Ísland


Ísland - 14.06.1898, Blaðsíða 3

Ísland - 14.06.1898, Blaðsíða 3
ISLAND. 95 verða að lasta samlanda mína, en jeg hef aldrei viijað fegra hlutina, sannleikurinn er mér fyrir öllu. Þess vegaa mua ég segja rétt og satt frá ástandinu í Serbíu og hvers þaðan er að vænta. Kouungsættin er bölvun landsins. Þeg- ar Milan, þessi krýndi öþokki, hafði í 20 ár gert sér allt far um að koma ríkinu á kaldan klaka og spilla siðum þjóðariunar, lagði hann niður vöidin og fékk þau stjóruarráði einu í hendur. í því áttu sæti skottuiækuir (Ristits), svikari (Beli- markovits) og ástafarsmangari (Protits). Þessir þrír heiðursmeun nutu góðs styrks til þess að steypa ríkinu í glötun hjá hinum frjálslyndu ráðherrum, en ráðaueyt- isforseti var landráðamaður (Pasits), en hinir alræindir sumpart fyrir vitorð með morði (Tausanovits), sumpart fyrir fjár- pretti (Gtjaja) eða of drykkju (Gersits). Þegar Alexander konungur náði vöidun- um, urðu þeir fáu heiðailegu menn, er til eru í Serbíu, allshugar fegnir, þvi að nú vonuðu þeir að þessi illa stjóra sæti ekki lengur við stýrið. Eu því miður brást þeim skjótt sú von. Það kom þegar í Ijós, að maður sá, er í konungssæti hafði komizt var ónýtur og fáfróður, og var það ekki að undra, því að uppeldi hafði hann hlotið slæmt. Foreldrar hans rifust eins og hundar — og haun lærði ekkert. Auk þess hafði ves&Imennið hann faðir hans mjög skaðleg áhrif á hugarfar hans. Aloxander sjálfur er geðlaus mjög, setn sjá má af dæmi þessu: í Wiesbaden tók þýzka lögreglan hann af móður hans og vísaði honum úr landi samkvæmt ákvæð- um í flakkaralögum þýzkum. Alexander fékk að vita ástæðuua til þess og sagði: „Mér, konungssyninum, hefir verið vísað úr landi sem flakkaral Jeg skal alltaf mnna keisaranum og Þjóðverjum þaðl Meðan ég lifi skal ég aldrei stíga fæti mínum á þýzka jörð eða mæta Vilhjálmi II. — nema sem óvieur!“ Og þó er eigí langt síðan Alexander var gestur hjá Vil- hjálmi og mjög vingjarnlegnr við hann! Mörg fleiri dæmi inætti nefna upp á geð- leysi Serbíukonungs, og gat þvi Serbia ekki vænst mikils af siíkum manni. Að vísu komust heiðursmenn að stjórn- inni, en liðléttir eða ónýtir stjórnmála- menn (Nikolajevits, Novakovits) voru í broddi fylkingar, er gerðu hvert axar- skaptið á fætur öðru. Simits er ekki heldur neitt afbragð. Tranasovits er sá eini duglegi stjórnmálamaður, ea einmitt af því er honum ekkí fengin stjórn í hend- ur; heið&rlegur maður og duglegur — nei, það er allt of mikið! Við slika menn hefir Sarbía ekkert að gera. Af þessu getur lesandinn ráðið, hve vesæll keppinautur um Makedónín Serbia er. Frá þeirri hlið þarf eigi að óttast^að friðurinn verði íofinn! Öðruvísi er ástatt í Bulgaríu. Bulgarar vita að tilrauuir þeirra í Makedóníu hefir borið góða ávexti. Þeir hafa náð á sitt band nálega helming íbúanna og þó Serb- ar mönnuðu sig nú upp og reyndu að vinna fyrir sínu máli, þá mundu þeir ekki geta breytt neynu til muna í Makedóníu. (Aunars ekki hætt við því að Serbar geri slíkt mannsbragð). Ef leitað væri atkvæða íbúanna mundi helmingur þeirra greiða atkvæði með Búlgörum. En það er líka allt og