Fram

Tölublað

Fram - 24.07.1917, Blaðsíða 1

Fram - 24.07.1917, Blaðsíða 1
Útgefandi: Hlutafélag á Siglufirði. Ritstjórar: Friðb. Níelsson og Hannes Jónasson. 1. ár. Siglufirði 24. júlí. 1917. Eftir stríðið. Allir þrá og vona, að ófriður sá hinn mikli sem nú geisarmegi falla niður. Sverfur nú dýrtíð svo að jajóð- unum, að til stórra vandræða horfir, fyrir utan allar þær þrautir, hörm • ungar og kvalir, sem ófriðarþjóðirn- ar hafa sjálfar við að búa, og vér hér á íslandi höfum aðeins óljósa hugmynd um, og sem áreiðanlega yfirstíga þær hugsanirer geta mynd- ast hjá oss, eða yfir höfuð hjá þeim sem ekki eru sjónarvottar. Sú spurning vakir vfst fyrir flest- um sem nokkuð hugsa: Hvernig verður ástandið eftir stríðið? Breyt- ist alt í skyndi, og verður sem áð- ur var, 'eða heldur dýrtíðin áfram þrátt fyrir það þó stríðinu linni? Þessari síðari spurningu er óhætt að svara þannig að þeir tímar sem yoru, áður en stríðið hófst koma ekki aftur. Sú fjárhagslega breyting sem stríðið hefir orsakað og sem teygir álmur sínar til ystu endimarka jarðarinnar hverfur ekki. Vér megum einnig búast við að peningarnir nái ekki sínu fyrverandi verðmæti. Með öðrum orðum, sú dýrtíð, sem stríðið hefir fætf af sér, og sem verður vart við í jafn fjarlæg- um löndum og Kína og Argentínu mun ekki hverfa. Eftir stríðið munu vörurnar að miklu leyti halda því verði sem þær nú hafa, þó skortur á þeim fari smátt og smátt mink- andi. Retta er að minsta kosti álit frægra enskra og franskra lýðspek- inga. Líkindi eru þó til, að aðal fæðu- tegundir falli nokkuð í verði, þó ekki verði að stórum mun. Hinfyrstu ár eftir að friður kemst á, má búast við, að hámarksprísar og útflutnings- bönn haldist við í ýmsum löndum. Væri það ekki gjört, gætu þau lönd sem betur eru sett með framleiðslu gjörtæmst til þeirra landa, sem nú eru eyðilögð af ófriðnum, svo sem bæði Frakkland og Rýskaland, þar sem jörðin, sérstaklega í Frakklandi, er víða alveg eyðilögð eftir skot- grafir kúlnaumrót og sprengingar. Hið litla verðmæti peninganna í samanburði við vörur, má búast við að orsaki óánægu og jafnvel óspekt- ir þegar ófriðurinn er úti. Getur það orðið til hindrunar á framleiðslu vörunnar sem þá um leið orsakar verðhækkun. Pað er ekki að undra þó þær miljónir manna sem úr skot- gröfunum koma láti eitthvað til sín taka og vilji hafa hönd í bagga með, þegar talað skal um hvernig að bæta skuli tjón það er stríðið hefir orsakað, og borga skuli skuldir þær, er lagst hafa á þjóðirnar. Það mun verða, og er ekki að undra, að fögnuður verður um all- an heim, þegar sú fregn berst um löndin að friður sé komin á. En foringjar þjóðanna fá ekki við það að stinga höndunutn í vasana. Starfið sem áfram heldur er ekki þýðing- ar né vandaminna, en það sem nú stendur yfir. Við því má búast, og er þegar byrjað, að verslun og viðskifti ís- lands verði á alt annan hátt en fyr- ir stríðið, ríður því á að vönduð- u m, fróðum og duglegum mönnum sé falinn sá starfi, að ráða þeim ráð- um er með þurfa. Þó stríðið hafi bakað oss mörg og mikil óþægindi, mun samt hér sem annarsstaðar spretta upp afþví ný framför, nýjar brautir myndast, og nýr vorhugur streyma um löndin, sem rísa upp endurfædd. Þó þarf tíma til þessa, og engin má vænta að breytingarnar komist á svo fljótt. En menn eiga og þurfa að fylgj- ast með. Sér hvað nýtt, sem fram kemur í heiminum, og að framför- um lítur þarf ísland að til einka sér, að svo miklu leiti sem staðhættir og aðrar ástæður leyfa. Þeir tímar munu koma, að ísland ef svo má að orði kveða; flytst til á hnettinum, verður einn liður í þeirri keðju er samtengir löndin í verslunar sökum. Stjórnarbyltingin í Rússlandi, og framfarir þær er má vænta að fylgi henni, geta haft af- armikla þýðingu fyrir ísland. Par getur opnast nýr markaður fyrir af- urðir vorar, sem altaf aukast, og frain- leiðsla fslands til lands og sjávar eru eingin sýnileg takmörk sett, ef vel er stjórnað, og