Ísland


Ísland - 18.04.1898, Blaðsíða 3

Ísland - 18.04.1898, Blaðsíða 3
I8LAND. 63 Frá Ameríku hefur enn komið frjett um, að André loftfari væri kominn fratn og á hann nú að vera staddur í Klondyke, gulllandinu nýja. Umræðunum um Dreyfusmálið er enn ekki lokið í París. Zola hefur áfrýjað dómi sínum og er mælt, að hann muni ónýttur vegna formgalla. Þess er og tll getið, að stjórnin, sem málið höfðaði, muni helst kjósa, að svo verði. Henni er það mest kappsmál, að fá lokið Dreyfusmálinu og eytt öllu umtali um það. En hún er ekki ugglaus um, að það kunni að hafa töluverð áhrif í þá átt að halda málinu vakandi, ef Zola yrði hnepptur í fangelsi. Nýtt rit: Vasakver handa kvennmönimm. Nokkrar bendingar og yarúðarreglur um heilsufav kvenna. Eftir dr. J. Jónassen. Rvlk. Kostnaðarmaður: Sigurður Kristjánsson. 1898. Þrátt fyrir það þótt tepruskapurinn kunni að eiga sjer nokkuð djúpar rætur hjá oss, er þó naumast hægt að trúa öðru en kver þetta fái góðar viðtökur. Svo framarlega sem heilsan stendur fyrst og efst á blaði af öllum sýniiegum gæðum, þá er það líka víst, að allar bendingar, sem miða í þá átt að varðveita hana og vernda, eru þess vorðar, að þeim sje nákvæmlega gaumur gefinn. Eins og titillinn segir, er ritlingur þessi eingaungu fyrir kvennfólk og segir frá ýmsum varúðarreglum, er það þarf að nema og fara eftir, og sem eiga við heilsu þess, að svo miklu leyti, sem hún er bundin við sjerstaklega kvenn- legt eðli. Eins og allt frá hendi hins heiðraða höf. er bæklingur þessi ljós og greiuilegur og skipulega saminn. Um hann hefur verið sagt, að ekki væri hann þess eðlis, að Iesa hann upp til skemmt- unar. Satt er þið að vísu, enda er eing- in bók löguð til þess, sem að læknisfræði lýtur. En sarot sem áður má fullyrða, að hvcr óspilltur maður getur lesið hann án þe«s að hneixlast. Og jeg vil taka dýpra í árinni, að það er beinlínis skylda hvers kvenn- manns að kynna sjer hann, því með því móti getur hún vandað heilsu sína fyrir ýmsri hættu, sem fáfræði hennar getur bakað henni. — Bækiingurinn getur ef- laust orðio til mikils gagns, sje farið eftir honum, en betri vitnisbnrður er ekki fá- anlegur um neina bók. En karlmeriniruir geta verið rólegir. Þeir hefðu líka gott af að fá dálítið vasakver. Kannske að hr. landlæknirinn muni eftir þeira á sínum tíma? 15 + 6. Frá fjallatindum til fiskimiða. Piskiveiðafjelag það, sem um var getið í síð- asta blaði, að nýstofnað væri í Khöfn hefur keyft af Birni kaupm. Sigurðssyni verslanir hans í Flatey, Skarðstöð og Óiafsvík með vöruleyfum og skuldum og nokkrum fiski-þilskipum, er verslununum fylgdu. Einnig ætiar félagið að reisa hús á Grundarfirði og reka þar verslun og fiskiútveg. Á leið upp bingað náði herskipið' „Heimdallur“ botnverping, sem var að veiða í landhelgi nálægt Yestmannaeyjum og var hann sektaður um 6 pd. Franska herskipið „La Caravane" fðr suður fyrir land í fyrri viku og kom hingað aftur á Sunnn- dagsnðtt. Það hafði komið við í Vestmannaeyjum. Þaðan fiutti það þá fregn, að frú Kirstín, kona Magnúsar sýslumanns Jönssonar væri nýlega dáin, af barnsförum. Hún var dðttir háyfirdómara Lár- usar Sveinbjörnsens. Frönsk flskiskúta strandaði nýlega við Vestmanna- eyjar og komu strandmenn hingað með herskipinu franska á suunudagsnottina. Önnur frönsk fiskiskúta liggur nú í strandi á Stokkseyri við Eyrarbakka. Hafði hana rekið upp út af Meðallandinu og hún laskast þar tölnvert, en komist þð út þ-ðan og hélt vestur með landi, en dró upp neyðarflagg fram undan Stokkseyri og var bjargað þaðan. Allt, sem á var Bkipinu náð- ist óskemmt, en sjálft er skipið töluvert bilað. Uppboð fer fram næsta mánudag. Skipið hjet „Isabella". Gufubáturinn „Oddur“ kom suður hingað með 15 af skipverjum