sumt, sem Búlgarar geta vonast eftir; af eigin ramleik geta þeir aldrei unnið Makedóníu. Menn hafa alltof mik- ið álit á Búlgarska hernum síðan 1885. Þá sigruðu þeir ekki fyrir ágæti hers- höfðingja sinna, heldur eiaungis af þvi þeir voru liðfleiri og óvinirnir ennþá ónýt- ari. Ef Búlgarar færðn Tyrkjum núna stríð á hendur, mundu þeir fara hinar mestu hrakfarir. Sömu farir mundu örikkir hafa móti Tyrkjum á landi, því að þótt þoir sén a!l- hraustir menn, þá er skipulag sveitanna svo ílt og sveitarhöfðingjarnir svo illa að sér, að Grikkir mundn alls ekki færir um að færa Tyrkjum stríð á hendur. En nokkuð lengi mundi bæði Búlgarar og Grikkir geta varist Tyrkjnm. Þá er nú eftir að minnast á uppreisnir í Makedóníu og liðsinni það, er uppseisn- armönnum kynni að verða veitt. Af at- burðum þeim, er urðu síðastiiðið ár má ráða, að eigi er ómögulegt að slíkt geti að höndum borið. Eu þeir sýna jafnframt, eins og mér varð fyllilega ljóst, er ég fór nm Makedóníu, að slíkar uppreisnir eru með öllu árangurslausar! Makedónar, þ. e. a. s. hinir kristnu ibúar Makedóníu, eru hvorki herskáir né kunna neitt að hernaði, enda eiga þeir engin vopn; en Múhameðatrúarmenn, sem búa mitt á meðal þeirra, eru herskáir, vel vopnaðir og vel æfðir í vopnaburði. 0g það eru líka þeir, sem hiadra muudu allar upp- reisnir; jafnvel þó engar Tyrkneskar her- sveitir væru þar í landi, mundu þeir hæg- lega geta bælt uppreisn frá hálfu hinna kristnu. Uppreisn yrði því að eins gerð, að vopnað&r sveitir kæmn frá Búlgaríu og Grikklandi og hæðu ófrið í Makedónín, En lítið útlit er fyrir að uokkur árangnr mundi verða af því, því að Makedónar bvorki geta né vilja hefja uppreisn. Ó- spektir þær, er þar urðti í fyrra, þurftu því alls ekki að skjóta mönnum skelk í bringu. Meðan Grikkir og Búlgar ekki taka þátt í ófriðnum, munu allar upp- reisnarsveitir bældar niður innan lengri eða styttri tíma af Tyrkjum. En Grikkir og Búlgarar munu varla blanda sér sam- an í málinu, því að eigi geta þoir vorið bandamenn sakir haturs þess, er railli þeirra þjóða er, og af því þeir eru keppi- nautar í Makedóníu. (Serbíu þarf ekki að nefna, húa hefir þegar fyrir löngu gert sjálfa sig að engu!) En þessi riki ern hvort út af fyrir sig mjög veik fyrir og ófriður frá þeirra hendi gegn Tyrkja- soldáni mundi hafa sama enda og ófriður Serba 1876. Eu nauðsynlegt er að fara fá útkljáð Makedónska máiið og yfir höfnð alt aust- ræna máiið. Er það ekki svívirða fyrir Evrópu, að svo frójvsöm lönd, aðsetur hinnar fornu menningar, skali eyðast und- ir oki Ósmaana? Að herskip Evrópu- manna skuli með valdi halda við yfirráð- um „hins sjúka manns“. Aðalatriðið er að geta búið til áætiuu utu skiftinguna á dánarbúi Tyrkjans, er öll stórveldiu felli sig við, bvo að reiturnar þurfi eigi að verða ófriðarefai milli þeirra; og slíka skiftingu mætti hafa þannig. Rússar t. d. fengju Armeníu og strendur Asiu við Svarta hafið og Marmarahafið, Konstan- tínópel og landið þar umhvorfis allt að Tschekmedsché og Gallipoli-skaganum; þyrfti ekkert ríki að bíða tjón við þá skiftingu. Englaud hefði ekkert að ótt- ast, því að nú þegar