Fram

Tölublað

Fram - 04.09.1917, Blaðsíða 1

Fram - 04.09.1917, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Friðb. Níelsson og Hannes Jónasson. 1. ár. f Siglufirði 4. sept. 1917. 42. blað. Verzlun landsjóðs. Alt frá byrjun landsjóðsverslunar- innar, hafa ýmsir orðið til þess að setja út á stjórn og framkvæmd hennar, og það að nokkru leyti með réttu, þótt hinsvegar að um þær athugasemdir hafi, eins og oft vill verða, eins miklu ráðið pólitískar skoðanir, eins og réttlát sannfæring manna. En hvað sem réttmæti allra þeirra athugasemda, sem fram hafa komið um landsjóðsverzlunina líður, dylst oss það eigi að henni hefir verið að ýmsu leyti ábótavant. Má^ þar til nefna ófullkomna stjórn, þar sem verið er að setja nýja og nýja menn að verzluninni, sem hver öðrum er óvanari verzlunarmálum, einkum í stærri stíl. Ennfremur er skifting á vörum milli hinna einstöku héraða sem verið hefir í hinu mesta handa- skoli og alveg laus við alt »Princip« sem þó er nauðsynlegt til þess að fyrirbyggja misrétti, og til þess að fyrirbyggja ástæðulausar aðfinslur og óánægju. Pá hefir mönnum þótt kenna mis- réttis í afskiftum stjórnarinnar, eða landsverzlunarinnar af sigljngum og vöruflutningum meðfram ströndum landsins, þótt sá misréttur hafi aldrei komið eins greinilega fram eins og með Botníu síðast. Pað er alveg furða að stjórnin skuli leyfa sér og að forstöðumenn verzlunarskrifstof- unnar skuli Iáta hafa sig til að fremja annað eins ranglæti og það, að hækka flutningsgjald á olíutunnu til Siglufjarðar úr 5 kr. uppí 20 kr. en lækka flutningsgjaldið með sömu ferð úr 45 kr. ofaní 30 kr. á smál. til Húsavíkur. Atvik þetta vakti líka stórkostlega óánægju meðal útvegsmanna, og allra annara rétthugsandi manna. Var því boðað til fundar meðal út- gerðarmanna og kaupmanna síðast- liðinn þriðjudag, þar sem þetta at- riði ásamt fleiru var til umræðu.' Fundur þessi var afarfjölmennur, því hér eru margir útgerðarmenn og kaupmenn, og allir vilja þeir að landstjórn vor og landsverzlun sé réttlát og óhlutdræg í afskiftum sín- um af atvinnuvegum þjóðarinnar. Eftir töluverðar umræður var eft- irfylgjandi tillaga samþykt með öll- um atkvæðum: »Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir ýmsum aðgerðum stjórnarinnar í atvinnumálum þjóðarinnar, en sér- staklega þó afskiftum hennar af sjáfarútgerðinni. Vill fundurinn benda á meðal annars sem dæmi, að flutn- ingsgjald á steinolíu með »Botníu« síðast, er ákveðið kr. 20 fyrir tunnu, en óhæfilegust sýnist fundinum sú ráðstöfun, að flutningsgjald á stein- olíu til útgerðar, hækki um 300 prc. eða úr 5 kr. uppí 20 á tunnu, með sömu ferð og fiutningsgjald á mat- vöru til Húsavíkur lækkar um 33 prc. eða úr 45 kr. ofaní 30 kr. á smál. frá næstu ferð á undan. Krefstfund- urinn þess að flutningsgjaldið á ol- íunni verði lækkað svo mikið, að hlutföllin verði bygð á fullri sann- girni. Ennfremur lýsir fundurinn yfir því eindregnu áliti sínu, að það sé brýn nauðsyn að landsjóðsverzlun- inni, er nú hefir í höndum sér mik- inn hluta allrar verzlunar landsins, sé stjórnað af reyndum, æfðum og áreiðanlegum mönnum, með sér- þekkingju á verzlunarmálum ogauk þess sé héreftir haft betra eftirlit með afgreiðslu landsjóðsskipanna út um land, en átt hefir sér stað und- anfarið, þar sem fundurinn aðgefnum tilefnum, álítur að landstjórnin hafi ekki með mannvali sínu séð fyrir svo góðri afgreiðslu sem unt hefði verið. Að síðustu mótmælir fund- urinn allri hækkun á útflutnings- gjaldi af sjáfarafurðum frá því sem nú er en krefst þess að verðhækk- unartollurinn verði afnuminn, sökum þess hnekkis er sjáfarútvegurinn hefir orðið fyrir á þessu ári. Fund- urinn skorar á þingmenn Eyjafjarð- arsýslu að taka til tlutnings tillögur þessar í þinginu, í sameiningu við aðra þingmenn er kunna að fá slíkar áskoranir frá sínum kjördæmum«. Fundarsamþykt þessi var strax símuð til alþingismanna Eyjafjarðar- sýslu til þess þeir gætu tekið mál- ið til athugunar og gert tilraunir til að fá óskir