Freyja - 01.10.1898, Blaðsíða 5

Freyja - 01.10.1898, Blaðsíða 5
» FRIiYJA, OCTOBER 1898. íim konum. Forfeður þeirra hafa mann fram af manni barist fvrir vel- ferð þessa lands, og skreytt það þeim frægðarijóma sem heimurinn bejrgir kné sín fyrir. Þessar konur koma frá háskólunum sein kennarar; frá ritst. borðinu og prédikunarstólnum, rith. og prédikarar; frá réttarsalnum og sjúkrastofnunum, lögfræðingar og 'læknar; og frá hamingjusömum lieimilum heiðraðar og elskaðar eig- inkonur, mæður, systur og dætur. þessar konur þekkja þarfir þjóðfé- lagsins á öllum stigum þess, allt ífrá hinni ábyrgðarfullu stöðu embættis- mannsins og stjórnfræðingsins til hinnar lægstu tröppu hins stríðandi starfandi heims; og eru því sérlega vel fallnar t.il að tala. rita. og greiða skynsamlega atkvæði viðvíkjandi öllum hinum djúpu yfirgripsmiklu velferðarmilum þjóðarinnar. Atkv. þeirra er neitað, og iögreglan rekur þær burt, af því að þær eru ekki ,male eitizeiish Á eftir sér heyra þær hæðnishlátur skrílsins er þær hrygg- ar og niðurlútar hverfa heim aftur, kúgaðar af löggjafarvaldinu til að fcrúa kjósðndunum, þesmm fáf'róða hugsunarlausa fjölda fyrir framtíðar velferð sinna sérstöku mála og ríkis- ins í heild sinni Ánauðarokið sem útlendur sigur-, vegari leggur á hina yfirunnu, er vanalega hinn sorglegasti þáitur «érhverrar styrjaldar. En slíkt er þó hlutskifti hinna frjálsbornu kvenna, í þessu frelsisins landi. Þessir að- kornnu menn frá ,gamla heiminum' hafa séð konur steinleggja götur stór- borganna, bera tígulstein og veggja lím upp bratta og háa stiga, bera og rlraga þungar byrðar þar sem karl- menn liafa rekið á eftir. Hvílíkt <iæmi fyrir þá sem drottna yfir kon- um þessa lands, meðan þær sjálfar ■ekki mega til leggja kosninga þeirra manna er sveifla sverði laganna yflr höfðum þeirra. Getur nokkur heil- vit.a maður ímyndað sör að áhrif slíkra manna séu hollari en hinna vitrustu, menntuðustu og beztu kvenna þessa lands. Fyrsta tilhneging sérhverrar upp- lýstrar veru er að taka í stjórnar- taumana/ segir Mathew Arnold. Þessi krafa verður æ sterkari og sterkari hjáöllum menntuðum konum einmitt'vegna þess, að þær þekkja svo vel endurbóta þörfina í þjóíölaginu. Hversu voðalega svört verður ei sú síða í augum niðja vorra, ersagn- fræðingar komandi timarita á hina yfirstandandi pólitisku afstöðu vora í þessu frelsisins landi. Vér lesum með þegjandi undru n hin djúpeæu orð sem vitringar hins Gríska og Romverska iýðveldis töluðu í nafni frelsisins; og oss furðar það mjög, að undir slíkri stjórn skyldi þrælahald eiga sér stað. En dýpri verður undr- un niðja vorra er þeir vita að þrælar þessara tíma hafa rerið inar vitrustu lconur;—konur sem árlega borga í ríkishyrzluna svo miljónum dollara skiftir. Konursem hlyntu að vísind- um, gáfu stórfö til skóla, kyrkna og góðverka stofnana þessa lands. Þess mun og varla dæmi finnast í allri veraldarsögunni að lögin hafi þving- að svo,stórann hóp af hinu bezta fólki heillar þjóðar til að gefa sína pólitisku hagsmuni á vald hins fá- fróða almennings. Slíkt er óskiljan legt mannviuum þessarar aldar, og ó- bærileg niðurlæging fyir konurnar. Ennþá einusinni, heiðruðu herrar: krefjum vör yður um réttindi þess- ara löghlýðnu,mentuðu