Ísland


Ísland - 26.04.1898, Blaðsíða 2

Ísland - 26.04.1898, Blaðsíða 2
66 ISLA'ND. „ISLAHTID" kemur öt á hverjum þriðjudegi. Kostar í Reykjavík 3 kr., út um land 4 kr., erlendis 4 kr. 50 au. KitBtjóri: Þorsteinn GísJason Laug-aveg 2. Prentað i Fjelagsprentsmiðjunni. ur gefið sjálfri sjer. Þótt þú sjert ef til vill enn sem komið er talinn með öllum mjalla, þá veitir ekki af að brýnt sje fyr- ir þjer að fara variega með þig. En það er sjálfsþótti þinn og hroki, sem allt af hefur gert þig svo undarlega „kómiska flgúru" í mínum augum. Reyndar veit jeg vel, að þetta situr ekki dýpra en í nösunum á þjer, þekki vel til þess, að undirniðri er mikið tii af heigulskap og vesalmennsku. En mjer dettur ekki í hug að fara að meta mmnkosti þína, eða inn- ræti að öðru leyti. Enn sem komið er hef jeg þá trú, að mmngildi þitt sje ekki meira en það, að kostírnir eða lestirnir komi ekki almenningi við. Þinn sem fyrri Þorst. Gíslason. Land úr laudi. Fregn sú, sem fram kom um það, að Andrée heimskautafari væri fram kominn í Klondyke hefur nú reynst uppspuni einn. Svíar hafa nú gert út menn til að leita hans í Norður-Síberíu. Ekki hefur enn orðið af því, að ófriður hefjist milli Spánverja og Bandamanna, en eingu friðvænlegar lítur enn út en áð- ur. Mac Kinley hefur nú lýst yflr því, að hann álíti, að Bandaríkin geti ekki leingur horft á þau grimmdarverk, er fram fari á Cuba og verði nú alvarlega að taka í streinginn, þótt það kunni að kosta styrjöld. Og nu hefur þing Bandamanna samþykkt, að Kuba skuli viðurkennd frjáls og óháð og að stjórn Bandaríkjanna skuli krefjast þess. að Spánverjar kalli burt frá eynni allt herlið sitt; vilji þeir eigi gera svo, skuli Bandameun hrekja þá burt með herafla. Eftir þessu er enn útlit fyrir, að bráðum muni draga til ófriðar og þyk- ir svo, sem Mac Kinley hafi áður látið friðlega að eins til þess, að Bandamenn feingi tíma til að útbúa síg sem best til óíriðarins. Leo páfi hefur boðist til að gera um málið, en því neita Bandamenn. Ástandið á eynni er nú svo vont, að sagt er, að um 200,000 eyjarskeggja sjeu dánir úr hungri. Hersklp eru nú Bandamenn að búa út í óða önn. Æsingar miklar hjá báðum þjóðunum. Fiskiveiðar i útlöndum. Eftir Norsk Fiskeritidende. Fiskveiðar í hóiót 1897. Vertíðin stóð yfir frá 16. jan.til 24.apr. Bátar, sem geingu til veiða, voru flestir 7,173; af þeim voru 4,829 með lóðir, 1548 með net og 796 með haldfæri. Fiskimenn voru tals 31,312. — 34 bátar fórust; á þeim drukknuðu 15 menn, en 133 varð bjargað. — Skip til fiskkaupa voru flest 641. Aflinn, er verkaður var til verslunarvöru, var 258/10 mill. af fiski, 7,660 hektólítr- ar (1 hektólíter = 100 pottar) af lifur; 27,100 hektól. af hrognum; 18,260 hektól. af meðalalýsi, bræddu í 126 gufubræðsiu- vjelum. 61 af þeirn var á landi, 65 á skipum. 