Nýja öldin - 16.04.1898, Page 1
I, 38.
1898.
A ÖLDIN.
Reykjavík, Laugardag 16. Apríl.
Til minnis.
Bœjarstjórnar-fundir 1. og 3. Fmtd. i mán.,
kl. 5 siðd.
S'átœkranefndar-ixm&n 2. og 4. Fmtd. 1 mán.,
kl. 5 slðd.
Womgripasafnið opið Mvkd. og Ld., kl. 11—12
árdegis.
Landsbankínn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2
siðdegis. — Bankastjóri við kl. 117.—1’/«.—
Annar gœzlnstjðri við kl. 12—1.
LandslókasafniÖ: Lestrarsalr opinn dagl. kl.
12—2 slðd.; á Mánud., Mvkd. og Ld. til kl.
3 slðd. — Útlán sömu daga.
Náttúrugrvpasafniö (i (llasgow) opið á Sunnu-
dögum kl. 2—3 síðd.
Söfnunarsjóðrinn opinn 1 barnaskðlanum kl.
5—6 eíðdegis 1. Mánud. 1 hv. mánuði.
April.
16. L. síðasta (26.) v. vetr. byrj.
20. Mi. nýtt (sumartungl) M. 8,
53 síðdegis.
Sólargangr 4. 13’ — 7. 47'.
21. Li. Sumardagrinn fyrsti.
1. v. sumars byrjar.
Heimsendanna á milli.
Danmörk. — Þar eru nú um garð
gengnar nýjar þingkosningar, og
eftir þvi sem fréttist með „Hólum“,
fóru þær svo, að vinstri menn unnu
inu mesta kosninga-sigr, og liafa
þeir einir út af fyrir sig nú talsvert
meira en helming allra atkvæða í
fólksþinginu. Þar sitja 113 þing-
menn, og er svo flokkum skift:
Vinstri (áðr 55, nú) 63
Böjseningar (— 25, -—) 23
Hægri menn (— 24, —) 15
Jafningjar (— 9, —) 12
(113) 113
í Höfn er það mjög á orði, að
konungr vor muni ætla sér að segja
af sér konungdómi nú eftir 80-ára
afmæli sitt og selja völdin í hendr
krónprinsinum syni sínum, er þá
taM konungdóm. En vart er reiður
að henda á slíku hjali.
— 30. f. m. fóru fram í Höfn
kosningar 7 bæjarfulltrúa og urðu
úrlsitin þau, að stjórnarandstæðing-
ar unnu sigr hvervetna og komu að
sínum mönnum. Alls sitja 36
menn í bæjarstjórn í Höfn, og
eru nu 22 af þeim stjórnarandstæð-
ingar (13 vinstri, 9 lögjafningjar), en
14 að eins af hægri manna flokki.
Þessi úrslit bæjarstjórnarkosning-
anna í Höfn vóru talinn órækr vottr
þess, hvernig þingkosningarnar mun-
du ganga 5. þ. m., enda er auðvit-
að, að þær hafahafteigi lítil siðferðis-
leg áhrif til að styrkja stjórnarand-
stæðingana. Svo var að sjá á blöðum
allra flokka i Danmörkn sem þeir
byggjust allir við stórfenglegum sigri
andstæðinga, og við þvi búizt að
konungr vor skifti nú um ráðaneyti,
láti hægri menn fara frá stjórn, en
kveðji sér ráðaneyti af flokki and-
stæðinga. En hvort sem það verðr nú
eða ekki, þykir enginn vafi á að
nokkrar breytingar verði á stjórn-
inni, og er sjálfsagt talið, hversu
sem veltist, að Rump ráðgjafi fari
frá völdum (ráðgjafi lögstjórnarmála
og íslands-mála).
Jarðskjálftar urðu í byrjun Marz-m.
á ýmsum stöðum í Vestr-Indíum, og
eins í Langbarðarlandi á Italíu.
— Hraða ferð’ yfir Atlashaf hafði
„Campania11, skip Cunard-linunnar,
snemma i f. m. Það fór frá New-
York til Liverpool og hafði sífelda
austan-átt, oft allsnarpa, á móti alla
leið; var þó ekM nema 5 daga, 15
stundir og 40 mínútur á leiðinni.
