Ísland


Ísland - 18.04.1898, Blaðsíða 2

Ísland - 18.04.1898, Blaðsíða 2
58 ISLAND. „±SLAKTI>“ kemur út á hverjum þriðjudegi. Kostar í Beykjavík 3 kr., út um land 4 kr., erlendia 4 kr. 50 au. Ritatjóri: Þorsteinn Gíslason Laugavegr 2. Prentað i Fjeiagaprentsmiðjunni. drepist hafa úr bráðspest í vetur, átti helraiugurinn heiraa á sama bænum. Þeg- ar jeg bólusetti á þessum bæ, var pestin sem óðast að drepa og þessar 5 kindur dóu líka allar í sömu vikunni og þær voru bólusettar. Það er auðvitað ekki hægt að segja, . hvað valdið hafl því, að bóluefnið gat ekki frelsað þessar 5 kiudur, en líkast þykir mjer, að einhver ákveðinn tími — líkiega vikutími — verði að líða frá bólusetningunni þangað til kindin er komin í það ástand, að pestin bíti ekki á hana og vil jeg því ráða þeim til, er láta vilja bólusetja fje sitt, að gera það svo snemma á haustin sem unnt er, að minnsta kosti áður en hinn vanalegi pestartími byrjar. — Hversu leingi saraa bólusetningin getur varið kindina fyrir sýkinni, verður ekki sagt að svo stöddu; fyrir því er ekki fengin nein áreiðanleg reynsia enn, þar sera það var í fyrsta skifti síðastliðið haust, að bóluefni þetta væri reynt í stærri stíl. Það sem vjer getum heimtað af góðu bóluefni, er það tvennt, að það sje hættu- lítið skepnu þeirri, sem bóiusett er og að bólusetningin verji einhvern ákveðinn tíma all-flestar þær skepnur, sem bólu- settar hafa verið fyrir sýkinni. Hvorn- tveggja þenna kost ætlum vjer óhætt að segja, að bráðapestar-bóluefni þetta hafi og mun það því eiga mikla framtíð fyrir sjer hjer á Jandi. Vonandi þarf nú ekki næsta haust að ganga á eftir neinum bónda með grasið í skónum til þess að fá ieyfi til að bólusetja fje hans. 19-/4. ’98. Magnús Einarsson. Bókmenntir. Sögur og kvæði eftir Einar Benediktsson. Reykjavík 1897. 192 bls. Þótt kverið beri ártalið 1897 hefur það ekki komið fyrir manna sjónir fyr en nú nýlega í því hefur höfundurinn safnað saman sögum og kvæðum, sem prentað hefur verið eftir hann áður til og frá í blöðunum. Þar er ekkert, sem eigi er áður prentað og því ekkert nýstárlegt fyrir þá, sem fylgst hafa með í lestri blaða og tímarita nokkur undanfarandi ár. Og þeir, sem hafa veitt þar eftirtekt nokkrnm einkennilegum og laglegnm smá- kvæðnm eftir þennan höfund, þeir munu fyrst og fremst verða vonsviknir, er þeir blaða í bókinni og fiuna þar ekkert nýtt eða áður óþekkt af líku tægi. Menn höfðu ástæðu til að ætla að höf. byggi yfir meiru en hjer kemur fram. Sögurnar eru fjórar — eða rjettara sagt: þar eru þrjár sögur og inn á milli þeirra hefur villst ofurlítið gylliniský, sem ekki vissi hvar það átti að vera, hvort heldur á himni og jörð. Sem heild ber stysta sagan, „Valshreiðrið", langt af hinum. Það er mikið snotur smásaga. Yfir höfuð eru einstök atriði í söguuum ekki illa sjeð, og það eru umþeinkingar höf. utan við sögurnar, sem oftast eru best sagðar; en að hafa mikið af þeim inni í skáldsögum fer jafnaðarlega illa og gera góð sagna- skáld það ekki. Annars er gildi kversins ekki fólgið í sögunum; þær eru allarstór- gallalausar en jafnframt í heild sinni frem- ur tilkomulitlar. Þetta verður ekki sagt um kvæðin. Það eru þau, sem gefa bókinni gildi; þar er um að ræða bæði kosti og missmíði. — Kostirnir eru þeir, að hugmyndirnar eru margar góðar og víða einkennilega komið orðum að þeim. En aðalorsök missmíð- anna er sú, hve örðugt höf. á með formið, bágt með að koma hugsunum sínum fyrir innan stuðla og höfuðstafa. Það kostar hann vafalaust miklu meira erfiði en flesta aðra, sem á islensku yrkja, að „koma saman vísu“, Og margt er það í kvæðunum, sem mætti kalla „hnoð“. Pegasus Einars er staður og prjónar oft af þráa, en hann knýr hann áfram meðkeyri oglemurfóta- stokkinn. Þessum rímarabarningi er það meðfram að kenna, að mörg af kvæðunum eru myrk og torskilin. Einkum kemur þetta fyrir þar sem rímið er örðugt t. d. í „Stökur“, sem að öðru leiti eru góðar. í þýðingunni á „Hrafninum“ hefur þessi sami