Ísland


Ísland - 29.11.1898, Blaðsíða 3

Ísland - 29.11.1898, Blaðsíða 3
ISLAND. 179 herrarnir fóru því næst á fund forseta og báðu ura lausn. Veitti hann hana, ea bað þá að gegna störfum þar til nýtt ráðaneyti yrði myndað. Lockroy var skip- aður hermálaráðgjafi um stundarsakir í st&ð Chanoines. Talsverðar róstur urðu þeanan dag á götum Parísarborgar og fóru hersinnar einkuin geyst. Fjöldi raanna settu? í hald, en loks tókst lögreglunai að dreifa mann- þyrpingunni. Mörgum þótti Hklegt, að Ribot mundi fenginn til að mynda nýtt ráðanéyti, en þess var þó vada að vænta, því að það hefði verið að ganga í bsjrhögg víð her- inn; hann er sem sé jafnmikið hataður af hernum eins og Brisson. Var því Dupuy falið á hendur að myoda ráðaneytið. Hami hefur tvisvar áður verið ráðaneytisforseti og einnig formaður þiogsios og er í minn- um haft, hvernig hann snerist við, er Vailland kastaði pprengikúlunni inn í þingsalinn. Hann lét sér ekki bregða, en hringdi og sagði að fundurinn héldi áf ram. Hann er írábæilega duglegur maður og hinn eiubeittasti, en þykir ekki allra með- færi. Þannig er ráðaneyti hans skipað: Dupuy ráðaneytisforseti og innanríkismála- ráðgjafi, Preycinet hermálaráðgjafi, Lockoy sjóhermálaráðgjafi, Peytral fjarmálaráðgjafi, Delcassé utanríkisinalaráðgjafi, Lebret dóinsmálaráðgjafi, Leygnes kennslumála- ráðgjafi, Krantz ráðgjafi hinna opinberu atvinnnmála, Q-ui!lain nýlendumálaráðgjafi, Delombre verzlunarmálaráðgjafi og Viger landbúnaðarmálaráðgjafi. Fjórir af þess- um áttu sæti í iáðaneyti Brissons (DbI- kassé, Peytral, Lockroy og Viger). Dup- uy vildi ekki láta neinn úr hernum skipa hermálaráðgjafasætið og íékk því Freyci- net til að taka við því, og er það starf því í góðum höndum, enda hefur hann áður staðið í þeirri síöðu með dáð og dugnaði og þarf því herinn eigi upp á að klaga. Hann var hermálaráðgjafi, þegar Dreyfus komst á, skrifstofu herstjórnar- ráðaneytisins, því að hann skipaði hann þangað þrátt fyrir mótmæli hershöfðingj- anna. Þess má geta, að Dupuy var ráða- neytisforseti 1894, þegar Dreyfus var dæmdur og víkur því skrítilega við, að hann skuli nú einmitt hafa verið fenginn til að mynda ráðaneyti, þegar endurskoð- unin er hafi. Máské Dreyfus verði nú sýknaður undir þessu ráðaneyti hans. Hann hefur lagt fram prógram ráðaneytis síus fyrir þingið og geðjast þinginu mjög vel að því. Er þar sérstaklega íögð á- herzla á, að framfylgt verði dagskránni frá 25. okt. um borgaravaldið og að dóm- stólarnir skulu í engu hindraðir í dóms- verkum sínum. Þannig fóiust Dupuy orð á þinginu: „Stjónnn mun sjá um það, að ákvæðum réttarins (o: ónýtingarréttar- ins) verði framíylgt. Nú skuiu menn fá að vita hið sanna og rétta. Vér höfum nógu lengi ráfað í myrkri og látið oss nægja með að komast einungis hálfa leið- ina". Eptir þessu að dæma, má segja að Brisson hafi farið sigri hrósandi af víg- vellinum, jafnvei þó hann féili úr ráð- herrasæti, því að Dupuy fylgir fram stefnu hans að mestu. Brisson hefur rutt veg- inn fyrir Dupny og ráðið fram úr þeim ógöngum, sem margur hefði snúið frá. Sagan mun því geyma vel minninguna um hans ráðaneyti. Dómur