Nýja öldin

Útgáva

Nýja öldin - 23.04.1898, Síða 7

Nýja öldin - 23.04.1898, Síða 7
159 þarf sýslu nafns á eftir bæjar-nafni. Stafróískverin eiga líka að taka þær upp meðal skammstafana (í Ameriku læra börnin ríkja-skammstafanirnar í skólunum). Með þessu móti kæmist þessi litla, en þarfa, endrbót á svo að segja án þess menn viti af því. Gáman að sjá, hvernig þessari til- lögu reiðir af. Landshornanna á milli. — Af fiskiskipinu „Sturla11 fórst maðr (Jón ,,stóri“) á útsiglingu; féll eða stökk í sjóinn ölvaðr, en skriðr svo harðr á skipinu, að eigi varð honum borgið. — Sæmundr á Núpum í Ölfusi réri í Gorláksh.; varað gera að afla, strauk tóbaksdropa af nefi sér með sjóvettlingnum; fann þegar á eftir til kvalar um allan líkamann, lá nokkra daga og lézt (líklega af blóðeitrun). — Aflalaust á opin skip bæði hér í flóauum og austanfjalls., — Kaupförin að koma daglega, og herskipin (danska og franska) að sveima út og inn hér. — f Frú Kirstín Sylvía, dóttir Lárusar yfirdómsstjóra Sveinbjörn- son, eiginkona Magnúsar sýslumanns Jónssonar í Yestmanneyjum, andað- ist 27 ára göinul af barnsíorum 10. þessa mánaðar. — Frönsk fiskiskúta laskaðist við Meðalland, komst þó út, en varð að hleypa í strand á Stokkseyri. Möun- um og munum borgið, og kom „Oddr“ hingað á Þriðjudag með skipshöfnina. — Veðrbliða daglega, og af og til regn á nóttum. Tekr vel til fjalla QÚ siðustu daga. Fjárkláða segir „tsaf.“ á þrem bæjum í Kjós: Morastöðum, Kiðja- felli, Útskálahamri. Aunars hvergi hans vart hér. Skæðadrífá. Gleðilegt. sumar! „Laura“ kemr á Þriðjudaginn. Með hvaða fréttir? Fregnir um stríð milli Bandaríkj- anna og Spánar? Varla. Fregu um nýtt ráðaneyti í Dan- mörku ? Ef til vill — ef til vill ekki enn þá. Annars er nú ekki nema þrjádaga að bíða fréttanna, svo að það er ekki vert að vera að mæða sig á að geta. „Vér verðum allir, sem viljum velferð og framfarir lands vors af hreinum og einlæguin huga, að sam- eina oss með eindrægni og fylgi um slíka stjórnarskipun sem felst í inu svo kallaða miðlunar-frumvarpi 1889. Það er stjórnarskipun, sem nútíðin þekkir, skilr og viðrkennir“. Svo skrifar Jón prófastr Guttorms- son í Hjarðarholti („Au.“, 10. f. m.). Þeir eru með degi hverjum að verða fleiri og fleiri hvervetna um land, sem þessa skoðun aðhyllast; en það er virðingarvert af prófast- inum, að hann lætr skoðun sína í ljós með nafwi sínu undir. Hver sá merkr maðr, sem þaö gerir, vinnr málinu meira gagn, en 10 aðrir merkismenn, sem ekki þora að láta skoðun sína í Ijós, fyrri en þeir sé vissir um, að skoðunin sé í algerð- um meiri hluta um alt land. Þá eru þeir fúsir til að leggja út í þá hættu, að standa opinberlega við skoðun sína — já, þá, þegar þeirra þarf ekki lengr með og öllum má á sama standa, hvoru megin klifber- ans þeir dingla. Eg segi þetta af því, að þegar landpóstarnir komu um síðustu mán- aðamót, þá kom ég inn til ritstj. „N. A.