Ísland


Ísland - 26.04.1898, Blaðsíða 4

Ísland - 26.04.1898, Blaðsíða 4
68 ISLAND. Skipaiisti. 6. ap'ríl. Arthur, 81,71 skipstj. Quizen, franskt fiski-skip. 8. Á. Ásgeirssori, 564,25, Gregersen. 9. ilarch, 53,31, Petrel, fiskiskip. 11. Skálholt. 806, 33, Aasberg, 12. Hólar 321,12, JakobseD. Ferbia 60,00, Francoi, fiskiskip. 18. Ragnheiður. 72,75 Bönnolykke, verslnnarskip til W. Christensens verslunar með vörnr frá Khöfn. 18. apr. „Kagn- heiður", 72,75, Börnelykke, verslunarskip til W. Christensens verslunar fra Khbfn. 20. „Ellida", 153,49, H. Hansen, verslunarskip til W. Pischers- verslunar frá Khöfn. 20. „Eiin", 168,47, J.Coder- quist, verslunarskip til H. Th. A. Thomsens versl- unar. 20. „Marie Anne", 45,19, franskt fiskiskip. 20. „Binicaise, 98,10, franBkt fiakiskip. 23. „Valde- mar", 88,76, Albertsen, verslunarskip til W.Fischers verslunar, kom frá Dysart. 23. „Prince of Wales", 58,93, fiskiveiðaskip. „Solid", 81,51, H. Hansen, með timburfrá Noregi. „Lotos", 311,72, G.Peter- sen, gufuskip með viðina til holdsveikisspítalans frá Khöfn. Frá 1. maí næstkomandi byrja jeg flutn- ingaferðir hjer um Fdxaflóa og víðar, ei flutningur býðat, á „SLANGEN" og fet á hvern þann stað og höfn, sem eitthvað er að flytja til ef veður leyfir, og tek bæði farþega og vörur. Þeir, sem nota vilja þessar samgaungur, geri svo vel að gera mjer viðvart um það í tíma. Afgreiðsla á „SLANGEN" er hjer í Reykjavík hjá herra kaupm. Helga Helga- syni, dbrm., og verður auglýat á búð hans, hvernig ferðunum verður háttað, allt eftir því, sem flutningar faila. Ecykjavík, 23. apríl 1898. Markús Bjarnason. Reiðhjól (Cycler)? Kariiir, danskar, ágætar, komc- ar til verslunar Eyþórs Felixsonar. 1or-Ci.is.-iio ogr xrý", komin í dag (20. apr.), með mismunandi verði, tii W. FISCHER's Terslanar. Fást með laungum afborgmmm. Meðlimir „Hjólmannafjelagsins" fá betri kjör en Hðrir. Froolama. Erfingjar GrímB Gíslasonar fra Óseyrarnesi sem andaðist 26. febr. þ. á., skora a alla þá er til skulda telja í danarbúinu að sanna kröfur sín- ar innan 6 mánaða frá birtingu þessarar auglýs- ar. Einnig skora þeir á þá, er eiga að greiða búinu skuldir, að þeir hafi goldið þser innau 6 mánaða. Erfingjarnir eru: Bjarni Grímsson eldri, Bjarni Grímsson yngri, Páll Grímsson, Borkell Þorkelsson, Gisli Gíslaflon og Guðm. Grímsson. Sýslumaðurinn í Gullbr.- og Kjöaarsýslu skorar 18. þ.m. á þá, sem telja til skulda í þrotabúi Ein- ars Sigurðssonar útvegsbðnda í Vörum í Rosm- hvalanesshreppi að sanna kröfur sínar fyrir sjer innan 6 mánaða frá, síðustu birtingu þessarar aug- lýsingar. Einnig auglýsir hann uppboð á þrotabúinu 12. n.m. Þar verður meðal annars selt: tíröið skip fjögramannafar, bátar, sexmannafar, allt með út- reiðslu; 4 kýr, tvæveturt naut og 3 hross TJpp- boðið byrjar kl. 10 f.m. Enn auglýsir hann 3 opinber uppboð á jörðinni Vörum, föstudaginn 29. þ.m. og fimmtudaginn 5. og 12. n.m. 2 fyrri uppboðin fara fram á skrif- stofunni kl. 4 e.m., en hið 3. á jörðinni sjálfri að afloknu lausafjáruppboðinu sama st. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum auglýsir 13.þ. m. opinbert uppboð þar i eyjunum til að selja strandað frakkaeskt fiskiskip Aime Emilie aðnafni og gósa úr því, svo sem salt, saltfisk, matvæli, vínfaung, kaðla, segl o.s.frv. Gjaldfrestur áreiðan- legum kaupendum til ágústloka. Sýslumaðurinn í ítangárvallasýslu auglýsir 12. þ.m. opinb. uppboð 30. þ.m., 14. og 28. n.m., til að selja jörðina Sujallsteinshöfðahjaleigu í Land- mannahreppi, 10,64 hndr. n.m., eign Ingvars bönda IngvarBBonar á Kalmannstjörn, til lúkningar veð- Bkuld landsbankans. 