19Vio mi'l- af fiskinum var salt- að, 67/10 mill. hert. fír 13V2 nrill. þorsk- höfða var búinn til áburður (gúanó) og 101/', mill. höfð til skepnufóðurs. Þsasar afnrðir allar voru S1/^ mlll. kr. virði. Hjer um bil 3/á mili- &f fiski var etin í Lófót eða send burt. 62,7 % fiskiruanna brúk- uðu lóðir og feingu 68,5% af fiskinum; 28,9°/0 brúkuðu net og feingu 29,3%; 8,4 °/0 brúkuðu færi og feingu 2,2 °/0. Meðaihlutur var 168 kr. Beitan, sem biúkuð var (söltuð skel, síld, loðna, smokkur), var metin á 590,000 kr. Þurkaður smokkur var reyndur nokk- uð og gafst vel. Netatap var metið 40,000 kr. og lóða- tap 300,000 kr. (því lóðir voru oft lagð- ar mjög þjett). Slit á netum var metið 200,000 kr. virði, á lóðum 150,000 kr. í Lófót hafa nokkrir fiskimenn mælt hitann í sjónum og þykir oft fiskast best, þar sem hitinn er 4—5 ° c, en ekki þyk- ir það sannað enn, að það sje svc ávallt. Bjarni Sæmundsson. Þeir gusa mest er grvimst vaða. í ísl. II. 5. tbl. vill heiðr. þúfna-S ráðast á grein mína í 52. tb!. ísl. I. ár. Hann getur þó eigi hrakið eitt einasta orð í henni, heldur þeytist eins og vindhani langt fyrir utan efnið, eins og oft á sér stað, með þá, er fleipra með einhverja heimskuna, en vantar svo siðferðislegt þrek tíl að þegja eða samsinna, þegar þeim er bent á hið rjetta. Að sönnu er ritgjörð þessi eigi frá leitari en margt annað er þessi heiðr. höf. hefir skrifað. Það er ósatt er heiðr. höf. segir, að jeg hafi skrifað langt mál um þúfnamynd- í 43. tbl. ísl. í því blaði hefi jeg eigi skrifað eitt orð í þá stefnu, heldur höf. sjálfur. En mig skal eigi furða, þótt hann vildi gjöra sín eigin orð og ummæli að mínum orðum, til þess að hann fái hent- ugt tækifæri, til að bölsótast yfir vitleis- unni. Jeg geing fram hjá því, að hrekja ósann- indi hins heiðr. höf. um styrkhæð þá, er Búnaðarritið fær af almannafje. Hið sanna í þessu efni vita allir, er fylgast með nokkrum landsmálum, þar sem fjárlögin eru grundvöllur þeirra flestra. Enn síður álit jeg þörf að sýna fram á, að ritgjörðin um myndun þúfnanna átti heima í bún- aðarritinu; því að slíkt sjá allir fullskynja menn. Hjer er að ræða um að koma i veg fyrir eyðileggingu á þeirri jarðabót sem er algeingust hjer á landi, og sem er mjög arðberandi ef hún lánast vel, en afardýr til þess að ónýtast bráðlega. Jeg vil geta þess, að ef ritdómur hins heiðr. höf. um Búnaðarritið væri frá manni, er hefði sýnt að hann ritaði af þekkingu og gætni, þá teldi og það eigi lítilsvert lof þar sem hann segir: „Handa búfræð- ingum og öðrum upplýstum bændum og bú- mönnum er ritið gott, því ritgerðir í því hafa alloftast verið góðar". En það, sem heiðr. höf fianur ritinu til foráttu, er, að það skuli eigi vera aðeins fyrir óupplýsta menn, eða með öðrum orðum fyrir þá, er sjáldan eða aldrei líta í bækur og því síð- ur kaupa þær. Það vita víst flestir, að þeir sem eru ófróðir og óupplýstir, eru það af því að þeir lesa eigi gagnlegar bækur, og til hvers er þá að rita eingaungu fyrir þá. Þennan einfalda sannleika virðist heiðr. höf. þó eígi að þekkja; enda lítur út fyrir að hann hafi ritað meira um dagana, en hann hefir iesið. Þar sem heiðr. höf, býðst til að „sanna og sýna" mjer nð hann sje óskeikull í sög- um sínum, þá get jeg eigi þakkað það eins og hann álítur að vert sje. Er það sökum þess, að hingað til hefi jeg eigi fundið svo mikinn sönnunarkraft í orðum hans. Enda væri heiðr. höf. þá kominn alllangt frá hinu upphaflega umtalsefni; en við slíku má búast, af því að