geta Rússar kom- ist til Indlands frá Turkestan. Hinsvegar má ekki lá Rússum það, þótt þeir ekki vildu að lykillinn (o: sundiu inn í Svarta- hafið) að húsi þeirra væri í höndum út- lendinga. Austurríkismenn fengju Serbíu, Makedóníu og Albanín, nema hinu gríska hluta þeir a fylkja, en yrðn svo að láta Snð- ur-Tyrol tilítalíu. Þar að auki fengju þeir Korsíku í'rá Frökkum, með því þeirfengju við skiptki Tripolis, Sýrland ásamt Pales- tínu og lcyfi til að leggja undir sig Súdan, en til endurgjalds fyrir það yrðn þcir að láta Þjóðvcrja fá eyjarnar Smsibar, Po-nba o. fl. i Austur-Afríku. Grikkir fengju þann hluta af Makedóniu og Albaníu, er gríska er töluð í, og eyjarnar í Archipelagus, en Búlgarar fengju leyfarnar af Rúmi- líu. Þannig mættu allir málsaðilar vera á- nægðir yfir að hafa auðgast að löudum án þess eitt ríki hefði beðið tjón af því, er öðru var úthlutað. (Jeg tek þetta fram, því að stjórnargarparnir sjá oft drauga um hábjartan dag, og hugsa að þar sé hætta á ferðum, þar sem ekkert er að óttast). Það mun máske vekja undrun manna, &ð ég, serbneekur maðnr skuli mæla með, ekki einungis sameiningu Makedóníu við Au8turríki heldur einnig sameining Serbíu. En mér gengur gott eitt til þess. í fyrsta lagi er það hið eina ráð til þess að varð- veita hið serbneska þjóðerni, sem annars sakir hinnar illn stjórnar í Serbíu ger- spiilist að siðum og líður loks undir tok og í öðru lagi hugsa ég mér þetta sam- baud, sem „Personalunion“ eins og í Sví- þjóð og Noregi. Keisarinn í Austurríki yrði þá konungur í Serbíu, er þá einnig ykist, því að til hennar skyldi leggja Bosníu, Hersegovínu, Dalmatíu, Hergeir- ann, Efri-Albaníu, Gömlu-Serbíu ogMake- dóníu og yrðu þannig alis íbúarnir þar um 8 milj. í þessu serbneska ríki ættu menn ekki að þurfa að kenna á þýzku embættismönnunum, sem eins og kunnugt er þykja koma illa fram í Bosníu, og þetta ríki yrði fyllilega þjóðlegt; hiun duglegi keisari mundi koma í stað hins unga ónytjungs og mundi kunna að velja menn tii að stjórna serbneska ríkinu; — og þá væri úti um þessa iilu stjórn, sem þar er nú. En hins vegar mundí þetta aaka álit og veldi Austurríkis. Uppástunga mín hefir einn ókost; bún er of skynsamleg til þess að stjórnmála- mennirnir faliist á hana. Heiðrekur þýddi. í íshúsinu. Ég teygaði sólskinið, himininn hló og hjartað var iétt og glatt; pá orti’ eg um blómin og æskunnar ró, en aldrei um klungur og frostvind og snjó, — þá var gaman að lifa, — ég segi það satt,— er sumar í huganum hjó. Á kvöldin ég sá bak við skýbólstra skarta í skrúðtjöldum sólroðans kastala bjarta, og ég átti þá alla, en ég ætlaði sízt að þeir fyrr mundu f'alla en ég fengi þeim lýst. Og ánægjan hló mér í hjarta. Ég sá skrúðgrænan völl, þar stóð skrautbúin höil og þar skrjáfaði’ í tjöidum úr silki og pelli; það var fagurt að sjá þegar sólroðin brá yfir svalir og hvolfturna ljóma, sem frá geisladýrð lagði’ yflr ljósgræna velli. Fyrir löngu er sú marmarahöllin mín há hrunin og mosa-grá, og ormétnar súlur af elli. Og blómgarðar ljómuðu, og lóurnar hljómuðu ljóðin hin þýðu þar yfir á vorin. Og fjall-lindir niðuðu, en fiðrildin