Ísland


Ísland - 10.08.1898, Blaðsíða 2

Ísland - 10.08.1898, Blaðsíða 2
126 ISLAND. „±sLA]Nrr)“ kemur út á hverjum þriðjudegi. Kostar í Reykjavík 3 kr., út um land 4 kr., erlendia 4 kr. 50 au. Ritstjóri: Þorsteinn Gíslason Laugaveg-i 2. Afgreiðsla blaðains: Þiugholtsstr. Prentað i Fjelagsprentsmiðjunni. sagði, að fyrir 8 árum hefðí eitt af skip- um sínum farist við Vesturiandið í nóvem- bermánuði, en 28. febr. næsta ár hefði fregnin fyrst náð til Grimsby. Mr. Olsen, frá Gtrimsby, sagðist hafa rætt þetta mái við framkvæmdarstjóra „St. norr. fréttaþr.fél.“ og væri það hans skoðun, að þráðinn ætti að leggja upp ti! Austurlandsine. Mr. Th. Nourse frá Bo- ston kvaðst vilja styrkja félagið með því að leggja fram 1000 pd. sem hlut í fyrir- tækinu. 4 Berli, kaupm frá Aalesund, áleit, að Stórþingið ætti að veita árlegt tillag til þráðarins, mest vegna veðurfræðisrann- sóknanna, sem væru svo þýðingarmiklar fyrir fiskiveiðar Norðmanna hér við land. Bréf frá Björgvin. Herra ritstjóri! Björgvin liggur, sem kunnugt er, á vesturslrönd Noregs á 60° 24' norðlægrar breiddar. Hinn fyrsti, sem stofnsetti bæ- inn, var Ólafur konungur kyrri 1075, en áður var Björgvin aðeins lítið kaupstaðar- og fiskiþorp. Smámsaman stækkaði bær- inn, og á seinni hluta 12. aldar voru þar 4 kirkjur, og Björgvin var þá hinn stærsti verzlunarbær í Norvegi. Nú er bærinn annar í röðinni (Kristíanía er stærri) og eru íbúar um 70,000. Kringum bæinn liggja há fjöll, næstum á 3 vegu, en á einum stað gengur dalur upp frá bænura. Eftir honum liggur járnbrautin til Vors, sem er eitthvert með stærstu mannvirkj* um i Noregi. Hún er lð1/* míla á lengd, og kostaði um 9 miljónir króna, eða yfir hálfa miljón hver míla. Höfnin er mikið góð, og rúmar, að því er sagt er, um 300 skip í einu. Skipaferð er hér mikil og liggja oft 100—200 í einu á höfninni. Ég kom til Björgvinar að kveldi þess 28. júní. Um það leyti var hinn mesti manngrúi í bænum, því þá átti skepnu- sýningin að byrja daginn eftir, og var mörgum forvitui á að sjá hana, eigi síður en aðra hluti sýningaiinnar. Svo var mannfjöldinn mikill þá og næstu daga á eftir, að öll húsrúm voru upptekin, og öll skipin, er lágu við bryggjurnar, full af sýningarfóiki, og þó voru þeir margir, er urðu að halda til á götum bæjarins, er hvergi fengu húsrúm. Húsaleiga er ákaf- lega dýr, og allir hlutir, bæði fæði og annað, með uppskrúfuðu verði. Mér var sagt, að hin opinberu veitingahús (Hotel) hefðu gert samtök í vetur að selja nætur- gisting ekki undir 10 kr. fyrir nóttina. Á mörgum er gisting seld fyrir 12—15 kr. um nóttina. Fæðið er 3—4 kr. á dag. Á öðrnra stöðum er það vitaskuld mikið ódýrara, en þó mun erfitt að fá húsnæði og fæði fyrir minna en 3—4 kr. um dag- inn. Auðvitað getur maður fengið gisting fyrir minni borgun með því að búa saman, með 4—6 og máske fleiri, í þröngum her- bergjum. En ég fyrir mitt leyti hafði ekki Iyst á því, enda er það ekki neitt sériega viðfeldið að búa saman með alls konar lýð, er maður ekki þekkir. Sýningin var opnuð 16. maí og or hald- ið opinni til síðasta september. Til sýn- ingarinnar hefur