ónýtingaréttarins í Dreyfuss- málinu. Endurskoðunin byrjuð. Hinn 27. f. m. tók ónýtingarrétturinn til starfa. Var þar margt manna í áheyr- endasalnum, engar óspektir voru gerðar. Fyrstur tók til máls Bard dómari, eern skipaður var „ refererende Assessor" og skýrði frá málinu frá upphafi og dró einkum þau atriði fram, er vafasöm og gruosamleg þóttu, enda eru þau allmörg. Lýati hana því, hvað lítið væri að byggja á bréfum þeim, er styrkt hefðu gruninn á Dreyfus í augum herréttarins, og hve þýðingarmikil væri fyrir málið játning Henry's, einnig væri öll meðferð málsins mjög einkennileg og athugaverð. Það væri að vísu margt það fyrir hendi, er gæfi fult tilefni til að kasta með öllu sektadómnum fyrir borð, en hins vegar væri nauðsynlegt að gera sem nákvæm- asta rannsökn í málinu, þar sem að hver hermálaráðgjafinn á fætur öðrum hefði fyllyrt sekt hans. Eu nú ætti herréttur ekki lengur að fjalla um máiið, heldur ætti sjálfur ónýtingarrétturinn að annast endurskoðunina. Menn hefðu áður virt nógu mikið skyldu sína að vettingi í þessu máli. Því næst æskti Mornard málafærslumaður konu Dreyfus, að mál- ið væri rannsakað nákvæmlega og þar á eftir tók Manau til raáls; kvað hann nú málið komið til dómstólanna og megnaði enginn að kalla það frá þeim og þeir gætu ekki visað því frá sér ef þeir gættu skyldu sinnar. Hann krafðist þess að yfirheyrðir væru allir þeir er við málið væru riðnir, og að lokum heimtaði hann að rétturinn ónýttl dóminn og gerði end- urskoðun á ný, og meðan á þeirri endur- skoðun stæði, væri hegningar-ákvæðum sektardómsins eigi fram fylgt. 29. f. m. var dómurinn kveðinn upp. Hljóðaði hann á þann veg að krafan um endur- skoðun væri með óllu réttmæt, og bæri því gð ransaka málið á ný, en verkadómn- um skyldi framfylgt þar til dómur væri kveðinn upp að endaðri málrransókn eða að roinsta kosti fyrst um sinn. Þar er þá Ioks hin margþráða endur- skoðun hafin. Fjórtán dómendur úr ónýt- ingarréttinum sitja í ransóknardóminum og byrjuðu þeir ransóknina 7. þ. m- Hafa verið yfirheyrðir margir hinir æðstu menn, er við málið eru riðnír, svo sem Mercier og Cavaignac o. fl. Ennfremur hefur dómarinn látið taka bréfasafn Ezterhazy, er til hefur náðst, og er mælt að þar séu fundnar mjög miklar líkur ef ekki sann- anir fyrir sekt hans. Annars vita menn ekki hvað í Ijós hefur komið enn, því að ransóknin fór fram innan lokaðra dyra. Heilan dag og moira til var verið að yfir- heyra Cavaignac. VerkfSll. Verkfallið mikla í París endaði nokk- urn vegin skaplega og skikkanlega. Uro sömu mundir urðu og verkföll í Vín og Berlín, en að þeim kvað ekki mikið. Þá tóku rúgbrauðs-bakararnir hér i Khöfn sig til og lögðu niður vinnuna og heimtuðu meira kaup. Það vildu meistararnir ekki iáta þá, fá og tóku sig því s&man og bök- uðu sjálfir brauðin. Aldrei varð því rúg- brauðsokla hér að mun. Loks varð þó komið sættum á milli meistaranna og svein- anna og urðu meistararnir að slaka til. Þá risu prentararnir upp og ætluðu að gjöra verkfall, en sem betur fór komust sættir á og varð því ekki úr því. Unnu prentararnir talsvert við það. í Lundi gjörði vinnulýðurinn í