Fram

Tölublað

Fram - 24.07.1917, Blaðsíða 2

Fram - 24.07.1917, Blaðsíða 2
128 FRAM Nr. 36 Erlendar símfréttir. Khöfn 16. júlí. Eldsvoði í Prándheimi; kviknaði þar í enskum varn- ingi sem þar var geymdur. Tjónið margar miljónir. 2 menn fórust af Ceres og 5 af Vestu. Seglskipið „Áfram“ var skotið niður á leið til ís- lands frá Englandi. Khöfn 18. júlí. Rússar hafa tekið 36,600 fanga 1. til 13. júlí. Að- setur Rússastjórnar verður líklega flutt til Moskva. Blóð- ugar hermanna óeirðir í Petrograð og heimta þeir að stjórnin fari frá. Khöfn 21. júlí. Rússaher er í upplausn, þeir hlaupa burt af víg- vellinum og Pjóðverjar taka fjölda fanga. Eftir skeytum til Rvík. 4 þýska kafbáta sem allir létu það í friði fara, eftir að vita að það ætl- aði til íslands. En hið eina enska herskip sem það hiítir, lætur flytja það alla leið til Englands og halda því þar lengi. — Þvílík er vernd hins mikla Englands. Alþingi. Tillaga um að kjósa 7 manna nefnd til að athuga hvað gjöra skuli til tryggingar sjálfstæði voru var samþ. með öllum atkæðum. í nefnd- inni voru þessir kosnir: Rórarinn Jónsson, Matth. Ólafsson, Magnús Pétursson, Bjarni frá Vogi, Ben. Sveinsson, jón á Hvanná og Magn- ús Guðmundsson. Alsherjarnefnd og fjárveitinga- nefnd n. d. leggja til að frumvarp stjórnarinnar um hækkun á ellistyrkt- argjaldinu, nái fram að ganga. Pá hefir alsherjarnefnd e. d. lagt það til að frumvarp stjórnarinnar um borgun til vitna verði samþykt. Bjargráðanefnd n. d. flytur þing- ái.till. um að skora á stjórnina að vinda bráðan bug að innlendu kola- námi og heimila fé úr landsjóði til þess. Bjargráðanefnd e. d. skorar á stjórnina að birgja landið til árs, að kolum, salti og matvælum. Ný frumvörp: Um laxveiði. Um breiting á lögum um notkun bifreiða. Um stofnun prófessorsembætti í hag- nýtri sálarfræði, er sé bundið við nafn Guðm. Finnbogasonar. Um hafn- argjörð Porlákshafnar. Um stofnun útbús Landsbanka í Árnessýslu Um einkasölu á kolum. Um stýri- mannaskóla á ísafirði. Um tollhækk- un á öli, límonaði, tóbaki, vindlum og konfeckt. Um skiftingu bæjar- fógetaembættisins í Rvík. Um stefnu- frest til íslenskra dómstóla. Um breyting á lögum um fasteignamat. Um gjöld til holræsa og gangstétta á Akureyri. Um breyting á bæjar- stjórnarlögum Akureyrar. Um afnám forðagæslulaganna og annað um breyting á þeim. Ergðu þig ekki. Ergðu þig ekki þó ungur stofn vaxi vel á vordegi. Máske þú síðar mæddur að hausti þiggir skjól þess und limi. s. m. Fréttír. Raflýsingu á að fara að setja í Hótel ísland í Rvík. Eru vélar og áhöld öll komin þangað. Aflið til Ijósanna verður tekið úr hreyfivél nýja Bíos. Réttarhöldum útaf »Pórs-máIinu« er nú loksins lokið; endaði það með því að skipstjórinn, Hrómundur Jósefsson, samþykti að greiða 2000 kr. sekt, en 1000 kr. samþ. Magnús Magnússon að greiða vegna þess að nokkuð af víninu var flutt að hans ráðstöfun. Seglskipið »Kodan« sem stjórnar- ráðið var nýbúið að taka á leigu, og sem fór frá Englandi 7. þ. m. með 600 smál. af kolum, hefir ver- ið skotið niður. »íslands Falk«fórfrá Rvík í gær, áleiðis til Danmerkur. »Botnía« fór frá Rvík í gær, vest- ur og norður um land. Kemur við á ísafirði, Siglufirði, Akureyri og Seyðisfirði. Séra Porsteinn Pórarinsson, fyrr- um prestur að Eydölum í Suður- Múlasýslu, er nýlega látinn. Hann var einhver elsti prestvígði maður landsins, fæddur 18. sept. 1831, og gengdi prestembætti í frek 50 ár samfleytt. (Lögr.) Davíð Sch. Thorsteinsson læknir á ísafirði, hefir sótt um lausn frá embætti, og ætlar að flytja til Rvík- ur. Hann hefir gengt læknisstörfum í 