barningur neytt hann til að skrúfa saman ýms orðskrýpi tii að geta haidið ríminu. Eldurinn heitir þar t. d. „arin- feyr“, sem er vitleysa. Af sömu ástæðum eru krumma valin ný heiti, kallaður „hvævageir“ og „vængjafreyr“, hvort- tveggja bæði rangar og mjög álappalegar kenningar. Á öðrum stöðum er myrkviðr- ið meir tilgerð. Svo er það í „Skúta- hrauni“. Einna leiðinlegasta meinlokan er í kvæðinu „Vestur“, sem annars er ýmislegt gott í. Þar stendur svo á, að verið er að lýsa íslenskri stúlku; bróðir hennar hefur flutt til Vesturheims, en hún hefur valið hið góða hlutskiftið og situr kyr heima. Að launum fyrír það giftist hún góðum manni og er því svo lýst: „Nú geingur hún með gildum ver, sá gyllir horn á því sem er“. Ójá. Hann gyllir horn á því sem er. Nú er svo ótalmargt með hornum: borð og bekkir, hrútar, naut o. s. frv. Er það nú meiningin, að sá hinn „gildi ver“ „forgylli“ hornin á hrútum sín- um og nautum ? Höf. hefði eins vel getað spáð að sú tíð kæmi, að hjer í landi yxu gullhorn á hverjum bekra og bola. Meinlokur álíka og þessi koma annars ali- víða fyrir í kvæðunum. En, einsog áður er sagt: hugmyndirnar eru margar góðar og rímið er ekki heldur alstaðar jafnstirt og óþjált. Jeg skal nú telja þau kvæðin, sem best eru: „Norður- Ijós“ er vel fallegt kvæði; þó er höf. ekki f&stur á kostunum í síðari erindunum. Jafnhliða því má setja „Undir stjörnum"; þá er „Sumarmorgun i Ásbyrgi“, sembyrj- ar á fallegri náttúrulýsing, en er miklu ver botnað. „Hvarf síra Odds á Mikla- bæ“ er ieingst af kvæðunum og lítur út fyrir að höf. hafi lagt sig þar einna mest fram. „Grettisbæli“ er einnig gott kvæði. Enn má nefna „Nóttin helga“, þótt það kvæði sje illa ort, síðasta kvæðið í „ís- landsljóðunum“ o. fl. Einhver, sem ritar um bókina í „Þjóð- ólfl“, kemst að þeirri niðurstöðu, að höf. „hafi hátt mark fyrir augum framundan í fjarlægð", og á öðrum stað segir hann að „auðheyrtsje á kvæðunum, að höf. finnist hann hafa köllun“. Á hverju þetta er byggt er ekki gott að sjá. Jeg get ekki með besta vilja fundið annað en að kvæð- in, og sögurnar því fremur, sjeu, eins og verk flestra íslenskra skálda, og jafnvel fremur en hjá mörgum öðrum, samheingis- laus, gripin úr lausu lofti, sitt úr hverri áttinni, án þess að sjeð verði að höf. hafi nokkurt ákveðið mark eða mið, nokkra ákveðna hugsjón, sem hann vilji ryðja braut, hvorki í skáldskap nje annarstaðar. Hann yrkir hvatir til íslendinga alveg með sama laginu og aðrir hafa sungið nær því í heila öld (íslandsljóð, Brjef til Þingvallafundar, Á Þingvölium o. s. frv.). í öðrum kvæðum kemur hann aftur fram örvinglaður, vonsvikinn og lífsloiður, svo sem í „Nóttin helga“, „Á krossgötum“ o. fl. Ymist syngur hann framfarabaráttu mannkynsins lof og prís, „tröllbrotum rafar* og eims“ o. s. frv., eða hann sjer eir.gan Ijósneista í mannlífinu (sbr. Skúta- hraun); þar er allt dimmt og ofurselt eymd og dauða. Út af fyrir sig geta kvæðin verið jafngóð fyrir því. Annars virð&st pólitísku kvæðin hans ekki ort af sterkri innri hvöt. Þar er ekkert frumlegt eða nýtt. Þau eru mest- megnis bergmál af samskonar kvæðum eftir Jón Ólafsson. Þó kemur þar fram skoðun í einu erindinu, sem synd væri að ganga alveg fram hjá, — reyndar alls ekki nýskoðun, en jeg hef ekki sjeðhana í rími áður. Erindið er svona: „Hjer þarf hugar og máls, skilja málstað sin sjálfs og að muna hvað skeð er — sú þraut virðist ljett; bara sitja við borðið og segja eitt orð, vera sammála aðeins um það sem er rjett". Þarna er Einars pólitíska erfða-trúar- játning. Stjórnarbarátta okkar á ekki að vera innifalin í öðru, en að við sitjum hjer heima í hvirfingu, skröfum ogskegg- ræðum og færum hver í kapp við annan röksemdir fyrir því að við höfum árjettu að standa, en danska stjórnin ekki. Það er nóg. Um gagnrök mótpartsins, sem þó einn hefur völdin, varðar okkur ekkert. Hvort hann yfir höfuð hlustar á nokkuð af því, sem við skröfum, — það gerir ekkerttil. „Bara sitja við borðið ogsegja eitt