Ísland - 05.04.1898, Qupperneq 3
ISLAND.
55
anir o. íl. Því næat snýr höf sjer að
hinum nýju guðspjallalextum hinna ein-
stöku helgidaga, minnist við hvern þeirra
fyrst á samhand nýja textans við kirkju-
árið og við hinn gamia guðspjaiistexta þess
helgid igs. En síðan kemur skýring hins
nýj i biblíutexta byggð á vísindalegum
grundvelii, Ijós og svo nákvæm, sem nauð-
synlegt er, til þess að vel verði lagt út
af textanum. Á eftir skýringu hvers
texta kemur nákvæm upptalning hinna
uppbyggilegu og íhugunarverðu hugsana,
sem feiast í textauum, og að síðustu nokkr-
ar efnisniðurskipauir (dispositones) til prje-
dikana út. af textanum . . . Jeg vona að
þess verði eigi iangt að bíða, að hjer á
landi verði, að minnsta kosti þeim prest-
um er viija, leyft að ieggja stundum út af
hinum nýju perikópum, sem nú eru lög-
leiddar í Danmörku, og kemur þessi bók
þá í bestu þarfir. . . . Þessi bók getur
orðið að bestu noturn hveijum presti sem
les hana og íhugar með gaumgæfui. Ian-
gangurinn er jafn iærdómsríkur fyrir alla
sem hftfa tekist eða ætla að takast prests-
embætti á hendur".
Bókia hefar verið fleiruœ sinnum prent-
uð á sænska frummálinu og þýðingin eft-
ir Thormodsæter og sömul. þetta síðasta
hefti hefur feingið mikið lof og út-
breiðsiu.
Næsta hefti kemur út innan skamms.
Þetta nýja verk (o: andea række) verð-
ur um 40 arkir og kostar 20 aura hver
örk fyrir áskrifendur.
Júlíus Þórðarson.
Rausnarleg gjöf.
Þ6tt jog ekki geri íslenskt þakkarávarp úr því,
vil jeg geta þeirrar rausnar, sem mjer var sýrnl í
fyrra af þýsk-amerísku vísindafjelagi í Chicago.
Auk áður gefinna bðka, blaða og timarita frá sömu
herrum, fjekk jeg þá í einu eftiríýlgjandi bækur
og rit — fiest i fögm bandi og stöku rit í skraut-
bandi:
1. Religion of Scienee. P. Carus. 2. Science of
Meohanics. Pröf. Mach. 3. Humanity and its origin.
Cobert. 4. Darwin and after Darwin. Eomanes.
5. Scientific Lectures. Mach. 6. The Gospel ot
Budda. Carus. 7. Primary factors. Cope. 8.
Primer of Philosophy. Carus. 9. Scienca of
Langnage. Max-Muller. 10. Thoughts on Religion.
C. Gore. 11. The lost Manuscript (rðman). Gustav
Freytag. 12. The Prophets of Israel. Prof.
Cornell. 13. Epitomes of three Sciences. Olden-
berg. 14. Seience of Thought. Max-Miiller. 15.
Beligions Revelation. Carus. 16. Philosophy by
the Fool. Mach. 17. Monism and Meliorism.
Carus. 18. Lovers 3000 years ago (o: lofkvæði
Salómons). Goodwin. 18. Germinal Selection.
Weissmann. 20. Our reed of Philosophy. Carus.
21. One Memory., Hering. 22. The Idea of God.
Carus. 23. Goethe og Schilier: Xenions (á ensku).
Carus. 24. Redemtion of the Brahman. Garbe.
26. Pilgrimage to Beethoven. R. Wagner. 26.
Ancient India. Prof. Oldenberg. 27. Weissmann-
ism. Romanes. 28. English Secularism. Holyoake.
29. Making Bread dear. General Trumbul. 30.
Phiiosophy of Attention. Binet. 31. Diseasos of
the Will. Ribot. 32. Origin of Languages. Noiré.
Psychology oí Attraction. Binet. 34. Priinary
Eactors oí organis Evolution. Cope. 35. Popular
Scientific Lectures. Mach. 36. Trutk in Eiction.
Carus. 37. Martin Luther. G. Freytag. 38. The
Soul of man. Carus. 39. The raonist. Carus.
40. The Open Court, 8. árgangur.
Matth. Jochumson.
Stormurinn.
Hann fetar svo stðrum, haun fer svo hart
yfir fjöll, yfir dali, yfir grundir og skóga;
hann öskrar svo hátt, að það heyrðist vart
þótt Heimdallur Gjallarhorn snjallt ljeti hóa;
hann fárramur brýst fram sinn berserksgang
og ber sig öllu að lóga.
