Nýja öldin - 23.04.1898, Side 6
158
mitt slíkt, og það þótt þeir haíiver-
ið inDlendir konungar og átt heima
hjá þjóðinni, sem þeir stjórnuðu. —
Orsakirnar geta verið svo margar og
margvíslegar og vel skiljanlegar.
Og mun þá síðr hætt við slíku þar
sem konungr er útlendingr, sem skilr
ekki þegna sína, þekkir ekkert til
hags þeirra, hugsunarháttar né á-
stands og veit ekkert um málavöxtu
— og sitr 300 mílur á burt frá þeim,
sem hann á að stjórna?
Og svo er eitt enn, sem blaðið
tekr ekkert tillit til: hjá oss yrði
hver ráðgjafi í Höfn ekki vor maðr,
launaðr af oss, heldr maðr dönsku
stjórnarinnar, launaðr ogeftirlaunaðr
af Danmörku. Það yrði forsetis-
ráðgjafinn danski, sem ávalt róði
því, hver yrði íslands-ráðgjafi. Því
að forsætisráðgjafinn myndar ráða-
neytið alt.
Þingræði það sem Isaf. er að gera
sér von um, er því ekki annað en
missýninganna eða ímyndunarafisins
hyllingar.
Það þingræði, sem vér hötum fyr-
ir augum haft, er ið eina þingræði,
sem til er. Og um það segir ísa-
fold, að það sé „ekki nema sann-
gjarnt að kannast við, að landstjóra-
fyrirkomulagið er eini vegr til þess“.
Nú fer okkr að koma vel saman.
Um möguleikana fyrir konung að
fá sér við ráðgjafaskifti nýjan ráð-
gjafa hér samkvæmt þingræðisregl-
um, þá játar ísaf. að það sé „mikl-
um örðugleikum bundið“ ef konungr
eigi að geta haft nokkra hliðsjón af
sinni eigin geðþekni, en það sé vanda-
laust ef hann sætti sig við að hafa
vilja þingsins fyrir leiðtoga.
Hér virðist blaðið ganga að því
sjálfsögðu, að konungr taki blátt á-
fram foringja mótstöðuflokks stjórn-
arinnar fyrir ráðgjafa.
En það getr oft komið fyrir að
valið liggi ekki svo beint fyrir. T.
d. geta verið 2—3 sem næst jafn-
hliða foringjar. Það er ekki alstað-
ar eins og i Englandi og Canada,
að flokkrinn hafi formlega kosinn
foriugja.
Svo geta og ýmsar ástæður vald-
ið þvi, að foringi mótflokks geti ekki
eða vilji gerast ráðgjafi, heldr viiji
styðja einhvern annan af helztu
mönnum flokksins til þess.
Og svo keinr annað fyrir. Setjum
að á alþingi sé fjórir flokkar. Stjórn-
in hefir stuðzt við tvo af þeim og
nokkra „lausamenn11 (flokkleysingja).
Svo ganga frá henni nokkrir lausa-
mennirnir og annar flokkrinn, sem
hún studdist við. Móti henni verða
þá þrír flokkar, sundrlyndir i ýms-
um málum, en allir sammála í því
aðalmáli, sem setr ráðgjafann í von-
lausan minni hluta. Hvers flokks
foringja. á þá konungr að gera að
ráðgjafa sínum?
Er það ekki bersýnilegt, að hann
þarf að geta talað við fleiri eD einn,
og hver þeirra að geta borið sig
saman við hina flokkana?
Og einmitt slíkt ástand er að verða
mjög titt nú í heiminum.
Þingræði verðr varla trygt með
neinum lögum. Lögin geta að eins
trygt greiðan veg til þingræðisins.
En það er þingið sjálft, og það
eitt, sem með hyggindum og hóf-
stilling verðr að stýra svo, að það
verði að vana að þing og stjórn vinni
í samlyndi — svo ríkum vana, að
með tímanum þyki annað óheyrt, en
að stjórnin verði að vera í samræmi
við þingið.
Það er ekki vandalaust að koma
þingræðinu á. Til þess þarf still-
ingu, hyggindi, sjálfsafneitun og
næma ábyrgðartilfinning hjá fulltrú-
um þjóðarinnar. En þessir kostir
myndast af þörfinni á þeim. Án
hennar aldrei.
