Ísland


Ísland - 24.10.1898, Blaðsíða 3

Ísland - 24.10.1898, Blaðsíða 3
163 ÍSLAND. Tiinna. opinberu trúarbragða, hefir í augum vantrúarmanna lýginnar svip og einkenni í mörgum aðalatriðum, þrátt fyrir alt guð- firæðslunnar yíirskin, — það er það sem er grundvöllurinn undir vantrú vorrar ald- ar og er til vorkunnar virðandi, þó menn reyni að halda í þá áttina, sem þeir eftir beztu sannfæringu hyggja að sannleikurinn sé. I flokki vantrúarmanna íinnast og flestir beztu og hjartahreinustu menn ald- arinnar. Út úr þeirra hjarta eru orðin töluð: Ég trúi því, sannleiki, að sigurinn þinn áð síðustu vegina jafni, og þér vinn ég, konungur, það sem ég vinn og því stíg ég hiklaus og vonglaður inn í frelsandi framtíðar nafni! Sannanir fyrir þessu er óþarft að færa ykkur. Bæði finst mér þið hljótið að vita þetta og annars getið þið lesið þær í rit- um Darvins, Spencers, Mills, Renans . . . 1 ljómandi fögru kvæði eftir Tennyson (In memoriam) getið þið lesið þær, — alstað- ar finnast þær, þar sem nokkur geisli nú- tíðarmentunarinnar hefur skinið. Því segið þið svo að vantrúin stafi af því, að menn kinoki sér við siðferðiskröf- um kristindómsins? Það er máske eftir siðferðiskröfum krist- indómsins að færa alt til verri vegar hjá þeim, sem hyggja á annan veg en maður sjálfur, og þakka síðan guði fyrir að mað- ur sjálfur er ekki eins og tollheimtumenn og bersyndugir? Annars er bezt að tala varlega um sið- ferðiskröfur kristindömsins. Gott siðferði er honum eldra og þrífst einnig ágætlega utan hans. Svo ég grípi eitthvað, þá vil ég nefna ykkur þessar línur, sem höggnar eru á klöpp í fornegiptskri gröf: „Ég hef aldrei aðhafst það sem ilt er, ekki verið morðngi, ekki lygari, ekki óskír- lífismaður og aldrei komið öðrum til að gráta". 500 árum fyrir Krist sagði Laotse: „ Gjald- ið ilt með góðu!“ Það eru fleiri en- kristindómurinn sem heimta „bindindi og réttlæti". Slíktheimta nærfelt allir, svo undan því er eigi auðið að flýja; að minsta kosti væri vonlítið að leita til flokks vantrúarmannanna í þeim tilgangi. Það er auðráðin gáta hvers vegna trúar- bragðadeilan er oft þungyrt á báðar hliðar. Hvor fyrir sig þykist veita sannleikanum fylgi gegn lýginni í þýðingarmiklu máli og er því eigi von að vel farí, jafnvel þó báð- um flokkum gangi gott eitt til. Ég hafði fyrir skömmu frétt, að í blaði ykkar væri ritdómur um kvæði Þorsteins Erlingssonar og langaði mig til að sjá hann. Ég þekti ritdómarann að góðu einu og bjóst eindregið við snjöllum ritdómi þess trúaða manns um þá vantrúuðu bók. Auð- vitað taldi ég sjálfsagt, að hann skildi vel efni og hugsunarhátt- bókarinnar og ég vonaði hálfvegis að sjá fleira en eitt, sem ég og aðrir gætu lært af. Höfundur Þyrna blífir sér lítt og segir sumstaðar máske fult svo frekt, sem hann meinar, svo frá trúarlegu sjónarmiði var auðvelt að skrifa strangan og þó réttlátan ritdóm. Því miður brugðust þessar vonir mínar. Ritdómurinn ristir grunt í öllu og skilur margt als ekki, sem hvert barnið þó skilur. Ég vil nefna dæmi. Skáldið vill í kvæð- inu „ Arfurinn" skýra hversu þjóðarhatur og aðrar slíkar tilfinningar myndast. Orsök þeirra hyggur hann að sé eigi svo mjög að verða að lúta í lægra haldi fyrir ofur- eflinu — menn eru vanir hnefaréttinum — heldur það að níðst er á hinum yfir- unna og ----Þó holdið á örmunum þrútnaði þar, sem þrælkaði faðirinn hlekkina bar, .