Alþýðublaðið - 29.01.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.01.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Í^LlaÝeUeLAIIIP < kemur út á hverjum virkum degi. 3 Afgreiðsia í Alpýðuhúsinu við J Hverfisgötu 8 opin frá kl, 9 árd. j til kl. 7 síðd. J Skrifstofa á sama stað opin kl. 3 9V3-10V2 árd. og kl. 8-9 síðd. j Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 3 (skrifstofan). j Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á 3 mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 j hver'mm. eindálka. 3 Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan J (í sama húsi, sömu símar). Mnrsk frekfa. I „Mgbl.“ 27. janúar er sagt frá ræðu, sem norskur maður, dr. Idar Handagard, hefir haldið í „Norsk Maallag11 og flestum mun koma nokkuð ókunnuglega fyrir. Maðurinn er að lýsa ný- ársóskum sínum, og eru jrær: „1. Að öll forn skjöl, bækur, handrit, bautasteinar og aðrar norskar þjóðminjar, sem geymdar eru í Kaupmannahöfn, endur- heimíist á árinu. 2. Að Færeyingar fái frelsi og sjálfstæði og rétt til þess að nota sitt eigið tungumái. 3. Að ísland losrii við sam- handslögin og alt þerrn viðvikj- andi. 4. Að grænlenzka einokunin verði upphafin og Grænland opn- að norrænu þjóðunum (Norð- mönnum, Færeyinguin og 'íslend- ingum), svo að þeir hafi þar rétt til fiskiveiða og annarar starf- semi,“ Alþbl. tekur enga ábyrgð á því, að hér sé rétt frá sagí, því að þetta er tekið eftir. „Mgbl.“, en sé rétt hermt, má það furðu gegna, að „Mgbl.“, sem annar.s læzt vera mjög þjóðlegt,. skuli prenta þe.tta norska skvaldur at- hugasemda- og ávítunar-laust, því að óskir þessa norska manns (eru ein regin-frekja, að ekki sé sagt ósvífni. Fyrstu óskina má að visu telja eðlilega; að minsta kosti snýst hún um mál, sem 'Norðmenn sjálfa varðar, og verða þc-ir frændurnir, Norðmenn og Danir, áð kalsa það með sér; okkur kem- ur j>að ekki við. Önnur óskin er ókkur einnig óviðkomandi, því að hún er um mál, er Færeyinga og Dani eina snertir, og kemur því auðvitað heldur ekki Norðmönn- um við. En þriðja og fjórða ósk Norðmannsins nær til okkar, og verður að segja það afdráttar- laust, að ‘það er helber frekja, að Norðmenn skuli dirfast að látarí Ijós nok' rar óskir um það, hvernig vér högum sambandi voru eða sáttmálum við aðrar þjóðir, þegar á þeirra rétt er í engu gengið. Hvað kemur þeim það við? Hvað eru þeir að sletta sér fram í það? íslendingar vilja sjálfir ráða málum sínum til lykta án alls norsks eða annars útlends sleítirekuskapar. Sam- bandslögin eru einkamá! vort við Dani, og þar eru Norðmenn vin- samlega, en ákveðið beðnir að halda sér fyrir utan. Vér höfum sett sambandslögin og segjum þeim upp eða ekki eftir eigin geð- þótta. Vér viljum hafa gott bróð- erni við allar þjóðir og ekki frek- ar eina en eðra, en útlendan sletti- rekuskap þolum vér engum. Vilji Norðmenn sletta sér fram í eitt- hvað hér á landi, virðist réttast, að þeir sjái um það, að norskir útgerðarmenn flytji ekki hingað erlenda verkamenn til að þrýsta kaupi hérlendra verkamanna nið- ur, eða að þeir hafi eftirlit með því, að mæliker norskra útgerð- armanna hér á landi, hvort sem (eru, í Krossanesi eða annars stað- ar, séu í samræmi við lög og venjur. Að því, er til Grænlandsmálsins