Ísland


Ísland - 29.11.1898, Blaðsíða 1

Ísland - 29.11.1898, Blaðsíða 1
ISLÁKD. II. ár, 4. ársfj. Reykjavík, 29. nóv. 1898. 45. tölublað. 33 JES. T jA. PAKItALITIR oa IDST33IC3-0 (Blákkusteinn) fæst hjá O. ZIMSSK. SænsKa IWerW Thule býður líftryggendum urikiu betri kjör en nokkurt annað lífsábyrgðarfélag í heimi. Nær því öllum ágóðanum er varið til BOHUS-ntborgHnar, enda er „Bonus" í Tll/U.1.© hærri en í nokkru öðru félagi á Norðurlöndum. Umboðsmaður félagsins fyrir ísland, Bernharð Laxdal, Akureyri gefur þeim, er tryggja vilja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Hr. L. Lövenskjold Fossum, — Possum pr. Skien lætur kaupmönnum í té alls konar t i m b u r; eirvnig tekur nefnt félag að sér að reisa hús, t. d. kirkjur o. s.frv. Semja má við umboðsmann þess: Pétur M. Bjarnason, ísafirði. Takið eftir! Nú er aftur kominn hinn ágæti skó- og vatnsstígvélaáburðnr, sem hvergi fæst betri í bænum en hjá Jóhan- nesi Jenssyni skósmið í Kirkjustræti. Minnisspjald. Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 ard. til 2 siðd. — Banka- stjóri við kl. 11 Vr- 1JA — Annar gæzlustjóri við kl. 12-1. Söfnunarsjóðurinn opinn 1 barnaskólanum kl. 5—6 síöd 1. mánudag 1 hverjum mánuði. Landsbökasafnið: Lestrasalur opinn daglega frá kl. 12— 2 slðd.; á manud., mvkd. og ld. til kl. 3 sd. — Útlán sömu daga. Forngripasafnið opið mvkd. og ld. kl. 11—12 árd. Bæjarstjórnar-fundir 1. og 3. fimtud. í mán., kl. 5 siðd. Fátækranefndar-fundir 2. og 4. fimtd. i mán., kl. 5 stðd. Náttúrugripasafnið (i Glasgow) opið hvern sunnudag kl. 2—3 siðd. Ókeypis lækning a spitalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis tannlækning hjá tannlsekni V. Bernhöft (Hótel Alexandra) 1. og 3. mánudag i mánuði hverjum. Holdsveikra-spitalinn. Heimsóknartimi til sjúklinga dagl. kl. 2-3V2. Ókeypis augnlœkning hjá Birni Ólafssyni augnlækni (á spítalanum) l. föstudag í mánuði hverjum kl. 11—1. Frá útlöndum. Khöfn, 14. nóv. Útför drotningarinnar. Hinn 14. f. mán. var lík drotningarinn- ar flutt frá Bernstorf til Hróarskéldu. Fyrir því fór fjöldi manns þangað til að vera við athöfnina. Viðhöfn var ekki mikil við úthafninguna, og eigi sáust mik- il hátíðabrigði kringum höllina, nema hlið- ið fyrir framan var skreytt og dökkir fánar blöktu á limgarðinum og vegurinn frá höllinni til járnbrautarstöðvarinnar var blómum stráður. Hins vegar var járn- brautarstöðin fagurlega skreytt. Fyrir fyrir framan höllina röðuðu sér því næst lífvörðurinn, riddarar og lögregluþjónar og urðu áhorfendur því að vera í tilhlýði- legri fjarlægð frá höllinni, er var lokuð, svo að enginn fékk þar inngöngu nema þeir konungbornu og Paulli. Héldu þeir bænagjörð við kistuna og því næst voru dyrnar opnaðar kl. 4 e. m. og kistan borin út að líkvagninum. Þá drógu riddarar sverðin úr slíðrum og gjörðist við það all- mikið vopnabrak. Kistuna báru út nán- ustu vandamenn, kóngurinn, krónprinzinn, czarinn o. s. frv. V*r svo haldið til járn- brautarstöðvarinnar. Fyrstir fóru riddar- arnir, þá meyjar, er stráðn blómum á veg- inn, þá Paulli stiftprófastur, og svo lík- vagniun og á eftir honum gekk konungs- fólkið alla leið til stöðvarinnar. Þartóku hinir konungbornu líkkistuna af vagnin- um og báru hana inn í járnbrautarvagn- inn, tóka sér síðar sæti í hinum vögnun- um og svo keyrði lestin af stað frá Gen- tofte til Hróarskeldn. Víða hafði múg- ur og margmenni safnast saman meðfram járnbrautinni til þess að horfa á er lestin færi fram hjá. í Hróarskeldu höfðn menn haft nóg að gera daginn áður og um morguninn að undirbúa alt til að taka á móti þessari konunglegu líkfylgd. Var borgin