Ísland


Ísland - 06.12.1898, Page 1

Ísland - 06.12.1898, Page 1
ISLAND. II. ár, 4. ársfj. Reykjavík, 6. des. 1898. 47. tölublað. Minnisspjald. Landsbankiun opinn dagl. kl. 11 ard. til 2 síðd. — Banka- stjóri við kl. 11V*—1 x/e — Annar gæzlustjóri yið kl. 12—1. Söfnunarsjóðurinn opinn 1 barnaskólanum kl. 5—6 síðd. 1. mánudag i hverjum mánuði. LandsbókaBafnið: Lestrasalur opinn daglega frá kl. 12— 2 slðd.; 4 mánud., mykd. og id. til kl. 3 sd. — Útlán sömu daga. Forngripasafnið opið mykd. og id. kl. 11—12 árd. Bæjarstjórnar-fundir 1. og 3. fimtud. 1 mán., kl. 5 siðd. Fátækranefndar-fundir 2. og 4. fimtd. i mán., kl. 5 siðd. Náttárugripasafnið (i Glasgow) opið byem sunnudag kl. 2—3 síöd. Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis t»nnlælining hjá tannlækni V. Bernhöft (Hótel Alexandra) 1. og 3. mánudag i mánuði hverjum. Holdsveikra-spítalinn. Heimsóknartimi til sjúklinga dagl. kl. 2—37s- Ókeypis augnlækning hjá Birni Ólafssyni augnlækni (á spitalanum) 1. föstudag i mánuði hverjum kl. 11—1. Fiskisýningin í Bergen 1898. Eftir Bjarna Sœmundsson. 7. Syning Noregs var einsog nærri má geta sú fjölbreyttasta af þeim öllum og kom það í ljós þar, ekki síður en í liinum öðrum deildum norsku sýningar- innar, að Norðmenn höfðu lagt sig í líma fyrir að láta sýninguna verða sér tii sóma. Eins og ég hefi áður minnst á, var meginhluti norsku fiskisýningarinnar í höll sér, þar sem voru sýudar fiskiafnrðir hinna erlendu þjóða. Ég vil fyrst minn- ast á bátana, báta- og þilskipalíkunin. Sumir af hinum norskn bátum eru alkunn- ir hér heima, t. d. Hardangers- og Aren- dais-bátarnir (sjægterne) og nótabátarnir. En hér voru miklu fleiri tegundir með ýmsu lagi, t. d. Aalesunds-báturinn og aðrir bátar frá Sunnmæri (Söringsbaaden, Tingviksbaaden), sem mér leið gezt á af öllum norskum bátum fyrir oss. Sunnmær- ingar sækja á þeim 3—4 mílur í djúp og láta mjög vel yfir þeim. Þeir eru 6—8 rónír, einmastraðir, með spritsegli (föstu spriti) og 2 forseglum, þykja ágæt sjóskip (smiðir C. Haasted, A. M. Ljaaen, Aalesund). Eanfremur leizt mér vel á Þrándheims- bátalagið (smiður Joh. Selvik, Throndhjem), á Harðangurs-nótbátana (Bergens F. M.) og Listerbátana. Af opnum bátum með lofthylkjum (svo þeir sökkvi ekki), sá ég fleiri en einn, en þeir eru Iítt reyndir enn. í Lofoten eru opnir bátar nú að leggjast nokkuð niður og smádekkbátar að koma í staðinn. Einkennilegur var skemtibátur með víkíngaskipslagi, allur úr eik; kostaði 300 kr. — Þá var og margt af dekkbátum (sköjter) af ýmsri stærð og sumir þeirra mjög góð skip, t. d. hinir ágætu lóðsbátar (þar voiu líkun eftir hinn ágæta skipasmið Colin Archer í Larvik er smíðaði „Fram“) og bátar frá J. Selsvik í Þrándheimi. Af stærri þilskipum vil ég sérstaklega nefna Ála- sundsskúturnar (Aalesundssköjterne). Fiski- menn í Aalesund, sem nú eru taldir ötul- astir fiskimenn í Noregi, brúka þær nú nærri eingöngu við veiðar á Stóreggen (djúpmiðunum út af Sunumæri) á vorin og sumrin. Þær eru kútte-reiddar, byrð- ingar, 25 smál. að rtærð; 6 menn á þeim, veíðarfæri, lóðir, lagðar frá 2 bátum, 2 menn