Ísland - 10.08.1898, Blaðsíða 4
128
ISLAND.
flokkum sínum fyrir ’iðvciziuna við nm-
sátur St. Iago. Og eftir að borgin var
tekin ritaði hann homxm bréf og sagði,
að þótt það liefði verið inuilegasta ósk sín
að berjast fyrir frelsi Cuba við hiið Banda-
manna, gæti hann ekki framar talið augna-
mið sitt og þeirra hið sama og héldi því
hersveitum sínum aítur upp til fjall. Þó
er ekki gert mikið úr þeasari misklíð og
haldið að hún muni skjótt lagast. Upp-
reistarmenn eru óánægðir með það stjórn-
arfyrirkomulag, sem Bandamenn setja til
bráðabyrgða í St. Iago. 20. f.m. kom frétt
þangað um, að Giarcía væri dáinn.
Austur á Filippseyjunum stendur alt
við það sama og áður nema hvað upp-
reistarmenn gerast stöðugt erfiðari viðfangs
og vilja ná yfirráðum yfir Maníia.
Um friðarsamninga er nú rætt, enekki
láta Spánverjar enn sem sér sé nokkuð
umhugað um að ná þeim. Sagt er að
Bandamenn bjóði, að Spánverjar selji af
hendi Caba og Puerto Rico og verði burt
með alt herlið sitt af Vestureyjunum, leyfi
Bandamönnum flofcastöð við Filippseyjar,
auk þess sem þeir greiði herkostnað.
Þessum boðum hafa Spánverjar enn eigi
tekið, en heima þar er þó stjórnin nú eigi
jafnfráhverf friðarsamningum og verið
hefur undanfarandi.
Bandamenn hafa alt af haft við orð að
senda flotadeild austur þangað til að skjóta
á hafnarbæina, en ekkert hefur úr því
orðið. Floti Camara, sem hefur verið að
sveima austur frá um Suesskurðinn er nú
kominn heim aftur og þykir ferðalag hans
hafa verið næsta kynlegt.
Reykjavík.
„Thyra“ kom hingað í gær frá útlöndnm. Með
henni komu frúrnar : Þðrunn Jðnassen, María, kona
Jóns Helgasonar og Sigríður Helgadóttir frá Odda;
fröken Dóra Priðriksson; hún hefur nú um tíma
verið i Khöfn; Giunnlaugur 0. Bjarnason prentari
og Englendingar margir.
Dr. Ðorv. Thoroddsen hefur verið hér í bænum
nokkra daga, kominn af ferð sinni norður um fjölt-
in. Hann lá í tjaldi á Kaidadal nóttina sem Odd-
félagarnir lentu þar í hrakningunum.
Hinn 7. þ. m. létst hér í bænum Ingibjörg Sig-
urðardóttir, ekkja eftir Jón heit. Arason, útvegs-
bónda í Skálholtskoti hér við Reykjavík.
5
æ, séra minn, þér sjálfum hlíf
og seldu dýrt þitt einka-líf.
Hvað áttu, seg mér, ef það þver?
En yflr mílu fjallið er;
eða ógnar ekki þokan þér,
sem því nær skera má með hnif?
Brandwr
Sé þokan dimm, ei villumst við
af vafurlogum hér um svið.
Bóndinn
En vakir eru víða þó
og veikur ísinn; það er nóg.
Brandur
Við syndum þá.
Bóndinn
Við syndum? Nei,
þú segir það, en gerir ei.
Brandur
Oss sýndi einn, sé sönn vor trú,
að svífa má um vatn sem brú.
Bóndinn
Já, forðum, en á okkar öld
er annað mál um vötnin köld.
Brandur
(ætlar að halda áíram)
Far vel!
Bðndinn
Þú bráðan bana fær!
Brandur
Ef bani minn er guði kær
þá mæti gljúfur, gjár og sær!
Nú er ,Thyra‘ komin,
Með henni fékk verzlunin
„Edinborg“
meðal annars:
I vefnaðarvörudeild:
Hálfklæði. — Sirs.
Svartan og misl. Shirting. — Tvinna
margskonar.— Bleikt og óbleikt léreft.
Tvististauin breiðu.
Handklæðin hentugu.
