Alþýðublaðið - 28.01.1927, Síða 2

Alþýðublaðið - 28.01.1927, Síða 2
e ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ [ ■ kemur út á hverjum virkum degi. E | Afgreiðsla i Alpýðuhusinu við í ; Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. | j til kl. 7 siðd. \ ; Skrifstofa á sama stað opin kl. í • 9Va—lO'/a árd. og kl. 8 —9 síðd. ( Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 > < (skrifstofan). t J Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á E < mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 t J hver mm. eindálka. f Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan í (í sama húsi, sömu símar). Kaupgj a Wsmálið. Atvinnurekendur ófáanlegir til að gera samninga á skynsam- legum grundvelli. Verkamannafélagið ,Dagsbrún‘ setur kauptaxta. Á fundi verkam?nnafé!agsins „Dagsbrúnar“ í gærkveldi (27. þ. m.) var samþyktur kauptaxti sá, sem auglýstur er á öbrum stað í blaðinu í dag, og gerði fundurinn um leið sérstakar ráðstafanir til þess að hafa viðbúnað undir hvað, sem að höndum bæri. Aðdragandi þessa máls er sá, að útgerðarmenn fóru bess á leit við „Dagsbrún" snemma í dez- emlxr, að gerðlr væru samning- ar um kaup verkamanna fyrir 1927. Kaus „Dagsbrún“ nefnd til að hafa frammistöðu af hennar hendi, þá Héðin Valdimarsson, Harald Guðmundsson og Ólaf Friðriksson, en útgerðarmenn nefndu til samninganna Pá! Ó!afs- son, Guðmund Ásbjörnsson og Ingvar Ólafsson (Duus). Nefnd- in hefir reynt að komast að samningum unr kaupgjaldið hér í bænum, en það mistókst fyrir þá sök eina, að fulltrúar útgerð- armanna reyndust ófáanlegir til að greiða það hátt kaup, að við- unandi væri til samkomulags. Fyrsta tilboð útgerðarmanm og eina tilboðið frá sjálfu félagi þeirra vildi færa kaupið niður í 1 krónu um klukkutímann, og hefði kaupið hér í bæ með því móti orðið langtum minna en í öðrum kaupstöðum, þvi að hér er dýrtíðin svo miklu meiri en annars staðar. Páð má þó telja - sennilegt, að útgerðarmenn hefðu íengist til að greiða kr. 1,15 um klukkutímar.n frá 1. febr. til 15. maí og síðan kr. 1,10 um tímann til ársloka. En að því var ekki hægt að ganga, og liggja til þess meðal annars þessar orsakir. Stjórn Sjómannafélags Reykja- Víkur og Félags íslenzkra botn- vörpuskipaeigenda hafa með sér samning, sem enn gildir í tvö ár, og breytist kaup sjómanna sam- kvæmt samnlngi þessum eftir sér- stakri dýrtíðarvísitölu. Eftir þeirri vísitölu, sem nú gildir, hefir dýr- tíðin að eins minkað um lOýo, enda er þar tekið tillit til hinnar óhæfilega háu húsaleigu. Virðist nú meira en sanngjarnt, að höfð hefði verið hliðsjón af þessari vísitölu sjómanna, er ákveða skyldi kaup verkamanna, en það fékst ekki. , Dagsbrún“ þótti þó sjálfsagt að fara eftir tölunni, og réðst hún því í að lækka taxt- ann sjálf samkvæmt henni, úr því samningar ekki náðust. Alt síðast liðið ár hefir kaupgjald verka- manna við hafnarvinnu og aðra lausa vinnu verið kr. 1,40 um tímann frá kl. 6 að morgni til ,kl. 6 að kveldi, en á öðrum tímum sólarhringsins og helgum dögum kr. 2,50 um tíma. Samkvæmt sam- þykt „Dagsbrúnar“ færist dag- vinnukaupið niður í kr. 1,25, og nernur sú lækkun liðlega þeirri upphæð, er vísitalan gerir ráð fyr- ir. Eftirvinnu hefir aftur á móti nú verið skift í tvo flokka, vinnu frá kl. 6—9 að kveldi og vinnu frá kl. 9 að kveldi til 6 að morgni log þar með talin öll helgidaga- vinna. Er