“ og sýndi hann mér 17 bréf frá 17 merkum mönnum víðsvegar um land, er allir vóru eindregnir fylgis- menn neðri deildar frumvarpsins 1889. En þetta vóru alt prívat-bréf'. Sumir sögðu jafnvel: „Þetta megið þér setja í blaðið, en ekki vil ég láta nafns míns getið að sinniíl -— eða önnur því lík ummæli. „Setrðu ekki alla þessa bréfkafla í blaðið?“ spurði ég. „Nei“, sagði ritstjórinn. „Nafn- lausir kaflar úr bréfum, sem að eins láta í ljósi álit samdóma blaðinu, án þess þó að færa nýjar röksemdir fyrir málstaðnum, þýða ekki neitt. Allir geta sagt, að ritsfjórnin hafi búið þá til sjálf. Sé þeir með uafni, er öðru máli að gegna; þá fyrst fá þeir þýðingu sem vottr um álit manna á ýmsum stöðum í landinu“. „Þá eru þessi 17 bréf ónýt?“ „Nei. Þau verða nýt á síuum tima. Það verðr ekki langt þess að biða að það fer að sýna sig ótvirætt, að þessi stefna hefir sigrað, og þá eykst þessum 17 og mörgum fleir- um hugr til að koma fram með nafni. Síðustu póstferðirnar hafa sýnt mér þess glögg merki“. „Barnablaðið“ fyrir Marzmánuð er komið út, og er vel valið efni í því; stutt, fallegt kvæði; tvær sögur heil- ar. Það er einmitt rétti vegrinn, ekki að stýfa sundr langar sögur, sem eru hálft og heilt missiri að koma út og mánuðr milli stúfanna. Það er annars gleðilegt að heyra að „Barnablaðinu11 farnast vel; það hefir þegar fengið fram undir 2000 kaupendr. Gangleri. Farmgjöld á strandferða- bátunum. „Ið sameinaða gufuskipafélag“ hefir ákveðið farmgjöld á strandferðabátunum kringum landið, og er hér tekinu öt- dráttr úr þeirri skrá: Trjálitr (farvevarer), húðir og Bkinn söltuð, járn, kaffi, málmr, neftébak og munntóbak, rúsínur o. s. frv., sykr (ekki í toppum), smjör, sápa, öl og gosdrykkir og svipaðar vörur 75 awra fyrir 100 pd. Bækr og pappír, postulin og glervör- nr, feitmeti (flesk, ostr o. s. frv.), ávext- ir og grænnieti, járnvörur, færi, kaðlar, Begldúkr, seglgarn, síldarnet, tvistr, járnsteypa, sykr i toppum, vínföug í kössum og svipaðar vörur: 1 lcr. fyrir 100 pd. Lyfjavörur, viðarull, hör og hampr, nýlenduvörur og efuivarningr (þar í niðr- soðinn varningr), vindlar og reyktóbak, smávarningr úr járni og bustaravarningr, vefnaðarvara, skófatnaðr, eldspýtur o.s.frv. 2 kr. fyrir 100 pd. Húsbúnaðr, rúmfatnaðr og annar léttr varningr: 35 aurar fyrir teningsfet. Ef flutt er talsvert í einu af húsbún- aði og flutningsvörum er farmgjaldið minna. Hafrar og malt í sekkjum pr. 100 pd. 0,60. Bygg, hveiti, rúgr, mais, bankabygg, ertur, kar- töflur, mél ogrísgrjón í tunnum og Bekkjum — — — 0,60. Saltí tunnum ogsekkjum — — — 0,40. Vinföng og öl i tunnum, 2 kr. fyrir tunnu og lkr. Vs tunnan. Sement, kalk, tjara 1 kr. tunuan. Steinolia 3 kr. tn. Hostar og nautfé ... 10 kr. skepuan. Kindr ................. 2 —------ Hundar ................. 1 —------ Harðfiskr, þurt skiun, þorskhöfuð og annað því líkt.......1,00 f. 100 pd. Tólg . ‘................0,50----------— Fiðr, dún, hvalskíði, sund- magar................2.00 — — —

x

Nýja öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.