Ísland


Ísland - 10.08.1898, Blaðsíða 1

Ísland - 10.08.1898, Blaðsíða 1
II. ár, 3. ársfj. Reykjavík, 10. ágúst 1898. 32. tölublað. Auglýsing um Holdsveikraspítalann í Laugarnesi, Yfirstjórn holdsveikraspítalans í Laugar- nesi gerir hér með, samkv. 13. gr. laga 4. febr. 1898, um aðgreining holdsveikra írá öðram rnönnum og flutuing þeirra á opin- beran spítala, kunnugt öllum almenningi og sér í Sagi héraðslæknum og aukalækn- um, og sveitar- og bæjarstjómum, að spí- tali sá handa holdsveikum mönnum, sem verið er að byggja í Laugarnesi við Reykja- vík, verður fuilger og til afnota 1. októ- ber næstkomaadi. Frá þoim degi verðs, holdsveikir menn, sem yfirstjórn spítalans hefur veitt inn- töku á spítalann, teknir til hjúkrunar þar. Umsóknir um iantöku á spítalann, skulu stýlaðar til spítalalæknisins, en sendar hlutaðeigandi héraðs- og aukalækni, sem ritar á þær álit sitt og sendir þær síðan til spíta!alækni8ins. Þegar boðið er um inntöku fyrir holdsveikau mann samkvæmt 7. og 8. gr. fyrnefndra laga, skal hlutað- eigandi eveitar- eða bæjaratjórn semja og undirskrifa umsóknina, en annars semur sjúklingarinn umsóknina sjálfur eða fjár- ráðamaður hans, sé haan eigi fullveðja, sbr. 4. gr. í Iögum 4. tebr. 1898, um út- búnað og ársútgjöld spítala handa holds- veikum mönnum. Umsóknir, sem ritaðar ern fyn'r 1. októ- ber þ. á., skuíu sendar meðundirrituðiim héraðslækni Guðmundi Björnssyni í Reykja- vík. í umsókninni skal standa fullum stöf- nm skírnarnafn hins holdsveika og föður- heiti, aldur, fæðingarstaður og heimili; sé sjúklingurinn fulltíða, skal þess getið, hvort hann sé giftur og hvort hann eigi börn. Encíremiir ekal að svo miklu leyti sem unt er, gera grein fyrir þvi í um- sókninni, hvort hoidsveikin sé hnútótt eða slétt og á liViiða stigi iiúa aé. Þess skal einnig getið, hvort sjúklingurinn hafi eða hafi áður haft nokkurs konar geðveiki, og að Iokum, hvort nokkrar sérstakar ástæð- ur mæli með eða móti inntöku hans á spítalaun. Hver holdsveikur maður skal hafa með sér tvennan sæmilegan alfatnað, þegar hann kemur á spitatann, þar með talinn nærfatnaður. Ef sjúklingurinn deyr á apí- talanum, eignast spítaiinn föt hans. Ef eittuvað vantar í föt hins holdsveika, þeg- ar hann kemur, eða álíti ráðsmaður eitt- hvað af honum miður nýtilegt, þá ber að útvega það, sem á vantar, á kostnað þess, er sótti um inntöku á spítalann. Engan má senda á spítalann, nema feng- ið sé leyfi yfirstjórnarinnar til inntökunnar. yfirstjörn holdsveikraspítalans. Beykjavík, 27. júlí 1898. J. Havsteen. J. Jónassen G. Björnsson. Minnisspjald. Landsbankinn opinu dagl. kl. 11 árdegis til 2 siðdegis. — Bankastjóri við kl. ll1/*—P/t. — Annar gæslustjóri við kl. 12—1. Söfnunarsjððurinn opinn i barnaskólanum kl. 5—6 slö- degis 1. mánud. i hverjum mánuði. Landsbókasafnið: Lostarsalur opinn daglega frá kl. 12— 2 sfðd.; á mánud, mvkd. og Id. til kl. 3 sd. — Útlan sömu daga. Forngripasafnið opið mvkd. og ld. kl. 11—12 árdegis. Bœgarstjórnar-íaniÍT 1. og 3 fmtd. i mán., kl. 5 slðdegis. Fátœkraneftidar-fttmlir 2, og 4. fmtd. 1 man., kl. 5 siðd. Náttúrugripasafnið (1 Glasgow) opið hvern sunnudag kl. 2—3 slðdegis. Ókeypis lækning & spítalanum & priðjud. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis tannlækning hja tannlækni V. Bernhöft (Hótel Alexandra) 1. og 3. mánudag i manuði hverjnm. Um skógana. Eftir tilmælum yðar, herra ritstjóri, sendi ég yður stuttan útdrátt úr skýrslu þeirri, er ég hef skrifaði sýslunefndinni í Rangár- vallasýslu, um skógana þar. Rétt er að taka það strax fram, að skógarnir þar í sýsiunni eru fremur lágvaxnir og mestur hluti þeirra ekki stærri en svo, að þeir geta að eins kallast kjarr. En gott má það heita, að þeir eru þó ekki minni en þeir eru, því telja má víst, að þeir eigi framtíð fyrir höndum, ef vel er með þá farið, því víða er þar mikið af nýgræðingi, sem vex ýmist upp af fræi eða rótaröng- um. Þó má fuliyrða, að skógarnir tímgist þar meira af rótaröngum en fræi og mundu gera það langt um meira, ef þeir yrðu skynsamlega höggnir, þannig nefnilega, að rótin ekki dæi þó hríslan væri felld. Mestir eru skógarnir á Þórsmörk og Goðaiandi, þá Næfurholtsskógar með Hraunteigi og Selsundsskógar í Heklu- hrauni. Hæsta birkihríslan, sem ég sá þar eystra, er í Bleiksárgiii í Fljótshlíð; hún er 18 fet áhæð, euekki komst ég svo nálægthenni að ég gæti mælt gildleika stofnsins, en hann mun hafa verið um 18 þumlungar að þvermáli. í Stóra-Enda á Þórsmörk er hæsta hríalan 16 fet á bæð og ummáí stofnsins 16 þuml. í Hekluhrauni er ein 15 fet á hæð og önnur 14 fet. í Hraun- teigi er su hæsta 12 fet. Ég mældi marg- ar hríslur og tók eftir því, að það lét mjög nærri, að atofn þeirra við jörðu væri eins margir þuml. að ummáli eins og hrisl- an var mörg fet á hæð. Eins og mönnum er Ijóst, hefur landið verið mikið tii skógi vaxið milíi fjalls og fjöru í landnámstíð, en síðan hafa skóg- arnir eyðilagst ýmsra orsaka vegna. Fyrst og fremst fyrir aðgerðir manna og skepna, og eftir því sem eyðileggingunai hélt meir og meir áfram, eftir því fóru nátt- úrukraftarnir að stuðla meir og meir að henni; skógloftið fór smámsaman að hverfa, veðursældin varð minni, stormarnir neyttu sín nú betur tíl að hrekja og hrjá ein- staklingana, fræmyndunin varð minni og nýgræðingurinn átti æ erfiðara að keppa fyrir tilverunni. Þessu hefur þannig hald- ið áfram jafnt og sígandi fram á vora tíma, og þó er svo fyrir að þakka, að vér höfum enn nokkrar menjar um það, hvern- ig landið áður var; en vér finnum líkatit þess, að þessar menjar eru sorglega litl&r og viljum þess vegna fara að friða þa skóga, sem vér höfum nú. í þessu skyni hefur aýslunefndhi í Raugárvallasýslu sam- ið frumvarp til samþyktar um meðferð skóganna þar í sýslunni. Er svo tii ætl- ast, að einn skógarvörður verði skipaður í hverjum hreppi, þar sem nokkur skógur er, og má þá enginn höggva skóg nema eftir hans leyfi og fyrirsögn. Sumir eru svo miklir talsmenn fyrir friðun á skógin- um, að þeir vilja ekki láta höggva eina einustu hríslu, en þetta er heldur ekki rétt. Skógarnir eru í því ásigkomulagi, að mjög víða má höggva þá ef rétt er að farið og ættu þeir að geta tekið talsverð- um umbótum við það. Þar á móti eru þeir sumstaðar svo á sig komnir, að þar má svo aðsegja ekki höggva einaeinustu hríslu, án þess að skemma þá; kemur þetta mest til af því, hvernig þeir hafa áður verið höggnir. Þeir hafa mjög víða verið rjóðurfeldir. Sumir bændur, og það úr betri röðinni, vildu láta ganga „hreint að verkinu" og höggva alt bæði smátt og stórt á þeim bletti, sem höggvinn var það árið. Þeim er þetta ekki svo mjög láandi. Þegar litið er á það frá þeirra sjónarmiðí, þá lýsir það þó vandvirkni; þá, ugði það alls ekki, að þetta væri eyðilegging á skóg- inum, þeir höfðu, semvonvar, engaþekk- ing á því, hvernig bezt væri að fara með hann. En þetta varð til þess að þarna mynduðust rjóður, sem seint eða aldrei verða skógí vaxin að nýj'u, og þegar þau eru stór, þá kippa þan úr vexti skógar- ins í kring, með því að taka frá honum skjólið. Aðrir hafa haft þá aðferð við skógarhöggið, að taka meðaistærðina, það sem var bsinast og frískast, þótti það vera hentugast tíl áreptis á úthýsi. Það virðist liggja í augum uppi, að þetta hljóti að