hið norska stórþing veitt alls 1 miljón kr., og þess utan hafa ýms félög og stofnanir veitt meiri og minni styrk. í sýningunni tóku þátt fyrir utan sjálfan Noreg: Svíþjóð, Danmörk, Finn- land, Rússland, Ameríka, Japan og Frakk- land. Sýningin er bæði landbúnaðar-, fiskiveiða- og iðnaðar-sýning. Þessum að- alflokkum er svo aftur skift í marga minni parta. Á sýningarsvæðinu eru margar byggingar og skal ég geta hinna helztu. Þegar maður gengur inn um aðaldyrnar, þá kemur maður fyrst til „Kristiania Kommunes Pavillon“, sem liggur á vinstri hönd. Það er allstórt hús, hvítt að utan. Þar eru sýndir ýmsir munir, myndir og fleira frá Kristíaníu. Þar allskamt frá, á aðra hönd við veginn, Iiggur „ JJdsigts- taarnetu. Komi maður upp á þennanturn, sést yfir alla sýninguna, en það kostar 25 aura að fara þangað upp. Haldimað- ur lengra áfram, kemur á vinstri hönd „Kunsthállenu. Þar eru sýndar ýmsar olíumyndir, eldri og yngri, og er þar mörg ein myndin mikið falleg. Þar er mynd af Ejvind Astrup í fullri stærð, en hann dó vo- veiflega fyrir fáum árum. Hann var sport- maður hinn mesti, en lenti í kvennafari, og var fullyrt, að hann hefði skotið sig. Frá myndahöllinni heldur maður áfram ofan dálitla brekku og niður í dalverpi eitt, og kemur þá fyrst höfuðbyggingin. í þessari stóru byggingu er sýndur alls konar iðnaður, vefnaðarvörur, vefstólar, saumavélar, prjónavélar, alls konar skinna- vara, útsaum, skólaáhöld, bekkir, borð o. s. frv. í einum hluta þessarar byggingar er einn partur af fiskisýningunni, sem er aðallega frá Danmörku. í einu horninu eru fáeinir munir frá íslandi, sem eitthvert danskt fiskifélag hefur skrapað saman og látið fylgja með. En þessir ómerkilegu hlutir eru engan veginn íslandi til sóma, heldur þvert á móti. Meðal annars eru það lítt nýtar ífærur, lóðarstokkur, svart- ur af reyk og ósélegur, skinnklæði úrelt- um skinnum, gömul skinnhúfa, sjóskór og stakur sjóvetlingur óhreinn og götngur. Það er sagt að þessir munir séu af Vest- urlandinu, gefnir þessu fiskiveíðafélagi fyrir nokkrum árum. Ef ekki væri annað á sýningunni frá íslandi en þessir hlutir, sem þetta fiskiveiðafélag hefnr sýat, þá væri oss það til lítillar uppbyggingar. En það vill svo ve! til, að á öðrum stað er sýnt tært lýsi á flöskum, fiður, sund- magi, sem reyndar er nú ekki sem falleg- astur, og nokkrar ljósmyndir, og lítur þetta alt miklu betur út. Enn fremur er sýndur saltfiskur, bæði frá Yestur-, Norður- og Austurlandi. Það var annars ófyrirgefanleg ómynd, að íslendingar ekki tóka meiri þátt í sýa- ingunni en nú er. Hefði alþingi átt að veita fé til þess, þó í litlum mæli hefði verið. Virðist mér að það hefði verið miklu hyggilegra fyrir það, að styrkja að eins 2 menn til sýningarinnar í staðfjög- urra, en verja heldur þeim peningum, sem til þess gengu, til þess að senda muni þangað, vel valda og hentuga. Frá Qrænlandi og Færeyjura eru sýndir margir snotrir og verklegir hlutir, bæði sem lúta að fiskiveiðum og öðru. Sér- staklega hafa Færeyingar vandað til sýn- ingarinnar, og er það alt prýðisvel útlít- andi. í þessari stóru sýningarhöll kennir