2 fyrri uppb. fara fram á skrifstofu Býslunnar, hið síðasta á jörðinní sjalfri. Stór aðal- útsala. Frá, í dag sel jeg undirskrifaður allar þær birgðir af alls konar Vefnaðarvöru sem jeg hef óseldar, með mikið lækkuðn yerði. Sje keyft fyrir 5 krónur gefst 20 °/0 afsláttur, og meira, eins og um semur. Reykjavík, 26. apríl 1898. Holger Clausen. H. Tli. A. Tíiomsens Yerslun Nýkomið: Karlmannafatacfni alls konar, á annað hundrað tegundir (Moderne Stofíer). Auk þess, sem augiýst var fyrir skemstu, hefur bætst við ýmis konar álnavara. Meira úrval af regnhlífum, sólhlífum, gólfábreiðum ( Briisseltæpper), r ú m- ábreiðum og hálslíni en nokkru sinni áður. Eun fremur er von á ýmis konar vefn- aðarvöru með póstskipinu. Þar á meðal Ejólatauum og GólfTaxdúk.— Nánari auglýsing síðar. Pöntnn n á 10 bðniir. Þeir menn út um land, sem panta Tefnaðarvörur af einhverju tagi fyrir minnst ÍO krónur hjá mjer, fá þær sendar sjer kostnaðarlaust með póst- skipunum til allra hafna, er þau koma við á, ef þeír senda borgunina með pönt- ununum. Sje eitthvað ofborgað verður það sent til baka með vörunum, sem pantaðar eru. Pöntuninni verður að fylgja sem ná- kvæmust lýsing á því, sem tsm er beðið, og til hvers það á að notast. Ef til- búin vinnuföt erupöntuð, verður að senda mál af þeim, sem þau á að nota, tekið yfir manniun efst undir höndunnm. Hlut- ir, sem ekki líkaj eru teknir tii baka fyrir fullt verð, ef þeir eru sendir iiingað um hæl mjer að kostnaðarlausu og ef þeir eru í jafngóðu ásigkomulagi og þeir voru, þegar þeir voru sendir hjeðan. Lán veit- ist alls ekki.— Jeg kem til að hafa miklu meiri birgðir af alls konar þýskum og frönskum vefnaðarvörum þetta ár en að undanförnu og með mjög lágu verði. Menn geta pantað hvaða vefnaðarvörutegund, er menn óska og sem vant er að flytja hjer til Reykjavíkur. Reykjavík, 23. mars 1898. Björn Kristjánsson. með góðu verði, j nýkomin til W. Fischer's verslunar. 58 Vatnsberinn. Eftir Hjálmar Signrðsson. 1. Morguninn. Sólin var að koma upp að fjallabaki. Hún dreifði geisla- vendi sínum út yfir láglendið, út yfir nesið, út á f jörðinn, — leingst út á haf. Jórðin sneri sjer í stöðugt í sífellu, svo sem hún hefur gert um miljónir ára og breiddi út faðminn móti ástaratlotum sóiarinnar, og það var eins og blóm- in, mólin, björgin, ailt segði einum rómi: „kysstu mig! kysstu mig!" En yfirborð hins ómælilega hafs iðaði og titraði, er hinir fyrstu sólargeislar snertu það, tært eins og sakíeysið, djúpt sem elskan, iðandi líkt óróafuilri sál, dimmt og hulið nema á yfirborðinu, iíkt og mannshjartað, sem einginn ræður, eing- inn botnar til fulls í; mannshjartað, sem ekki ræður einu sinni sínar eigin rúnir. Upp á kletti við fjarðarbotninn stendur maður, ungur, þrekmikill, gervi- legur. Hann skyggir hendinni fyrir augað og skyggnist um eftir síiferðinni og súlugerinu handan megin víð fjarðaroddann. Báturinn hans bíður niðri í fjörunni, og það er gert á svipstundu að hrinda honum fram. Hann er ekk- ert barn að vexti eða burðum, drengurinn sá arna og er þó ekki nema átján vetra. Eeyndar er hann ekki nema í meðaiiagi hár. En lítið á, hve brjóstið er breitt og hvelft og herðarnar að því skapi. Lítið á vöðvana þá arna! Það er auðsjeð, að