Ísland


Ísland - 06.12.1898, Síða 3

Ísland - 06.12.1898, Síða 3
ISLAND. 187 og viti bornari en við, og takast það uppheimsins englum ei má né árunum sænum í, að slíta nú önd mína önd þinni frá, mín Annabel, Annabel Lí. Því i tunglsljóssins öldum mér andlit þitt skín, mín Annabsl, Annabel Lí, svo afmálar stjarna hver augnaljós þin, min Annabel, Annabel Lí; við hlið þér um nætur i draumi ég dvel, mín dýrmæta brúður í lífi og í hel, í gröf þinni græði við, við hinn gnauðandi sævarnið. Igúst Bjarnason. Hitt og þetta. — Höfuðskeljafræðingur einn hafði eitt sinn safnað að sér fjölda manna, og var að lýsa eðlisfari þeirra og líferni eftir laginu á hauskúpum þeirra. Loksins vildi hann lýsa þeim hluta höfuðsins sem ætti að bera vott um glæpi og spillingu. Kallar hann þá til þeirra er viðstaddir voru og spyr, hvort enginn hafi verið í fangelsi. Hár og þrekvaxinn maður gefur sig fram og sest á stól hjá höfuðskeljarfræð- ingnum til þess að láta skoða sig. „Hafið þér verið í fangelsi, góðurinn minn ? spurði hauskúpu fræðingurinn. „Já“, svaraði hái maðurinn. „Hversu mörgum árum æfi yðar hafið þér eitt þar“? „Hér um bil tuttugu og fimm“. „Drottinn minn góðui!", kallaði hinn upp yfir sig. Nú fór hauskúpufræðii'gurinn að þukla um höfuð mannsins og mælti: „Það er svo sem auðséð. Þðtta er ágætt sýnis- horn. Hér eru öll glæp\ einkennin svo ljós. Alla gárana vantar, sem bera vott um góðlyndi og virðingu fyrir sjálfum sér, en spillingarhnútarnir eru aftur á móti svo afarstórir. Ég hefði getað sagt það óðara, að þessi maður hefur lífað mjög spiltu og glæpafullu lífi, þó hann hefðí ekki sagt mér það sjálfur. Fyrir hvaða glæp hafið þér verið settur inn, góðurinn minn?“. „Ég hef aldrei framið neinn glæp“, sagði maðurinn með þjósti. „En þér sögðast hafa verið í fangelsi í 25 ár ?“ „Já, það er rétt, en ég hef ekki fram- ið neinn glæp“. „Hversvegna hafið þér þá verið þar?“ „Ég er nefnilega fangavörðurinn". — Bóndi nokkur hafði séð auglýsing um að ráð væri við því, að vatn frysi í brunn- um og vatnspípum á vetrum. Sendi hann tylft af ónotuðum frímerkjum fyrir ráð legginguna og fékk svohljóðandi svar: Það þarf ekki annað en láta brunninn og vatns- pípurnar inn á nóttinni og setja þær fyr- ir framan ofninn. — Ordin ung aftur. Tvær frúr voru að tata saman. „Heyrðu, góða mín! Hvemig er þetta ? Var hún frú M. ekki gráhærð í fyrra?“. „Jú“. „Og nú er hún með hrafnsvart hár“. „Manstu ekki, að hún hefur mist mann- inn sinn síðan í fyrra?“ Reykjavík. „Laura“ fór héðan í gærmorgun út og með henni um 20 farþegar; þar á meðal Eyþór Felixson Kaupm., P. Nilsen full- mektugur, Ólafur H. Benediktsson, Bald múrmeistari, Jón Gíslason trésmiður, Guð- jón Gamalíelsson múrari, Otti Guðmnnds- sen skipasmiður o. fl. Leikfélagið lék í annað sinn á sunnu- dagskvöldið, sama leikinn og áður. Félagið hefur byrjað of seint á leikjunum nú eins og í fyrra og því enn tapað úr miklu af þeim tíma, sem leikir mundu bezt sóttir á. Bæði kvöldin sem leikið hefur verið hefur húeið verið troðfult; á sunnudagskvöldið var hvert sæti skipað og jafnvel rúmið handa standandi áhorfendum allt selt. Úr þessu fer leikkvöldunum að líkindum að fjölga. Eins og áður hefur verið um getið hefur leikurinn tekist vel, enda er hann nær eingöngu leikinn af því fólki úr leikenda- flokknum sem bezt hefur leikið áður. Því er nú jafnbetur leikið, einsog eðlilegt er. Kristján Þorgrímsson hefur aldrei leikið betur en nú, jafnvel aldrei eins vel áður. Hann leikur aðalpersónuna og hefur þar þó fengið verkefni, sem hann hefur aldrei fengist við áður. Hann leikur gamlan mann og raunamæddan, sem á að vekja meðaumkvun, og sýnir hann ágæta vel. Yfir höfuð tekst byrjunin á 5 þætti, sem þau leika þrjú, Kristján, fröken Þuríður Sigurðardóttir og frú Stefanía mjög vel. í þeirri sýning hefur hr. Guðmundur Magnússon málað leiktjöldin, gamalt kvist- herbergi, og gert það svo vel, að það sýnir að leikfélagið hefur stórum grætt við komu hans og að hann getur orðið því ómissandi styrktarmaður. í fyrri þáttunum virðist Kristján sum- staðar fara of langt í því að gera Mörup hlægilegan. Þar sem þeir hittast fyrst Harr Yiberg og Mörup, kemur M. svo heimsku- lega fram, að menn munu eiga bágt með að skilja í því; hann hefur tekið evo suöggri breytingu frá því í