Fram

Issue

Fram - 04.09.1917, Page 2

Fram - 04.09.1917, Page 2
152 FRAM Nr 42 Síldveiðin. Síldarhlaup svolítið kom seinni part síðustu viku. Fengu nokkur skip frá 30 upp til 200 tunnur. Sum urðu þó alveg útundan. Síid þessi veiddist austur á Grímseyarsundi og kvað hafa verið fremur lítið um hana þar. Vertíðin í sumar er sú bágasta sem þekst hefir, síðan síldveiði með herpinót byrjaði hér fyrir norður- landi. Hjálpast þar margt að. í fyrstu meðan gæftir voru þolanlegar, var lítill kraftur í síldargöngunni, mikið minni en vanalega, svo byrjaði ó- tíðin, kuldar drif og sjógangur, sem algjörlega hindraði alla veiði. Ný ganga mun þó hafa komið sem vana- legá, en til hennar náðist ekki, og nú er orðið svo áliðið tímans, að ekki er útlit fyrir að úr rætist síst að nokkrum mun, Skip þau og bátar er stundað hafa reknetaveiði, hafa fengið dálítið, og Esther, kúttari eign P. J. Thorsteins- sons er veitt hefir í reknet í alt sumar er sagt að muni hafa álíka mikið og mótorskip þau er hafa haft herpinót, og mest hafa. Pau áhrif er síldarleysi þetta hefir munu víðtæk. Snerta þau bæði land- sjóð, útvegseigendur og verkalýð, er harðast verður úti. filfinnanleg- ast mun það þó verða fyrir kvenn- fólk, sem hefir bygt á að hafa, eins og að undanförnu, aðalatvinnu sína um síldartímann, mun margt af því svo statt nú, að tæplega á það fyr- ir fargjaldi til Rvíkur, ert þaðah eru flestar þær stúlkur sem hér eru að- komandi. Útvegseigendur þeir er ekki standa á gömlum merg, munu einnig eiga ervitt nú, en sú er bót í máii, að bankarnir hafa nóga peninga og líklegt að þeir breyti rétt á þann hátt, að þeir gjöri menn ekki gjald- þrota þó ervitt verði um skil yfir eitt ár. Verði menn gjaldþrota í hópa- tali, má búast við að kjarkurinn minki til áframhalds, bæði af þeim sömu mönnum, og af öðrum nýum. Peir sem ekki eru blindaðir af gorkúlureyk úr sveitum, hljóta að sjá, að án sjáfarútvegsins getur fs- land ekki verið, og hvert það fyrir- tæki sem getur verið til heilla fyrir ■landið og þjóðina íheild sinni,jafn- snemma og fyrir eiganda, á tilkall til að geta lifað, og að fá styrk úr þeim hjálparlindum sem landið hef- ir til umráða og sem ætlaðareru því til þroskunar. Beinlausi bitinn. í steininum vel menn það vita, valdhafar mat geyma sinn. En hver átti »beinlausart« bita er borinn var síðast þar inn? s. m. Erlendar símfrétíir. Khöfn 27. ágúst Italir rjúfa fylkingar Austurríkismanna norðan við Georz og hafa náð Monte Santo. Khöfn. 28. ágúst. 2500 fulltrúarsækjaalsherjarstjórnmálafund í Moskva Talið sannað að Sukhamlinov áður hermálaráðherra Rússa hafi birtmiðveldunum hernaðarleyndarmál Rússa. Khofn 29. ágúst Áköf sókn ítala. Austurríkismenn á flótta. Bandaríkin skerpa eftirlitið með útflutningi til hlut- lausra þjóða. Stjórnarráð PóIIands leggur niður völd. Khöfn 30. ágúst. Alsherjar verkfall í Sviss og uppþot af matvælaráð- stöfunum stjórnarinnar. Khöfn. 31. ágúst. Enginn árangur af Moskvafundinum. Khöfn. 