vera skóginum til stórskemda, fyrir ut- an það hve mikill skaði það er að taka lífme8tu hríslurnar háifváxnar. Aftur eru þeir menn ekki svo fáir, sem hafa höggv- ið skóginn svo vel sem framast er unt að vænta af þeim, sem enga lelðbeiningu hafa fengið um það efni. íslendingar ættu nú að fara að dæmi sýslunefndarinnar í Rangárvallasýslu og koma á samþyktum um meðferð skóga í hverri sýslu, þar sem þeir eru nokkrir. Kjósa eiua skógarvörð í hverjum hreppi, þar sem skóglendi er; á þá enginn að höggva skðg nema með hans leyfi og fyrir- sögn. Sumir menn segja, að það hijóti að hafa nokkurn kostnað í för með sér, en hann þyrfti ekki að verða míkill. Skógarvörð- urinn verður að vísu að hafa daglaun með- an hann er að heiman skóganna vegna og ætti það ekki að þurfa að verða yfir 3 eða 4 daga á ári hverju, og þar sem þeir hreppar eru ekki svo margir í hverri sýslu, sem nokkurt skóglendi eiga, þá yrði þetta ekki teljandi útgjöld fyrir alla sýsl- una. Ég geri nefnilega ráðfyrir, aðsýsl- urnar launi skógarvörðunum. Þegar búið væri að gefa nákvæmar reglur fyrir meðferð á skógunum, þá ætti hver hygginn bóndi að geta tekist þann starfa á hendur að sjá um, að þeim yrði framfylgt. Einar Helgason. Fréttaþráðurinn. Málið rætt á fundi i Bjorgvin. „Bergens Tidende" frá 23. f.m. skýra frá þvi, að séra Björn Þorláksson á Dverga- steini hafi boðað til fundar í Bergen 20. f.m. til að ræða um fréttaþráðarlagning- una hingað til lands. Séra Björn skýrði fyrst frá, hvernig málinu væri nú komið. Hann sagði, að „Stóra norræna fréttaþráðafélagið" mundi ákveða í haust, hvar þráðinn skyldi leggja í land, og væri það ætlun sín með þess- um fundi að sýna fram á, að það ætti að vera á Austfjörðum, og til þess að koma þeirri skoðun fram, vildi hann fá styrk þeirra, sem nærstaddir væru og málinu vildu sinna. Eftir að séra Björn hafði lokið máli síau tók enskur mannvirkjafræðingur, Hobstock, til máls og talaði á ensku, og fóru umræður eftir það fram á því máli. Kapt. Sölling, danskur fiskiveiðaagent frá Hull, sagðist fyrir mánuði síðan hafa átt tal um þetta mál við framkvæmdar- stjóra norræna fréttaþráðafélagsins, Sven- son, og hefði hann skýrt sér frá, að enska stjórnin mnndi að likindam fáanleg til að styrkja 'fyrirtækið með fjárframlögum, móti því, að hún fengi i næstu 20 ár dag- lega ókeypis málþráðaiskeyti frá veður- athuganaatöðvöðvunum hér á landi. Enn- fremur sagði hann, að ekki þyrfti orðum að eyða um það, hve nauðsynlegt væri að málþráður kæmist hingað upp, yfir Fær- eyjar. í fyrstu hefðu menn talið sjálf- sagt, að þráðurinn yrði lagður í land í Reykjavík. En þangað væri vegnrinn miklu lengri með sæþráðinn en til Austur- landsins. Þess vegna væri nauðsynlegt, að sem fyrst yrði fastráðið, að þráðurinn skyldi lagður í land á Austfjörðum og þaðan kringum land til Reykjavikur, svo að sem flestir staðir á landinu gætu kom- ist inn í fréttaþráðarsambandið. Nú væri félagið að láta rannsaka, hvernig útlit væri með lagningu landþráðarins, og taldi hann sjálfsagt, að ofan á yrði, að þráður- inn yrði Iagður í land austanlands. Annar fiskiveiða-agent, H. Johnsen, norskur, frá Hull, tók í sama strenginn. Hann stakk upp á, að íslenskur niaður, sem áhuga hefði á málinu, færi til Eng- lands og héldi þar fyrirlestra um málið, og taldi þá víst, að ýmsir yrðu þar til að styrkja það með fjárframlögum. Dr. Ful- larton frá Skotlandi mælti einnig fastlega fram með, að þráðurinn yrðí lagður til Austurlandsins. Sömul. Mr. Henry Sme- thurst, frá Grrimsby, sem í 30—40 ár hef- ur haft fiskiútveg hér við land. Hann

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.