á hvorum, en skútan rekur eða liggur á meðan; bátarnir eru með vana legu lagi, eða dorýur. Þessar skútur kosta 2500—3000 kr., eru því rajög ó- dýrar. — Björgunarfélagið norska hefur komið sér upp 12 björgunarskútum, sem eiga ávalt að vera úti, þegar þörf er á. Þær kosta allar til samans 120 þús. kr. Ég sá 9 af þeim á sýningunni, eins og fyr er getið; þær eru framúrskarandi vel smíðaðir og úr hinu vandaðasta efní, og eru Iíka mjög dýrar, þar sem þær eru ekki nema 8—10 smálestir að stærð. En þær fá vist oft að komast í hann krapp- ann og betra, að valið fóik sé á þeim (aðeins 4 á hverri). Þær eru smiðaðar hjá Colin Archer. Mikið var og af listi- skipalíkunum, eftiv ýmsri smíði og snm með mjög undarlegu legi. Ennfrenur höfðu flestir gufuskipasmiðir í Noregi látíð líkun af gufuskipum á sýningun'L Veiðarfærum var mikið sýnt af og eru mörg veiðarfæri Norðmanna hin sömu og hjá oss, eins og eðlilegt er. Þ6 hefir víst aldrei verið reynd hér sökkvinótin (synkenot) sera á síðarí árum hefur verið brúkuð allmikið til að veiða í upsa og annan fisk, er heldur sig í torfum. Hún þykir góð, en hefur þó verið bönnuð, en bannið er þó aftekið nú. Lóð eina sá ég með taumum festum á sigurnagla úr gal- vaniseruðum vír við ásinn (hún er þó lítt reynd enn). í Bergens F. M. sá ég báf (GMip), sem or brúkaður til að veiða í smáupsa í kringum Stavanger, og bryt- jaður krabbi eða skel höfð fyrir agn. Af laxveiðarfærum var ekki m&rgt, nema kálfanótin (kilenot), sem nú er aigengast að veiða lax í árósum og fjörðum. Marg- ir kaupmenn, er verzla með veiðarfæri, kaðla o. fl. þesskonar, sýndu vörur sínar. Ég nefni hér hina helztu: Den norske Fiskegarnsfabrik, Kristiania; Bergens Not- forretning, Bergen, Fagerheims Notfabrik, Bergen; 0. Nielssen & Són, Bergen, Chr. Cambell Andersen, Bergen; Sunde og Hansen, Bergen. Vindur (spil) til að draga inn með net og lóðír sýndu H. Olesen, Aalesund (þyngd 24—130 pd., á 30—70 kr.), Niels N. Finnoy, Haröen pr. Aalesund (á 25 —30 kr.), og Wingaards Jernstöbcrier, Bergen. Einnig voru á sýningunni ýmsir valtarar, (rúllur) norskir, frakkneskir og ameríkanskir til að draga inn á net og lóðir og nokkrar vaðbeygjur, en engar af vaðbeyjunum virtnst mér eins hagkvæmar ogég vildi, að þær væru. Svo var og sýat raikið af áhöldum til iýsis- bræðslu og ábuiðartilbúnings úr fiski- slógi, (meðal annara frá L. Engebretsens mekan. Verkstæd, Kristiani.i) og vélar til að þurka í saltfisk (t. d. frá Th. Thor- björnsen, Kragerö). sem vert væri ?ð út- gerðarmenn vorir gæfu nokkurn gium, því oft er örðugt að þurka fiek hér vegna þerrileysis, Þá eru fiskiafurðirnar. Þær voru mjög margvíslegar og það þurftí ekki lengi að skoða þær til þess að sjá. hve langt vér stö ídum Norðnönnum að biki i því, að hag- oss fiskint'. Beði margir einstakir menn og ýms félög sýndu margt af því tagi. Ég vil fyrst nefna fiskikaupmenn frá Trömsö, sem sýndu allar sjávarafurðir frá Finn- mörkinni, og var þar harðfiskur í ýmsum myndum efstur á blaði, með ýmsum nöfn- um : platfisk, rodskær, xrundfisk (óflatt- ur), titling (smáfiskur), rækling (af lúðu, upsa