Nýja öldin

Tölublað

Nýja öldin - 11.05.1898, Blaðsíða 3

Nýja öldin - 11.05.1898, Blaðsíða 3
175 er varla furða, þótt lieyleysið sé rnikið, þegar svona margar orsakir eru að því; en það dugar ekki, Ar- nesingar góðir, að hafa þæríframmi; það á iiver búandi maðr að iiafa svo mikið vit til að bera, að setja ekki of mikið á vetr, þegar menn vita sig heytæpa fyrir. Ætli sé ekki munr að skera skepnuna að haustinu til, heldr en láta hana drepast úr hor á vorin ? Því að ekkert gagu gerir skepnan, þótt hún skríði fram í ein- hverju vesaldar hor-skriði. En því fer betr, að þetta á sér óvíða stað. Eg hefi heyrt einstaka menn vera að tala um það, að það væri ráð fyrir óreynda og unga bændr, að fræðast um heyásetning hjá einhver- jum gömlum, reyndum og búgreind- um bændum, sem hefðu orð á sér fyrir fyririnyndar biiskap, hvað hey- ásetning 'viðvikr. Það má segja svo um þessa ráðleggingu, að það geti öllum orðið á, ungum sem gömlum; og það veit ég vel, að það eru til þeir menn, þó gamlir séu, sem verða heylausir á hverju ári; en þeir eru miklu færri sem betr fer. Póðrskoð- un fór fram í vetr i sumum hrepp- um Árnessýslu, og voru gefnar skýrsl- ur yfir um hey, fóðr og hirðingu á búfénaði; það vissi líka á gott, eitt það mesta heyleysis ár, sem yfir Árnessýslu hefir dunið, nú í manna minnum. Eiskilaust að heita má, að sagt er, á milli Þjórsár og Ölfusár. Hettusótt, lungnabólga og kvef eru veikindi, sem hafa fylgzt að nú i vetr, mest síðari hlutann; fáir nafn- kendir dáið, sem ég man; euda hafa blöðiu flutt það jafnóðum svo ekk- ert hefir að þýða að skrifa það hér. Svo vantar nú ekki annað enn ef bólan færi að geysa yfir á eftir; því ekki á hún svo langt í land, ef satt er, sem frézt hefir, að hún sé meðal botnverpinga*). Nýströnduð írönsk fiskiskúta á Stokkseyri, að nafni „Isabelle11; hafði rekizt á stórtré úti í hafi og komið leki að henni; orðið því að hleypa upp. Alhr menn komust lífs af. Sýslumaðrinn heldr uppboð Mánu- daginn 25. þ. m. á ýmsum farangri þeirra. E. R. „Nýja Öldin“ ætti að kom- ast inn á hvert einasta heimili; því að hun er blað, sem er gagn í; hún flytr heldr ekki neiuar „húmbug11- gremar eins og sum blöðin hin. Að austan. — Er. Zeuthen læknir i á Eskifirði hefir sótt um lausn frá j embætti. — Veðrfar á Austfjörðum ! virðist hafa verið ágætt í Apríl, blið- *) Pað er flugufregn, sem betr fer. Ritstj. ur og stundum rigningar. Á Sum- ardaginn fyrsta 13 stiga hiti á E. í skugganum á Seyðisfirði. — Um miðbik mánaðarins góðr afli, svo að enda varð stundum að afhöfða. Eiski- lítið og gæftalítið síðast í mánuðin- um. (Eftir „Bjarka11). — f Hjálmar Hermannsson á Brekku í Mjóafirði andaðist nær áttræðr 24. þ. m.; hann var sonr ins víðkunna merkismanns og ættsæla mikilmennis Hermanns í Firði. Hjálmar var frábær dugn- aðarmaðr, atorkusamr og hygginn. Mátti óhætt telja hann meðal fremstu bænda hér á landi. — f Erú Lára Sveinbjarnardóttir, eiginkona séra Ólafs Halldórssonar á Þingholti í Mjóafirði lézt af tær- ingu 9. Apríl. Að vestan. — „Þjóðv.11 segir oft- ast stilt, en heldr kalt veðr á Isaf. fyrri hlut Apríls. Svo austnorðan- garð með snjókomu 17., en síðan blíðviðri, oftast leysing. — Hafís rak ínn á Bolugarvíkrmið eftir Páska, en hvarf frá aftr. Hvalveiðamenn segja hann þó skamt undan landi. — 2 eyfirzkar fiskiskútur strönduðu 17. Apríl í Smiðjuvík á Ströndum. Brotnuðu 1 ís, en skipverjar björg- uðust til lands á jökum. — Afla- laust að kalla fram til Sumardags fyrsta; en um síðustu vetrarhelgi gekk fiskr inn á instu Bolungavíkr mið, og síðasta vetrardag kom hann inn í Djúp. Hlaðafli í Huifsdal og Höfnuin, og 22.