Nýja öldin

Ataaseq assigiiaat ilaat

Nýja öldin - 11.06.1898, Qupperneq 2

Nýja öldin - 11.06.1898, Qupperneq 2
194 istýj'a. öXjiXDXjkt kemr út hvern Laugardag (og oft endrarnœr, alls 72 tölbl. um árið). Kostar innanlands 3 kr. 50 au. árg. — 90 au. ársfjórö. (3 mán.). — Erlendis 4 kr. 50 au. — 5 sh. — doll. 1.25 — árgangrinn. Ábyrgðarmaðr: Jón Ólafsson, Laugavegi 10. Aðal-umboðsmaðr blaðsins, SlgurOr Krist- JAicsson bóksali, annast söluog útsending.— Afgreiðslustofa uppi yfir Landsbankanum. Prentuð í Félagsprentsmiðjunni. oftast verður landsímanum til bilun- ar, og hefir þá þekking á eðlishátt- um jökla, sem hver mentaður maður hefir, sem lesið hefir góðarjarðeðlis- lýsingar (physical geography), og ekki sízt . hafi maður átt kost á að sjá skriðjökla, þá er það nægt til þess að geta felt þann óræka dóm, að þótt auðið só að öllum líkindum að leggja ritsíma yfir jöklana hak við Skaftafellssýslur, þá er hitt eins ó- efað, að síminn stæði þar örstutt, og að þegar hann bilaði, mundi það oftast taka fram undir ár að komast að því að gera við hann. Af hverju bila landsímar yfir höf- uð ? — Af því að þeir slitna. En það gera þeir langoftast af því, að stengurnar, sem bera símann, falla um koll fleiri eða færri, einkum aí ofviðri. Liggi nú síminn yfir jökul, þá getur bráðnað svo frá stöng, þótt hún sé grafin í jökul, að hún losni, og þá skekkist hún eða fellur. En auk þess mundi hreyftng sú, sem er á sjálfum jöklunum, iðulega strengja svo simann, að hann slitnaði. Þótt síminn sé lagður yfir jökullausa jörð, þá vita allir, að stengur, sem grafn- ar eru niður í jörð, losna og skekkj- ast við frost og leysing þess; geta og skekst, losnað og enda brotnað í aftaka-veðrum, og þá slitnar síminn. Hve lengi er verið að því að bæta slitinn ritsíma? Hvert slitásjálfum simanum (þræðinum) má bæta á til- tölulega fáum mínútum eftir að á stað- inn er komið með áhöldum; að reisa hvern fallinn staur eða setja upp nýjan, er heldur ekki ýkja-langrar stundar verk eftir að á staðinn er komið með öll áhöld. Hve lengi er verið að gera við hverja símbilun, er því að visu að nokkru leyti komið undir, hve naikil bilúnin er, en langmest undir þvi, hve greiðfært er að komast þangað, sem bilunin er. Améríka er með kóflunt vist einna strjálbygðust þeirra landa, sem sími liggur um. En sú er þar bótímáli, að síminn er hvervetna lagður frain með járnbrautunuin (nema að eins i borgum inni). Sími er hvergi nema fram með járnbraut, og engin járn- braut er sú, að ekki liggi sími henni samhliða. Bili því síminn, þá er fljótgert að komast til bilunarstaðar- ins á járnbrautinni. Á hverri járn- brautarstöð er einnig ritsímastöð, og einn maður eða fleiri, sem kunna að gera við síma, ef hann bilar. £>að kemur oft fyrir að símar bila; stund- um af eldi (skógeldi, sléttueldi; hús- bruna í borgum), en einkum iðulega á vetrinn í ofsaveðrum. Sé þá fært um brautina, líður ekki á löngu áður en bilunin er bætt. En sé þá ófærð, svo að eimlestir komist ekki um brautina, verður bilunin að eiga sig þangað til færi verður svo, að kom- ist verði til hennar með nauðsynleg áhöld. Liggi nú landsími hér á landi um bygð, gæti þó oft liðið nokkuð þang- að til bætt yrði bilun, ef svo bæri undir, því að ekki munum vér geta haft birgðir af málmþræði og öðr- um áhöldum liggjandi á hverjum bæ, né eiga kost hvervetna á mönnum, sem gert geti að og tekið þá skyldu að sór að gera að hverri bilun. Enda getur veður verið svo að vetrarlagi, að dögum saman sé ekki úti vinn- andi. En liggi síminn yfir fjöll og firn- indi, þá getur hver maður sagt sér sjálfur, að það geta