í morgun. Skipstjóri varð eftir syðra við annan mann, bróður sinn, sem var háseti á skipinu. Með guíuskipinu Á. Ásgeirsson, sem kom hing- að fyrir skömmu og fór til vestfjarða, voru 70 hvalveiðamenn frá Tunsbergi i Noregi. Þeir setj- ast að á uppsölnm við Seyðisfjörð vestra; þar er aðsetur hvalveiðafjelagsins, sem stofnað var í Höfn í fyrra og Ásgeir kaupm. Asgeirsson er formaður fyrir. Það er hlutafjelag, en hlutirnir að oins 12 og 24,000 kr. hver. Hr. Stixrud, sem áður hefur rekið hralaveiðar á Tálknafirði, stendur fyrir út- veginum. „Reykjavíkin". Áætlun gufnbátsins „Reykjavík“ er nú komin út, en nær aðeins fram til 6. maí. „Reykjavíkin“ á að fara frá Rvík til Akraness og Borgarness: 9., 12., 16., 20. og 28. maí, 2. og 6. júní. 12. maí fer hún einnig til Straumfjarðar. Til Hafnarfjarðar, Vogavíkur og Keflavíkur fer hún 7., 10., 13. og 23. maí, 3. og 7. júní; kemur við á öllum stöðunum á leið frá Rvík, en i Voga- víkina kemur hún ekki á leiðinni til baka, ekki heldur til Hafnarfjarðar á ferðinni 13. maí, 3. og 7. júni. 1 ferðinni 23. maí er bætt við 4 viðkomu- stöðum : Garði, Sandgerði, Hafnarleir og Grinda- vík. í Hafnarleir kemur hún 24. maí og fer þann dag einnig frá Grindavík, kemur til Reykjavíkur 25. maí. Til Maríuhafnar og Saurbæjar fer hún 17. maí. Burtfarartími úr Reykjavik er ákveðinn kl. 8 að morgni. Viðstaða á viðkomustöðunum er ákveð- in fjórðungur stundar. Reykjavík. Veðrið hefur verið gott undanfarandi viku. Vet- urinn kveður vel hjer syðra. Að rjettu lagi ætti skautafjelagið að dansa vet- urinn úr garði og svo gerði það i fyrra, en nú er þess ekki getið, að það ætli að láta nokkuð á sjer bera síðasta vetrardag. Þar á móti hefur stúd- entafjelagið haft töluverðan viðbúnað til veislu- halda þann dag. Þó er nú sagt, að undirtektir fjelagsmanna sjeu þvi miður almennt svo daufar, að óvíst sje að nokkuð verði af hátíðahaldi. Auk þeirra, sem getið var í síðasta blaði, komu með „Skálholti" um daginn: H. J. Bartels kaup- maður úr Rvík, J. P. Thorsteinsson kaupm. Bildu- dal, Sæmundur Halldórsson kaupm. úr Stykkishólmi og N. B. Nielsen verslunarm. í Reykjavík. Með „Oddi“ komu í morgun frá Eyrarbakka sira Ólafur Helgason og P. Nielsen verslunarstjóri. „Oddur“ á að fara aftur á morgun. Rvíkurblöðin flest flytja „konungi vorum“ Krist- jáni IX um þessar mundir lofgerðir mikíar og fagurgaía. Hafa þau orðið mjög hrifin af afmæíis- hátíð konungs, sem haldin var hjer í Rvík á 10— 12 flaggstaungum og með lítilsháttar samsæti í Iðuaðarmannahúsinu. Þau segja hann núelskaðan af allri þjóð Ísíendinga, og eitt blaðið tekur svo djúft í árinni, að það segir, að „hvert mannsbarn bjer á landi árni honum lotningarfyllst allra heiila“. Vjer þokkjum nú alls ekki til þessarar konungs- dýrkunar hjá íslendingum og getum þvi ekki lýst henni. En víst er um það, að ritstjórar þeir, sem svo tala nú, hafa eingan þátt átt í því að glæða hjá þjóðinni þá konungshollustu, sem þeir nú vilja tileinka henni. Þegar miðlunarfrumvarpið frá ’89 kom fram í haust, flutti Fjallkonan meðmælingargrein með því og ritaði yfir: „Pólitiskur fagnaðarboðskapur". Nú lítur aftur út fyrir, að einhver hafi sáð til Valtýsku i garð Valdemars. Aunars er nú orðin sú órækt í þeim garði, að einginn hirðir frarnar um hvað þar sprettur. Valdemar hefur þann kæk, að hann er oft að fítia við jakkahornin sín í hugsunarleysi. Af þvi mönnum virðist hann orðinn svo konunghollur nú á síðustu tímum, er sagt, að hann sje að leiti þar að dannebrogskrossi. 56 „Jú, afbragðs falleg", sagði hann og leit vingjarnlega til gömlu kon- unnar. „Hún hefur víst verið dýr?