Hann megnar ei fjöllin að færa úr stað
— þau fast standa gömlurn á segulsteins rótum
en mölin og fisið — hann fæst við það,
hann feykir því hátt upp að skýjanna fótum;
hann rymur og másar í rosamóð
og rseðat svo að Ægis snótum.
Sá koss hann er fastur, er kyssir hann þær,
en köld eru íaðmlögin, eingin fæst hlýja;
með andfælum rís upp hver Ránar mær
og reigir sinn mjallhvíta fald upp til skýja,
þær róta upp hafsbotni, hamrana slá,
og hver undan annari fiýja.
Að horfa’ á þann leik, er þeir hefja nú
hann hamrami Norðri’ og hann svipmikli Ægir!
Ó, maður! hve örmagna ert ei þú
við það afl, som þá skapar, þeim stjórnar, þá lægir!
Hve aflvana hnígur allt þitt dramb,
ef ögn sá kraftur þjer bægir!
B. Þ. Gröndal.
Búnaðarbálkur.
Nitragiu og Alinit
Fyrir laungxx síðan, jafnvel mörguœ öld
um, höfðu mean veitt því eftirtekt, að
hinar svo nefndu „belgplöntur" mundu á
einhvern hátt geta fært sjer í nyt, til
vaxtar og viðgangs, köfnunarefni loftsins.
En á hvern veg þeim var það mögulegt,
það var mönnum hulið. Árið 1888, var
það þýskur maður, að nafni Helliegél, sem
tókst að leiða rök að því, að þessu væri
þannig variðmeð belgplönturnar,ogmeðfrek-
ari tilraunum og athuguaum komst hann
að raun um, að upptaka köfnunarefnisins
ætti rót sína að rekja til gerils. Þessi
gerili finnst á rótum plantanna, og mynd-
ar smáhnúða, en ef þessir hnúðar eða
vörtur eru þar ekki, þá er það vottur
þess, að geriílinn er ekki til í jarð
vegiaura, þar sem plantan vex. Helliegel
hefur gert margar tilrannir með belgplönt-
urnar í þessa átt. Hann hefur t. d. rækt-
að þær í sandjörð, og það hefur sýnt sig,
að vöxtur þeirra var sömu skilycðum háð-
ur, og hjá öðrum plöntum. Það er með
öðrum orðum komið undir áburðinum og
efnum hans, hverjum þroska þær taka.
Ef köfnunarefnið vantaði í áburðinn, þá
varð vöxtur þeirra mjög rýr, og þær gátu
eingum verulegam framförnm tekið. Þetta
sýnir að þær af eigiu ramleik eða sjálfs-
dáðum, gefa éklti fært sjer í nyt köfnun-
arefni ioftsins, heldur þurfa til þess hjálp
annarar lifandi veru. Nú var spursmái
um það, hvort það var hinn sami gerill,
sem þannig var œeðverkandi við upptöku
köfnunarefuisins, &ð því er hverja ein-
staka belgplöntutegand snertir eða það
voru fleiri tegundir. Það er sjerstaklega
Þjóðverjinn Nabbi og aðstoðarmenn hans
Hiltner og Schmid, sem feingist hafa við
tilraunir hjer að lútandi. Þessar tilraunir
þeirra eru mjög margbrotuar, og hefur
þ.ið eigi neiua þyðingu að lýsa þeim hjer.
En þær hafa leitt í ljós, að hver belg-
plöatutegund fyrir sig þurfi sjerstaka
gerilstegund til þess að þeim sje mögu-
legt að taka til sín köfuunarefnið úr loft-
inu. Það er því ekki ein gerilstegund,
sem hjer verkar, heldur jafnvel eins marg-
ar og belgplöntutegundirnar eru. Þetta
gorir ræktunina erflðari og vaudasamari
heldur en það hefði verið að eins ein
gerilstegund, sem hjer átti hlut að máii.
Tilraunirnar, sem gerðar hafa verið í
þossa átt, hafa kostað mikla erfiðleika og
nákvæma athugun. Eq þær hafa stað-
fest: 1, að hver af þessutn belgplöntu-
gerilstegundum getur myodað þessa hnúða
á rótum plantanna. 2, að myndun þess-
ara smáhnúða eykur vöxt og þroska þeirra.
3, að hver gerilsiegunin fyrir sig verk r
mismunandi á hinar ýmsu plöntur, og
verður því að nota vissa gerilstegund fyrir
hverja einstaka belgplöntutegund.