fundarins uppfyltar. Að endingu viljum vér taka það fram að vér getum ekki fallist á eitt atrlði í ofannefndri fundarsamþykt en það er afnám verðhækkunartolls- ins. Vér álítum að hann megi undir 'engum kringumstæðum falla niður, því hann mun vera einhver sá rétt- látasti af núverandi tekjuliðum land- sjóðs, sé hann bygður á réttum grundvelli. Tjörnesskolin. Eftir því sem skýrt var frá í síð- asta blaði af Fram hefir hreppsnefnd Hvanneyrarhrepps algjörlega bognað við að útvega hreppsbúum kol úr námunum á Tjörnesi. Ástæðan fyrir þessu mun vera að- allega sú, að ekki hafa neinir menn boðist til að fara í námurnar, til þess að vinna kol þar fyrir hreppinn. Hér í sumar var auglýst eftirmönn- um til þessarar vinnu, það var þeg- ar mest var um síldina, þá hefir líklega enginn gefið sig fram, síðan mun lítið eða ekkert hafa verið reynt. Eg hefi átt tal við nokkra menn, sem hafa látið í ljósi að vel gæti verið að þeir væru fáanlegir, en enginn hafi farið fram á það við þá nú upp á síðkastið. Hreppsnefnd- inni hlýtur að vera það Ijóst, að ekkert fæst án fyrirhafnar, og fyrst hún tók að sér þetta mál, ætluðust menn til að hún réði því farsællega til lykta, en það hefir hún ekki gjört. Nú er ekki útlit fyrir að rneira verði um síldveiði, þorskveiðar hafa ver- ið hér stopular undanfarin haust, og svo getur verið enn, lítið liggur hér af síld til hirðingar, aðeins ein síld- arverksmiðja starfar, hvað ætla menn þá að vinna í haust? Að vandræði verða með eldsneyti í vetur sjá allir, hreppsnefndin veit það líka, þessvegna þarf eitthvað að gera, henni var skyldast að hafa framkvæmdina á hendi, hún er líka, eða svo skyldi maður ætla, skipuð bestu og duglegustu mönnumsveit- arinnar. En því hættir hún þá við alt, einmitt þegar Iíkur eru að verða til að menn fáist? Það er náttúrlega illgirnislegt, að ímynda sér að hver nefndarmaður hafi hugsað sem svo: »Eg get séð mér farborða, sjái aðrir um sig.« En það liggur óneitanlega nærri að láta sér detta þetta í hug. Margir af þeim er vantar kol, eru svo settir að þeir ómögulega geta farið frá heimilum sínum þó þeir gjarnan vildu, er líka óskynsamlegt að hver vinni fyrir sig, betra að 10 — 20 menn færu, og störfuðu fyrir alla þá er kol vilja fá. Er ekki eitthvað til hér af dug- legum og framtakssömum mönnum — utan hreppsneíndar — sem gang- ast vilja fyrir því að reynt sé að fá menn til þess að fara austur nú í þessum mánuði ef tíðarfar leyfir. Pó hreppsnefndin hafi gefist upp, eru ekki allir aðrir skyldugir til að elta hana. H. Bannhreyfingin í Danmörku. Pað hefir lengi verið trú manna að vínbannsstefna ætti litlu fylgi að fagna í Danmörku, og alleríitt hefir bindindismálið átt þar uppdráttár, að því er sagt hefir verið. Mun því mörgum koma á óvart sú fullyrðing sem »Nationaltidende« hafði fyrir skömmu síðan eftir bindindisfröm- uðieinumdönskum, Edholm »kamm- erassessor«, sem sé, að við tilrauna- atkvæðagreiðslu í Hjörring og Ála- borgar ömtum hafi það komið í ljós að 90 prc.— níu afhverjum 10 kjósenda hafi greitt atkvæði með al- gerðu vínbanni í landinu (Landsfor- bud mod Spiritus). Ennfremur segir blaðið að bindindismenn geri ráð fyrir því að helmingur kjósenda í Khöfn sé banninu fylgjandi og að í allri Danmörku muni 75 prc. allra kjósenda frá ára aldri vera bann- menn. »Nationaltidende« segir að þess- um staðhæfingum verði vafalaust mótmælt af hálfu andbanninga, en ekkert verði um það sagthvorir hafi réttara fyrir sér fyr en skorið verði úr því með almennri atkvæða- greiðslu. Vísir. Sorglegt slys. Fyrir nokkrum dögum vildi það sorglega slys til á Akureyri, að trjá- viðarstafli hrundi ofan á 10 ára gam- alt stúlkubarn, og limlesti það og knúsaði svo að það dó þegar í stað. Barnið átti Benedikt Steingrímsson skipstj. og kona hans. Þetta er því tilfinnanlegra, þar sem þau hjónin mistu nokkra ára gamlan dreng 1915 af slysum lika; datt út af bryggju og druknaði. — Þau eiga nú aðeins eitt barn eftir á lífi.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.