Svedalaverksmiðj- unum verkfall, en þá tóku stúdentarnir sig til og fóru að vinna í verksmiðjunum, en út úr því varð svoddan uppþot, að her- liðið var kailað til hjálpar og ætlaði að ganga stirt að bæla niður uppþotið. Stu- dentarnir munu víst ekki hætta sér fram- ar í verksmiðjurnar. í uppþotinu særðist borgarmeistarinn og fleiri lögregluþjónar og hermenn. Locheni, morðingi Elizabetar drotning- ar, er nú dæmdur í æfilangt fangelsi. Látinn er [BiIIe, amtmaður í Holbek; var hann fyrrum ritstjóri „Dagblaðsins" og gaf sig þá mikið við stjórnmálum og var all-lengi þingmaður. Síðustu árin fekkst hann ekki opinberlega við stjórn- mál. Spánsk-amerikanska friðarnefndin situr enn á ráðstefnu í París. Spánverjar vilja fyrir hvern mun halda Filipseyjum, en Bandamenn vilja ekki heyra það nefnt. Stjórnin í Wasington hefur boðið fulltrú- um sínum á friðarfundinum að láta kröfu Spánverja í þá átt ekki koma til umræðu heldur einungis semja um hvernig fram- sal eyjanna í hendur þeirra (o: Banda- manna) skuli fara fram. Tyrkir eru búnir að kalla alt herlið sitt burt af Krít. Rússar vilja gera G-eorg prinz af Grikklandi að landstjóra, en sagt er að Þjóðverjar og Austurríkismenn séu því mótfallnir. Soldán vill enn sem fyr fá að heita yfirstjórnandi eyjarinnar. Fiskisýningin í Bergen 1898. Eftir Bjarna Sœmundsson. 5. sýning Bandaríkjanna í N.-Am. var eins og nærri má geta mikil og margt af henni að iæra. Flestir munirnir voru úr fiskiveiðasafni hinnar opinberu stofnunar „United States Commission of Fish and Fisheries", sem hefir til meðferðar öll fiskimálefni Bandaríkjanna frá vísindalegri og verklegri hlið. Munir frá einstökum mönnum voru fremur fáir. Það sem mað- ur fyrst tók eftir, var hið mikla og merki- lega safn af fiskiskipalíkunum. Þarmátti sjá ýmsar „útgáfur" af hinum viðfrægu Bandaríkja fiskiskonortum, með ýmsu Iagi, frá hinu allra elzta, til hins allra nýjasta. Ég ætla mér ekki að reyna að lýsa þeim, þær eru orðnar vel kunnar hér við land En mikill er munurinn á hinum elztu og hinum nýjustu, því fegurri og betri skip en þau með nýjasta laginu, getur maður naumast kosið. Þau eru töluvert aftur- mjórri en hin næst yugstu, sem voru tíð- ust hér. Þessi skip eru eins og kunnugt er höfð til fiskiveiða við Newfoundland (og fiska þorsk og lúðu o. fl. með færum, eða línu og hafa „dorýur" við línurnar) og meðfram austurströndum Bandaríkj- anna t. d. við makrílveiðar. eða á fjar- lægari miðum, t. d. við Grænland og fs- land. Þau eru mjög hraðskreið og jafn- ast í því tilliti á við skip, sem beinlínis eru smíðuð til kappsiglinga, enda að mörgu leyti með líku lagi. Þau eru 100—150 smálestir og kosta 7—10 þús. dollara ný. Þess værí óskandi að þau yrðu reynd af útgerðarmönnum hér. Bandaríkjamenn eru mjðg ánægðir yfir þeim og taka þau jafn- vel fram yfir gufuskip. Ameríkanska fiski- báta sá ég enga, nema dorýnna, er oss gætu hentað. Fiskigufuskipa líkun sá ég mjög fá, enda brúka Bandaríkjamenn ekki mikið af gufuskipum til fiskiveiða. Attur á móti var þar líkan af gufuskipinu „Merri- mac", sem Hobson lautenant sökti í mynn- á höfninni í St. Iago í sumar, til þess