Nýja öldin - 23.04.1898, Page 5
167
Það virðist ísaf. ekii ört eins
ljóst. Hún heldr nefnilega á.fram:
„A annan hátt getum vér ekki
fengið þingræði í þeim skiiningi, að
ráðgjafinn verði tafarlaust að víkja,
hve nær sem hann greinir á við
meiri hluta þingsins í einhverju
máli. Vér getum ekki á annan hátt
fengið það þingræði, sem t. d. Eng-
lendingar og Erakkar hafa nú. Staða
ráðgjafans getr ekki með öðru móti
orðið háð skyndilegum skapbrigðum
alþingis".
Þessi klausa er rituð í of miklum
fiýti. Annars hefði blaðið orðið að
sjá, að þessi orð þess hlutu að verða
misskilin af almenningi, sem ekki
þekkir eins vel til eins og blaðið
sjálft.
Eins og orðin liggja, gefa þau í
skin, að þingræði Engla og Frakka
t. d. só fólgið í því „að ráðgjafinn
verði tafarlaust að vikja, hve nær
sem hann greinir á við meiri hluta
þingsins11, og það þótt ágreiningr-
inn stafi að eins af „skyndilegum
skapbrigðum" þingsins. — Og les-
endr Isaf. mættu ætla, að þetta sé
það þingræði, sem fyrir N. Ö. vakir.
En þetta er rangt, og það veit
ísaf. eins vel og vér.
1 hverju þingræðis-landi kemr
það fyrir, að ráðgjafa og þing grein-
ir á í minni háttar málum (t. d. að
þingið fellir lög fyrir ráðgjafa), án
þess að ráðgjafinn fari frá völdum
fyxir það. Það eru ekki öll mál,
sem þykja svo miklu skifta, ef ráð-
gjafinu að öðru leyti er í samræmi
við þingið og nýtr trausts þess.
En þó að ráðgjafa og þing greini
á í svo þýðingarmiklu máli, að sam-
vinna reynist ógerleg, þá þarf alls
ekki óhjákvæmilega sú að verða af-
leiðingin í þingræðis-landi „að ráð-
gjafinn verði tafarlaust að víkja“.
Síðr en svo. Hann á annan kost,
°g hann er sá, að rjúfa þingiÖ og á-
frýja þannig ágreiningnum undir
kjósendr þjóðarinnar.
Og þennan veg tekr ráðgjafi ávalt
(ef honum er ekki urn að gera að fá
sennilega átyllu til að losna úr völd-
um) þegar hann kefir ástœð?i til að
álíta að ágreiningrim stafi að eins af
„skyndilegum skaphrigðum“ þingsins.
Það mundi oftara hverju enda vera
siðferðisleg skylda hans að rjúfa
þing, er svo stæði á, til þess að
þjóðin fái kost á að dæma um in
„skyndilegu skapbrigði11.
Þetta höfðum vér í huga, er vér !
(í N. Ö., 2. þ. m., 140. bls.) rituðum
þessi orð: „að það alt, og það eitt,
verði að lögum hjá oss, sem meiri
hlut, fullveðja manna í landinu (eða
meiri hluti fulltrúa þeirra) kemr sam-
an um — ekki í svip að eirts, heldr
eftir rœkilega, rólega og staðgóða v-
kugun“.
Þessi og fleiri orð vor, sem standa
í greininni, sem Isaf. er hér að rita
móti, taka, að oss virðist, svo al-
gert af öll tvímæli eða vafa um
það, hvers konar þingræði fyrir oss
vakir, að oss finst það ekki vor sök,
ef einhver hefir ekki skilið það rétt.
En hefir Isaf. ekki komið til hug-
ar, að sé það líklegt að þingið taki
„skyndilegum skapbrigðum11, þá sé
það ekki óhugsandi að ráðgjafinn
geti líka tekið þeim?
Eða getr hún ekki hugsað sér, að
það geti komið fyTÍr mál, sem hvorki
ráðgjafi nó þing hefir áðr haft tæki-
færi á að láta í ljós álit um, eða
taka afstöðu til?
Isaf. fer nú hér næst út í dálítinn
útúrkrók, sem í rauninni var óþarfr.
„I hverju skyni koma ráðgjafar á
þing?“ spyr blaðið, og það svarar
sér sjálft: „Erindið er vitanlega það,
að semja við þingið, koma sér sam-
an við það um málefni þjóðarinnar.
— Þetta er erindið, sem allir ráð-
gjafar veraldarinnar, sem á þingi
mæta, eiga á þingið. Hvervetna er
þetta viðrkent. Og geti þeir ekki
komið fram þessu erindi, þá geta
þeir heldr ekki verið ráðgjafar“.