þessi skifting gerð af því, að það er viðurkent, að næt- ur- og helgidaga-vinna ætti alls ekki að eiga sér stað, en á með- an hún er ekki bönnuð að lögum, er sjálfsagt að hafa á henni hærri taxta, svo að hún verði ekki unn- in að nauðsynjalausu. Því hefir og „Dagsbrún“ ákveöið, að kaup- ið við alla næturvinnu (frá kl. 9 e. h. til 6 f. h.) og helgidagavinnu faaldist óbreytt í kr. 2,50 um klukkutímann, og verður hún þá eilítið dýrari en venjuleg eftir- vinna (kl. 6—9 e. h.), en það ætti að draga úr henni. Hins veg- ar ákvað „Dagsbrún“ að lækka taxtann fyrir vinnu frá kl. -6 -9 e. h. úr kr. 2,50 niður í kr. 2,00 eða um 20<yo. Að öllu þessu samanlögðu er því lækluinin á feftirvinnu og næ'urvinnu 'jafnmik- il og á dagvinnunni. Á þessum ákvörðunum „Dags- brúnar“ sézt, að félagið heíir far- ið mjög gætilega í málið, þar senr það ótilkvatt lækkar kauptaxtann urn það, sem svarar dýrtíðarlækk- un ársins, sem leið. Sérstaklega er eftirtektarvert, hve félagið hefir teygt sig langt um lækkunina, því þrátt fyrir það, þó að kauptaxt- inn héldist óbreyttur árið, sem lefð, þá var atvinnuleysið svo mikið og tekjurnar svo rýrar hjá verkamönnum 1928, að þær námu ekki helmingi árstekna 1925. Það (er að vísu satt, að tekjur lækk- uðu hjá föstum starfsmönnum, en sú lækkun kom margfaldlega fram á verkamönnum i þeirri tekjurýrnun, sem þeir þoldu af atvinnuleysinu. En verkamenn hafa samt slakað svona mikið til bæði til þess að vera öruggir um, að allir verði undantekningarlaust samtaka um að fara ekki lægra, og líka til þess, að sanngjarnir at- ívinnurekendur fallist á þetta deilulaust. Það er harla undarlegt, að út- gerðarmonn geti ekki gengið að slíkum samningi, þegar hann er bvggður á vísitölu, enda hafa þeir almenningsálitið á móti sér. „Dagsbrún" hefir alt af viljað semja á skynsamlegum grund- velli, en það er til of mikils mælst, að menn 'bæði sætti sig við lækkun á verkakaupl þarin tíma, sem vinna er, en atvinnu- leysj þess á milli. Það er léleg dýrtíðaruppbót. Með því móti yrðu verkamenn verst setta stétt landsins. Urn kauptaxta við byggingar- vinnu í sumar má telja víst að samningar náist á sínum tíma. En nú reynjr á þolrif og sam- tök verkamanna. Þeir verða að standa óskiftir á verði um kaup- taxta sinn, og þeir skulu gera „Dagsbrúnar“-stjórn aðvart um alt, sem þeir heyra um kaup- gjaldsmálið yfirleitt. Ef enginn hopar, fer alt vel. Ósamræmi eða illgirni? Það er nú liðinn réttur mánuð- ur, síðan starfsmenn ríkisins áttu með sér fund til þess að ræöa um, hvernig þeir gætu komist hjá lækkun dýrtíðaruppbótarinnar núna um áramótin. Ekki hafa enn sést nein ummæli frá „Morgun- blaðinu“, sem teldu þá lækkun sjálísagða. „Morgunblaðið" Iét fundinn afskiftalausan. Það hef- ir ekki minst einu orði á, að þessi fundur starfsmanna ríkisins hafi verið óréttmætur. Það er gömul venja að skoða þögn sama og samþykki, og þessa þögn „Morgunblaðsins“ verður að skoða svo, að „Morgunblað- ið“ hafi verið því samþykt, að dýrtíðaruppbót starfsmanna ríkis- ins lækkaði ekki. Við þessu væri að vísu ekki svo mikið að segja, ef „Morgunblað- ið“ hefði, haldið áfram eins og það byrjaði, því að nauðsynjar fólks hafa ekki lækkað svo mikið á því ári, sem var að líða. En hefir nú „Morgunblaðið" haldiö 'þess- ari stefnu sinni? Nei og aftur nei. Núna fyrir nokkrum dögum auglýsti „Herðubreið" eftir „ak- korðs“-tilboðum