Fram

Tölublað

Fram - 24.07.1917, Blaðsíða 3

Fram - 24.07.1917, Blaðsíða 3
Nr. 36 FRAM 129 sækja um styrk til að leggja veg yfir Eiðisskarð, Finnur Jónsson frá Kjörseyri sæk- ir um 400 kr. styrk í tvö ár til að safna sögulegum fróðleik, einkum um lifnaðarhætti alþýðu. Séra Jóhann L. L. Jóhannesson á Kvennabrekku sækir um að sér verði falið að halda áfram orðabókarstarfi Jóns heit. Ólafssonar. Hreppsnefnd Flateyjarhr. í Ping- eyjarsýslu sækir um 300 kr. styrk á ári handa hreppsbúum til að ieita æknishjálpar. Sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu sækir um 10,000 kr.til mótorbátsferða um Eyjafjörð. Jón Sveinsson stud. jur. sækir um 4000 kr. utanfararstyrk til að leggja stund á fjármál. Sig. Sigurðsson fyrv. héraðslæknir sækir um viðbót við eftirlaun sín. Bened. Porkelsson barnakennari sækir í þriðja sinn um ellistyrk. Sigfús Sigfúson frá Eyvindará sæk- ir um styrk til að fullgera þjóðfræð- issafn sitt. Arngr. Ólafsson sækir um 2000 kr. styrk til málaranáms. Guðrún Jóhanna Jóhannesdóttir, prestsekkja frá Bergstöðum, sækirum að hún fái að halda 500 kr. eftir- launaviðbót. Snorri Sigfússon sfldarmatsmaður á ísafirði sækir um launahækkun. Hið ísl. bókmentafélag sækir um hækkun landssjóðstillags til félags- ins Upp í 4000 kr. Björn Jakobsson sækir um 1700 kr. föst árslaun sem kennari í heilsu- fræði og fimleikum við kennarask. Magnús Guðlaugsson á Bjarna- stöðum sækir um 1000 kr. styrk á ári fyrir lækningar um langt skeið. Iðnaðarmannafélag ísfirðinga sækir um styrk til kvöldskóla á ísafirði. Húfan. Framh. Félögum hans, sem horfðu ógn- andi á hann létti auðsjáanlega. Umsjónarmanninum fanst nú á- stæða til að blanda sér í málið, og gaf skipun um að fangarnir skyldu settir í varðhald. Aðeins Ford var skilinn eftir. Hann brann af löngun eftir að leggja nokkrar spurningar fyrir umsjónarmanninn, en hann fór nú einnig út'úr herberginu, og sagði um leið að hann kæmi brátt til baka. Eftir hálfan tíma kom hann aftur og sá Ford straks að framkoma hans var breytt frá því áður. »Eg hefi talað við Thorne vin yðar,« sagði hann vingjarnlega, »og eg held að hið besta sem þér getið gert sé, að segja mér sögu yðar frá byrjun.« Ford sagði honum sögu sína svo blátt áfram og einlæglega, að auðséð var að hún hafði góð áhrif á umsjónarmanninn sem kink- aði kolli við og við. Þegar Ford hafði lokið sögu sinni sagði umsjónarmaðurinn. »Herra Ford, eg trúi því sem þér hafið sagt mér og nú skal eg í staðinn segja yður dálítið um félagið Rauða Stjarnan. Rað er ekki annað en þjófa- félag — svona fínni þjófar sjáið þér, —. En það eru ekki allir meðlim- irnir sem stela, nokkrir þeirra eru teknir í félagið til þess að hjálpa til með að koma þýfinu á aðalstöð- ina þar sem því er skift. Sá sem stelur, er hræddur við að bera hið stolna á sér, því altaf er að óttast lögregluna. Hann þarf því að hafa augun hjá sér þangað til hann sér einhvern af félögunum sem að hann getur laumað því stolna til. Síðan verður sá að hraða sér til aðalstöðv- anna með herfangið.« »En pyngjurnar?« spurði Ford. »Þær eru einnig búnar til einungis handa félaginu; hver meðlimur hefir eina og skilar henni svo þegar hún er orðin hérumbil full, og þær taka tálsvert. »Já það er víst satt. Nú er það svona. F*á er málið eiginlega ein- faldara en eg hélt. En viljið þér nú ekki senda heim eftir peningunum sem eg hefi fengið?« Umsjónarmaðurinn horfði fast á Ford. »F*ér sækið þá eftilvill sjálfir.« »Er það svo að skilja að eg verði látinn laus?« »Já, á morgun, eða réttara sagt í dag, því nú er komið yfir miðnætti. Eg lofaði Thorne — eg meina að það það er ekki til neins að þér farið fyr en — já, eg meina seinna.« Ford tók ekki eftir vöflum þeim er voru á umsjónarmanninum. Hann hafði lent f áhrifamiklu æfintýri, og afleiðingarnar byrjuðu að koma í Ijós. Hann var dauðþreyttur, og óskaði um fram alt að fá að vera einn. Það leit út fyrir að umsjónar- maðurinn hefði ekki meira að segja. Ford lagði fæturna uppá stól og sofnaði straks. Umsjónarmaðurinn horfði vingjarnlega á Ford. Andlitið var fölt og horað, en fíngert og myndarlegt. Svo settist hann niður og skrifaði bréf, sem hann síðar fékk þjóni einum með þeirri skipan að koma því fljótt til skila. Regar Ford vaknaði, vissi hann ekki í fyrstu hvar hann var staddur. En svo þyrptust fram endurminn- ingarnar um atburðina kvöldinu áð- ur og hann spratt á fætur. »Hafið þér sofið vel?