“ „Já, hún var svei mjer ekki gefm“, sagði hún með töluverðum drýg- indasvip. „Jeg hef líka orðið að halda spart á til að geta keyft hana“. „Jeg trúi því“. „Þjer eruð svo góður og vinalegur, að jeg þori vel að trúa yður fyrir, hvernig jeg komst yfir hana“. „Já, segið þjer mjer frá því“. „Eins og þjer vitið, lifum við fátæklingarnir mest megnis á kaffi og smurðu brauði; en svo datt mjer nú í hug, að ekki hefðu allir sykur og rjóma í kaffið og að hægt væri að vera án þess“. „Suðurlandabúar drekka allt af svart kaffi“. „Því trúi jeg vei og það sama gerði jeg“. „Hafið þjer leingi drukkið kaffið svart?“ „Jeg gerði það rúmt ár og með því móti gat jeg nælt svo mikið saman, að jeg sá mjer fært að kaupa þessa rjómakönnu og þar að auki átti jeg 5 krónur eftir til að borga kvæðið með“, sagði hún og var nú öll á lofti. Hann hafði sest við skrifborðið og gripið blað, sem lá á borðinu. Það komu margír votir blettir á blaðið. „Þjer skuluð nú líta í einhverja bók á meðan, en jeg skal reyna að yrkja um rjómakönnuna yðar“. „Þakka yður kærlega fyrir allt iítillætið og manngæskuna“. Hún spennti greipar og starði á hann með undrun og aðdáun. „Jeg hef aldrei sjeð neinn yrkja fyr; það er nógu gaman að sjá, hvern- ig farið er að því“. Ea hann tók ekkert eftir hvað hún var að segja. Penninu gekk ótt og títt í höndunum á honum, orð fylgdi orði eins og perlur á bandi og smám saman mynduðust vísurnar, hlýjar, viðkvæmar og hreimfagrar. Hann orti í nafni móðurinnar til sonarins og yfir hverju einasta orði hvíldi blær ástarinnar, hinnar hreinustu, göfgustu og fölskvalausustu ástar, móðurástarinnar, sem þolir allt, umber allt og leggur allt í sölurnar án þess að krefjast neins endurgjalds. Áður en hann sjálfur vissi, var kvæðinu lokið og það var andi og til- finning í þessu kvæði, þótt það væri ort um bumbumikla rjómakönnu. 53 „Jeg bið auðmjúklega fyrirgefningar! Jeg var einhvern veginn svo rugluð, þegar jeg kom hingað inn. Hjer er allt svo skrautlegt og þjer eruð sjálfur svo snyrtimannlegur og vel búinn. Af því þjer eruð skáld hugsaði jeg að þjer rnunduð sitja yrkjandi í einhverri lítilli kompu, fullri af tóbaksreyk, með bjórflöskuna fyrir framan yður“. Hann brosti. „í fyrri daga var því nú svo háttað um skáldin. En nú á tímum græða skáldin á tá ogfingri“. „Svo best, að þau fái eitthvað að gera; það er eins með skáldskapinn og aðrar atvinnugreinar“. „Já, og ef þau svo nenna að vinna“. „Það er svei mjer von þjer segið það; því að það veit jeg, að húða- letingjar eru þeir sumir hverjir. Jeg man nú til dæmis eftir einum frá því jeg var stelpa. Hann orkti ljómandi faileg kvæði í „Skildingablaðið“, sem kom út einu sinni á viku; en feingi hann einhvern tíma peninga í hendurn- ar, þá lagðist hann undir eins í fyllirí og drakk þá eins og svin. En þaðer nú ef til viil eigi alveg rjett að orði komist, því að svínin drekka ekki svo mikið; þau jeta þess meira“. Aftur fór hann að snúa upp á gleraugnasnúruna. Hún fjekk grun um, að hún mundi hafa styggt hann og bætti við: „En það er ekki fyrir það, sum skáld geta verið mestu prúðmenni. Það þarf ekki annað en líta á yður til þess að ganga úr skugga um það. Eða eruð þjer ekki skáid?“ „Jú, að minnsta kosti hef jeg feingist dálítið við skáldskap“. „Ort kvæði?“ „Við hefur það borið“. „Hafið ef til vill stundum ort fermingarvísur, brúðkaupskvæði og þess konar?“ Maður neyðist oft til að yrkja um allaa fjárann. Þjer hafið víst ætlað að biðja mig að yrkja kvæði fyrir yður?“ „Já, það var einmitt erindið, að biðja yður að yrkja silfurbrúðkaups- kvæði. En jeg er ekki svo efuuð að það megi vera dýrt. Hvað eruð þjer annars vanur að fá fyrir þess konar kvæði? — Ea þjer megið ómögulega misvirða það við mig, þótt jeg svo djörf að spyrja um þetta“. „Venjulega tek jeg annaðhvort 50 krónur eða þá“ —

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.