kemur, er ókunnugt, að Norðmenn hafi verið beðnir að fara með það leða gera kröfur í því fyrir vora hönd. Þó að mönnum hér beri á jnilli í Grænlandsmáli, þá "get- ur enginn efi leikið á því, að ís- lendingar muni sjálfir sín á milli ákveða, hvaða stefnu j>jöðin taki í málinu, án þess að kveðja Norð- menn þar til. Vííi Sturlungaaldar- innar eru til varnaðar um það. Og það er bezt að segja það r heyranda hljóði, að Islendingar vita það vel, að margir Norðmenn flokksbræður vorir í Alþýðu- flokkunum norsku eru auðvitað undan teknir — hafa fullan hug á því að ná íslandi aftur undir Noreg. En það verður aldrei. Is- lendingar vita það, að þjóðin á aklalanga kúgun og kyrking upp á ásælni Norðmanna til forna, enda fékk þjóðin nóg af samband- inu við þá 1262—1397. íslenzkur verkalýður á við nóg að stríða, þótt hann bæti ekki á sig oki norskra auðmanna. Vilji Norðmenn hafa nokkurt bróðerni við okkur, er þeim rétt- ast að sletta sér hvorki í orði eða verki fram i okkar einka- mál. Enn ein „Morgunblaðs“- óliæfan. Svo er mælt, að sumir rnenn séu svo leiknir í að ljúga, að þeir trúi loksins sjálfir skröksög- Um sínum. Svo lítur út sem slík ósköp þjái skriffinna „Mgbl.“, — eftir að þeir hafa látlaust nítt og skrökvað upp á kolanemana ensku, þá séu þeir sjálfir orðnir trúaðir á skrök sín. 1 gær segja þeir t. d., og bera fyrir sig ó- nefnt enskt blað, — ólyginn sagði Gróu —, að námamennirnir hafi heimtað kaupið hækkað og vinnu- tímann styttan, og ‘láta sem þau hafi verið tildrög kolanámadeil- unnar. Þetta vita þeir þó vel, að er ósatt, ef þeir eru ekki búnir að gagnsýra sig svo af lygasögum um kolanemana, að þeir trúi orð- ið tilbúningi sínum sjálfir; en ef svo er, þá má með sanni segja, *að ástand þeirra sé hörmulegt. Sannleikurinn um tildrög kola- námadeilunnar síðustu er svo kucnur, að jafnvel slíkir blaða- menn sem „Morgunblaðsins1' hafa ekki geíað komist undan því að vita hann, — að það voru náma- éigendurnir, sem heimtuðu lækk- un launa og Iengingu vinnutíma kolanemanna, en kolanemarnir aúluðu að láta sér nægja að halda hvoru tveggja óbreyttu, en fengu þá ekki að vinna fyrir námaeigendum, sem lögðu á þá verkbann fyrst þeir neituðu kaup- lækkun. Námaeigendurnir 'tóku þann kostinn að bíða stórtjón, — það hafa þeir sennilega gert, óg er það þá eina sannleiks- Ikornið í þessu skrifi „Mgbl.“ —, til þess að reyna að kúga kola- nemana og sundra samtökum þeirra. Tækist þeim það, þá vissu þeir, að hægt væri að „maka krókinn“ á eftir og vinna tapið upp á kúguðum verklýð og snauðum. Um að gera, að sundra samtökum hans, ef unt væri! Þess vegna voru kolanemarnir sveltir, og þess vegna kröfðust námaeigendur héraðssamninga, en vildu ekki ganga að sameigin- legum samningi við alla kola- nemana. , Mgbl.“-ritararnir éía þó fyrst höfuðið af skömminni, þegar þeir Iíkja kolanemunum við vél- ar og segja, að það hafi komið í ljós, að mjög hafi verið „undir hælinn lagt, hvort vinnuaflið í enskum námum væri meira virði en sem nam kaupi því, er greitt var.