Alþýðublaðið - 13.03.1920, Blaðsíða 2
2
ALf*ÝÐUBLAÐIÐ
væri ekki eins herfilega hirðulaust
og þaS er. Því þó til séu heiSar-
legar undantekningar, þá er þaS
visl, aS margt fólk hefir nó sýnt
ófyrirgefanlegt tómlæti í því, aS
liefta títbreiSslu veikinnar. ÞaS
aem mest á reiS, ef nokkurs las-
leika varS vart, var aS fá læknir
til aB tírskurSa, hvort um inflú-
«nzu væri aS ræSa eSa ekki, ef
avo var, átti auSvitaS aS sóttkvía.
En einmitt ótti viS þau litlu óþæg-
índi, sem af því myndu leiSa,
liefir komiS fólki til aS sækja
ekki læknir. ÞaS er gamla sagan,
hugsa bara um sjálfan sig, en
-ekkert um afleiSingar gjörSa sinna
gagnvart öSrum. Og gæti fariS
-svo, aS stí ábyrgð, sem fólk tekur
aér á herðar með slíku háttalagi,
yrði ærið þung, því enginn getur
sagt um, hverju slíkt kann að
valda. Það er ekki nóg að fólk
-hugsi sem svo, að veikin breiðist
tít hvort eð er. Það er um að
gera að tefja fyrir henni. Og ef
til vill hefði mátt lánast að eyða
henni með Öllu, ef aðeins væri við
samviskusamt og skynsamt fólk
að eiga.
Eg vil nú alvarlega skora á
fólk, að gæta hér eftir þeirrar
sjálfsögðu skyldu sinnar, að breiða
ntí ekki veikina tít fyrir hand-
vömm og hirðuleysi. Ná í lækni,
ef um minsta lasleik er að ræða,
sem líkst geti inflúenzu, og láta
aðra ekki hafa samgang við htís
aín, fyr en víst er hver veikin sé.
Það mega líka allir vera vissir um
það, að fjöldi fólks fylgist með
gangi veikinnar, og hvert þaö heimili
er sýnt hefir vísvitandi hirðuleysi,
verður hlífðarlaust kært til sakar
og sóttvarnar. Lögin eru ströng
og ábyrgðin gagnvart meðbræðr-
unum þung.
Gramnr.
Um dagion og yegino.
Inílúenzan breiðist töluvert tít.
í gærkveldi voru 55 htís sýkt og
&2 sjúklingar alls. í gær hafði htín
breiðst tít með mesta móti, þar
eð 21 htís hafði bæzt við. Alstaðar
er htín mjög væg ennþá og er
jafnvel btíist við, að þettasé ekki
stí reglulega inflúenzupest, sem
geisaði hér í fyrra, heldur aðeins
venjuleg infltíenza.
Aug-lýsin g-ar.
Auglýsingum í blaðið er fyrst
um sinn veitt móttaka hjá Guð-
geir Jónssyni bókbindara, Lauga-
vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á
afgreiðslunni á Laugavegi 18 b.
Auglýsingaverð í blaðinu kr.
1,50 cm. dálksbr.
Samverjinn sendi 63 mönnum
mat heim í gær.
Úr sóttkví var slept í gær
nokkrum af þeim, sem fyrir var-
tíðarsakir var haldið inni vegna
gruns um inflúenzu, en ekki höfðu
sýkst. f dag og á morgun losna
fleiri.
í sóttkví er fjöldi manna settur
daglega, þeirra, sem heim vilja
komast. Eru Mentaskólinn, Sótt-
vörn og Franski spítalinn notuð
til þessa, en hrekkur ekki til.
Yestflrðir hafa verið settir í
bráðabirðasóttkví vegna þess, að
skip héðan hefir haft samgang við
firðina eftir að inflúenzan kom
hér upp,
Auglýsingu, um sérstaka til-
högun á samgöngum, milli sýktra,
grunaðra og ósýktra landshluta,
vegna inflúenzu, hefir stjórnarráðið
ntí gefið út. Eru þar, meðal ann-
ars, reglur um hvernig ferma skuli
og afferma skip.
Talsímasaraband við Norður-
land kemst aö líkindum á í dag
eða á morgun.
Fiskiskipið „Milly“ kom inn
í gær með 4000 fiskjar. Haíði
skipið ekki orðið fyrir neinum
áföllum í undangengnum ofsa-
veðrum.
Egill Skallagrírasson kom í
nótt frá Englandi.
Erlend ixiynt.
Khöfn 8. marz.
Sænskar krónur (100) — kr. 124.00
Norskar krónur (100)—kr. 109.75
Þýzk mörk (100) — kr. 7.25
Pund sterling (1) —kr. 22.60
Dollars (100) — kr. 625.00 |
Hreinar línur.
Jakob sýnir Iit.
Flokkaskiftingin hér í bæ er,
eins og menn vita, annars vegar
auðvaldsstefnan með Morgunbl. í
broddi fylkingar, hins vegar alþýðu-
stefnan, sem hefir Alþýðublaðið
fyrir málgagn. En utan þessara
flokka er enn þá fjöldi manna, þc
að stöðugt minki sá hópur. Vísir,.
sem við öll tækifæri heldur fram
meira eða minna grímuklæddri
auðvaldsstefnu, hefir leitast við að
hæna að sér flokksleysingja í bæn-
um, með því að þykjast berjast
fyrir „almennum, frjálslyndum
skoðunum“(!), sem hvorki heyri
undir alþýðustefnu né auðvalds-
stefnu.
Það var tilgangur minn meö
greininni: „Það kemur engum við“,
að fá hreinar pólitískar línur, með
því að koma fram með mál, þar
sem annars vegar væru bersýni-
legir almennings hagsmunir, en
hins vegar einungis hagsmunir
auðvaldsins, og knýja ekki aðeins
Morgunblaðið, heldur líka hið póli-
tiska viðrini Jakob Möller, ritstjóra
Vísis, til þess að taka opinberlega
afstöðu. Eg hélt því fram, að al-
menningur ætti að hafa eftirlit
með stjórn atvinnuveganna, þar
sem einstaklingar hefðu stór-
atvinnurekstur. Þetta eftirlit væri
ekki það sama og ef landstjórnin
tæki undir sig allan atvinnuiekst-
ur, heldur að mismunandi skorður
yrðu settar við misbeitingu þess
valds, sem einstaklingar hafa nú
sem umráðamenn framleiðslutækj-
anna, alt eftir ástæðum í hvert
sinn. Ástæðurnar fyrir þessu
væru að allir atvinnuvegir landsins
væru samfeld heild, sem við yrð-
um að sjá um að væri í sem
beztu lagj, og lýðstjórn ætti að
ríkja jafnt á sviði atvinnuveganna
sem á hinu pólitiska sviði. Tók
eg til dæmis um hve hættulegt
væri að láta stjórn atvinnuveg-
anna algerlega afskiftalausa, brall
Sláturfélagsins með kjötið og síld-
artítgerðarmanna og kaupmanna
með síldina, sem valdiö hefði
miljónatapi fyrir landið.
Tilgangi mínum með greininni
er ntí náð. Morgunblaðið tók þeg-
ar í stað afstöðu gegn hagsmun-