestu mennirnir rjeðu sig hjá utanfje- lagsmönnum fyrir sama kaup og þeir áður höfðu, og sáu útgerðar- menn, að svo búið mátti eigi standa, þeir gátu eigi verið án sinna góðu fiskimanna, og var þeim því nauðugur einn [kostur, að reyna að ná þeim aftur. En það var ekki hægðarleikur, tíl þess þurfti að borga meira en ákveðið var í „samningnum". Svo kom 11. maí, þá voru menn að skifta um skiprúm; þetta var freisting- arstund fyrir útgerðarmennina, suma vantaði 6—10 menn á hvort skip, og ágætir menn voru í boði fyrir sama kaup og undanfarin ár en það máttu þeir eigi borga nema eiga von á að ^fá 10 ki. sekt. Þá lá nærri, að sumir færu að hugsa sem svo: 10 kr., þ&ð er ekki míkil fjárupphæð, — ef þeir gætu náð nokkrum dugleg um mönnum, þá mundi það fljótt borga sig, og líka mætti útbúa það svo, að það kæmist aldrei upp. En þegar leið á sumarið komst samt sem áður kvis á, að „samn- ingur" útgerðarmanna^um ráðning háseta mundi vera orðinn æði gótóttur, og treystist víst einginn fjelagsmanna við hann að lappa, og voru hans dagar því þar með taldir, og hefur ekkert síðan til hans frjest. Næsta vetur á eftir byrjuðu svo útgerðarfjelagsmenn að halda fundi, og hafa þeir þá víat ekki treyst sjer til að vekja upp aftar samninginn frá fyrra ári, því reynslan var búin að sýna þeim, að hann var óhafandi, af fyr töld- um ástæðam. En ekki dugði að leggja árar í bát fyrir það, þeir máttu til að reyna að finna annað ráð, sem betur gæfist en hið fyrra, og var þá sest á rökstóla aftur og þetta vandamál rætt fram og aítur, og komust þeir þá loks að þeirri niðurstöðu, að tapið á út- gerðinni hlyti að stafa af því, að sjómönnum væri skammtað of mikið samkvæmt reglugerð um viðurværi skipshafna á íslenskum skipum, dags. 29. des. 1890, og væri því bráð nauðsynlegt að fá þeirri reglugerð breytt, og dregið úr ýmsu, sem þeim þótti of mikið af. Að því búnu var svo, af þar til kjörnum mönnum, soðin saman og samþykkt ný reglugerð um viðarværi skipshafna á íslenskum fiskiskipum, og svo voru einhverj- ir af þeim allra vænstu sendir með hana til landshöfðingja til staðfestingar. En svo fóru leik- ar, að þessi nýja reglugerð um viðurværi skipshafna hefur átt litlum vinsældnm að fagna meðal sjómanna, því flestir þeirra vildu ekki ráða sig í skipiúm nema þeir feingju fæði á skipunum sam- kvæmt reglugerðinni frá 29. des. 1890, og hafa því fáir eða eingir

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.