1. sept. Sjóorusta í dag í Ringkjöbingflóa. Enskir tundur- spillar ráku 4 torpedo-Trawlara 'á land. Pýskar flugvél- ar og kafbátar tóku þátt í orustunni. Áköf áhlaup Austurríkismanna hjá Isonzo. Eftir skeytum til Rvík. Fréttir. Ur bænum. Afmæli: 5. sept. Kr. Tómasson, trésmiður Sterling- kom hingað í vikunni sem leið sunnan og vestan um land í sinni fyrstu strandferð. Virtist koma skips- ins hingað hafa töluvert gleðjandi áhrif á menn, en það mun hafa ver- ið yfir að sjá landsins fyrsta strand- ferðaskip, og er það síst að lasta. Hreppsnefndin hélt fund í gærkvöld og voru þessi mál á dagskrá: 1. Fundargerð raflýsinganefndar um erindi H. Söbstaðs um rafafl til tunnuverksmiðju sinnar þar sem nefndin leggur til að Söbstað verði ekki veitt neitt afl fyr en hann hafi útvegað straummælir þann sem hann samkv. samningi á að hafa, en þá aðeins til verksmiðjunnar en ekki til annara véla. — Fundarg. samþ. 2. Fundargerð sömu nefndar um lagnjngu þráðbrautar í loftinu, þar sem hún leggur til að Söbstað verði því aðeins veitt leyfi til að leggja brautina, að full trygging sé fyrir því að Ijósakerfi bæjarins sé engin bætta búin. — Eftir miklar umræð- ur var frestað að taka ákvörðun um málið til næsta fundar. 3. Ósk frá nokkrum bændum í hreppnum um að hreppsnefndin gengist fyrir að hrútasýning yrði haldin hér í haust. — Samþykt að efna til sýningarinnar, 4. Oddviti skýrði frá því að hann hefði keyft 125 sekki af hafragrjón- um, hvern 90 ensk pund og þeir væru á leið frá Rvík með »Valborg«. — Var samþykt að selja 75 sekki til heimilisfastra manna í hreppnum en geyma 50 sekki þar til éf skort- ur yrði síðar. Söluverð var ákveðið 35 kr. sekkurinn, 5. Hafnarnefndin ámint um að láta nú til skarar skríða með að rífa skipsskrokkana á leyrunni, svo fólki gæfist kostur á eldivið úr þeim. 6. Samþykt að síma út pöntun á rottueitri og reyna að fá það sent með fyrstu ferð. Uppþot allmikið gerði maður nokkur hér í bænum, nóttina sem Sterling lá hér. Er sagt að hann hafi brotist inn í eitt veglegasta kvennabúr kaupstaðarins og rekið þar út eitt- hvað af sauðum en sest að sjálfur, en þá brá svo við að allar meyj- arnar flýðu húsið. Fór náungi þessi þá út og gerðisí all mikilvirkur, t. d. rak hníf í kinnina á einum, flumbl- aði hendina á öðrum með flösku- broti, beit í fingur á þeim þriðja og ýmislegt þessu Iíkt. Var hann loks handsamaður af hreppstjóranum og nokkrum vöskum drengjum lög- reglustjórinn var ekki heima — og fluttur í steininn. En er þangað kom tók ekki bqtra við því allir klefarnir voru fuiiir, varð því að gefa upp sakir bæði kjöttunnum og smjördunkum svo hægt væri að hola þessum manni niður. —- Daginn eftir kom lögreglustjórinn heim, og mun hann þá hafa tekið manninn til bæna, að minsta kosti er búið að sleppa honum nú, en sagt er að aumingja maðurinn hafi þar orðið að þola harðan dóm fyrir framferði sitt, því fyrir utan allar áminningar hafi hann orðið að borga 25 kr. sekt. Kvöldvísa.' Senn, mun svásust renna sunna, niður að unni svífur af köldum sævi svali yfir bala. Blóma blíður Ijómi bikar sínum lýkur aftur, en öld sér Iyftir í anda, að drottins landi. H. j. Eimskipafélagið hefir fengið skeyti um að Villemoes væri farinn frá New-York hlaðinn steinolíu, og að útflutningsleyfi væri fengið á 500 smálestum með Lagarfoss. Pingið hefir verið framlengt til 10 september. Mörg seglskip hafa verið að koma til Rvíkur, undanfarna daga, aðal- lega með salt. Tíðin er sögð mjög köld á Suð- urlandi, mikil frost um nætur og slæmt útlit með atvinnu þar í vetur. Hjónaskilnaður er mjög tíðir í Japan. Er sagt að þriðja hvert hjóna- band endi með skilnaði. Engarskorð- ur eru þar reistar við hjúskaparslit- um, og engar deilur v.erða um það hjá hvoru foreldranna börnin skuli vera, því að lög mæla svo fyrir að þau skuli fylgja föðurnum. Símalínur jarðarinnar eru svo lang- ar, að ef þær væru allar áfastar, mætti spenna þær 40 sinnum um- hverfis hnöttinn.

x

Fram

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.