Freyja - 01.08.1900, Blaðsíða 12

Freyja - 01.08.1900, Blaðsíða 12
136 FHKYJA ,,Já, herra minn.“ , ,Hvað þurfum vér framar vitnanna við. Á þriðja degi fyrir hádegi verðið þið báðir hengdir. Farðu með þá herforingi.“ ' Hvorugum brá við þessi tíðindi og hvorugur sagði orð. Þeir voru í þann veginn að fara út, þegar húsráðandinn, sir Arthur Lincoln kom inn. Hann var hár og vel að manniog drembinn. Öll þessi ár sein hann hafði dvalið í Ameríku gathann ekki lært að samlaga sig fólkinu.Upp- reistarmennina skoðaði hann giæpamenn sem ætti að hengja umsvifa. laust, en konungsvaldið lvið eina röttmæta í heiminum. Hann klæddist að sið liins enska aðais á þeim tímum. ,,Þör komið mátulega, sir Arthur, til að sji tvo hina andstyggileg- ustu uppreistar hunda. En hvernig liður konunni yðar,“ sagði Kove. „Illa. En eru þetta uppreistarmennirnir?“ „Já, annar njðaiiari.'hinn sjð' ræningi Við höfum verið aö yfirheyra þ&. Viljið þör ekki siá þá, sir Arthur?“ Sir Arthur leit á fangana og sagði: „Ha! er það virkilega þú, Robert Pemberton?11 „Svo or sem þör sýnist, ög hólt þi þekktir mig.“ „Já, sannarlega,“ sagði hann í gremju róm. „En hver ert þú? Snúðu. við svo óg sjái framan í þig.“ Karmel hreifði sig ekki, en þj mitti sji að honum mislíkaði. „Snúðu honum við, hershöfðingi!“ grenjaði Hove. En þess þurfti ekki, Ivarmel leit þá við, hvessti augun á Lineoln og sagði hægt og alvarlega: „Horfðu á mig Artlvur Lincoln, horfðu þig mettan. Hef óg ekki undarlegt andlit?“ Linooln gjörði svo, færði sig nær, fölnaði upp ogtitraði einsog hri^la.,,Hefurðu fengið nóg?“,,Hver ert þú?“ „Viltu að ég segi það, sir Arthur! það er fijótgjört.‘: „Neií nei!“ grenjaði Lineoln og sýndi sig í að hindra hann ef hann ætlaði að gjöra það. „Sir Arthur, þú furðar þig ekki meira á að sjá mig, en ég mig á að sjá þig hér. Þú hefur ekki haft hátt um þig, og ég skal ekki glevma þör, vertu viss,“ sag'ði njósnarinn og horfði fast á hanu. Parið þið með þá,“ hrópaði Arthur óttasleginn, og við bendingu frá gen. Hove voru þeir fluttir í fangelsið og settur vörður yfir þá, „IJver er þessi gamli uppreistarmaður?“ spurði Lineoln, þegar þeir voru farnir og hann búinn að jafna sig. „Allt sem ég veit um hann, er að hann heitir Karmel, er uppreistarmaður og hefur gjört oss margann ógreiða." „Hvernig?1* „O, á ýmsan hátt. Sundrað nýjum deildum af þegnhollum mönnum, ónýtt fundi þeirra og — „Mig langar til að tala við þig prívatlega," greip Lincoln fram í. „Þér hafið séð herra hershöfð' ingi, að ég kannast við báða fangana. Njósnarinn hefur einusinni áður orðið á vegi mínum. Eg vona að yður nægi þetta honum viðvíkjandi. En faðir þessa piltsvar vinur minn, þegar hann dó, var piltur þessi 15 —16 vetra en systir hans, Glara 5 árum yngri. Þá var móðirþeirra dáin. Þér þekkið Richarð Pemberton?“ „Já, hann er einn af vorum beztu mönnum.“ „líétt, hann er föðurbróðir Roberts, og þau systkin hafa ver- ið hjá honum siðan faðir þeirra dó, þangað til í fyrra að hann rak þau

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.