liðið vikur, að vór ekki segjum mánuðir, þangað til auðið er að brjótast í ófærð upp i óbygðir með þungan flutning (málm- þráð, staura, ef til vill marga o. s. fr.) til þess að komast á staðinn, þar sem bilunin er, og gera við hana. Island verður víst, þegar það fær landsíma, eina landið % heimi, sem hefir langar landsímalagningar án járn- brauta eða nokkurra annara vega fram með símalínunum. Hvenær sem landsími bilar hér hjá oss, megum vér því búast við, að símasambandið slitni hér um lengri tíma en títt er nokkurstaðar ann- arstaðar í heimi. Að bilanir muni koma hér fyrir á landsíma engu siður en annarsstaðar í heimi, er auðvitað, og við hverja slíka bilun verða einhverjir hlutar landsins (smærri eða stæm eftir því sem á stendur) að slitna úr síma- sambandi við umheiminn. Þá er spumingin, hvort er eðlilegra, að fyr- ir því verði ýmist hinir eða þessir þýðingarminni staðir út, um land, eða að það verði höfuðstaður landsins? Og má þá ekki gleyma þvi, að liggi þráðurinn upp á Austurlandi og endi hér í Reykjavík, þá verður það Reykjavík, sem ávalt missir sam- bandið við umheiminn, hvenær sem landsíminn bilar, og hvar sem bilun- in verður. Verði þráðurinn aftur lagður upp í Herdisarvík (sem líklegust mun vera til þess), þá er örskamt þaðan yfir land hingað, og sá vegur greið- fær á öllum tímum árs. Reykjavik hefði þannig ýtrustu trygging fyrir óslitnu símasambandi við útlönd árið um kring. Og Reykjavík er aðset- ursstaður innar innlendu stjórnar alls landsins, og komið gæti það fyr- ir, að það gæti komið landinu illa að „in æðsta stjórn íslenzkra mála“, sem föðurlandsást „Bjarka11 er svo umhugað um að halda kyrri í Höfn, só slitin úr sambandi við höfuðstað Is- lands. Eða á það kannske að vera ein aukablessun valtýskunnar ? Reykjavík hefir mest viðskifti við útlönd allra bæja á landinu, og mest viðskifti við alla landshluta innan- lands, bæði verzlunarviðskifti og stjórnleg viðskifti. Reykjavík er eini kaupstaðurdandsins, sem jafnan hef- ir Ísfria höfn og því sjálfkjörin til að verða heildsölu-forðabúr landsins undir eins og hún kemst í simasam- band við heimsmarkaðinn. Reykja- vík hefir beinastar, greiðastar og hraðastar samgöngur við alla lands- hluta, og sé landsími bilaður, ,þá komast bréf lang-hraðast og örugg- ast þaðan út um alt land. Alt þetta veldur því, að enginn einn staður annar á íslandi liggur jafn hagfeldlega fyrir alt landið í heild sinni. Auðvitað kemst landsimi á, þótt sæsíminn liggi hingað1, og aðrir landshlutar fá hans því öll þau not, sem auðið er af honum að hafa. Hvað til þess kemur, að Bjarki getur ekki hugsað sér annað en að það liði mannsaldur áður, er ekki gott á að gizka. Vér sjáum ekki, að það þyrfti að taka lengri tiina að leggja laudsíma frá Reykjavík til Austurlands, en að leggja hann frá Austurlandi til Reykjavíkur. „Aftur og fram er leiðin jafn-löng“, eins og Ihsen segir. Það er ekki svo mikið um, að Bjarki geti haft rótt eftir það sem Dr. V. G. hefir skrifað upp til ís- lands um málið. Bjarki segir, að „Norræna málþráðafélagið miklamuni fáanlegt til að leggja“ landsíinann, ef það fái vissu fyrir „100 þúsund eða lítið á annað hundrað þúsunda króna styrk frá Islands hendi“. — En Bjarki segir þetta ósatt. Dr. V. G- hefir skrifað svo: „Við rannsókn reyndist svo við lauslegd1 áætlun, að landlínur þær, sem ég vildi fá (frá Austurlandi til 1 *) Annaðhvort ritslmi eða málsimi (tele- fón), eins og Hj. Siy. bendir á i „íslandi“ siðasta og vér höfðum þegar áður bent á. *) Auðkent af Dr. V. G. sjálfum.

x

Nýja öldin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.