Ísland


Ísland - 13.12.1898, Side 2

Ísland - 13.12.1898, Side 2
194 ÍSLAND. „ÍSLAISr3D“ kemur út á hyerjum þriðjudegi og föstudegi. Kostar í Keykjavik 3 kr., úti um land 4 kr., erlendis 4 kr. 60 au. Ritstjóri: Þorsteinn Gíslason, Laugavegi 2. Afgreiðsla blaðsins: Þinglioltsstr. -4. Prentað í Pélagsprentsmiðjunni. „Brandur“. „Brandur“, sem „ísland“ er nú að flytja í þýðingu séra Matth. Jochumssonar, er eitt af helztu skáldverkum Henriks Ibsens. Og þar som ritið er nú bráðum alt komið út, á vel við að minst sé á það til að skýra það fyrir lesendunum. „Brandur11 kom út árið 1866 og er skrif- aður suður á Ítalíu. Tveim árum áður hafði stórþingið veitt höfundinum styrk til utanfarar og dvaldi hann um þetta leyti ýmist í Róm, Neapel eða annarstaðar á Suður-ítaliu. Hann hafði áður verið mikið við riðinn leikhúsin heima í Noregi, verið fyrst forstöðumaður ieikhússins í Björgvin og síðar í Kristjaníu. Nokkur leikrit hafði hann og gefið út, sem nú eru hafin til skýjanna, en þá var mjög misjafnlega tek- ið. Hann hafði þá mest fengist við forn- norræn yrkisefni og frá þeim tíma eru „Hermennirnir á Háiogalandi", „Kongs- emnerne“ o. fl. Eftir utanförina 1864 hættir hann við þau yrkisefni og snýr sér að nútíðarlífinn. Þá koma út „Brandur“ og ári síðar „Per Gynt“. Ibsen dvaldi þá yfir 20 ár utan Noregs, á Ítalíu og Þýzkalandi, og á þeim árum hefur hann ritað hin mörgu leikrit, sem nú eruleikin og rædd um allan hinn mentaða heim, og hafa gert höfundinn svo frægan, að eng- inn núlifandi leikritahöfundur þykir hon- um jafnsnjall. Norskur bókmentafræðingur, Henrik Jæger, hefur ritað bók um Ibsen, sem út var gefin í minningu 60 ára afmælis skáldsins og er þaðan tekið það sem hér fer á eftir um „Brand“. Ibsen hafði áður hann fór utan haft 213 Herrans lúður gellur hvelt; sjá, mitt hús hann hefur felt. Ó, að hafa runnið, rasað. Davíð fyrir dómi Natans drúpi ég af blygðnn lágt. — Efl brott! Ég hrópa hátt: Miðja leið, er máltak Satans! Múgwrinn (sem æsist meir og meir) Burtu, sá oss blindað hefur, blóð og merg oss tekið frá. Brandur Hann, sem ykkar blindar brá bak við ykkar hjaita sefur. Dið hafið orku eytt og spent, ykkur sjálfum skift í tvent, því er harður hjartans dómur, hugur ykkar reykull, tómur. Hvað fær ykkur kirkjan kent ? Ykkur dregur dýrð og hljómur, dunur sönga og klukkna rómur, löngun sú, að björtun hrærð heyra mætti snildarmærð þá er sitlar, síðan hrynur, syngur, hvíslar, þrumar, stynur, eins og mælsku mentin kann. Prófasturinn (lágt) Mnndi’ hann sneiða fógetann ? Fógetinn (eins) Prófastinn þar pikkar hann. styrk lil þess að ferðast um í Noregi á sumrum til að safna þjóðkvæðum. Sum- arið 1862 fór hann fótgangandi um Jötun- heima. Þaðan er lýsingin á fjalldalnum fremst í „Brandi“. Og sú náttúrulýsing var á þeim dögum alveg einstök í sinni röð í norskum bókmentum. Lýsingar norsku skáldanna höfðu til þessa að eins sýnt hina fögru, mjúku og blíðu drætti í náttúru landsins. Eftir lýs- ingum þeirra að dæma mætti svo virðast sem í Noregi væri árið umkring fegursta sumar. Þar var lýst fögrum skógummeð greniilm og fuglasöng, blíðum, inndælum sumarkvöldum; væri fjallanáttúrunni lýst, var það að eins til að dást að mikilfeng- leik hennar og hinni töfrandi hrikadýrð. Ibsen hafði einnig sjálfur kveðið um há- fjöllin í „gullsgliti og rafurljóma". Eq líti menn svo í „Brand“; þar er mótsetningin. Þar er eins og menn séu komnir í annað land, mörgum breiddar- stigum norðar. Þar eru stormar og hríð- arél; jökulfargið hvílir þungt á fjallinu og sólskinið nær aldrei til fólksins niðri í dalnum. Mitt um sumarið sér það að eins sólarljósið þriggja vikna tíma og