hringl- andinn er svo ríkjaudi í hugsun hans. Þá telur heiðr. höf. ósvinnu af mjer, að jeg skuli álíta að vitleysan sæti þversum í höfðinu á honum. Jeg skal því fúslega gefa eftir, að hún hafi eigi setið þar þvers- um heldur langsum, eða þá fyilt upp allt heilabúið; enda skiptir minstu um legu hennar. Heiðr. höf. segir ennfremur: „Eingum búfræðingi nema Hermanui hefir komið það til hugar að eigna það frosti fiem vatnið gerir. Vatnið er efni en frostið ekki; frostið er eiginleiki vatnsins. Það er því vatnið í jarðveginum, sem er orsok til ójafnanna á yfirborðiuu, sem kom við það að vatníð frýs1) ýmist eða þykknar". Höf. þykir víst að þessi óviðjafnanlegi kafli hafi áksflega mikk þýðingu fyrir vísindin; því að ef hsns hefði eigi notið við, myndi seint hafa leiðst í Ijós að vatnið væri efni eri fiostið eigi! Þegar til mergj- ar er krufið, hljóta allir sjá, að hjer sam- sinnir heiðr. höf. það alveg er jeg sagði í grein minni um áhrif frostsins í jarð- veginum. Yfirsjón mín er því að eins sú að jeg notaði orðið frost. Eq þótt jeg sje, eins og heiðr. höf. segir, í illu skapi, úf- inn og sárreiður, þá er það samt alveg þykkjulaust frá minni hlið, að orðið frost, sem er ekkert efni, sje numj,ð burt ur mál- inu, en í þess stað sje sett „þykkt vatn" sem er efni. Og í virðingarskyni við hinn heiðr. höf. skal jeg fylgja þeirri reglu, er jeg á orðastað við hann. Þá koma nú spurningarnar. Þegar heiðr. höf. hefir soðið þær eaman lítur út fyrir að vitið hafl eigi skipað þverrúmið; því að svörin hljóta að sanna gagnstætt því, er hann sjálfur vill. í öðru lagi væru sum svörin, hvert fyrir sig, efni í langa ritgjörð, ef týarlega ætti að svara, sem yrði til samans mikið of langt mál í í blaðagreinar. Af þessum ástæðum og sökum þess, að jeg á hjer orðastað við þann, er skrifar án röksemdaleiðslu, hlýt jeg að verða mjög stuttorður í svörum. En þar sem höf. talar um að jeg fái hjálp til þess úr Skagafirði, þá skal þess getið, að ritgjórðin í Búnaðarritinu, sem hefir orðið þessum S. til ásteitingar, er úr Skaga- firði. En að hann skuli snuðra eftir því í annara manna handritum, er leynt á að fara, og „slúðra" svo með það í þjóð- blöðum vorum sýnir glögglega, hve gjör- eyddur höf. er allri háttpsýði. (Niðurrl.). Þingeyrum 12. april 1898. Hermann Jónsson. Sumarkvöld til fjalla. (Lag: Og sneen den fög o. 8. v.) Það dimmir af nótt og dregur um hlíð hin dökkbláu húmtjöld um aptaninn síð. — Heyrið saunginn í hamranna höttuml Þar kveður nfl Hulda hinn deyjandi dag, — mig dáleiðir, hrífur hið töfrandi lag í kyrrð; — það er kvöldroði' :,:á fjöllum:,: *) UndirBtrikað af mjer. Herm. J. Hjer elska' eg hvern stein og iðandi lind, hjer elska' eg hvern fjalldrang og stormbarinn tind. Heyrið saunginn o. s. frv. Hjer elska' eg hvert fjallblóm, hjer elska' eg hvert strá, Hjer elska' eg hvern ljósálf, sem bústað sjer a í kyrrð o. s. frv. Jeg ann þessum blæ, er bljes mjer um kinn í hernskunni' er sat jeg við gullfoBsinn minn. Heyrið saunginn o. s. frv. Sem ástmey hver minning um æskunnar frið um aptaninn brosandi talar mig við í kyrrð o. s. frv. Hjer sit jeg og kveð í sædjúpin köld, er sólin er brosandi hnigin í kvöld. — Heyrið saunginn í hamranna hbllum!