margra grasa, og ef ég ætti að telja upp þó ekki væri nema það helzta, mundi það taka langan tíma, miklu Iengri tíma en ég hef til umráða í þetta sinn. Ég skal þó að eins geta þess, að þar eru 3 nýir hraðvefstólar, sem ofið er í. Eru þessir vofstólar, eftir mínu áliti, einkar hentugir fyrir okkur íslendinga og þeir beztu, sem ég hef séð. Þegar það fer að verða al- ment, að ullarvélarnar (kembingar- og spunavélar) kembi og spinni ullina, þá eru þessir vefstólar öldungis ómissandi. Eins og er, væri stór hagnaður að eiga þá, og vona ég að ekki líði á löngu áður þeir verði þektir á íslandi og notaðir þar. Á einum stað í þessari höll eru sýndir nokkrir hlutir frá Nansens-ferðinni. Það er svefnpoki hans, skíðin, sleðinn og bát- urinn. Verður mörgum starsýnt á þessa hluti, sem reyndar eru ekki neitt sérlega þokkalegir. Skíðin, sleðinn og báturinn er kolsvart, slitið og bætt. Þar allskamt frá er mynd af „Fram“ í ísnum, ogNan- sen þar sem hann stendur með byssuna miðandi á stóran ísbjörn, er kemur vað- andi að honum. Þessi mynd er einhver sú lang-tilkomumesta á allri sýningunni, og þreytist maður aldrei á að virða hana fyrir sér. — Ég verð nú að yfirgefa iðn- aðarhöllina, þó margt fleira sé þar merki- legt og lærdómsríkt, enda er þetta, sem ég hef skrifað, að eins brot eða sundur- lausir þankar. (Framh.) Sigurður Sigurðsson frá, Langholti. Fyrir hundrað árum. Eftir Hjálmar Sigurðsson. Enda þótt ein öld sé skammur tími í saman- burði við tíma þann, er liðinn er, síðan sögur hófust, og sé ef til vill líkt og vatnsdropi í samanburði við hafið, sé miðað við þær millíónir árþúsunda, sem liðnar eru síðan heimur sá varð til, er vér lifum í, verður þó alt annað uppi á teningunum, sé hún skoðuð í samanburði við mannsæfina. Þeim finstheimurinn hafa tekiðsvomiklum stakka- skiftum frá því í æsku sinni, sem komnir eru á elliár, að alt sé umturnnð, gamalli venju sé kollvarpið og ný tízka komin í hennar stað. 0g sé augum rent allra snöggvast á heiminn, svo sem hann var árið 1798, kemur brátt í ljós, að þau hundrað árin, sem liðin eru síðan, hefur hann tekið meiri breytingum, en jafnvel á þúsund árum á undan. Aldamótin eru víðar að nálgast en í alraanakinu. Líkaböng miðaldanna er að klikkja út og síðasti ómurinnn heyrist af eftirspilinu á organi fornaldarinnar. Ný- árs vættir nýja tímans koma smásaman í ljósmál. Þar er Völundur smiður í far- ar broddi, með vélar nútímans á baki sér. Þar eru þeir Dáinn og Dvalinn og dverg- ar fleiri, allir fullir kyngikrafti. Geta þeir leyst hin duldu náttúruöfl úr læðingi og notað þau eftir vild sinni. Þar eru þeir Hugi og Muni, hinir fornu fregnhrafnar Óðins, er flytja fréttir jafnskjótt um heima alla. Þar er Surtur með fylking allmikla; slöngvarhannfrá séreldibröndum og stefnir norður til Elivoga. Hann lýstur sprota sínum á glerhurðina á höll Norðra kon- ungs og „efíata“, „effata“, kveður við gegn- um alla súlnagangana, og loks mun höll- in opnast, þvi veggir hennar hrynja, likt og múrar Jerikoborgar. Fyrir 100 árum var gufuvélin að sönnu til, en þó ekki jafn fullkomin og hún er nú á dögum. Fjórtán ár voru