Á mörgum stöðum eru nú þessar rann-
sóknir í framkvæmd, og ávallt skýrist hið
dularfufla við þetta betur og betur. Ymis-
legt er þó enn eftir að rannsaka þessu
viðvíkjandi, en þ&ð sem nú er komið fram
og leytt í Ijós er þetta:
1. að vanalega þurfa belgplönturnar
ekki holdgjöfakendan áburð.
2. að þær taka til síu köfuunarefnið úr
loftinu með aðstoð smáplanta eða gerla
sem roynda smáhnúða á rótum plant-
anna, og að þær, fyrir verkauir þessara
gerla, geta fært sjer í nyt köfnunarefni
ioftsins, í þeim samböDdum, sem plöntun-
um eru þau hentugust.
3. að hver belgplöututegund þarf sjer-
staka gerilstegund til þess að taka upp
köfuunarefnisins geti átt sjer stað.
4. að þessir geriar þurfa að vera til
í jarðveginum, þar sem plönturnar vaxa,
sem ávalt kemur í ijós við hnúðmyndun-
ina. En sjeu þeir ekki þar, þá þarf
að „blóusetja jarðveginn“ með „nitra-
gin“, eða með öðrum orðum, að sá því i
jörðiua.
5. að holdgjafakeundur áburður er því
að eins nauðsynlegur, að þessir gerlar
sjeu eigi i jarðveginum, og sjerstaklega
þurfa plöuturnar hans með, meðan rætur
þeirra eru lítt þroskaðar til þess að flýta
vexti þeirra.
„Nitraginið" er þ?nnig notað, að það
er bleytt út í vatni og síðan er fræinu
difið ofan í laugiun áður en þvi er sáð.
Það má eiunig nota það á þann bátt, að
taka sand eða mold og gegnvæta í þess-
um uppleysingi. Þurka það síðan við
víð vindsúg, og þar á eftir dreifa því yflr
þann blett, sem rækta skal, og herfa það
niður sem svarar 3 þural.
Að hvað miklu leyti þetta hjálpar akur-
yrkjunni, eða jarðræktinni öllu heldur, er
ena ekki fullsjeð eða reynt til hlýtar. En
eftir þeim tilraunum að dæma, er gerðar
hafa verið, þá virðist það gefa góðar von-
ir. Hvort þetta „nitragin“ hefur nokkra
þýðingu fyrir jarðræktina á Islandi, er
eigi gott að segja. En það væri lofsvert,
ef eÍDhverjir vildu gera tilraun því við-
víkjandi.
Björn sýslum. Bjarnason ljet í Ijósi við
mig, er jeg átti tal við hann í sumar síð
aetliðið, að hann hefði hug á að gera til-
raunir í þessa átt, og er honum vei trú-
andi til þess. Sömuleiðis þætti mjer eiga
vel við, að væatanlegar tilraunir með
plmitv.gróður á Islandi reyndn þetta efui
— „nitragin“ —, og gæti svo farið, að
það hefði þýðiugu. Spursmálið er um það,
hrort þessar gerilstegundir finnast í jarð
veginum á íslandi, og í öðru lagi, hvort
þær geli þiifist þar, eða verkað á svipað-
an hátt og tiiraunir hafa sýnt eriendis.
Jeg skal geta þess, að meun hafa orðið
þess varir, að einstaka planta fyrir utan
belgplönturnar geta á líkan hátt og þær
fært ejer í nyt köfnunarefni loftsins. En
þetta er alit óranusakað enn, og bíður
seinni tímans. Ef einhverjir vílja reyna
„nitraginiðu, þá geta þeir pantað það hjá
„Br'ódr. Bendix. Badhuspladsen Kjöben-
havn K. Það kostar kr. 3,35 & */2 tunnu
Iands (777 □ faðm.), eftir því, er auglýs-
iugar þeirra bera með sjer. Þeir senda
það kostnaðarkust til þess, er panlar, á
samt upplýsingum um ræktun þess.
(Framh.)
Sigurður Sigurðsson.
Frá fjallatindum
til fiskimiða.
Sörau nóttina sem húsið brann A Hjeðinshöfða,
sem um er getið í síðasta blaði, brann einnig bær-
inn í Eyhildarholti í Skagafirði til ösku og ynrð
litiu sem eingu hjargað af munnm, en fólk kornst
allt af. Þar var timburhús nýlega smíðað, vá-
tryggt fyrir 5000 kr.
Botnverpingar nokkrir hafa verið hjer inni í fló-
anum undanfarandi og skemmt veiðatfæri fyrir
suðurnesjamönnum innan landhelgi eins og fyrri.