við ístöku. Þegar sá, sem „akkorðið" tók, ætlaði að fara að láta vinna við ístökuna, kom það í Ijós, að töluverð hætta væri á, að verkamenn fengju ekki fult tímakaup við vinnuna. Stjórn verkamannafélagíins „Dagsbrún- ar“ tók þá fyrir, að vinna yrði hafin, nema full trygging fengist fyrir því, að verkamenn fengju fult tímakaup fyrir vinnu sína við ístökuna. „MorgunblaðiÖ“ réðst mjög grimmilega á þessar gerðir verkamannafélagsins og taldi rétt, að stjórn þess væri dæmd til skaðabóta fyrir tiltækið. Hér eru tekin dærni af kaup- lækkun á tveim sviðum og sýnd afstaða „Morgunblaðsins“ í báð- ;um tilfellum. Annars vegar eru starísmenn ríkisins, sem margir eru taldir fylgjendur „Morgun- b!að?,ins“. Hins vegar eru verka- menn, sem flestir eru fylgjendur Alþýðuflokksins. Nú skal hér á eftir sýnt fram á ósamræmi og ósanngirni fram- komu „Morgunblaðsins“ í báðum þessum atriðiun, sem hér um ræð- ir, sýnt fram á, hve það er blint af eigingjarnri og hatursfullri stétta-„pólitík“, — blint af þeirri „pólitík“, sem það sjálft hefir á- felt aðra harðast fyrir að vera blindir af. Þegar verkamenn gera kröfur sínar til þess að reyna að halda kaupinu í samræmi við dýrtíð og veitta vinnu, þá þýtur „Morgun- blaðið‘* upp á nef sér, fárviðrast o g fúkyrðist út af ósanngirni verkalýðsins, en þótt starfsmenn ríkisins geri sarns konar tilraunir til þess að halda sínum launum, — það gerir minna til í augum „Morgunblaðsins". Þarna sézt bezt sanngirnin. Ég mintist áðan á stétta-„póli- tík“ „Morgunblaðsiins“ í þessu máli. Skal nú sýnt fram á, hvar hún kemur ljósast fram. Til þess þarf fyrst að athuga, hvaðan og hvernig þessar tvær stéttir fá sin. laun greidd. Starfsmenn ríkisins fá laun sín greidd úr ríkissjóði. Ríkissjóður aflar sér tekna til þeirra út- gjalda, sem á hann eru lögð, með sköttum og toilum, sem .eiga að- koma hlutfallslega jafnt niður á öllum landslýð, en koma harð- ast niður á fátækari stéttum landsins. Vitanlega verða skatt- arnir og tollarnir hærri eftir því, sem útgjöld ríkissjóðs eru meiri, — byrðarnar, sem lagðar eru á herðar íslenzkri alþýðu, því þyngri. Meö þögn sinni játar „Morgunblaðið", að það geri ekki til, þótt þær byrðar þyngist. Af hverju? Af því, að „Morgunblað- ið“ er blað atvinnurekendanna. Af því, að „MorgxmbIaðið“ berst fyrir eiginhagsmunum útgerðarmanna, en ekki fyrir hagsmunum al- 'þjóðar, og af því, að aukin út- gjöld ríkissjóðs koma tiltölulega. léttast niður á atvinnurekendum, saman borið við gjaldþol. Verkamenn fá laun sín greidd af hinum ýmsa atvinnurekstri. Þess vegna tekur „Morgunblað- ið“ svo sárt til um kaupkröfur verkamanna, því að vitanlega verður gróði átvinnurekenda. nokkru minni eftir því, sem kaupið er hærra. FlestöII atvinnufyrirtæki í landinu eru eign einstaklinga. Væru þau eign þjöðarinnar (eins. og rikissjóður), þá myndi „Morg- unblaðið" ekki taka eins sárt kaupkröfur verkamanna eftir framkomu þess í þeim atriðum, sem hér hafa verið nefnd. Þá er eftir að athuga, hvorir þola betur launalækkun, starfs-- menn ríkisins eða verkamenn. Starfsmenn rikisins hafa föst laun alt árið, laun, sem eru vel líf- vænleg, að minsta kosti í hærri launaflokkunum, og þeir þurfa því ekki að óttast atvinnuleysi neinn tíma ársins. Þeir þola þvi einhveTja Iaunalækkun við hverja þá verðlækkun, sem á sér stað.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.