— það harkaði hann af sér í hljóði. En kvölin, sem nísti’ hann er nakinn hann lá og níðinga hnúarnir gengu honum á — hún brennur í sonarins blóði. Þegar skáldið lýsir arfi þeim, sem sigur- vegarar og stórþjóðir eftirláta sínum börn- um, fær hann eigi stilt sig um að minna á skuggahliðar sigursins — grátinn og þrek- aðan bandingja — það gerir hann af því hann er íslendingur, og af því hann held- ur taum hins siðferðislega rétta. Ritdómur ykkar hljóðar þannig: „Sama heiftin kemur fram í kvæðinu ,Arfurinn', þar sem tilfinningum sigurvegar- ans er lýst svoj að hann njóti ekki veizlu- gleðinnar til fulls, nema þrekaður banding- inn sé leiddur í salinn og einhver sé inni sem gráti.“ Þorsteinn hefur hér ort of vel fyrir ykk- ur og þið því eigi skilið „skensið frá háð- inu“. Annað dœmi: Kvæðið „Örbirgð og auð- ur“ hyggið þið svo fjarri sanni „að meiri fjarstæða geti varla hugsast". Ég vil minna ykkur á eina: aldarhátt Hallgr. Péturssonar. í því kvæði lofar Hallgr. skáld fornöld vora, vígaferli og hefndir, en kann ilt eitt um vora kristnu öld og sið- ferði hennar, sem hann lýsir á þennan hátt: „Mannkosta lægðir en laBtanna nægðir í landinu spretta!11 — —--------------- Ég fæ eigi betur séð, en þíð hafið mis- skilið kvæðið algjörgjörlega. Máske hefði það betur skilist, ef fyrirsögnin hefði verið: aldarháttur. Kvæðið er spegill, sem sýnir trúuðum mönnum aldarháttinn. Þeim líst ekki á hrukkurnar í sínu guðhrædda and- liti, reiðast og sparka í spegilinn — þannig myndi eiga að dæma ykkur — eftir ykk- ar eigin mælikvarða. Auðvitað er ekki eitt orð í kvæðinu um, að það sé samkvæmt kenningu Krists að aldarhátturinn er slíkur. Það er öllu fremur nöpur áminning til Krists læri- sveina um það, hve mjög þeir hafa vilst frá kenningu hans, og ef þeir eigi hefðu þann mannlega breyskleika, að vera lítið gefið um aðfinningar, þá hefði kvæðið komist í heiðurssætið fremst í „Yerði ljós- inu“ og líklega hlotið fyrirsögnina: Mene tekel! Ég hef eigi tíma til þess að leiðrétta ritdóm þennan í öllu, en tek þetta tvent sem dæmi. Að endingu vil ég benda á tvær hugs- unarvillur, sem eru illar en algengar. Önnur er sú, að sökum þess að mil- jónir manna á umliðnum öldum hafa þózt geta samrýmt kristindóminn við skynsemi sína, þá muni svo mega enn, því skyn- .. , 'j-. semi nútíðarmanna muni ekki stórum betri en forfeðranna. Hin er sú, að þakka kristindóminum alt það gott, sem þróast hefur samtímis honum í kristnum löndum. Því eigi eitthvað af hinu illa? Það hefir þó líka þróast, samtímfs og undir hans handarjaðri. Annars má hiklaust lýsa ummælin: „Það er kristindómurinn, sem kent hefir mönnum þá skyldu að annast sjúka og bágstadda" ósannindi og svo er fleira 1 greinum þessum. Ég vil eingöngu benda á kenningu Búdda. Sé slíkt ritað af fá- vizku, er illa lesin guðfræðin, en sé slíkt vísvitandi hermt rangt, þá mætti minna á dæmisöguna um bjálkann í manns eigin auga. Að nokkur hati kristindóminn, hefi ég eigi orðið var við. Mér er persónulega kunnugt um að höfundur Þyrna gerir það ekki, þó sumt í kvæðum hans mætti skilja á þann veg. Sumt í kenningum kyrkj- unnar og ýmisleg guðhræðslunnar látalæti kunna menn að hata, en ekkí kristindóm- inn yfirleitt. Að skáldstyrkur Þ. Erlingssonar hafi mælst illa fyrir, er vafalaust ranghermt hvað Norðlendinga snertir. Ég get fært fullar sannanir fyrir því, að það hefir víða mælst illa fyrir að hann er sviftur honum. Fyrir utan gluggann minn hefi ég dag- lega heyrt börnin syngja ýms erindi éftir Þ. E. og ég hefi séð mörg brosa út undir eyru þegar ég hefi minst á vísurnar „Snati og Óli“. Það lítur út fyrir að þau skilji hann betur en þið. Stendur ekki skrifað; „Það sem vitring- unum er hulið, ,er smælingjunum opin- berað“? Akurnesingar vitja „íslands" hjá Andr- ési Andréssyni verzlunarmanni hjá Bryde. Kjalnesingar vitja „íslands" í búð Helga kaupm. Helgasonar. 