Freyja - 01.08.1900, Qupperneq 7

Freyja - 01.08.1900, Qupperneq 7
FREYJA 131 Nokkuð af hinu heldra fólki á C. er farið að liafa Ameríkana í veizl- um sínum, og eru það hin skemmti- legustu samkvæmi sem ég hef setið. Þar eru æfinlega einhverjir sem far- ið hafa til Amerlkuogannara landa og tala ensku, spánsku og frönsku, og kunna frá mörgu að segja. En þetta er samt það fólk sem lltur tortryggnis augum hin mörgu og ólíku efni sem mynda amerlkanskt félagslíf, og vakta dætur slnar fyrir áhrifum þess og hafa sln á milli strengt þess heit, að þeim skuli ald- rei líðast það sjálfræði, sem ávinnur ameríkönskum stúlkum undrun og aðdáun annara þjóða. En stúlkurnar eru sár-óánægðar, sérstaklega þær sem ferðast hafa til Ameriku. Á mörgum heimilum hins ættgöfga fólks er um þessar mundir háð biturt innbyrðis strið. Hinar yngri konur heimta frelsi, en mæðurnar og hið eldra kvennfólk standa á vegi þeirra og vilja steypa allt I gamla mótinu. Þetta gengur svo langt, að kona ein af þessari stótt sem dvaldi I New York meðan strlð- ið stóð yfir, leið dóttur sinni aldrei að sjá eða tala við unnusta sinn, nema I sinni viðurvist. Á Cuba fer trúlofuð stúlka aldrei út, allir ætt- ingjar hennar gjöra sér að skylduað vakta hana eins og fanga. Þetta eru leyfar af siðvenjum Moorsmannsins, slðan á miðöldum, þegar konan var skoðuð sem brot- hættur hlutur er þyrfti að geymast svo vandlega. Og þessar venjur halda ungu stúlkunum er þrá frelsi þessara tíma, enn þá I jám- greipum sínum, rétt við hliðina á frjálslyndustu þjóð heimsins—Band- arlkjanum. KJÖR GIFTRA KVENNA UNDIR SPÁNSKU SIÐALÖGMÁLI. í engu siðuðu landi sjást hjón eins sjaldan saman utan heimils síns eins og á Cuba. En fari þau á samkomu bæði saman, má konan ekki dansa við annann en bónda sinn, og má þá oft sjá skrftna skemmtun þar sem heimilslffið er svo að segja leikið og endurtekið I danssalnum. Þegar bóndinn er að heiman, skal konan vera heima og skemmta sér sem bezt hún getur við kvennfólkið því út má hún ekki fara, og ekki sjá eða tala við nokkurn karlmann heima eða annarstaðar nemaþásem tilheyra fjölskyldunni. Ekki má hún heldur heimsækja vini og vanda- menn, né sækja með þeim almennar skemmtanir. Aldrei ekur hún út svo að ekki sé eitthvað af heimilisfólk- inu með til að gæta hennar. Þá máttu heldri konur ekki heldur fara neitt fótgangandi, þvl slíkt ferðalag var samboðið almúganum aðeins. En er auðurinn tók að þverra við striðið, varð það þó óumflýjanlegt. Og nú mætir maður þeim oft á gangí, en ætið verða eldri konur að vera I för með þeim yngri til að vernda þær. Það er ómögulegt að fá þessar konur til að tala um almenn málefni, þvl þær vita ekkert um þau. Öll þeirra menntun er, dálítil þekking á söng, útsaum og öðru gagnslitlu og óvirki- legu fltli. Þess vegna fyrir margra alda sálarlegan æfingarskort, hefur

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.