Fram - 22.11.1916, Side 1
1. ár. Siglufirði 22. nóvember 1916. 1. blað.
Til lesenda.
—o—
Um leið og hið fyrsta blað af
»Fram« kemur fyrir almenningssjón-
r, viljum vér gera nokkra grein fyr-
ir tilveru þess og tilgangi.
Siglufjörður hefir nú um nokkurra
ára bil, verið aðalstöð hins mesta
peningastraums er að landinu hef-
ir borist. Hefir sá straumur verið
til mikils gagns fyrir sveitina sjálfa,
fólk víðsvegar frá, og ekki síst fyr-
ir landsjóð. Eigi að síður hefir
Siglufjörður verið settur á lægri
bekk, bæði í áliti manna úti um land,
og að nokkruleiti í fjárveitingum til
opinberra fyrirtækja.
Eitt af erindum þeim er þetta blað
þykist eiga er það að gefa mönn-
um kost á að kynnast Siglufirði
nánara, með réttari og sannari frá-
sögnum en áður hafa gengið manna
á milli.
Opinber Iandsmál mun blaðið
ræða án þess þó að taka saman
við nokkurn sérstakan stjórnmála-
flokk.
Innanhéraðsmál munu tekin til
rækilegrar íhugunar.
Fréttir, innlendar og útlendar mun
blaðið gera sér far um að flytja
sem mestar og réttastar, og höfum
vér til þess fengið góð sambönd.
Að svo mæltu felum vér blaðið
velviljuðum lesendum.
„Svartí listinn“
A. Obenhaupt, Braun, H. Th. A.
Thomsen og einhver síldarbræðslu-
verksmiðja hér norðanlands, er
sagt að nýlega hafi verið sett á
»svarta listann» hjá Bretum. Ýmsum
getum hefir verið leitt að því, hvaða
Iverksmiðja þetta muni vera, en senni-
lega mun það vera Evangers verk-
smiðjan hér á Siglufirði (Siglufjords
Olie & Guanofabrik).
Kostnaður
við byggingu Loftskeytastöðvarinn-
ar í Reykjavík, er áætlaður 100 þús.
krónur.
Erlendar símfréttir.
Khöfn 18. nóv.
Austurríkis keisari er veikur. Búist við að ríkiserf-
inginn verði settur til að stjórna með honum.
Verzlunarkafbáturinn Deutschland, rakst á annað skip
á leið frá Ameríku, og er nú kominn til New-London
í Bandaríkjunum. Ókunnugt er um skemdir á kafbátn-
um, en hitt skipið sökk.
Khöfn 19. nóv.
Grikklandi er skipt í tvent milli konungssinna í
gamla Grikklandi og þjóðernissinna í nýja Grikklandi.
í milli er landræma sem er á valdi Frakka.
Serbar vinna stöðugt á við Dsehrne.
(Eftir Vísir.)
Síðasta sólarlag
á Siglufirði 1916.
—o—
Horfin er sólin af himinsins boga
hæðstu við tindana geislarnir loga.
Fögur var kveðjan í síðasta sinn.
Sól! með þér flýgur burt hugurinn minn.
Sé eg þig skína á skrúðgrænann blóma.
Skógana háu þar söngraddir hljóma.
Hanga þar aldin, á hálfbeygðri grein.
Hlýr þýtur vindur um akursins rein.
Skín þú á sæinn þar bárurnar bláu,
byltast og reisast með faldana háu.
Fleyin með blíðvindi flytjast um dröfn,
fylgirðu sól þeim í örugga höfn.
Hjá oss nú situr í hásæti vetur,
harðneskju markið á enni vort setur
Lundernið stirnar við stórhríða völd
Starfsþrekið minkar um skammdegiskvöld.
Ei skulum bugast þó vetrarins valdið
verkunum geti í dáleiðslu haldið.
Ákveðinn tíma, til suðurs fer sól.
Svo flyst hún aftur að jöklanna stól.
Söfnum því kröftum að vinna með vori
vaknandi starfandi nýefldu þori.
Mörg eru handtökin óunnin enn.
Orðtakið höfum við fram góðir menn!
H. j.
Klukkudufl
& HeHuboðanum fram af
Síglunesi.
Sveinbjörn Egilsson ritstjóri
»Ægis«, skrifar svo í »Lögréttu:«
«Næsta óskiljanlegt er það, að enn
skuli eigi komið klukkudufl við
Helluboðana fram af Siglunesi við
Siglufjörð. Rað er ýmislegt, seiri mæl-
ir með, að því væri lagt þar hið bráð-
asta. Siglingar inn og út fjörðinn
munu hinar mestu hér við land;
þokur eru tíðar og þá er lóðið, sem
dýpið er stikað með, oft hiðeina, sem
farið verður eftir, og dýpi fyrir fram-
an Siglufjarðarmynni er svipað og
sumstaðar á Skagafirði, og frá Haga-
nesi að Dalatá er ekki að reiða sig á
kompásinn, svo sjómennirnir, sem um
þetta svæði fara í þoku, verða viltir.
Vanalega er stefnan sett rétt frá
fiskimiðum á fjörðinn, skelli þoka
á áður en inn er komið, þágetur verið
hættulegt að halda áfram, en það get-
ur orðið dýrt að liggja lengi í þoku
með góðan aflainnanborðs,auk þess
sem kolum er eytt.
Að staðurinn sé hættulegur sýna
skipströnd þau, er þar hafa orðið.
Klukkudufl á þessum áðurnefnda
stað mundi koma að hinum mestu
notum.
Ef til vildi mætti taka það upp á
haustin og leggja því á vorin, ogdýp-
ið, sem það lægi á, væri um 11 — 12
nietrar, hálfa sjómílu í VNV. af
Siglunesi. Hljómurklukkunnarmundi
heyrast greinilega yfir um fjörðinn
að Lambanesi. Á stað eins og Siglu-
firði ætti slíkt leiðarmerki síst að vanta.
Væri því lagt á áðurnefndum stað,
benti það um leið á hvar grynst má
fara fyrir Helluboðana, þegar storm-
ur er og sjór úfinn.«
Rað liggur nærri, að minkun sé,
fyrir Siglfirðinga að maður af öðr-
um enda landsins skuli verða fyrst-
ur til að hreyfa öðru eins nauð-
synjamáli og hér er um að ræða.
Hefði það staðið þeim nær, er við
hættuna búa, að hefja máls til varn-
✓