hann hefur krafta í kögglum, og hefur beitt þeim og æft þá oftar en eiuu sinni. Og þó er höndin smáger og bein. Eða sjáðu þetta hófuð! þessa dökkjörpu hárlokka, sem liðast svofailega niður með eyrunum, þetta háa, beina og sljetta enni. þessi biáu, djúpu, rólegu augu, þetta beina, háa nef. Pað er eins og náttúran hafl haft eitthvert listaverk þeirra Fidias- ar eða Praxitelesar að fyrirmynd. Auðsjeð er, að hann hugsar um fleira en sjóinn. Ánægjubros leikur um varir hans. Brjóstið geingur upp og niður öðru hvoru. Svo er sem dáleiðslu dragi yfir hann. Augun dofna. Höndia hnígur niður hægt og hægt, og augna- iokin síga fyrir ofbirtu sólarinnar. Hver er sá kyngikraftur, sem gjörtekur ungling þenna? — Hvert er það segulafl, er snertir hverja taug hans, hvern blóðdropa, svo hann verður að beygja sig nauðugur, viljugur og gefa upp alla vörn? Hugsaðu þig dálítið um, þú þekkir þetta almáttka afl, þyngdaraflið í 59 andans ríki, aflið, sem teingir saman andann og Iíkamann, lífíð og dauðann, með ósýnilegum, órjúfandi fjötrum. Allt í einu snýr unglingurinn sjer við. Dálítill, snotur bóndabær blasir þarna við honum upp í hrauninu. Fjögra rúða gluggi er á baðstofugaflinum, og dálítill brestur í annari neðri rúðunni. Fast horfir hann, ósjálfrátt starir hann á giuggann, dreginn af aflinu ómótstæðilega. Hefðu augun haft nægilegan mátt, mundi dáiítið rjótt, kringluleitt meyjarandlit hafa sjest í glugganum, hálfhulið af ljósguium iokk- um. En einginn veit bvað meyna dreymdi á augnablikinu því, þar sem hún avaf sætt og vært hinum megin við gluggann. Roða sló yfir andiit hennar, bros ijek á vörunnm og vinstra augnaiokið kipptist snöggtog örlítið við, iíkt og þegar fiðrildi snertir sóldaggarblað. Þarna sefur hún, heirnurinn hans, himininn haus, sú eina, sem dregið getur gleymskunnar dulblæju fyrir það, sem andi hans beygir sig í iotningu fyrir, en jafnframt besti leiðarinn milli hans og hins ósýnilega,', hún, sú eina, sem hafði hallað sjer upp að honum, sem hafði hvíslað undur iágt að honum fegurstu setningunni, sem tungan getur talað, setningunni, sem er jafn-viðkvæm á öllum heimsins tungum: „jeg elska þigu. Aftur og aftur hefur hán heitið honum því sama: „að ekk- ert, ekkert skuli aðskilja þau". Og þ6 hún hefði verið fær um að fljúga svo hátt og langt, sem raannsandinn getur komist leingst, og sökkva sjer dýpst í myrkur efans og sjá þar aliar hugsanlegar táimanir, mundi hún að eins hafa endurtekið sömu orðin: „Ekkert skal, ekkert getur aðskilið okkur, því jeg elska þig, heyrirðu ekki? Jeg elska þig". Hann trúir öllum hennar eiðum. Hann er jafn viss um, að húu muni efna þá, og sólaruppkoman fylgi á eftir aftureldingunni. Fyrir hana færi hann glaður fótgangandi á ytsta enda heimsins, út í æðandi illviðri, út í óslökkvandi bái, út í opinn dauðann. Handa henni ætlar hann að safna ölln, öllu. Henni á að líða svo undur, undur vei. Hann óttast ekki stritið, örðugleikana, áreynsluna. Hann er viss um, að hann muui sigra það allt. En vonarinnar heimur er líka opt víðáttu- mikill hjá þeim, sem ekki er nema átján vetra. Hann áttar sig, hleypur ofan af klettinum og hryndir fram bátnum. 2. Kvöldið. Nokkrir aratugir Toru liðnír. Morguninn var á enda, dagurinn liðinn hjá, kvöldið komið. Nálægt þrír fjórðungar himinsins voru vafðir hinni helbláu ábreiðu næturinnar. Skoldimmur, koldimmur múrveggur

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.