Svo jöfn var ferðin, að ekki munaði
meira en 6 sæmílum enskum (11/2
mílu danskri) á sólarhring þá er hæg-
ast gekk og hraðast. Engan sólar-
hring gekk skipið minna en 500 mílur
enskar; meðalferðin var 21. 35 sæ-
mílur enskar á klukkustund (21. 35
danskar mílur á vöku).
— Látinn er Sir Henry Bessemer,
nafnkunnr uppfúndningamaðr. Eann
aðferðina til að breyta járni í stál
(,,Bessemer-stál“). Hann var 85 ára.
— Bank of Commerce i Canada ætl-
ar að selja upp útibú i Dawson
City (við gullmámana í Klondyke).
Landstjórnin leggr til vopnaða lög-
reglumenn til að gæta bankans, og
eins vopnað lögreglulið til að fylgja
sendimönnum bankas og vernda, er
flytja eiga gull frá bankanum til
strandar einu sinni á hverjum 4 mán-
uðum.
— Amerískan alþjóðabanka („Ame-
rican International Bank“) hefir
lengi verið i ráði að stofna, og er
það nú loks orðið. Það er aðal-til-
gangr hans að draga til sin úr hönd-
um enskra banka og bankara pen-
ingaviðskifti við Suðrameriku, sem nú
eru því nær öll í höndum enskra
banka. Bánkinn hefir 90 miljóna
króna höfuðstól og á að hafa útibú
í helztu verzlunarborgum Suðr-Ame-
ríku, og í San Erancisco, Denver, St.
Louis, Chicago, Minn eapolis, Pittsburg,
og New Orleans, svo og í Lundún-
um og París, í Norðrálfu. í New
York verðr aðsetr hans.
-- Spánverjar og Bandaríkjamenn
hafa eldað grátt silfr um hríð, og eigi
vist enn, hvað úr kann að verða —
eða vera orðið.
Sitthvað hefir nú á milli borið,
sem hefir egnt skap Ameríkumanna.
Eitt var það, að í vetr reit sendi-
herra Spánverja í Washington kunn-
ingja sínum bréf, og mintist í því
á forseta Bandaríkjanua, McKin-
ley, og fór um hann lítt virðulegum
orðum, kallaði hann vera engan vits-
munamann nó atgervismann, heldr
lítilsigldan leiksopp í höndum ann-
ara manna, er hefðu hann í vasa
sínum. Brófið komst fyrir sjónir
mönnum, sem það var aldrei ætlað,
og var birt í blöðunum. Nú þótt
almenningr í Bandaríkjum megi vel
vita, að þetta er alt satt, sem í bréf-
inu var sagt, þá urðu menn þó þar
í landi fokreiðir, þvi að þetta þótti,
sem var, óhæfa og ósvinna af manni
í sendiherrans stöðu, að gæta ekki
betr tungu sinnar. Bandaríkja stjórn-
in gerði sér fátt um, en spurði þó
sendiherrann, hvort hann hefði skrif-
að bréfið, og játti hann þvi. Lét þá
stjórnin Spánarstjórn vita af þessu
og kvaðst eigi geta haft nein mök
við sendiherrann; var hann því óð-
ara heim kvaddr, en annar sendr í
hans stað.
Svo kom ið mikla slys fyrir með
Maine, herskip Bandaríkjanna, er
sprakk í loft upp á Havannahöfn á
Kúba. Bandaríkin skipuðu þegar
nefnd manna til að rannsaka orsök
sprengingarinnar. Sú nefnd komst
í einu hljóði að þeirri niðrstöðu, að
enginn minsti vafi lægi á því, að
sprengingin hefði ekki komið upp i
skipinu (í púðr-rúminu), heldr mdir
skipinu. Sprengingamar hefðu verið
tvær, hvor rétt á eftir annari, in
fyrri nndir skipinu, og hefði hún
lyft því nær upp úr sjó, en in síðari
hefði orðið í púðr-rúminu af áhrif-
um innar fyrri sprengingar. Töldu
það til merkis, að þar sem skipið
hafði flezt í sundr undir púðr-rúm-
inu, þá hefðu járn öll verið bogin
inn á við, og sýndi það, að gat
hefði komið á skipið af afli að utan.