Skagfirðingar ákváðu á sýslufnndi, sem haldinn
var á Sauðárkróki 3. f. m., að halda þjððhátíð kom-
andi suraar um mánaðamótin júuí—júlí á þÍDg-
staðnum forna í Hegranesinu og skyidi sýsinsjóður
leggja fram fje til að kaupa tjöld til bátíðarinnar.
Það lítur svo út sem byrjunin hjer í íyrra sumar
ætli að hafa góð áhrif, því mjög víða um land
hefur verið ráðgert hátíðahald á næsta sumri.
Eyrarbakka, 1. apríl: „Aíli er hjer ágætur og
gæftir fremur gððar. Til hlutar er komið um 800
hæst, meðalhlutir um 600, mestmegnis ísa.
Síra Ólafur Ólafsson í Arnarbæli hjelt hjer fyrir-
lestur nýlega, er hann nefndi „Almenningsálitið11;
hann var vel fluttur, on ekki vel sóttur“.
Úr Fáskrúðsfirði, 8. marz: „Aflalanst hefur verið
hjer gersamlega í vetnr og bjargarskortur raikill.
í kanpstaðnum, Búðum, sem nú er að vaxa hjer
upp norðan við fjörðinn, hafa 6 þurrabúðarmenn,
sem eingaungu hafa lifað á sjð og kaupstaðarvinnn,
ílosnað upp, og er það mikið í ekki stærri kaup-
stað. Margir að verða heylausir, einkum á inn-
sveitinni. Nú algerlega jarðlaust og svellað yfir.
Bráðafár hefur víða gert skaða, einkum á út-
hæjunum, á stöku bæjum drepist um 30 fjár.
Bylurinn 15.—16. febr. gerði hjer alivíða skaða.
Á Búðum fuku 3 hátar, í Dölum hjallur og hest-
hús og viða tók þök af hlöðum og fleiri húsum“.
Það hafa sumir sagt, að kvennfólkið væri iðnara
en karlmeunirnir og kappsmeira þegar það tæki
eitthvað fyrir. Eitt af því, seru bendir á að þetta
sje rjett, eru bðkmenntirnar íslensku á okkar dög-
um. Þiíð er að eins ein íslonsk kona, sem unnið
hefur að ritstörfum svo að teljandi sje, frú Torf-
hildnr Ilolm. Hún byrjar ekki að rita fyr en á
fullorðinsárum, en lætur þó eftir sig stærri verk
en flestir eða allir rithöfundar okkar, sem við
skáldritasmíðar hafa feingist. Og hún heíur tekið
sjerstakt verkefni, sem aðrir skáldsagnahöfundar
okkar hafa látið óhreift að mostu, verkefni úr sögu
landsins. Þegar hún hafði lokið sögnnni um Jón
biskup Vídalín, heyrðist að hún hefði enn í smíöura
sögulegt skáldrit, er ætti að lýsa Jöni Arasyni
biskupi og samtíð hans. Nú er hún að starfa að
því verki og hefnr hún beðið „ísland“ að flytja
mönnum þetta:
Jðn hiskup Arason.
„Loksins hef jeg þá veitt hinum mörgu áminn-
ingum frá kaupendum „Draupnis“, um að jeg hafi
lofað að gefa út skáldsögu um Jón biskup Arason,
svo rnikið athygli, að jeg er um tíma sest að í
grend við Besaastaði til að rita þar upp þá sögu-
legu viðburði, sem sögunni koma við. Eu þess vil
jeg jafnframt geta, að eingin von er til að svo
mikíð og vandasamt verk, sem þetta hlýtur að
vetða, geti orðið búið innan 2—3 ára, svo nokknr
mynd verði á því. En sökum þess að jeg athug-
aði ekki, þegar jeg gaf loforðið, að kraftar okkar
mannanna eru ekki alltaf á sjálfra okkar valdi,
batt jeg það eingum skilyrðum. En síðan hefur
mjer bæði nokkuð förlast sýn og þar að auki kenni
jeg svo mikillar þreytu í höfði, að jeg þoli ekki
að hugsa og skrifa nema litla stund í einu, og
þess vegna var mjer nær því þrotinn kjarkur til
að leggja út í að semja söguna. En því, sem jeg
hef lofað, hef jeg lofað og jeg skal enda það, ef
mjer endist líf til.
í sambandi við þetta læt jeg þær stúlkur í
Reykjavík, sem ætla sjer að læra bronsemálverk,
vita, að jeg verð þar heima hjá mjer rúman viku-
tíma og kem fyrir hátíðina, ef þær vildu þá sinna
því. En aftur byrja jeg ekki á kennslu fyr en