36 ár, og er nú elstur af þjónandi læknum landsins. »19 júní« heitir nýtt mánaðarblað sem farið er að koma út í Reykja- vík. Ritstjóri þess er Inga L. Lárus- dóttir. Pað á að vera málgagn kvennfrelsis og kvennréttinda. Jón A. Guðmundsson frá Por- finnsstöðum ætlar að reka ostagerð í Ólafsdal í sumar, í langtum stærri stíl en áður. Er sagt að hann hafi fengið pantanir frá Khöfn um 18 — 22 þús. kg. af osti þessum. Bæjarstjórn Akureyrar er að láta taka upp allmikið af mó, sem hún ætlar að geyma til vetrarins handa bæjarbúum. Guflfoss og ísland eru á leið frá Ameriku og Willemoes kominn vestur. Selveiðaskip Péturs Thorsteins- sonar í Reykjavík er nýlega komið norðan úr íshafi og hafði fengið um 1000 seli. — Sömuleiðis erný- komið selveiðaskip P. A. Ólafssonar á Patreksfirði er hafði fengið 700 seli. Árni Eggertsson, fulltrúi Vestur- íslendinga í Eimskipafélaginu, hefir verið kjörin erindreki stjórnarinnar í verslunarmálum í Ameriku. Seglskip koma nú daglega til Rvík með kol og nauðsynjavörur. Steinolíuskip er á leið frá Amer- iku með olíu til Steinolíufélagsins. Síldin. Að kvöldi hins 20 júlí kom fyrsta síldveiðaskipið inn til Siglufjarðar með afla. Var það »Báran«, skip- stjóri ijtefán Jónasson. Sama kvöld- ið kom Lottie, skipst. Sigtryggur Jóhannsson. Fyrra skipið hafði um hálft þriðja hundrað tunnur, en hið síðara tæpar tvöhundruð. Bæði þessi skip t'engu síldina vestur hjá Skaga Var stormur talsverður og ilt að háfa síldina. Daginn eftir fóru skip- in austur á bóginn og komu þá mörg inn um kvöldið, höfðu fengið síld undan Héðinsfirði. Flest af skipum þeim sem hér eru nú eru mótorskip, aðeins tveir togarar frá Reykjavík þeir Apríl og Maí. Komu þeir báðir inn á laugar- daginn meðumlOOO tn. til samans. Af gufuskipum veiða ennfremur, Súlan, Leslie, Danía og Húrra. Strax í byrjun síldveiðatímabilsins sakna menn síldarverksmiðjanna, starfar engin þeirra nú í sumar nema verksmiðja S. Goos, og þó óvíst að hve miklu leiti, Á sunnudagsmorgun fór mk. Henning með fyrstu veiðina til hafs aftur til þess að kasta henni út- byrðis, hafði skipið fengið vélskaða og komst ekki til lands í tæka tíð. Hvíting, Leslie og Báran urðu einn- ig að fleygja nokkru. Er það sárt að þurfa að kasta þannig stórfé í sjóinn sem búið er að hafa tölu- vert fyrir og eyða til tíma og olíu. Nokkur annar svipur verður yfir Siglufirði i sumar en áður hefir verið, þar sem vantar allan flota Norðmanna og þann mannsöfnuð er honum fylgir. Má búast við að Norðmanna verði saknað hér af kaupmönnum, kvenfólki og útsvars- gjaldendum en þeir verða að hugga sig við það, að væntanlega líða ekki svo mörg ár, að Norðmenn komi ekki. H. Porst. Pétursson kviðslitnaði í gærdag við að færa til tóma ölkassa. Ólafur Porsteinsson tengdafaðir Stefáns kennara, and- aðist hér í bænum í gærkvöld. Hann var um áttrætt og hafði verið blind- ur í 10 ár. Frá lestrarsal alþingis. Eftir Morgunblaðinu. Freymóður Jóhann Jóhannesson sækir um styrk, til þess að halda áfram listmálaranámi í Khöfn. Sigríður Gísladóttir ráðskona Laug- arnesspítala, sækir um Iaunahækkun. Edilon Grímsson fyrv. skipstjóri sækir um ellistyrk eða dýrtíðarhjálp í eitt skifti fyrir öll. Björg Einarsdóttirprestsekkja sæk- ir um eftirlaunaviðbót. Jón J. Aðils háskólakennari sækir um 5000 kr. utanfararstyrk til rann sóknar á skilríkjum um sögu íslands. Sig. Guðmundsson frá Hofdölum sækir um 800 kr. styrk á ári í tvö ár til að halda áfram byggingafræð- isnámi. Daníel Jónsson og Guðl. Jóhann- esson, bændur á Eiði á Langanesi

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.