borgara. Það er yðar skylda að sjá um að ekkert ríki í sambandinu svifti þegna sína borgaralegum þegnréttindum hvaða ,kyns‘ sem þeir eru, alveg eins og þér gjörið, hverrar þjóðar og litar sem þeir eru, Ef þingið óttaðist áhrif hins óupp- lýsta fjölda er þegar mundi gefa sig fram við kosningar, mætti binda þann rétt menntunar skilyrðum;það yrði óefað til óútsegjanlegrar bless- unar fyrir land og lýð, og þvrfti eng- anveginn að koina í bága við rétt einstaklingins, né hindra hið lang- þreiða jafnrétti. Það væri einnig spor í framfaraáttina, sem vorir beztu menn álíti óumflýjanlegt vegna þess hve margir útlendingar lenda dag- lega við strendur ættlands vors. Einn af yflrdómurunum sagði fyr- ir skömmu síðan, að framvegis skrifi hann ekki undir borgarabréf nokk- urs manns, nema hann læsi og skrif- aðienskatungu. Ef þingið vill bæta inni 1G. laga- grein við, og þannig gefa menntuð- um konum fullkominn þegnrött, og gjörir lestur og skrift á enska tungu að skilyrði fyrir þegnréttindum hvers rnanns, þá mun árdagsroði nítjándu aldarinnar ijóma yflr þetta lýðveldi, byggt á traustari grund- velli, en það er nú. BISMARK Við dauða Bismarks sér heimur- inn á bak einu liinu mesta stjórn- mála-trölli, sem uppi hefur verið, síð in við fráfall Napoleons fyrsta. Bismark átti nokkra samtíðar keppinauta, en fyrir viljaþrek og staðfestu bar hann ægishjálm yfir þá alla. Bismark var Þýzkalandi það, sem Cavour var Ítalíu, Glad- stone Englandi og Lincoln Banda- ríkjunum. En hann var meira, því hann gjörði meira en laða og leiða, hann uppbyggði það ríki, er hann síðan stjórnaði. Hann vareins mik- ill og þeir, en hans mikilleiki kom fram í gagnstæða átt við þeirra. Þeir voru hreyfiafl lýðveldis og menningar hugmynda 19 aldarinn- ar; liann var lifandi ímvnd einveld- isins. Þeir trúðu á stjórn fólksins; hann á alveldi eins manns. Hann sagði: „Þýskaveldi verður að mynd- ast ineð járni og blóði;“ og þannig myndaði hann það. Fáir hafa þeir menn uppi verið sem hefðu getað sameinað öll þýsku smáríkin undir eina krónu eins og hann gjörði. I ófyrirleitnum tilgangi, kjarkmikl- um framkvæmdum og stjórnarfars hörku, minnir bann oss á Napoleon mikla. Þýskaveldið hefur ekki að eins verið sýnishorn hans stjórnfræð- islegu snildar; heldur hefur það ver- ið risi sá sem andað hefur á hinar ó -agjörnu Evrópu þjóðir og haldið þeim í skef jum. Hann hefur þröngv- að þeim þjóðum til að halda kvrru fvrir, sem voru reiðubúnar að stökkva upp og bíta hver aðra á barkann; en einmitt með því hefur hann byggt þær stofnanir sem ala úlfúð og óánægju ineða.1 þeirra. Bis- mark hefur myndað Þýskaveldið,og hann er orsök í anarchista og social- ista skoðunum þeirn sem þar hafa rutt sör til rúms. Hann var mikil- menni; tilgangur hans var góður; og fyrir sannfæringu sína hefði hann fúslega lát.ið iíf sitt. En hvað mikið sannarlegt gagn hann hefur unnið þjóð sinni, mun tíminn leiða í ljós. Facts and Fictiox Visa, til Kristínar D. Johnson, flutt ásani komu að Hallson. Skíld— hér kona kemur, kvæðin flytur gæða. Sinnar þjóðar sómi, sól, er ofners-bóla. Allar dísir dansa, um Dvalins óðarsali, lienni lið sitt leggja, lífs um aldiir vífsins. Hallgrímur Hólni,

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.