— Og vonirnar sælu með sjálfum mjer tel, er sofnuðu' og dóu.....Hjer uni' eg mjer vel % kyrrð; — það er kvöldroði' :,:á fjöllum:,. §ud-m, &udmundc&on. Island erlendis. í brjefi frá Khöfn frá 10. þ. m. segir svo: „Rit Boga hef jeg nú lesið og likar mjer það í heild sinni illa. Það sem „pósitívt" er í pólitík hanser alveg ónýtt. Ráðaneytið hjer á eftir henni að vera enn sem fyrri yfirráðaneyti og getur því eyði- lagt allt einsog hingað til. Og hvort fleiri eða færri verða þá skrifstofustjórar hjá landshöfðingja er alveg þýðingarlaust fyrir trygging innlends valds. — Það besta við bækling Boga er það, að hann segist vera geíinn út að tilhlutun Stúdentafjelags- ins. En jeg — og margir fleiri — hafði aldrei sjeð bæklinginn fyrri en búið var að senda hann til íslands og vissi þá fyrst hvað í honum stóð". Tveir íslenskir stfldentar eru nú að taka próf við háskólann, Jens Waage fyrri hluta lögfræðis- prófs og Sigfús Blöndal málfræðispróf (í grísku og latínu). Trulofuð eru í Khöfn stud. jur. Bernharð Lax- dal frá Akureyri og fröken Agnes Hansen, fóstur- dðttir skólastjóra Morten Hansen i Rvík. Nýtt kvennablað íslenskt er nfl farið að koma flt í Winnipeg. Það er manaðarrit í líku formi og „Framsókn", en helmingi stærra og heft í kapu. Verð: 1 doll. Bitstjóri er Mra. M. J. Benediktson, kona Sigfúsar Benediktssonar, sonar B. hðmopata, sem áður var á Stðrasteinsvaði í Hjaltastaðaþinghá á Fljótsd&Ishjeraði. í frönsku tímariti er skýrt frá íslandsferðum spitalaskipsins „St. Paul", sem hjer var á ferð í fyrra sumar og srandaði hjer við Rvík. Þar eru nokkrar myndir hjeðan. Þar á meðal mynd af Helga kaupm. Helgasyni, sem gerði við skipið. Frá fjallatindum til fiskimiða. Fljdtsdalshjeraði (yst) 23. mars: „Fatt nýtt að frjetta. Tíðin ágæt fram yfir miðjan vetur, svo menn muna varla slíka hjer í Hjeraði. En Þorr- inn og Oóan hafa verið nokkuð ófin 0g óstillt. Þó er víðast allgóð sauðjörð til fjalls og ása, en not- ast illa vegna storma. Voðaveður gerði hjer 15. febr. Urðu þó minni skaðar aðþví en ætlamætti, því veðrið gerði svo snemma, að fáir voru bfinir að láta fit fje. Sigbjörn bðndi Björnsson á Litla- bakka missti þá rflma 20 sauði til dauðs, en hinir hröktust til stðrskaða. Kvillasamt hefur verið hjer í vetur; einkum hefur geingið slæm kvefveiki sem hefur haft ýmsa aðra kvilla í för með Bjer að vanda. Nýlega er dáinn Sigfús bóndi frá Stóra- Steinsvaði, Sigurðsson frá Njarðvík. Hann var smiður góður og dugnaðarmaður mesti, en atti oft- ast við fremur þraungan hag að bfia. Seint geingur okkur með að fa greiðari sam- gaungur við fjörðuna, Hjeraðsmönnum. Illt var það í fyrra, en verra er það nú, því um þetta leyti lifðum við þá í voninni, að Bremnæs sál. mundi gera skyldu sína og flytja vörur vorar hingað að öndunum, þð efndirnar yrðu ekki sem bestar. Etv nfl lætur gufuskipafjelagið okkur vita strax, að því detti ekki í hug að láta skip sín koma hjer við, þvert á möti ráðstöfunum þingsins". A Árbæ í Holtum að sýslumanns Magnúsar Torfasonar hrundi á langafrjádag loft í svefnher-

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.