105 Hægur og réttsýnn, mildur, *kýr dugandi á sinn hátt, settur, hýr, og samt sem áður landsins fjandi! Ei skriðu-hlaup og heiftar-fár, ei hungur6neyð og sóttar-ár — fær valdið slíkum voða og sá með verki sínu fólki hjá. Af hungri menn í hópum deyðast, — en hann? Hve margra kraftar eyðast, hve margra hagir megni sneiðast, hve margra ljóð í duftið neyðast af slíkri karar-kreftri sál? Hve fjölmörg bros á mannvits munui, hve margur neisti saklauss barrns og gróðrar-blómstur gleði’ og harms, sem glóa móti sólu kunni af honum deytt og bylt á bál! (hrökkur saman). En boðin! Kemur enginn — enginn? Jú, læknirinn! (hleypur á móti honum). Hvaðnú? Hún er—húner—? læknirinn Til dómara síns og Drottins gengin. BRANDUR Með iðrun? LÆKNIRINN Þá eru allir búnk:; hún undi sér við reiturnar unz tíminn kom og kallað var. ■ tK' t.' ur 106 BRANDUR (höggdofa) Mun viltri sálu vera spilt? LÆKNIRINN Yið vonum hins, hún dæmist milt, af kærleik en ei kirkjutrú. BRANDUR Hvað sagði hún? LÆKNIRINN • Hún sagði stilt „Æ, son minn, Guð er betri en þú“. BRANDUR (hnígur niður á bekkinn) Þó manninn særi synd og bál, hin sama lýgi í hverri sál! (byrgir andlitið). • LÆKNIRINN (gengur að honum og hristir höfuðið) Þið viljið lífgva liðna tíð, og lifa upp aftur hennar stríð; þið hugsið Guð og góða menn hið gamla lögmál fjötri enn. Hver öld sér stað og stefnu kýs; nú sturlar oss ei logans hrís, né fræða-stofu fornyrðin, vort fyrsta boð er mannúðin BRANDUR Já, mannúð! Þetta magra orð er máttaróp um landsins storð, í skjóli þess hvert skauðið frekt nú skýlir viljans blygð og nekt; 107 i skjóli þess hver lyddan lifir og leti og klæki breiðir yfir; í skjóli þess hvert gauð og geit má ganga á hvert sitt orð og heit. Senn breytir ykkar tízku-tál í tóma mannúð hverri sál! Var mannúð helt í herrans skál? Já, hefði ykkar Guð mátt ráða, þá hefði hann flýtt sér hann að náða; og endurlausnin eflaust þá hefði orðíð tvíræð himnaskrá! LÆKNIRINN (í lágum hljóðum). Lát blæða fyrst þitt sorgarsár; þér svalar ef þú fellir tár! AGNES (er komin út á riðið náföl og titrandi). Inn? Eylg mér! LÆKIRINN Hvað? É'g liræðist þig. Hvað heilla barn? AGNES Það nagar mig sá ormur hér í hjartastað, — LÆKNIRINN Hvað, hvað þá? AGNES Jesús minn veit það ! (þau fara inn;Brandur tekur ei eftir þvi). BRANDUR Iðrunarlaus! Eins líf og ending; — 108 en lít ég hér ei Drottins bending? Er mér ei selt það sálar-pund er sóaði hún um lífsins stund? Svo forði Guð ég gugni’ í lund! (stendur upp) Nú héðanaf í hennar bygð með helgri sonar skyldu og trygð ég herja skal á hold og blóð uns hljóma andans sigurljóð; Guð kjöri munns míns kraft og stál og kveykti’ í mér sitt refsi-bál; nú finn ég hjá mér veldis-vilja, og vil og þori fjöll að mylja. LÆKNIRINN (kemur, og Agnes með honum) Sel þú þitt hús og svo á dyr! BRANDUR Þó sólin hrapi, verð ég kyr! LÆKNIRINN Um hann er öll von úti þá. _BRANDUR Um Álf? Hann Álf? Hvað gengur á? er barnið — ? (ætlar inn) LÆKNIRINN (stöðvar hann) Heyr mig, heyr mig vel! Hér finnst ei sðl né sumarblær, í súg og fönn er ykkar bær, og jökulþokan heim á hlað; eitt hálft ár meir á þessum stað

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.