og löngu), svo íýsi, fiskigúanó o. m. fl. Fiskikaupmenn í Bergen höfðu og sýn ingu fyrir sig, þar sem var harðfiskur, sumt af honum barinn og beinl&us fiskur 177 178 179 180 Kennarinn. Hef jeg ei yðnr fullvel frætt; í framtíðinni efnt ekal heitið, og forgeíins þér lengra leitið Klukkarinn, Og nær kemur hún, og nær er hætt? Kennarinn. (lágt) Nú stendur klukkan ! (hátt) Kæri minn jeg kem yður P.eint í skilninginn, Um framtíð þarf ei þrefa hér, því þegar hún kemur, hurt hún er. Klukkarinn. öökk! Kennarinn. Bakvið allan orðaleik er eitthvað til sem margan sveik þó ei sé talað undir röa, en orðin sýnist hrein og ljós heilvita fólki, hal og drós. Já, oft er sama, að lofa og Ijúga. Efndanna’ er vant þó heitin hörð — svo hljóðar orðið,— séu gjörð; já heitin geta’ ei haft sér efnd. sé hugsunarlistin oigi skemmd, og hafi maður rnenta-fromd. En látum nú þann fuglinn fljúga. En heyrið ! Klukkarinn Þey! Kennarinn. Hvað hljómar? Klukkarinn. l>ey! Kennarinn. Mér heyrist leikið — er það ei á organið ? Klukkarinn. Þá er það hann. Kennarinn. Hver, prestur? Klukkarinn. Einmítt. Kennariun. Sá fyrir sann er snemma þennan dag á ferli. Klukkarinu. Hann hetur ei, ég hygg, í nótt sitt höfuð hvílt fyrir vöku-erli. Kennarinn. Hvað ? Klukkarinn. Að honum gengur eitthvað ljótt, og síðan konan sæla dó er sorgar-ormur hann að narta, þó aldrei gjöri hann um það kvarta, ei sjaldán finnst og sézt það þó; af harmi þá hans hjarta er sem helt sé of fult lagar-kor, — þá spilar hann. Heyr sorgar són, hann syngur frúna' í hverjum tón. Kennari. E>að er sem tveir, er talast við — Klukkarinn. Um trega annar, hinn um frið. Kennarinn. Hm. — Ef að vikna maður mætti’! — Klukkarinn. Og maður hefði’ ei em — emhætti — Kennarinn. Og sá ei væri saman-reyrður, í sinnar stéttar dróma keyrður! Klukkarinn. Og maður mætti sýnast snkkari og svegja bðk og penna burt! Kennarinn. Og láta vitið liggja kjurt, og loga’ af tilfinningu, klukkari. Klakkarinn. Æ, látum okkur, vinur, víkua! Kennarinn. Það væri skömm að fara’ að stikna sem hinir, er hver heimskan brennir, nei, hættum, eins og prestur kennir að vilja í einu vera tvennir. Að ætla’ að stunda embætti og undir eins að vera maður, er óþolandi þvættings-þvaður. í fyrirmyndar framferði ég fer ei lengra’, en bendi’ á mann, 12* sem flestir þekkja — fógetann ! Klukkarinn. Svo, hann ? Kennarinn. Þér munið, húsið brann, menn hömuðust að ná í skjölin og heldur reyndi kappa kvölin að kafa þar við reyk og eld. Klukkarinn. Jú, sei — sei, það var seint um kvöld. Kennarinn. í svaka-veðri. Þá var ferð á fógetanum, frægðarverð; — í logunum Satan sjálfur stóð, hún sá hann, frúin, rak upp hljóð. „Æ, hann vill þína hreppa sál!u hún hrðpar upp í Jesú nafni. Þá gellur iödd sem hljóð úr hrafni: „Nei, hjálpið þessu skjalasafui, en fari hún i heijarbál! Já, þetta er frábær fógeti og fyrirmynd í embætti! Sá maður hér í vöröld vinnur, og verðlaun trúrra þjóna finnur, Klukkarinn Hvar fær hann þau?- Kennarinn. Hann fær sinn pris i fógetanna Paradís. Klukkarinn. 12 Minn lærdómsvin!

x

Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.