þó enn þar til fyrsta gufuskipinu yrði hrundið á sæ, og rúm 30 ár áður gufuvagnarnir tækju til starfa. Galvanis-rafmagnið er þá ný- fundið, þó ekki sé enn farið að nota það á ýmsa vegu. Rafsegulmagnið er á hinn bóginn ekki fundið, og nærri fjörutíu ár- um síðar kemst ritsíminn á laggirnar. Hraðpressan er og ófundin. Saumavélar eru ekki til. Etdur er kveiktur með eld- stáli og tinnu, og hór á landi. er farið á næstu bæi að sækja eld, ef hann slokknar út á arninum. Olíulampar þekkjast ekki alment fyr en eftir miðja öldina. Hér eru hafðir lýsislampar til daglegra nota, en tólgarkerti að jólum. Tedrykkja hafði verið flutt hingað fyrir löngu, en kaffi var enn æði sjaldgæft, og þess aldrei neytt nema á stórhátíðum. Svo má segja, að sjávarþorp séu varla til. Reykjavík er eini kaupstaðurinn, en þá að eins 11 ára gamall. Hafði verzlunin þá verið ný færð til lands utan úr „Hólminum11 vestur af Örfirisey (Effersey), en nú flæðir yfir hann í hverju sjáfvarflóði. íbúar Reykjavíkur eru þá að eins nálega 300 manna, sem að eins búa í kvosinni og á vestari hæðinni. Fangelsið var eitt af fáu húsunum fyrir austan Arnarhólslæk, því þá mun það vera komið á fót. Verður það síðar bú- staður stíptamtmanns og nú landshöfðingja. Allur neðri hluti brekkunnar þar fyrir sunnan er mýrlendi, sem enn má sjá vott til á sumum stöðum. Dómkirkjan mun þá hafa staðið þar sem skrautgarðurinn er nú i kverkinni milli Kirkjustrætis og Að- alstrætis. Að minsta kosti er þar kirkju- garðurinn lengi fram eftir öldinni. Skál- holtsskóli er þá fluttur til Reykjavíkur fyrir 13 árum, og 3 árum síðar fer Hóla- skóli sömu leiðina. En þessi fyrri Reykja- víkurskóli stendur ekki á sama stað sem nú, heldur uppi á brekkunni vestur af tjörn- iuni, rétt fyrir norðan núverandi kirkju- garð Reykjavíkur, þar sem kallað er „Skóla- bær“. En þar á hann ekki langan aldur, því hann er fluttur til Bessastaða árið 1805. Geir Vídalín er þá nýorðinn biskup í Reykjavikurstipti, því biskupsstóllinn í Skálholti er fluttur samhliða skólanum til Reykjavíkur. Var Gleir biskup vígður á Hólum áíið 1797 af Sigurði Stefánssyni Hólabiskupi. Gleir Vídalín er því annar af þeim tveim biskupum, er vígðir hafa verið hór á landi, en hinn var Jón Vig- fússon, er vígður var til Hólastóis af Brynj- ólfi biskupi Sveinssyni Skálholtsbiskupi 1674. Bjó Gleir bískup í Reykjavík og mun það hafa verið í húsinu nr. 8íAðal- stæti, sem stendur enn í dag, en eítír dauða hans 1824 yar biskupssetrið flutt að Laugarnesi um tíma, svo sem kunnugt er. — Þetta sama ár, 1798, deyr Sigurð- ur Stetánsson Hólabiskup. Er þá bisk- upslaust um hríð í Hólastifti, en haustið 1801 er alt ísland gert að einu biskups- dæmi. Ekki eru bjargræðisvegirnir blómlegri þá en nú. íbúar landsins eru nálega 8/s af því, sem mun vera í ár, eða 45 þús. móti 75 þús. — Lifnaðarhættirnir eru tölu- vert aðrir. Sjávarþorpin eru að tiltölu strjálbygð, en vinnumenn úr sveitum sækja til sjávar langar leiðir að, til að róa um vertíðina, svo sem verið hafði venja um margar aldir. Nautgriparæktin er meiri

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.