Hvíta og mislita vasaklúta.
Hvíta og misl. borðdúka.
Regnkápur handa konum og körlum.
Iona-húfurnar, sem allir kaupa.
Flókahúfur handa börnum.
Stólarnir þægilegu o. m. m. fl.
í nýlendu- og pakkhúsdeild:
Overhead. — Bankabygg. Hrísgrjón. —
Klofnar baunir. — Haframél. —
Kaffi. — Kandís. — Melís. —
Púðursykur. — Sveskjur. — Rúsínur. —
öráfíkjur. — örænsápu. — Stangasápu.—
Soda. — Leirvörur alls konar. —
Þakjárnið þekta o. m. m. fl.
Rvlk 8. ágóst 1898.
Ásgeir Sigurðsson.
löÆTT RJÓL, á 120 au. og 110 a. pd.
Skorið rjól
Ágætt munntóbak
Ágætt reyktóbak, margar teg., og
þar á meðal gott Reyktóbak fyrir að eins
1 Kr. pmiciiö
Vinaiar,
margar tegundir í % og Vá kössum.
C. ZIMSEIÍ.
í verzlun
H. Th. A. Thomsens
er nýkomið með „Thyra“:
þakjárn bárað og slétt.
Champagne. Sv. Banco. Kirseberjssaft
súr. Bankabygg. Hveiti nr. 2 ágætt.
Blóðbýtingur. Býtingaduft o. m. fl.
6
Húseignir og lóðir til sölu.
Tvíloftað hús í Þingholtsstræti nr. 21, vá-
trygt fyrir 7512 kr. Á húsinu hvíla
með 1. veðrétti 2400 kr. á 4°/0. Bygð
lóð er 191 □ álnir, óbygð lóð 896 □
álnir, fæst íyrir 5000 kr., útborgun
1500 kr. fyrsta ár og 1100 kr. k tveim-
ur árum með 4°/0 vexti.
Tvíioftað hús í Bergstaðastræti, „Bjargar-
steinn“ kallað, vátrygt fyrir 2844 kr.
Á húsinu hvíla 1400 kr. á 4% °/o með
1. veðrétti; bygð lóð 124 □ álnir, ó-
bygð lóð 896 □ álnir, fæst fyrir 2500
kr. Útborgun 1100 kr. á tveimur árum.
„Melur“ eða „Smiðjan“ við Bræðraborgar-
stíg, vátrygt fyrir 1311. Áhúsinuhvíla
250 kr., hvar af afborgast árlega 50
kr. ásamt vöxtum 4V8 °/o', bygð lóð 235
□ álriir, óbygð lóð 1897 □ álnir. Fæst
fyrir 2000 kr., útborgun 1000 kr. og
um 700 kr. á tveimur árum og 4°/0
vexti.
Hús i Sauðagerði, vátrygt fyrir 1200 kr.
Á húsinu hvíla 600 kr. á 4*/^ %. f*8t
fyrir 1200 kr., útborgun 500 kr. strax
og 100 kr. á ári. Bygð lóð 94 □ álnir,
óbygð 2606 □ álnir.
Lóð í Skuggahverfinu fyrir norðan Öissurs-
bæ, „Litlabær“, um 1077 □ álna kál-
garður, fæst fyrir 75 kr.
Lóð í Skuggahverflnu við Lindargötu um
4081 □ álnir eftir lóðargjaldsskránni
síðastl. ár, fæst fyrir 200 kr.
Lysthafendur snúi sér til verzlunar
undirskrifaðs.
Roykjavík, 8. ágúst 1898.
H. Tli. A. Thomsen.
ITotið tækifærið
og kaupið
DlsKa og BLönnur
sem fást með mjög niðursettu verði
hjá c. Zlmsen.
Þriggja pela flöskur
stutthálsaðar og hreinar, eru keyptar á
10 aura stykkið í verzlun H. Th. A.
Thomsens.
íslenzkir rokkar
hjá o. Zlmsen.
7
Ouillaya Tt> örliur
(þvottabörkur) er hið bezta, sem fæst til
að ná blettum af alls konar fatnaði. Það
má þvo allan fatnað úr honum, og verður
fatnaðurinn þá sem nýr. Þessi ágæti
börkur fæst hjá
______ C. Zimsen.
North British and Mercantile
Insurance Company.