þá hátt uppi í fjailahlíðum. Frost og kuldi drep- ur alt, sem fagurt er í náttúrunni; kornið þrífst ekki og hungur og hallæri liggja ei s og mara á sveitinni. í „Brandi“ er þessi dalur látinn tákna Noreg í heild sinni. Fólkið í dalnum, það er norska þjóðin. Og eins og Ibsen sér hér norsku náttúruna með öðrumaug- um en fyrirrennarar hans, svo skoðar hann þjóðina einnig frá nýrri hlið, sem aldrei áður hafði verið bent á í norskum bók- mentum. Skáldin höfðu áður lofað þjóð- ina í háum tónum. Eftir 1814 prísuðu þau Iengi „fjaIlannason“, og þegar „róm- antíkin“ hófst eftir 1840, varð breytingin sú ein, að þau sneru lofdýrðinni til dala- bóndans, sem átti að lifa skáldlegu drauma- lífi, langt utan við stríð og strit hvers- dagslífsins. Fólkið í fjalladalnum hjá Ibsen er alt öðruvísi. Það eru menn, sem eiga í erfiðu stríði við óblíða náttúru, sem hafa fult í fangi að hafa ofan af fyrir sér. Ogstrit- ið sljóvgar þá oglýir; þeir verða álútir og bognir í baki og snúa augum og huga til moldar. Matstritið er einasta ákvörðun þeirra í lífinu. Viljaþrekið er ekkert. Enginn er heill, allir hálfir. Þeir gefa himninum hornauga með vinstra auganu, en hægra anganu stara þeir til jarðar. Þannig er þjóðin og þannig er trú hennar. En jafnframt og þessi árás er gerð á þjóðina í heild sinni, snýr höfundurinn vopnunum að stjórn og embættismönnum. Það eru þeir, sem eiga sök á öllu þessu. Þar er þá fyrst fógetinn, sem engar skyld- ur þekkir aðrar en þær, sem embættið leggur honum á herðar. Þegar hann á að hjálpa við í hungursneyðinni, varðar hann ekkert um, hvar þörfin sé mest, heldur er honum það eitt áhugamál að hjálpin lendi ekki utan hans sveitar, held- ur innan. Hann er mannúðarmaður og vill koma sveitinni upp, en hann hefur ekki auga fyrir öðru en því, sem snertir matstritið. Að fjölga fólkinu, efla atvinnu- greinarnar, bæta samgöngurnar, það eru mál, sem hann hrósar sér af að hafa starfað að, og hans kærasta hugsjón er að geta komið upp byggingu, þar sem sameinað sé handa sveitinni: hátíðasalur, þinghús, vitlausraspítali, fangahús og upp- eldisstofnun handa sveitarómögum. Ef þessi bygging kæmist upp, virðist konum alt fengið, sem óska mætti. Honum er illa við allar andlegar hreyfingar. Hann vill þó skáldskap til skemtana á kvöldum og hefur ekki á móti því að menn verði hrifnir sem snöggvast af skálaræðum við hátíðleg tækifæri. Alt sem þar er fram yfir er vont. Ekki er prófasturinn betri en fógetinn. Hann er eins, allur í matarstritinu. Trú- armálefnin lætur hann að eins heyra sunnudeginum; hina dagana eiga menn að vinna, hafa ekki, að hans dómi, tíma til að hugsa um andleg efni nema á sunnu- dögunum, og þá er það prestsins verk að benda þeim á hinn rétta veg. Hann á að vera sálusorgari þeirra meðan hann er í kirkjunni; Iengri tíma hefur hvorkihann eða þeir ráð á að verja til þeirrá mála. Skólakennarinn og klukkarinn eru líka gerðir hlægilegir sem starfsmenn hins op- inbera. Þessar árásir höfundarins á embætta- lýðinn, sem aðalorsök til sljóleika og and- leysis hinnar norsku þjóðar, eiga að nokkru rót sína í ástandinu í Noregi á þeim tím- um, en það hafði skapað hjá Ibsen þá skoðun, sem hér kemur fram, á hinni ríkjandi þjóðfélagsskipun. (Framh.). Bréf til „íslands“. Frá París til Reykjavíkur. Síðnstu 14 dagarnir í Paris liðu æði fljótt. Margt var óséð, en vegalengdirnar svo miklar, að ekki var hægt að komast yfir mikið á hverjum dagi, svo miklu síð- ur sem kunningjarnir þar vildu hafa mig heima þessa síðustu daga. Að hafa verið í París og ekki eéð gröf Napóleons var samt ófært. Ég lagði því af stað einn sunnudag til Hotel des Invalides. Þetta mikla