Þingið þarf að kunna á eina hlið
að láta undan og forðast fjandskap
að nauðsynjalausu við stjórnina. En
hins vegar þarf það að eiga kost á
að beita öllum þeim persónulegu á-
hrifum, sem mannvit og mannkostir
geta haft, og persónuleg nærvera er
skilyrði fyrir, til að verka á
konungvald og ráðgjafa, og því
verðr þjóðin að hafa konungvaldið
og ráðgjafann mitt á meðal sín und-
ir daglegum áhrifum sínum.
Þar sem annarleg tunga og ann-
arlegt þjóðerni skilr konungvald og
þegna, og þar að auki 300 mílna
fjarlægð konungvaldið og ráðgjafann
frá þegnunum, þar er það barna-
skapr að láta sig dreyma um þing-
ræði.
Það er óhugsandi.
Og ráðgjafinn er ávalt hætt, við
að verði þess maðr, sem launar hon-
um.
Enginn þarf að ætla ser að mega
reiða sig á að fá annars manns þjón
í annars manns brauði til að þjóna
sér ókeypis trúlega.
Sýslunöfn vor skammstöfuð,
í Bandaríkjunum eru 45 ríki, og
með því eðlilega, að margir póstaf-
greiðslustaðir hafa sömu nöfn í fleiri
ríkjum en einu, þá verðr ávalt að
rita ríkis-nafnið á bréf á eftir póst-
húss-nafninu (stundum sýslu-nafn
— County — líka). — Til að spara
rúm, sem oft kemr sér vel bæði á
brófum, og eigi siðr á sendingum,
sem merkja þarf, hafa Bandaríkin við-
teknar skammstafanir, til að tákna
ríkin, og þótt þau só 45, verðr eng-
um vandi úr að muna þær, því að
hver maðr lærir það ósjálfrátt í barn-
æsku, þannig t. d.
Ala.=Alabama
Ark.=Arkansas
Ill.=Illinois
Ind.=Indiana
Ia.=Iowa
N. D.=North Dakota
8. D.=South Dakota
Me.=Maine
Md.=Maryland
Mass.=Massachusetts
Miss.=Mississippi
Mo.=Missouri o. s. frv.
En hér á landi höfum vér 22 sýsl-
ur, sem mjög oít er uauðsynlegt að
nefna í utanáskrift bréfa og send-
inga, til þess að greiða fyrir að
bréfin verði ekki missend 1 ranga
átt. Eg leyfi mór nú að leggja til,
að vér tökum upp stuttar og hand-
hægar skammstafanir fyrir sýslu-
nöfn, og virðist þá einfaldast og
auðveldast að hafa að eins einn staf,
þar sem ekki er nema ein sýsla,
sem byrjar á sama staf. Skamm-
stafanirnar legg ég til að yrðu
þessar:
Ár.=Árness sýsla
A. S.=Austr-Skaftafellssýsla
Ba.=Barðastrandar sýsla
Bf.=Borgarfj arðar sýsla
D. =Dala sýsla
E. =Eyjafjarðar sýsla
Gr.=Gullbringu sýsla
[G. & K.=Gullbr. og Kjósar s.]
Hv.=Húnavatns sýsla
Hd.=Huappadals sýsla
í.=Isafjarðar sýsla
K.=Kjósar sýsla
M. =Mýra sýsla
N. M.=Norðr-Múlasýsla
N. Þ.=Norðr-Þingeyjarsýsla
R. =Rangárvalla sýsla
Skg.=Skagafjarðar sýsla
S. M.=Suðr-Múlasýsla
Sn.=Snæfellsness sýsla
St.=Strauda sýsla
S. Þ.=Suðr-Þingeyjar sýsla
Vm.=Vestmanneyja sýsla
V. S.=Vestr-Skaftafells sýsla
Ég ætlast ekki til að neinum sé
gert að skyldu að nota þessar skamm-
stafanir. En ég vildi leggja til að
prentaðr miði með skrá yfir þær
væri látinn hanga uppi á hverju
pósthúsi (póstafgr. og bréfhirðst.) og
að póstmönnum væri boðið að kynna
sér þær. Ef Þjóðviuafélagsalinanakið
tæki inn skrána yfir þær, þá styddi
það að því að ryðja þeim rúm. Blöðin
ættu að gera sér að reglu að nota
þær (til rúmsparnaðar) þar sem geta