Sjóður als 31. des. 1897 kr. 244,061,802
I. Lögleyft stofnfé kr. 54,000,000
Lofað stofnfó — 49,500,000
Þar af greitt . . . kr. 12,375,000
H. Eldsjóður.....— 49,388,742
III. Lífs og árgjaldssjóður —182,298,060
Kr. 244,061,802
Tekjur eldsvoðadeildar . kr. 27,924,786
— lífs og árgjaldsdeildar — 24,778,998
Kr. 52,703,784
Sjóður eldsvoðadeiidarinnar og Iífstrygg-
ingardeildarinnar bera hvorugur ábyrgð á
annars sknldbindingum.
Aðalumboðsmaður á íslandi T. G.Paterson.
Umboðsmaður fyrir Suður- og Vesturland:
H. Ó. Magnússon.
Umboðsmaður fyrir Norðurland:
Consul J. V. Havsteen á Akureyri.
E KL T A
P-A-K-K-A-L-I-T-I-ll
OG
XJXTJDIOO (BLÁKKUSTEINN)
FÆST HJÁ:
c. ZIIkÆStEKr.
Lóö undir hús
fæst á fallegasta stað í bænum, eömu-
leiðis uppsett hús á lóðinni ef óskað er.
Ritstj. vís&r á.
NAUTSHÚÐIR
franskar fást mjög ódýrar hjá
_________C. Zimsen.
H veiti
mjög ódýrt hjá
__________O- ZIMSEKT.
Olíukápurnar góðu
fást nú aftur hjá
C. Zimsen.
8
Bóndinn
(lágt)
Hann galinn er og viti fjær!
Sonurinn
Æ, snúum heim sem snarast má,
því snjór og stormur skellur á.
Brandur
(snýr vi9)
Þú bóndi Bagðir sjálfur mér,
þín sjúka dóttir fjörðirm við,
hún hefði ei ró né findi frið
ef fengi’ ei skjól við hjarta þér.
Bóndinn
Það sagði ég, og satt er bezt.
Brandur
Hún seldi þér ei lengri frest?
Bóndinn
Nei.
Brandur
Ekki?
Bóndinn
Ekki.
Brandur
Áfram þá!
Bóndinn
Með engu móti. Snúum frál
Brandur
Þú hefðir viljað hundrað gefa
bvo hefði’ hún dáið rðtt?
Bóndinn
Já, fÚB.
Brandur
Tvö hundruð?
Bðndinn
Bæði bú og hús,
og bréf þar upp á, já, án£efa,
bvo fengi hún sætan banabeð.
Brandur
Þú hefðir látið lífið með?
Bóndinn
Hvað, lífið, prestur góður?
Brandur
Já.
Bóndinn
Nei, vit og hóf skal öllu á.
Og JeBÚs minn, á ég að gleyma,
að ég á börn og konu heima!
Brandur
Þú nefnir einn, sem átti móður.
Bóndinn
En afar-langt er síðan góður;
þá skeðu undur oft hjá lýðum,
sem aldrei heyrast nú á tíðum.
Brandur
Far heim, þín gata glötun er;
þú guði neitar, eins hann þér.
Bóndinn
Já, strangur ertu.
Sonurinn
Hröðum heim!
Bóndinn
Við hverfum ei frá manni þeim.
Frá mér?
Brandur
Bóndinn
Já víst, þú villist hér
í veðri þvi, sem koinið er;
og verði bert, hvað varla dylzt,
um víða bygð, að höfum fylgst,
að hverjum berast böndin? Mér!
Og veltist þú í vötn og dý,
þá verð ég settur fjötnr í.
Brandur
En guð þig kallar, gættu’ að því.
Bóndinn
Mig varðar helzt um mig og mína,
en minna’ um hann og þig og þína.
Kom nú!
Brandur
Far vel!
Sonurinn
(snjóflóð lieyrist)
Æ, þruman! Þey!
Brandur
(við hónðann, sem þriflð hefir 1 hann)
Slepp taki!
Bóndinn
Nei, nei!
Brandur
Slepp!
Sonurinn
Kom!
Bóndinn
Nei!