prýdd, sérstaklega vegurinn frá jámbrautarstöðinni til dómkirkjunnar, sem öll var tjölduð svörtu að innan. Kl. 6 kom járnbrautaríestin til Hróarskeldu og var þar mikil þyrping fyrir á járnbraut- arstöðinni af fólki af öllum stéttum, há- um og lágum ungum og gömlum o. s. frv. Hinir konungbornn taka kistuna úr járn- brautarvagninum og setja hana á líkvagn- inn, því næst heldur öll þyrpingin til kirkjunnar. í broddi fylkingar fara her- menn, þá líkvagninn og konungsfólkið þar á eftir, meðfram vagninum gengu borgar- ar frá Hróarskeldu í röð og báru kyndla, og er að kirkjunni var komið og prinz- arnir höfðu borið kistuna inn, var kirkju- dyrunum lokað og sorgarhátíð haldín- Hélt Poulsen prófastur bænagjörð þarinni og var svo sunginn sálmur. Eftír þetta fór konungsfólkið aftur til stöðvarinnar, sté upp í vagninn og fór með lestinni til Bernstorf og settist að kvöldverði. Aðal-sorgarathöfnin fram fór svo daginn eftir, er kistan var sett inn í Kapellu Friðriks 5. Menn bjuggust við að marga fýsti að fara ut að Hróarskeldu og vera viðstaddir, er athöfnin færi fram, því var fjölgað jarnbrautalestarferðum þangað þann dag, en mönnum brást ætlun sín, því svo mátti heita að sárfáir færu, með því veð- ur var kalt og hugsuðu því fáir gott til að hýma þar undir berum himni megnið af deginum, járnbrautarvagnarnir skröltu þvi tómir og hálftómir fram og aftur- Einn ameriskt-sinnaður Kaupmannahafn- arbúi ætlaði að færa sér í nyt forvitni manna og lét því reisa stóreflis pall skamt frá járnbrautarstöðinni i Hróarskeldu, þar sem bezt sæist til. Aðgangurinn að þess- um palli átti fyrsi að kosta 50 kr. svo 15 kr. og síðast 5 kr. en fáir urðu til að nota þetta, svo að ætlað er þessi hagsýni borgari muni hafa tapað um 9000 kr. á gróðabrellunni, og var því ekki betur farið en heima setið hjá honum. Að vísu fóru nokkrir til Hróarskeldu þenna dag og eðlilega allir þeir, er boðnir vorn, svo sem ráðherrar og ríkisþingsmenn allir. Um kl. 1 e. h. kom konungsfólkið. Öllum var raðað í kirkjunni eftir vissum regl- um og færri komust þar inn en vildu. Blaðamenn höfðu þar sérstakt pláss, en höfðu þð ekki sem beztan frið. Er alt var komið þar í röð og reglu, kom loks konungsfólkið, inn- og útlendir höfðingjar, er komið höfðu í tilefni af þessu. Hófst þá sorgarhátíðin. Var fyrst sunginn sálm- ur, því næst gjörði Paulli bæn sína og að henni lokinni var aftur sunginn sálmur, þá tóku prinzar kistuna og báru hana inn í kapelluna og fylgdi þeim eftir konungs fólkið, útlendu tignargestirnír, ráðherrarn- ir og hirðmeyjar. Eftir að konungsfólkið hafði dvalið þar nokkra stund og Paulli hafði kastað rekunum á kistuna og sálm- ar voru sungnir var athöfnin á enda. Var þákl. nm 3, Marga fýsti að sjá kistuna, voru menn því látnir ganga einn og einn i einu gegnum kapelluna, eftir að allir voru farnir úr sjálfri kirkjunni. Hinir út- lendu gestir fóru aftur héðan næstu daga á eftir. í fyrra dag fór konungur suður á Þýzkaland og með honum Valdemar prinz og Georg Grikkjaprinz, sem Eússar nú vilja gjöra að landstjóra á Krít. Ríkisdagurinn kom saman mánudaginn 3. okt. Fátt er tíðinda af honnm enn, enda er stutt liðið síðan hann tók tii starfa. Einna sögulegast þaðan er viður- eign fólksþingsins og ráðgjafanna út af fjárlögunum. í vor, þegar spánsk-ame- ríkaneki ófriðurinn stóð yfir, skaut ráðgjöfunum skelk í bringu og þóttu eigí tryggar víggirðingarnar um Khöfn. Tóku þeir því með leyfi konungs 500,000 kr. úr ríkissjóði upp á væntanlegt samþykki þingsins. Fénu var varið til vígvélakaupa og annara hernaðaráhalda og til þess að búa víggirðingarnar krÍDgum borgina sem bezt að öllu. En