hús, sem stendur á vinstri bakka Signu, er eins og menn vita upphaflega bygt af Loðvíki XIV. til hælis dátum þeim, er í bardögum fyrir ættjörðina höfðu fatlazt. Þeir bjuggu til skamms tíma í hliðarhúsunum, er nú geyma merkileg vopnasöfn og alt annað, er að hernaðar- íþrótt lýtur. En í miðjunni rís hin fagra kirkja, með gröf keisarans og má hvaðan- æfa í París sjá gylta þakið á henni. Að innan er henni tvíakipt. Altarið stendur í henni miðri, en þar fyrir ofan veggur úr máluðu gleri alt til loptsins; ganga því lika tvær dyr inn í hana, aðrar að norð- an, hinar að sunnan. Um norðurdyrnar er gengið inn í aðalkirkjuna. Hún er ein- föld og prjállaus, en hverjum manni, sem þekkir mannkynssöguna, hitnar um hjarta- ræturnar eða hann kemst við, þegar hann lítur hana. Til beggja handa hanga hér fán- ar, gamlir, rifnir og upplitaðir, teknir frá óvinunum á sigurferðum Napóleons um Európu. Þeir hafa einu sinni blaktað yfir höfði ungra manna, er lögðu alt í sölurnar fyrir ættjörðina, jafnvel lífið, en 214 216 216 Brandur Ljómann, Bkrúðann, ljósin há, lit og skurn, þið viljið sjá; síðan sljóir heim þið hverfið; heim í vana-þrældóms efið ; Bálin hjúpast hversdags-brók, himnaríkis lokuð bók, handa næstu helgi’ og Drottni, hvílir geymd á sálarbotni. Öðruvísi’ ég dreymdi, og dæmdi, drykkinn beiska þá ég tæmdi! Kirkju vildi’ ég hjarta hyggja, bogar hennar áttu’ að skyggja yfir meiri en orð og kenning, yfir allt, sem guðleg þrenning heitir bleBSun, heitir menning; yfir hversdags hark og glaum, hvíld og vöku, Btarf og draum, angur, gleði, æBku, fjör, elli manns og gjörvöll kjör. Elfan, sem hér fram hjá fellur, fossinn, sem af bjargi svellur, fjallaBtormsins hvin og hljómur, hafsins þungi jötunrómur, — fylla skyldi organs-óðinn, andans söngva, barna hljóðin, vöggu-kvæði, Ijúfiingsljóðin, Hrynji þesai hái kór! Hann varð að eins lýgi stór, ykkur kjörin fúa-flík, tjötursvilja ykkar lik, Hverja rót þið sálu sviftið; sundur rögg og kröftum skiftið daga sex í syndaverki sett er niður Drottins merki; sjöunda við sálma-söng sézt það blakta’ á hárri stöng! Raddir meðal mannfjöldans Stýr oss ! Nærri stormur gnýr ! Stýr oss ! Sjá hvort lið þitt flýr! Prófasturinn Dey! Hann hefur ei hreina trú, hæfilega kristnum presti Brandur Þar er réttum beinst að bresti; — báðir þökkum, ég og þú ! Trúin er ei tveggja handa, trúin býr í hreinum anda. Sýn mér einn með anda’ og sál, einn, sem ekki hefur hafnað hnoss og síðan niður drafnað holdsins þræll við hik og prjál. Fyrst við blóðsins galdra-glaum, gýgjar-saung og heimskuflaum eyðist ykkar afl og gleði, og svo loks með köldu geði dansið þið með dauðamörk Drottins fyrir sáttmálsörk! Eftir drukkinn dreggja-bikar dáðlaust gauðið aldrei hikar, — þá er tími fram að falla, fara’ að trúa, biðja, kalla. Meðan lífsins lán ei flýr, Iifið þið sem tvífætt dýr, — flýið, þegar dimma dagar Drottins til sem hreppsómagar ! Hæfir Drottni heims og þjóða húsgangs-ýlfur karar-slóða ? Hrópar hann ei hátt og snjalt: Hjartans auð þú fórna skalt! Eins og barn þú inngang vinnur, engin svik þar dulizt fá. Hraðið menn og komið kvinnur kirkju lífsins nú að sjá! Fógetinn Hurðina’ upp ! Múgurinn Ei hurðu þá Brandur Húsið það er stærra’ að sjá! Gólfið er hin græna jörð, gil og sund og fjöllin hörð, himininn yfir hvelfir sér, hennar ljós er sólna her. Mál þitt skaltu alt þar inna, inni bert í háum kór. daga sex þó viljir vinna vinna mátt þú hugarrór. Hún er eins og aldin björk, alt, sem geymir lukt í berki, orð og líf er eitt í verki. Dagsins verk og dagsins menning deila skal ei breytni’ og kenning.

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.