—23. mokafli í Álfta- firði og Seyðisfirði, „norðanganga, miðálsganga, sem sjómenn telja drjúgustu göngumar11. í mánaðar- lokin, „góðr afli hvervetna í Djúp- inu“. — Hvalveiðarnar vestra ganga með lakasta móti þetta vor. — Sparisjóðr ísafjarðar hefir nú reist sér hús, sem hann er fluttr i. — Magnús kaupm. Árnason á ísafírði hefir keypt af Jak. Thorarensen kaupmanni verzlunina í Kúvikum (Reykjarfirði) fyrir 14000 kr. og selt síðan Ólafi syni Jaltobs hálfa verzlunina með sér. Kvað Ólafr verða þar verzlunarstjóri. Að norðan. „Stefnir11 segir harð- neskju-veðráttu á Eyjafirði um páslia- leytið. Erostið varð -t- 15° R. og lagði Akreyrarhöfn á tveim sólar- hringum, svo að ríða mátti þvers og langs. Hlánaði á Laugardag fyrir Páska og síðan góðviðri. — Sfldafli upp um ís um Páska leyti, en ann- ars aflalaust. Úr höfuðstaðnum. — Bœjarstjórnarfundr 21. April. — 1. Eormaðr tilkynti bæjarstjórn- inni svarbréf landshöfðingja upp á umsókn bæjarstjórnarinnar um þátt í fé því í fjárlögunum, sem ætlað er til jarðubótalána handa sveitafélög- um, er aftr láni einstökum mönnum; veitti landsh. 2000 kr. af fé þessu með nánari skilyrðum, sem talin eru í brófinu. Ákveðið að auglýsa að menn hér í bænurn gætu fengið þátt í þessari lánsupphæð í tilætluðu skyni með inum ákveðnu kjörum og að bónarbréfin yrðu að sendast stjórn jarðræktarfélags Reykjavikr. — 2. Eorm. las bréf amtm. í S.-umd. um skiftingu á þurfamannaflutningskostn- aði milli höfuðstaðarins og K. & Gr. sýslu, þar sem hann beiðist álits bæjarstjórnarinnar um það, hve mik- inn hlut af kostnaði þessum skuli greiða úr bæjarsjóði 1897 og skýrir frá, að eftirleiðis yrði að fara eftir ákvæðum opins bréfs 17. Apr. 1868 án tillits til venju þeirrar, er liingað til hefir verið, að kaupstaðrinn greiddi allan sjóvegsflutning, ensýsl- an landvegsflutning. Eormanni falið að svara bréfinu í samráði við Pjár- hagsnefndina, ef honum þykir þurfa. — 3. Erindi frá Einari garðyrkju- manni Helgasyni, er býðr aðstoð sína til að skreyta bæinn með jurta- gróðri, einkum Austrvöll. Vega- nefndinni falið að láta hreiusa gang- inn við Austrvöll og gera það sem þarf til þess að halda við grasinu á Austrvelli í samráði við Einar Helga- son, en kostnaðr greiðist af óvissum gjöldum bæjarins. Að öðru leyti sá bæjarstjórnin sér ekki fært að taka til greina tilboð Einars Helgasonar. 4. Ólafr Ámundason verzlunarstjóri æskir leyfis til að afgirða suinar- langt til hestaréttar Qöruna fyrir neðan Brydes-stakkstæði, eins og í fyrra. Vegan. falið að úthluta svæði í fjörunni í þessu skyni ef hún og bæjarfógeti sjá ekkert til fyrirstöðu. — 5. Beiðni frá Jóni Jónssyni á Lækjarbakka um 3 dagslát-tur til túnræktunar við Eúlutjarnarlæk, öðru hvoru megin norðanvert við þjóðveg- inn. Sömuleiðis lögð undir sam- þykki bæjarstjórnarinnar útmæling undir hús handa sama austanvert við Eúlutjarnarlæk, er byggingar- nefnd hefir framkvæmt. Bæjarstjóm- in vildi hvorugt veita. — 6. Bruna- bótavirðingar samþyktar: Húseign landsbankans við Laugarnar (Lauga- land) 2695 kr., og þvottahúsið við Laugarnar 1250 kr. Hús Eiríks Bjarnasonar við Vonarstræti 5470 kr. Skúr við hús Páls vegfræðings Jóns- sonar 105 kr. — 7. Stjórn Reykja- víkr klúbbs leggr til við bæjar- stjórnina að hún gangist fyrir ávarpi til konungs á 80. afmæli hans eða leggi að öðrum kosti fé til kostnað- ar við útbúning ávarpsins. Bæjar-

x

Nýja öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.