Freyja - 01.08.1900, Page 16
140
FRKYJA
VI. KAPITULI.
Ráðagjörðin.
Clara Pemberton stóð sem þrumulostin. ,,Ó Robert! Robert. Þeir
skulu ekki myrða þig. Meðan ég lifi, átt þú að minnsta kosti einn sann-
ann vin,“ sagði hún. Gekk svo út að glugganum og starði út í nátt-
myrkrið. Bráðum sneri hún aftur, glæddi til eldinn, fór svo hálfklædd
ofan í rúmið og lézt sofa. Litlu seinna kom ráðskonan inn,og er hún
heyrði hinn lága reglulcga andardrátt.röði hún af því að Clara svæfi og
sneri því aftur til herbergis síns. Þotta var nálægt kl. 9 um kvöldið.
Þegar kl. var 10, reis Clara á fætur, klæddi sig í snatri og hlustaði
við dyrnar, en er hún þóttist viss um að allir væru háttaðir, tók hún
línlökin úr rúmi sínu, batt þau saman á hornunum og svo öðrum endan-
um um rúmstuðulinn, en við hinn endann batt hún selgarns hnýti og
fieygði því út um gluggann þannig, að auðvelt væri að finna það. Hún
vissi að hættulaust var að stökkva út um gluggann,því djúpur skafi var
undir, enlínlökin ætlaði hún til að hala sig upp á er hún kæmi aftur.
En lfnlökin máttu ei sjást úti einhver kynni að sjá þau og það myndi
vekja grun, en það dygði ekki, þessvegna notaði hún selgarns hnýtið
og bjó svo um, að með því gæti hún dregið niður til sín línlökin.
Að þessu búnu setti hún upp vetlinga sína, fór upp í stól og henti
sér svo niður í skaflinn undir glugganum. Eftir nokkur umbrot komst
hún á fætur og hljóp niður á brautina. Þar staðnæmdist hún. Hún vissi
að kona sir Arthurs var veik, og að frá henni var lítillar hjálpar að
vænta, svo innilega sem hún þó unni þeim. En svo vissi enginn að hún
sjálf var í höftum, col. Lyndarm hefði varla vogað að segja neinum frá
því, svo henni hlaut að vera óhætt. Allt þetta flaug í gennum huga
hennar á svipstundu, en á meðan þyrlaði frostgolan snjónum umhverfis
hana. Hún gekk því hiklaust að bakdyrunum á húsi Arthurs Lincolns
og barði. Til dyra kom gömul kona sem hún þekkti, og sem lengi hafði
verið í þjónustu sir Artburs.
„Ó, er það þú sjálf, ungfrú Clara? Ég vona þú sért ekki brjáluð,“
sagði gamla Patience og skýldi ljósinu með hendinni, meðan hún rýndi
beint framan í Clöru og ætlaði ómögulega að trúa tfnutn eigin augum.
„Nei, ekki gengur það nú alveg svona langt, en mér er ósköp kalt.“
„Drottinn minn góður! það er þó litil furða. En komdu þá inn,
blessuð mín.“ Clara fylgdi henni inn í eldhús, og settist við eldinn.
,,Segðu mér nú hvernig í ósköpunum stendur á ferðum þínum í þe»su
veðri á þessum tíma?“ spurði Patience meðan hún var að laga drykk
handa sjúklingnum. „Eg kom til að vita hvernig húsmóður þinni liði,
og til að sjá. Rosaliu. Fæég að sjá hana?“ „Já, blessuð mín. Hún er hjá