sýningunni næst á undan, þar sem hann drekkur katfið með syni sinum. Hr. Árni Eiríksson leikur hér mjög vel, sérstaklega þegar Frank biður dóttur Mö- rups og eins þar sem M. rekur þau bæði frá sér. Frú Þóra Sigurðardóttir, sem leikur á móti honum, gerir það einnig vel. Þó þótti sumum það ekki sem náttúrleg- ast, þegar hún spratt upp eins og stái- fjöður sem snöggvast um leið og Frank opinberaði heuni bónorðið, en sýndist þó jafnróleg eftir sem áður. Fröken Gunnþórunni Halldórsdóttir tekst ágætlega með Maríu, þar sem hún kemur fyrst inn á leiksviðið með systur sinni. Hr. Sigurður Magnússon lék, eins og alt af, vel og hefðu menn helzt kosið, að hans „rulla“ hefði verið lengri. isons Heims- Prjónavélar. Beztar, vandaðastar og tiltölulega ddýrastar. Einkasali fyrir ísland REYKJAYÍK. Jdlakerti stearinkerti hjá C. Zimsen- Tekex og kaffibrauð er bezt hjá C. Zinisen. 185 186 187 Kirkjan stendur stór og há! Skal ég hana’ ei megna’ að meta ? Munu þeir það betur geta ? Br hún stór ? Mun þetta þak þá svo hátt og rúmt sem skyldi, eða’ er kirkjan endurtak andans, sem ég rúma vildi ? Er það kórinn herrans hár, eem ég forðum sá í anda, — svo mér hrundu gleðitár — hvelfast yfir lýgi landa ? — Hra, ef Agnes hefði lifað, hefði annað verið skrifað ; stórt í litlu sú oft sá, sálarstríði bægði frá himinn jörð, við hennar leik, hneigði sig, sem krónan eik (lítur á fyrirbúnaðinn til vigslunnar) Blómstur-sveigar, hlæja á stöng, börnin læra vígslu-söng ; alt mitt hús er fólki fylt; fiokkar koma til að sjá mig; nafn mitt þarna glóir gylt. Ó, Guð, styrk þú — eða slá mig auman maðkinn, sem þú vilt! Sjá, nú byrjar bráðum lestin, börn og vaxnir spyrja’ um prestinn, prest þeir bera’ í munni’ og minni. Ó, ég þekki þeirra leið, þeirra orð mér fyrri sveið; þeirra dýrðar guðlaust gal gnagar mig sem bruna-kal, Ó, ef einhver kenna kynni sér að gleyma, sál að hylja djúpt í fylgsnum glúfra-gilja ! Fógetinn (kemur skrýddur emhættisskrúða og með miklu gleði- bragði) Loks heimtum vér þann háa dag, þá herrans hvild að liðnum sex; — nú merkið upp, því vegsemd vex með von og gleði friðarhags; og sigur krýnir sannleiks vott, því sjáum, alt er harla gott. Þér, miklimaður, hæfir hrós, þinn heiður berst til lands og sjðs ! Til lukku! Ég er hrifinn, hrærðnr, og hjartanlega lika glaður. Bn þér ? Brandur Með strengja-svipum særður Fógetinn Nei, segið ekki þetta, maður! Nú fáið þér að stíga’ i stólinn og stíla textann yðar hjörð og hljóðahvell er kirkjan gjörð, af hennar lofgjörð sortnar sólin. Brandur Svo? Fógetinn Sjálfan herra prófastinn með undrum bifar byggingin. Hve alt er hátt og bogum bundið, og bjargfast, og svo þessi kór — Brandur Hvað hafið þér svo fráhært fundið ? Fógetinn Hvað, fundið? Brandur Að hún sýnist stór ? Fógetinn Nei, ekki sýnist, að hún er eins álengdar sem nærri mér. Brandur Á, er hún það, eins kirkja’ og kór ? Fógetinn Já, kirkjan, svei mér, hún er stór, og of stór hér á yztu ströndum, í öðrum, veit ég, finnast löndum stórsmíði’ miklu meiri’ en hér, hjá mönnum, þeim er bjarga sér á hraunströnd milli hafs og urðar, — en hún er stór svo alla furðar. Brandur Já, víst er 8vo, og við höíum gefið og vixlað lýgi, — fengið nýja. — Fógetinn Hvað nú? Brandur Og flúið heiðrið hlýja, og hafið tizku-stöng til skýja. Ó, hversu fornbelg ! Gall fyr gigja, nú gnýr í björgum : Hversu stór ! Svo hár er enginn kirkju-kór I 188 Fógetinn Nei, vinur kær, þá vil ég segja, þeim væri skammarnær að þegja, sem þætti kirkjan lítil, lág. Brandur Ég segi enn sem áður: Smá ! Sem allir þeir, sem vilja, sjá og ekki hafa lært að Ijúga. Fógetinn Nei, látið slíkar grillur fljúga ! Er nokkur til sem níðir þvert það niður sem hann hefur gert? Bólk er þó ánægt, allir segja, að aldr *i hafi fyrri sézt slík afbragrs-bygging eftir prest. Æ, látið ei það loforð þeygja! Hví skyldum vér þá græta garma og gefa þeim bæði ljós og varma, ef euginn hirðir um það nú ? Er alt ei bygt á mannsins trú? Það kærist ekki korn né lús þótt kirkjan væri svínahús ef sérhver hngsar hjarta-rór að hún sé ákaflega stór. Brandur 1 öllum sökum sama kenning! Fógetinn Og svo er hátið hér i dag og hver einn gestur víst með lag. Því lýsti það ei mannúð, menning, að minka fólksins gieðibrag.

x

Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.