orð“!!I — Bara halda áfram að leika okkar pólitísku kómedíu á sama hátt og áður! Það er rjett, sem „Þjóðólfur" bendir Einari á, að hann ætti að gefa sig allan víð skáldskapnum, en hætta sínum póli- tísku rassaköstum. Þar getur hann aldrei unnið nokkurt gagn, verður þar aidrei annað en skúrra og skofiín. Og faðir hans gæti feingið ótal menn til að skrifa fyrir sig, sem gerðu það mikið betur. Eu á hinu verksviðinu hefur hann hæfi- leika til að vinna gagn. Ef hann verði kröftum sínum rjett, gæti hann vafalaust náð sómasamlegu sæti í bókmenntasögu okkar. Þó er hann ekkert stórskáld, ekki einu sinni þótt miðað sje aðeins við íslensk skáld. Og það sem eftir hann liggur nú, hálffertugan, er mjög lítið að vöxtunum. Fiskiyeiðar 1 útiöndum. Eftir Norsk Fiskeritidende. Síldarveiðar í reknet. Samkvæmt skýrslu, er einn af fiski- agentum Norðmanna, Westergaard, hefur *) Sbr. rafmagn, sem hðf. heldur að sje skylt orðinu röf eða rafur (sem nti er kallað), en það er ekki rjett. sent norska innanríkis-ráðaneytinu, voru það ár á Hollandi 593 kúttarar á síldarveiðum með reknet og öfluðu alls 511,477 tn. síldar, sem voru 6900,000 kr. virði. Það eru 862Ú2 tn. á hvert skip eða meira en 11650 kr. Á hverju skipi eru 14 menn og hvert þeirra hefur 70—90 net, auk 40 neta til vara. Aflinn er rajög misjafn á hverju skipi, og bæði Hollendingar og Þjóðverj- ar hafa komist að raun um, að hvert út- gerðarfjelag þurfi að minnsta kosti að hafa 20 kúttara, til þess að reknetaveiðin borgi sig. Eitt fjelag, sem hefur 24 skip, hef- ur (að einu ári undanteknu) getað borgað hluthafendum 8 °/0. Nú eru þeir að byrja á því að hafa gufuskip til slíkra veiða. Skotar eru að því leyti betur settir en Hollendingar, að síldin kemur þar árlega og á vissum tímum svo nærri landi, að þeir geta brúkað opna báta, svo útgerðin er miklu ódýrari og þeir geta flutt aflann í land á hverjum degi. Þjóðverjar gera mikið til þess að auka reknetaveiðar sínar. Hingað til hafa 82 seglkúttarar stundað þessar veiðar og veiða árlega um 96,000 tn., en það er að eins 7^/g °/0 af því, sem Þýskaland þarfnast af síld, því þangað er flutt árlega frá öðrum löndum síld fyrir 30 - 35 mill. marka (mark = 90 a.). Nú hefur verið stofnað hlutafjelag í Geestemiinde með l1/^ mill. marka höfuðstól og þetta fjelag ætlar að láta smíða 10 gutuskip, sem í sumar eiga að veiða síld í reknet, en á veturna þorsk og ýsu, sern flytja á lifandi á markað. Stórþingið norska veitti í fyrra 3 norsk- um fiskimönnum 5100 styrk á móti jafn- miklu fje frá þeim sjálfum, til þess að gera tilraunir með reknet fyrir Noregs ströndum. Westergaard stingur upp á, að stórþingið veiti 10—15000 kr. til þess að gera út nokkra kúttara til þesskonar tilrauna. Ritstjóri N. Ft. segir: „Yjer sitjum ró- legir og horfum upp á, að aðrar þjóðir ausa npp síld úr sjónum fyrir margar mill. kr. hver og það oft á þeim tíma árs, sem vjer sökum beituskorts getum ekki stund- að aðrar veiðar“. Hann telur jafnframt mjög nauðsynlegt fyrir Norðmenn, að byrja sem bráðast. Ætli mætti ekki segja hið sama að nokkru leyti um oss? Bjarni Sæmundsson. Land úr landi. Frjettir eru nú komnaraf þingkosning- um D.&na og fór þar sem við var búist, að vinstri menn uunu sigur, og nú hafa þeir og sósíalistar, sem jafnaðarlega fylgj- ast að málum, ríflegan meiri hluta í fólks- þinginu. Flokkum er þar nú svo skift: Vinstri menn eru 63 (áður 55), sósíalist- ar 12, (áður 9) samkomulagsmenn eða Bojseningar 23 (áður 25) og hægri menn 15 (áður 24). T&lið er víst, að konungur taki nú ráða- neyti af vinstri mönnum. Konungur vor er áttræður í ár og er hjalað um, að hann muni nú segja af sjer konungdómi og fá hann í hendur erfða- prinsinum, en ekkert er víst, að nokkuð sje hæft í því. Konungs&fmælið átti &ð halda hátíðlegt um alla Danmörku, en af því að fæðing- ardag konungs bar upp á langafrjádag, þá var afmælishátíðinni frestað, eins og hjer, fram yfir páskana.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.