að loka spanska flotann þar inni. Skipið var 3000 smál. og upprunalega norskt, frá Bergen og hét þá „Solveig". Sökk við Ameríku, var haflð upp sptur og komst svo í eign Bandarikjastjórnar og var haft til flutninga í stríðinu. Þá var veiðafærasýningin ríkuleg. Ein- kennileg mjög voru ýms veiðarfæri Indi- ana og Eskimóa, með bein- eða tréöngl- um. Svo voru veiðarfæri Bandaríkjmanua. Ég nefni fyrst handfærin. Umbúðimar eru mjög einkennilegar. Ut úr sökkunni gengur dáiítið tré á ská niður („hestur"); út frá enda þess ganga tveir tauraar, glentir í sundur með láréttri jámstöng og frá endum hennar ganga hinir eiginlegu taum- ar og leika á sigurnöglum, við þá eru svo önglarnir festir. Þá eru lóðirnar (lín- urnar). Þorsklóðir (cod trawline), sem hvert skip hefir, er 72000' löng með 14,400 —15000 ftnglum, gerð upp í stampa (tubs) 1500—3000' í hverjum, hver dorý leggur 2—4 stampa; önglarnír eru á 3' löngum öngultaumum, með 5 ' miliibili á ásunum. Önglarnir eru „centraldrought" álmuönglar nr. 4. Ýsulóðir eru Hkar, með önglum nr. 15. Flyðrulóðin (Halibut trawlline) er gildari 54000' löng, með 3000—5000 önglum, nr. 2 kirby spaða- önglum, 5 taumum með 10' 6" millibili; þær eru gerðar upp í 24 „skates" og hver dorý hefir 4 skates. Ásinn í öllum Ióð- um er koltjargaður við gufu, taumarnir barkaðir, hvorttveggja úr baðmull. Há- karlasóknir voru þar, svipaðar vorum, en þó voru sumir önglar snúnir. Af hinum ýmsu netum vil ég nefna „poka-nótina", sem er brúkuð mikið í Bandarikjunum til að veiða yfirborðsfisk (síld, shad, menha- den) hún er 1200—1500' löng, 60—150' djúp, og má taka með henni i einu kasti 500—1000 tunnur af fiski. 2 bátar kasta henni (róa hana í hring), svo er hún dreg- in saman í poka með streng, sem dregst í hringjum í neðri teini og svo upp með nótarendanum, þar sem þeir mætast. Mynd- ir tii upplýsinga um ýmislegt viðvíkjandi fiskiveiðum, voru sýndar mjög margar, sömuleiðis líkön af fiskiklaksáhöldum. Ýmsir einstakir menn sýndu ýmislegt, sem í sjálfu sér var ágætt, en vegna þess að verzlunarsamband vort við Bandarikin er því miður svo erfitt, þá þýðir varla að nefna hér nöfn eða hluti. Þó vil ég nefna nefna H- & G. W. Lord í Boston, Mass. með sýnishorn af baðmull&rgarni og vökva til að verja (inpregnera) segl og veiðar- færi. Þeir búa og til pokanætur. Einnig L. D. Lothorp sama staðar, með ýms veið- arfæri og fiskiáhöld. Af fiskiafurðum var sýnt nokkuð af niðurlokuðum fiski, eink- um reyktum (heilagfiski, ál, makríl o. fl.). Þá var 5. sýning Danmerhur, fyrir endanum á hallarálmunni. Hún var mjög fjölskrúðug og margir góðir hlutir á henni. Aðalhluti hennar var veiðarfæra- og skipalíkanasafn fiskifélagsins danska (Dansk Fiskeri for- ening). Blöstu fyrst við líkun af bátum og þilskipum. Voru sum af þeim ágæt- lega smiðuð og nærri jafndýr og bátar í fullri stærð. Sumir af hálfdekksbátum þeirra væru eflaust heppilegir fyrir oss t. d. við Faxaflóa og viðar, þar sem ekki þyrfti að setja þá á land daglega. Bezt leizt mér á bát með nýju lagi frá Skovs- hoved, bátfráLynæs og laxabát fráBorg-

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.