þær afllindir og auðsuppsprettur sem landið hefir yfir að ráða, hagnýttar hyggilega. H. J. Sagt er að ameriskur læknir, De Woltoff og sonur hans hafi nýlega fundið upp nýtt sprengiefni, sem þeir segja að sé 10 þús. sinnum sterkara en dynamit. F*að er svo sterkt að fimm grömm nægja af því til þess að sprengja í loft upp stæð- stu hús í New-York. — Efni þetta fundu þeir aðeins aftilviljun er þeir voru að gera tilraunir við aðrar uppfindingar. Ur Reykjavík. frá fréttaritara vorum 14.júlí. Héðan er ekki mikið markvert að frétta. Tíðin er ágæt; hitar og blíður og nú uppá síðkastið regn við og við, svo jörð sprettur nú óðum. Sláttur er byrjaður, þótt tún séu naumast fullsprottin. Slæmt þykir mönnum útlitið með eldivið til vetrarins og nú, um há- sumarið, er mjög tilfinnanlegur olíu- skorturinn. Engin steinolía verið seld hér í bænum síðastl. viku, er það mjög tilfinnanlegt fyrir þá sem engin eldstæði hafa, en verða að nota olíuvélar. Nú kom Lagarfoss í kvöld með 500 tn. af olíu, en hæpið að bæjarbúar fái mikið af þeirri olíu. Kolin eru ekki handa fátæklingunum, þó þau væru til,og gengur það æði skrykkjótt að fá þau flutt. Mikið er riú unnið að mótekju hér fyrir bæinn, um 200 manns í vinnu daglega, en mikið vantar til að sú mótekja nægi þörf- inni. Hrís er einnig flutt hingað og verður gert mikið að því að draga það að sér. Laxveiði er nú orðin óvenju mik- il en dýr fæða verður hann öllum þorra manna, er seldur hér minst kr. 1,30 kg. Fiskafli hefir verið góður hér í sumar, þorskur, þyrsklingur, ýsa, lúða o. fl. — Heilsufar í bænum og grend má heita gott," og engar stærri sóttír á ferðinni. — Jónas Jónsson háskólavörður, al- kunnur undir nafninu »Plausor,« er látinn hér fyrir skömmu. Heiðruðu þingmenn útför hans með nærveru sinni, enda hafði hann verið þing- húsvörðúr um 30 ár. — Slysfarir þessar hafa orðið nýlega: Drengur frá Stekkum í Sandvíkurhr. druknaði í Ölfusá. Hafði eitthvað ætlað að lagfæra net og kláfa sem notuð voru við laxveiði frá heimili hans. Maður varð undir járnbrautarvagni við hafnargerðina hér og misti báða 36. blað. fætur. Hann heitir Ásvaldur Magn- ússon, aldraður maður. Hann ætlaði eitthvað að lagfæra við vagnana, en rasaði og lenti undir hjólunum. Hon- um líður nú þolanlega eftir ástæðum. Síminn til Vestmannaeyja er kom- inn aftur í lag, var þess full þörf, því eyjabúum var mjög bagalegt símaleysið. — Loftskeytastöðinni hér, miðar á- fram; er nú búið að reisa aðra stöngina, er hún um 253 fet ensk, úr stáli að mestu, verður nú byrj- að að reisa hina innan skamms. — Mótorskipi til Riis kaupmanns í Hólmavík, er sagt að hafi verið sökt nýlega. Var það hlaðið vörum til Hólmavíkur. — Goðafossi á nú að sundra, eru verkamenn farnir vestur í þeim erindum. — Timburskip, sænskt, kom hingað í vikunni til Árna kaupm. Jónsson- ar. Hafði verið að flækjast á milli síðan í apríl. Bærinn var orðinn timburlaus og kom það því í góðar þarfir. — »Drott« seglskip það sem fréttaritari vor getur um á öðrum stað hér í blaðinu að nýkomið sé til Rvíkur, hafði lent í allmiklum æfintýrum. Pað lagði upphaflega á stað frá Syiþjóð i aprílmánuðu og komst þá tafalítið hingað norður undir land. Á þeirri leið hitti það tvo þýska kafbáta og skoðuðu Pjóðvei>j- ar aðeins skipsskjölin en létu það svo fara leiðar sinnar í friði. En þegar komið var hér upp undir land hitti það enskt herskip, sem tekur það og sendir vopnaðan botnvörpung með það í eftirdragi inn til Eng- lands. En þegar suður undir Bret- land kom hitti það þriðja kafbátinn, skaut hann á það 5 skotum en hitti ekki. Réðist þá botnvörpung- urinn á kafbátinn og sökti honum eftir litla stund. Síðan var »Drott« dregin inn til Storneway og var ekki slept þaðan fyr en löngu síðar. Á . leiðinni hingað aftur hitti það fjórða kafbátinn, skaut hann í veg fyrir það en leyfði því þó að fara leið- ar sinnar. — Pannig hitti skipiðals

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.