þegar þing kom saman vildu þingmann ekki fallast á gjörðir ráð- gjafanna og heimtaði fjárlaganefndin að fjármálaráðgjafinn Hörring færði góðar og gildar ástæður fyrir þessum gjörðum sín- um. Þótti henni ráðgjafinn ekki skýr í svórum og lagði því málið fyrir fólks- þingið í heild sinni og lýsti það vanþókn- un sinni á þessu athæfi ráðgjafanna og taldi mjög varhugavert, ef það tíðkaðist að farið væri svona bak við þingið. Eigi mun það þð hafa séð sér fært að láta þá bera ábyrgð á þessu, með því enginn á- rangur mundi verða af þeirri málssókn; ekki munu r&ðgjafarnir samt kippa sér upp við þessa vantraustsvottun þingsins, en sitja sem fastast eftir sem áður. í haust dó sonur Schwanenflugels þess, er var foringi á „Heimdal" í fyrra. Hann var sjóforingjaefni og þótti efnilegur mað- ur maður. Kvisaðist það brátt að hann hefði orðið sjúkur af illri meðferð félaga sinna á skipi því, er hann var á i sumar. Var þvi málið tekið til ransóknar og ran- sóknargerðirnar sendar til sjóhersráðherr- ans, svo að hann gæti skorið úr hvort málinu skyldi haldið áfram. Hann bauð að láta málið falla niður. En nú hefur fjármálanefndin heimtað af ráðgjafanum að hún fengi að sjá málsskjölin. Það eru tvö önnur mál viðvíkjand hern- um er hér hafa vakið athygli. Sonur Olaf Poulsens leikara var rekinn af sjó- liðsforingjaskólanum og halda sumir að það hafl verið fyrir litlar sakir. öljörðust því blaðadeilur út af því og varð „Poli- tiken" all-bitnryrt gegn Bardenfleth for- ingja skólans, unz þolrifin brustu í hon- um og hann höfðaði mál gegn ritstjóran- um. Eflginn dómur er fallinn i því máli enn. Hitt er Rördamsmálið. Lójtenant Rör- dam þóttíst eiga stórkaupmanni einum hér fyrir grátt að gjalda og fór því með fé- laga sínum heim til kaupmannsins og barði á honum. Sem eðlilegt var leitaði hann réttar síns og kærði þá. Var Rör- dam dæmdur í einfalt fangelsi. En skömmu síðar er hann náðaður, er hann hefur setið helminginn af hinum ákveðna tíma í fangelsi og um leið gjörður að præmierlöjtenant. Það eru ekki allir, sem eiga því láni að fagna að hækka í tign- inni, þegar þeir ern nýskroppnir út úr fangaklefanum. Þetta hefur líka mælst mjög illa fyrir. • Jórsalaferðin o. fl. Skömmu eftir að Vilhjálmur keisarivar farinn í Jðrsalaleiðangurinn mikla, var fjöldi stjórnfjenda handsamaður í Alexandriu og fleiri borgum þar eystra, og voru þeir grunaðir um að vilja drepa hinn tigna pílagrím á hinum helgu stððvum. Sitja þeir nú i haldi og bíði dóms; fundust hjá þeim sprengikúlur nokkrar, er þeir ætluðu að drepa keisarann með. Kvittur hefur þó komið upp um það, að lögreglan hafði sjálf búið til sprengikulurnar til þess að færa sönnur á mál sitt. En það er víst með öllu ástæðulaus aðdrðttun. Á austurleið fann Vilhjálmur vin sinn Abdul Hamid og tók hann honura með kostum og kynjum. Skiftust þeir á gjöfum; meðal annars gaf keisarinn sol- dáni smálíkneskji af afa sínum og ömmu og mjög skrautlegan staf er að öllu var giörður sem stafur Friðriks mikla. Engin veit hvað þeim soldáai hefur farið á milli frekar, en þð þykjast menn vita að Vilhj. muni hafa haft eitthvað bak við eyrað, er hann fór að finna vin sinn, og muni jafnvel hafa fengið því fram gengt hjá honum að þjóðverjar skyldu fá að auka verzlun sína þar eystra að mun. Eftir að keisarinn hafði kvatt soldán h£lt hann til Jórsala og tóku kristnir menn honum þar vel að vonum og var kirkjan vígð eins og til var ætlast. Þýski kirkjumálaráð- herrann hélt rígsluræðuna og þótti hún væmin, því að hún var ein lofræða frá upphafl til enda um keisarann. Síðan íór

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.