Svarið er hér svo rangt, sem það
getr vel verið. Þess ber sagan
nægst vitni. Svo að vér minnum
ekki á Danmörku, sein blaðið (á sínu
máli) segir vér höfum „glápt á“ og
„gónt“ að, þá viljum vér minna á
Prússland frá 1862—1866, og orð
Bismarcks til þingsins þá: „í Eng-
landi eru ráðgjafarnir ráðgjafar þings-
ins; i Prússlandi eru þeir ráðgjafar
konungsins“.— Eða vér viljum benda
á mestalla þingsögu Noregs. Þessi
og fleiri landa dæmi sýna það full-
órækt, að ráðgjafar mæta einatt á
þingi að eins til að fullnægja venju-
formi, en stjóma eins og þeim sýn-
ist og kæra sig dauðann og déskot-
ann um þingið, ef þeim ræðr svo
við að horfa. Reyndi ekki Bismarck
ár eftir ár frá 1866 að „koma fram
því erindi“ að koma sér saman við
þingið? Mistókst það ekki árlega?
Og stjórnaði hann ekki í þveru
trássi við þingið? Gat hann ekki
„haldið á fram að vera ráðgjafi",
þótt hann „gæti ekki komið fram
þessu erindi“ ? Ekki bar á öðru.
Svar ísaf. á að eins við um þau
lönd, sem liafa þingræðis-stjórn.
Alyktun hennar er þá svo:
1 öllum Vóndmn, sem hafa þingrœð-
is-stjórn, niæta ráðgjafarnir á þingi.
Ráðgjafar geta ekki mætt á þingi
nema af því leiði þingrœðis-stjórn.
Ergo: Ef ráðgjafi vor mœtir á al-
þingi, fáum vér þingrœðis-stjórn.
Formlega er ályktunin röng; og
efnislega er hún ramskökk, af því
að miðliðrinn („Báðgjafar geta ekki
mætt á þingi, nema af því leiði
þingræðis-stjórn“) er bygðr á rang-
hermi; bygðr á því, að það liljóti
að eiga sér stað, sem reynslan (sag-
an) hefir margsýnt, að ekki þarf að
eiga sér stað.
Blaðið smeygir hér 1 ógáti inn í
miðlið sem órækum sannleik, sem
ganga megi að vísum, einmitt þvi um-
þráttaða atriði, sem það átti og
þurfti að sanna.
ísaf. telr líklegt að vér höfum
„glápt á ólagið í Danmörku11 og
„gónt þangað11 án þess oss þó hafi
skilizt orsökin til þessa ólags: ó-
möguleikinn á að sætta ágreining
þingdeildanna, af því að ekkert sam-
þing væri til. — Vér skulum nú
ekki vera svo ókurteisir, að bregða
ritstjórn ísaf. um „gláp“ eða „gón“,
en auðsætt virðist oss að henni hafi
orðið heldr starsýnt sjálfri á danska
„ólagið11. Hún hefir einblínt svo á
það, að hún hefir alveg gleymt að
líta yfir til Noregs. Þar er „sam-
þing“, og þó hefir þar verið harla
lítið um þingræði. Meira að segja:
höfundar stjómarskrárinnar norsku
hafa alls ekki ætlazt til þingræðis í
fyrstu eða hugsað sér það. Því
gáfu þeir konungi að eins frestandi
neikvæðisvald — hálfgert óyndisúr-
úrræði, sem aldrei þarf til að taka
þar sem þingræði á sór stað.
„Með setu ráðgjafans á þingi —
þar af leiðandi viðrkendri skyldu hans
að vinna saman við þingið — og
með því fyrirkomulagi, sem vér höf-
um [o: samþingij, hefðum vérallaþá
trygging fyrir þingræði, sem fram-
sóknarmenn Dana eru að sækjast
eftir og telja fullgilda11,
segir Isafold. Hér læðast inn hjá
henni þessi orð: „þar af leiðandi
skyldu lians til að vinna saman við
þivgið“, og ætlast hún auðsjáanlega
til, að „vinna saman við“ sé skilið
sem: „koma sér saman við“.
En nú höfum vér þegar sýnt, að
af setu ráðgjafa á þingi leiðir alls
ekki að hann viðrkenni það skyldu
sína, að koma sér saman við þingið.
Aftr bygt á því, sem sanna
þurfti!
Svo gerir blaðið ráð fyrir að ráð-
gjafa og þingi komi ekki saman, og
að ráðgjafinn vilji samt halda völd-
um og stjórna í trássi við þingið.
„Hvers vegna í ósköpunum ætti heil-
vita konungr að lát-a honum haldast
uppi að hleypa öllum málefnum
þjóðar vorrar í slíkt óefni?“ spyr
blaðið í heilagri einfeldni.
Ja, reynslan sýnir nú að konung-
ar hafa svo oft og iðulega gert eir.-