iðuðu um fegurstu blómin, — þar átt’ eg mörg sporin, um engin í bugðum sig lækirnir liðuðu, í laufrunnum þrastanna vorkvæðin ómuðu, — ég þóttist til hamingjuí heiminn borinn. Hve særinn var fríður, hve blærinn var blíður, hve brosfagrar rósir við Ijósálfa dans; — þar bundu mér vonirnar kátar kranz úr kóröllum hafsins og blómunura lands og hafdísa söngkliður hljómaði viðkvæmur, þýður. — En það geysar nú stormurinu stíður, eyðandi alls frá fjöru til fjalls og fjallblómin smá eru fallin í dá, laufin hríðarnar hrjá — það er sorglegt að sjá, er um skýleiðir ógnþiungin skapanorn ríður. Svo var það einn góðan veðurdag að var ég að raula gaman-lag. — Það var sumar og úti’ á svölum ég stóð, á sólblikið starði’ ég á höllinni minni; það var heitt bæði úti og inni, þá orti ég gleðiljóð. Þá kom sorgin og rétti mér helkalda höndina, ég hélt að ég mundi þá gefa’ upp öndina: Mér varð þungt um hjartað, hún þrýsti mér að hjartalausum barmi og bleikfölum armi hún batt mig og kvaddi mig heim með sér í salina myrku þar sólin skín aldrei, en sifeldur jökull er. Og nú er ég orðinn af elli grár í íshúsi sorgarinnar. þar hef ég setið í sextíu ár og sól hefir aldrei mér skinið á brár, í fótum er hjúgur og hvítt er hár, á hendurnat dottin sár, að hrími’ er orðið hvart einasta tár æfinnar döpru minnar, bólgnar og kalnar kinnar. En sú kemur tíðin að sólin skín þó sumarið komi nér aldrei til mín, og bölið mitt beizka dvin. Jeg sé skrúðgræua strönd, ég sé ijómandi lönd, Ég sé ljós, ég sé guð, hann réttir mér hönd og dregur mig héðan úr helkulda og ís í hallirnar björtu til sín.. Þá frjósa’ ei mín glóandi gleðitár, þá græðast mín kann og sár, þar hvelfist yfir mér himininn blár, þar hieyp ég svo léttur og frár. Hve skær veiða ljósin! Hve ljúft angar rósin! Hve leggur mér hlýjan yl um brár er setið ég hef meira’ en sextíu ár þar sem sóiin aldrei skín. Guðm. Guðmundsson. Island erlendis. Deild hins íslenzka bókmentafélags í Khöfn gerði þá að heiðurafélögum á fundi nýlega dr. Kr. Kálund, bókavörð við Árna Magnússonar safnið, og Wimmer, prófessor í norrænu við háskólann. Þetta blýtur prófessor Wimmer að skoða sem gahb við sig, þvi hann heldur því fram, að engar ís- lenzkar hókmentir séu til aðrar en fornritin, og er nndarlegt að hann skyldi þiggja þetta. Svo segja menn, sem frá Höfn komu, að ekki hafi þess verið getið í fundarboðinu, að til stæði að bornir yrðu upp þessir heiðursfélagar á fundinum og er því kosningin reyndar ólögleg. Jón Finsson cand. jur., sem verið hefur aðstoðar- maður í ísl. ráðaneytinu, er nú orðinn protokoll- sekretéri í hæstarétti. Hann er sonur H. Finsens áður landshöfðingja. Sagt er að cand. jur. Jón Krabbe komi í hans stað í ráðaneytið. Síra Július Þórðarson hefir sent „íslandi“ eitt eint. af sálmasafninu íslenzka, sem getið hefir ver- ið um áður hér í blaðinu, að verið væri að gefa út í Kristjaníu í vetur. Kverið er mjög laglegt. Þar eru 54 sálmar eftir ýmsa ísl. höfunda og hefir síra Júlíus valið þá. Flestir eru eftir síra Helga Hálfdánarson, þá eru margir eftir sira Yalde-

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.