“ Þeir eru svo sem ekki að hugsa um afkomu og iíðan verka- manna na og fjölskyklna þeirra. Kolanemarnir eru að eins taklir með í kostnaðarreikningnum eins og aðrar vélar! Eí námaeigend- urnir þykjast græða meira á því að svelta þá, þá álíta skriffinnar þessir þeim heimilt að gera það, alveg jafnt og ef um það væri að ræða að afrækja vél, sem þætti of dýr í rekstri. Þér ritblindingar! Svo framt, sem svívirðingaskrif yðar hafa ekki drepið í yður hverja vel- sæmistilfinningu, þá ættuð þér að skammast yðar svo fyrir þessi skrif yðar, að þér aldrei framar liiuð íraman í heiðarlegan verka- mann, fyrri en þér hafið í marga má uði borið sannleikanum vitni, barist fyrir málstað hinna kúg- úðu og bætt þannig fyrrir ó- hæfuverk yðar. Eggert Brandsson fimtugur. Einn af brautryðjendum alþýðu- samtaka ma hér í Reykjavík, Egg- ert Brandsson fisksali, er fimt- ugur í dag. Hann er fæddur að Hvammi í Norðurárdal, en heíir lengi v riö búsettrrr hér í borg- inni. Hann var á fyrsta landkjörs- lista Alþýðuflokksins, sumarið 1916, og í mörg ár sanrbands- þingsfulltrúi og í fulltrúaráði verklýðsfélaganna, lengst fyrir Sjómannaféíag Reykjavíkur. For- rnaður sjónrannafélagsins vax hann árin 1919 og 1920 og einn af stjórnendum þess, varagjaldkeri, árið 1923. Meðan fiskverzlun fé- lagsins var rekin, var hann for- stöðunraður hennar. Hann hefir .verið 10 sinnunr í kaupsanriringa- nefnd. Alþýðub'aðið óskar honum hanringju og velfarnaðar á efri hluta æfi hrns. „leimaíííboð eöa hvað?“ er nafn á grein eftir Jón G. Einis og birtist í 20. tbl. Alþbl. þ. á. í raun og veru er greinin ekki svara verð. Jón er óánægður yfir því, að Jóhannes skuli þúa sig. Það er vitaskuld enginn heiður ’fyrir drottin, að hann skuli vera þúaður eins og Jón, en Jón má vel við una. Nú, en þetta með tröppurnar. Það eru engar tröpp- ur fyrir framan Sjómannastofuna, nema hann hafi talað um þær sem táknmynd, og honum hafi fundist það svo eðlilegt, að hann væri að ganga niður á við, en það væri leiðinlegt, því að dyrnar að Sjó- mannastcdunni snúa í norður. Annars er það spurningin í hið- urlagi greinarinnar, sem kemur mér til að taka pennann. Ég býst ekki við, að Jón G. Einis sé svo óaðgengileg persóna, að það þurfi sérstaka röggsemi til að ávarpa hann. Lærisveinar Krists á öllum öld- um hafa það boðorð að rækja að flytja orð hans hverri sálu, sem á vegi þeirra verður, og allir, sem eiga trúna á Krist, taka þvi ofur- rólega, þótt þeir séu ámintir. Allir, sem trúa á Krist, áminna og hvetja hver annan til lifandi starís, — þátttöku í orði drott- ins. Þeir, sem ekki geta tekið slíkxi hvatning, eiga ekki trúna á Krist. Nú er það fjöldi rnanna, sem ekki á trúna á Krist. Þess vegna er heimatrúboð nauðsynlegt. Mað- ur, sem sk lur ástæður trúboðsins fyrir athöfnum þess, gerir ekki að 'olaðarná i, þótt hann sé hvatt- ur til að taka 'þátt í guðsþjónustu. En vitan’ega verða menn aö gera upp við sjálfa sig, hvort þeir vilja fara, þegar aðrir eru að koma til guðsþjónustu. En — þeim fækkar vonandi, sem þykir heiður að því að lýsa yfir opin- berlega, að þeir hafi farið. Atmars má Jón eiga þakkir ski ið fyrir að benda mönnum á — þótt óvart væri —, að þegar menn ekki komast í kirkju, þá geti þeir komið í Sjómannastof- una og hlýtt á guðsþjónustuna í víðvarpi og enda tskið þátt í guðsþjónustu þar líka. En svo býst ég við, að borgar- búrr muni alment svara spurn- ingu Jóns á sunnudaginn kemur, — þótt hagur manna sé alment

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.