« spurði umsjónarmaðurinn. »Já, þakka yður fyrir. — Eg er yður þakklátur.« bætti hann við eftir dálitla umhugsun. Umsjónarmaðurinn gaut augun- um með eftirvænting fram að dyr- unum. »Yður liggur líklega mikið á. Eg —« Kvennmannsrödd heyrð- ist fyrir framan dyrnar, umsjónar- maðurinn þagnaði, og varpaði önd- inni, eins og honum létti fyrir brjósti. Ford heyrði einnig röddina og föln- aði. »Guð minn góður!« sagði hann lágt. Dyrnar opnuðst og inn kom undurfögur stúlka. »Tom!« »Ethel!« Ford dróg sig lítið eitt til baka, en stúlkan gekk þess hraðara til hans. »Ó! elsku Tom, loksins hefi eg þá fundið þig,« sagði hún svo blíðlega að umsjónarmaðurinn vikn- aði. Ford sagði ekkert. hann hafði mist málið í bráðina. Hann starði bara á stúlkuna sem hann elskaði. »Hversvegna komstu ekki* til baka« spurði hún og horfði innilega fram- an f hann. »Við — eg hefi altaf leitað að þér síðan.» »Veistu þá?« spurði Ford hás af geðshræringu. »Sagði Herbert —« »Hann hefir játað alt.« sagði hún raunalega. Og svo bætti hún við: »þú getur byrjað á sama starfi aftur það bíður þín.« Ford hélt áfram að stara á hana, án þess að skilja eða fylgjast með. Hann var alveg ringlaður og hugs- anirnar áttu erfitt með að myndast í höfði hans. En svo alt í einu varð honum altsaman Ijóst oghann rak upp óp, eins og hálfkæft grát- hljóð, um leið og hann vafði hana að sér og hvíslaði lágt: »Elsku hjartað mitt, er nú nóttin virkilega liðin.« Það sem hún svaraði, var honum einum ætlað að heyra. Jónas umsjónarmaður heyrði það samt, hann hafði staðið í herberginu hálfvandræðalegur og beðið eftir tækifæri til þess að komast burtu, og nú fanst honum hann ómögu- lega geta verið lengur inni. Hann gekk fram að dyrunum en Ford sá það og kallaði á hann til baka. »Eg álít að eg megi þakka yður að málið hefir snúistá þessa hlið.« »Nei þér hafið ekkert mér að þakka það var herra Thorne \—« Ethel hrökk saman. »Hvað er um hann?« spurði hún hvatlega. »Við höfum ekkert heyrt um hann síðan —« Varir hennar skulfu. »Eg fékk bréf frá yður í morgun herra um- sjónarmaður,« bætti hún við. »Hann er hér ekki lengur. — Hann flúði í nótt. Ef hann gæti byrjað nýtt líf í öðru Iandi, efast eg ekki um að enn gæti eitthvað orðið úr honum.« Ford reyndi að horfa í augu um- sjónarmannsins en hann leit undan. »En nú er víst best að þér takið herra Ford með yður ungfrú, því eg er að fara.« F*egar þau voru að fara út úr dyrunum, snéri Ford sér alt í einu við og gekk til baka. »Hvar erhúf- an mín eg yar búinn að gleyma henni.« »Tapið hefði ekki verið svo stórt þó hún hefði orðið eftir,« sagði Ethel glettnislega, þegar Ford hafði fundið húfuna, og sett hana á höf- uð sér. Ford tók húfuna ofan aftur og strauk henni mjúklega. »F*að skiiur þú ekki ennþá. F’essi húfaer nokkurskonar Aladdins turban, og hefði eg ekki eignast hana, þá hefði eg tæplega fengið að sjá þig aftur.—« Endir. Skrásetningarskrifstofa Hvanneyrarhrepps er opin virka daga frá kl, 12—2 Stór timburfarmur nýkominn í verzlunina Valhöll Akureyri. Ennfremur miklar birgðir af S H U m og alskonar byggingarefni. Akureyri 24. júlí 1917. Sig’. Bjarnason. Krystalstúttur fást í verzlun Aalesund. Reyktur Lax afbragðs góður nýkominn í verzlun Sig. Kristjánssonar. L e s i ð . Óbrúkuð sildarnet hefi eg til sölu. Mjög hentug sem drif- net. Stærð 12—14 f. x 250— 4 300 mskv. 19 á alin. Anton Arnasson Hjalteyri. Úrsmíða-stofa Siglufjarðar aðgjörð á Úrum, Klukkum, Barom G. Satnúelsson. Brunavátryggingar. Sjó- og stríðsvátrygggingar Skipa- og bátatryggingar. Líftryggingar allskonar. Þormóður Eyólfsson. Fram kemur út einusinni í viku ef hægt er. Verð tílaðsins er 1 kr. hver 15 númer — 10 aura í lausasölu. Afgreiðsla fyrst um sinn hjá Friðb. NíelssyniJ

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.