Nýja öldin

Issue

Nýja öldin - 23.04.1898, Page 3

Nýja öldin - 23.04.1898, Page 3
155 N4ttúran er, að minsta kosti á ein- um stað, ekki séð og heyrð með sama trúleik. — „Það brakaði i lyngrunn- unum af bita og þurki“. Þetta lýsir einhverju náttúruafbrigði, sem ég hefi aldrei var við orðið. Allar lýsingarnar i kring benda á að það hafi verið blæjalogn. Ég hefi enn aldrei komið í þann þurk, hér né annarstaðar, að í logni hafi brakað af þurki i skógrunnum, því síðr Zz/wjrrunnum — nema kveikt sé í skóginum, þá brakar auðvitað í. Það er leiðinlegt að rekast á dönsku- slettu eins og )inýbyggjari“(!) eða málskrípi eins og: „þessi heimsnúni(!) Veslrheimsfariu (um mann, sem er eigi að eius „snúinn heim“, heldr kominn heim). Ég á bágt með að skilja, hvað „óheimleg þögn“ er. Orðið „óheim- legr“ er nýgervingr höf.s. Nú er ekki „heimlegr“ né „óheimlegr“ til í rnálinu, en „heimlegr11 er fornyrði og þýðir „veraldlegr11; eftir því ætti ,,óheimlegr“ að þýða: annaðhvort „andlegr" eða „annars heims“. And- leg þögn skilst mér vera vitleysa; en „annars heims“ þögn er mér ó- kunnugt um, í hverju hún er ólik þessa heims þögn; yfir höfuð mun örðugt fyrir flesta aðra en hr. E. B. að hugsa sér þögn fyrir utan þenn- an heim ólílta þögn í þessum heimi.* Okunnugleiki höf.s má valda því, að hann lætr greifann hafa alið mestan tíma aldrs síns í Canada í mörg ár, „með Frökkum“ þar að visu, en vera þó svo fákunnandi í ensku, að hann skilr hana varla. „Gullský“ er engin saga. Það er nokkuð einstaklegt efni. Ó-náttúru- fróðr maðr, ekki óauðugr af orða- glamrs-íimbulfambi, er nýstaðinn upp úr sjúkdómi, dregst um kveldstund út í hlaðvarpann, liggr þar og fær þar köldukast með óráði. Höf. hefir hlustað á það, sem maðrinn talaði í óráðinu, og skrifað það upp — og þetta kallar hann „gullský“. Sem dæmi þess, hve ruglaðr mannskepn- an hefir verið 1 óráðinu, má geta þess, að hann hefir hausavíxl á dingl- inum og ganglóðinu 1 stundaklukku, og heldr að lóðið „þjóti á víxl fram og aft.r“. Stundum talar hann „svart“ um „inar tvær frumhreyfing- ar. lífsins11. Þegar vindr er innan i honum 0g hann heyrir eitthvert garnagaul í sjálfum sér, þá heldr hann að þetta sé „(mrinn afvængja- flugi timans“, sem sé að bergmála innan í sér („ómrinn .... kæmi frá honum sjálfumu). „Ómrinn af vængjaflugi tímans“ er líklega „óheimlegt11 hljóð. *) „Óheimlegr" er líklega þýzku-sletta („unheimlich" = ömurlegr). Svo „byrgir hann eyrun og lilust- ar með hjartanuen heyrir ekkert nýstárlegt með því heyrnarfæri, nema að gömul kona segir honum, að það sé „komið kveld og farið að verða kalt“. Þá rennr þó óráðið svo af honum, að hann rís upp og lallar inn í bæ- inn, og líkindi til að hann hafi farið að hátta, þótt þess sé ekki getið. Ég skal nú ekki neita þvi, að gamninu sleptu, að þetta sé dálítið illgjarnleg lýsing á „Gullskýjunum“. En sannleikrinn er, að ekkert á ver við mína sál, en slíkt óráðs-drauma orða-glamr, sem reynir að hylja skort skýrra hugsana undir fimbulfambsins glaumhjúpi. Má vera að gallinn liggi í skyni ] mínu eða smekk, og að aðrir geti j fundið eitthvað óumræðilega háleitt í gullskýinu. „Valshreiðrið“ er að mörgu leyti vel sögð saga, og mjög vel gengið frá sumuin einstökum at.riðum í nátt- úrulýsingunum. Hins vegar á ég fyrir mitt leyti örðugt með að draga upp í huga mínum nokkra lieild- ar-mynd af landslaginu i dalnum, sem sagan gerist 1; en það kann að vera af því, að ég hefi hvergi þess, er ég hefi komið, séð neitt landslag, sem líkzt geti þessu að sumu leyti, t. d. „hamrabelti yfir þveran [ekki: fyrir framan] dalinn“. Höf. gerir nógu mikið af því að lýsa sjálfr persónum sögunnar, í stað þess að láta framkoinu þeirra og at- hafnir lýsa þeim. Höf. hefir misskilið orðið „flaumr“, tekið ástfósti við það og sætt lagi að koma þvi að, þar sem það með engu inóti getr staðizt, sérstaklega um vatn, sem fellr af bergi niðr í fossi. „Elaumr“ þýðir annars vatn, sem er í ólgandi hreyfingu upp á við eða út á við, eða í iðu, en sér- staklega ekki vatn, sem fellr niör. — Ekki er mér auðið að skilja, hvað það geti verið „að leika á strengja- spil“. Lesandinn fær ósjálírátt sterkt hugboð um, að hr. „.jeg“, sem segir söguna, hafi aldrei sjálfr sigið í bjarg; að eins séð aðra gera það. Þetta er líklega orsökin til þess, að það er eins og eitthvað ótrúverðugt, ó- sennilegt i allri frásögninni um það, er sögumaðrinn sígr, og í öllum lýs- mgum á tilfinningum hans við það tilefni. „Eftir að ég hafði einu sinni horft niðr yfir hengiflugið, var mér sama, hvort eg fetaði mig á fram í hamr- inum eða ég gekk um pallgólfið heima hjá mér“. Og þó er hann svo hræddr, að hann verðr að mana sjálfan sig með alls konar hugleið- ingum til að sækja eggin, eins og hún hafði skorað á hann að gera, og hann er fram til síðasta augna- bliks að vonast eftir, að hún biöji sig að hætta við alt saman (65.bls.). Og það er sjálfsþóttinn einn og kvið- inn fyrir að hún „virði hann minna á eftir“, ef hann snýr aftr, sem heldr honum frá að hætta við alt saman. Svo fer hann (líklega af óljósu hugboði um, að lesandinn hafi orðið var við að hugrekkið var heldr lítið) að fullyrða við lesarann (66.—67. bls.) að hann hafi verið „óhræddr í hömr- um“ bæði „að upplagi og vegna vana“. Og rétt á eftir fer hann svo að lýsa því átakanlega, hve dauð- skelkaðr hann hafi orðið, nærri rænu- laus af hræðslu og hugleysi, á leið- inni upp. Eins og til að afsaka þetta segir hann: „Ég hafði aldrei farið niðr í handvað fyr, þó ég að vísu nokkrum sinnum hefði séð aðra gera það“. Hann er alveg búinn að gleyma því, að hann rétt áðr (á 61.—62. bls.) hatði sagt: „Ég hafði stundum hætt mér niðr í hamarinn í liandvaÖ, sem festr var við þennan kaðalenda11. Þetta og fleira kastar einhverjum ótrúverðugleika-blæ yfir allar sig- lýsingarnar og hugrekkis-fullyrðing- arnar, og hann verðr sterkari fyrir „jeg“-form frásagnarinnar (o: að höf. gerir sjálfan sig að aðalpersónu sög- unnar). Hefði höf. talað um sögu- hetjuna í þriðju persónu, þá hefði hann ekki látið hjá líða að láta það koma enn skýrara fram, að sögu- hetjan er í rauninni huglaus maðr, sem líklega hefir aldrei þorað að síga í bjarg fyrri, en rekst til að ráðast í þá hættu að síga í þetta sinn að eins af hræðslu við, að sýn- ast í augum unnustu sinnar eins huglaus eins og hann í raun og veru er. Síðasta sagau er lang-sízta sagan, atburðirnir flestir ineira og minna ótrúlegir eða ósennilegir, og auk þess lætr höf. söguna gerast hér og hvar út um heim, og leiðist við það til að lýsa löndum og lífskjorum, sem haun auðsjáanlega er helzt of ó- kunnugr. Sögurnar eru annars yfirleitt lag- legar, eins og sögur geta verið, sem ritaðar eru af gáfuðum manni, sem lesið hefir mikið af skáldritum. En ekkert sérlega frumlegt sé ég í þeim, engan vorboða um, að í höfuudiuum sé von á því, sem íslenzkar bók- mentir enn vantar, — eu það er ís- lenzkt, frumlegt söguskáld, er fundið geti nýjan góðmálm í jarðvegi þ.jóð- lífs vors og mótað úr houum þann gangeyri, er gjaldgengi geti haldið meðal samtíðamanna og koinandi

x

Nýja öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.