Fram

Tölublað

Fram - 04.09.1917, Blaðsíða 3

Fram - 04.09.1917, Blaðsíða 3
Nr. 42 FRAM 153 Betra er að vita rétt, en hyggja rangt. Að gefnu tilefni skal þess hér opinberlega getið, að sagan um tunnuþjófnaðinn frá þeim hr. Runólfi Stefánssyni og hr. O. Grönvold, sem borin var út morgunin 28. ág. virðist algjörlega tilhæfulaus. Eig- endur og umsjónarmenn tunnanna gátu ekki séð að við þeim hefði verið hreyft umrædda nótt, og vöku- mennirnir sem komu fótum undir söguna, hafa nú í votta viðurvist lýst því yfir, að þeir sáu enga tunnu tekna né flutta burtu frá þeim Runólfi, aðeins héldu, ímynduðu sér, og voru hræddir um, að báturinn, sem lenti í nánd við tunnurnarhefði flutt eitthvað af þeim burt með sér og þ a ð hafa þeir sjálfsagt sagt satt. Rað þarf ekki fyrirferðar mikið vit til að sjá, hver munur er á því að ímynda sér og staðhæfa, eða hinu, að standa við orð sín og sanna þau. Vissum vökumönnum mætti gefa þá bendingu, að betur færi á því, að þeir litu samviskusamlega eftir sínu svæði, áður en þeir reyna að gjöra aðra vökumenn tortryggilega. Siglufirði 29. ágúst ’17. ísl. Gíslason (vökumaður.) Nýja sprautuhúsið. Eftir Hindevig Winther. »F*að er stórkostlegt, það má guð vita, stórkostlegt,« drundi Wang að- alsmaður, um leið og hann settist í mjúkan hægindastól við ofninn, sem var uppáhaldssæti hans, og stofu- kattarins. »Hefir nokkuð ilt komiðfyrir þig elskan mín?« spurði frú Wang, um leið og hún tók upp lykkju á sokk- num, sem hún var að prjóna, sem hún hafði mist niður um leið og maður hennar kom inn. »IIIt, já eg held það sé slærnt að sjá greindann mann alt í einu verða bandvitlausann.« »Æ guð hjálpi mér hver er orð- inn vitlaus?« frú Wang misti aftur niður lykkju, tók af sér gleraugun til þess að geta betur séð framaní mann sinn. »Presturinn nátturlega, hver gæti það svo sem annar verið?« »Séra Adler?« tók dóttir aðals- mannsins framí, ung og fögur dökkeygð stúlka, sem sat við borð- ið með sauma sína. »Góði Wang, það getur þó ekki verið meining þín,« sagði kona hans. »Eftir hreppsnefndarfundinn í dag, efast eg als ekki um að hann sé orðinn vitlaus,« sagði Wang og barði ofaní stólarmana; »hve mikið sem eg talaði á móti því, og færði á- stæður fyrir að það væri óðs manns æði að byggja nýa sprautuhúsið á gérðinu, heldur bak vió kirkjuna, þið vitiða þessum eina litla bletti sem er hér óræktaður, en hann lét sig ekki og fékk meirihluta atkvæða með sér. HUgSið þið ykkur, hann vill taka af mér gérðið sem eg mjólka kvíærnar mínar á, þennan litla part, sem frá alda öðli hefir verið álitinn tilheyrandi jörðinni.« »Sagðir þú þá ekki að það væri þín eign?« »Hvort eg sagði það! Ert þú vit- laus kona, jú nátturlega sagði eg það,« þrumaði Wang, en hann kom meðskjöl semhann sagðiað sönnuðu nægilega að þessi skiki væri eign hreppsins.« »En séra Adler er þó besti vinur þinn, pabbi,« tók Rut framí, »þeg- ar þú talar alvarlega um þetta við hann, mun hann fljótlega skifta um skoðun.« »Hann vinur minn! Nei hann er bara sjálfs síns vinur — og svo bændanna, það er hann; hann smjaðr- ar fyrir þeim, því hann heldur þá kanske að offrið verði ríflegra. Já, þessir góðu prestar vita hvernig þeir eiga að hafa það.« Aðalsmað- urinn talaði alt af með meiri og meiri ákafa og var orðinn þrútinn af reiði. »Pað er ómögulegt pabbi, séra Adler hugsar ekki um það, þú veist það sjálfur ofur vel. Hann hefir ver- ið aiveg viss um að hann hefði rétt.« »Hvað ert þú að þvaðra kjáninn þinn, hvað veist þú um það! Það færi þér alveg eins vei að læra eitt- hvert ærlegt verk, eins og tala um hluti sem þú hefir ekkert vit á. En það skal eg segja þér, að eg vil ekki hafa að þú hafir nokkur mök við prestsfólkið um þessi jól, eng- ar heimssóknir skilur þú það?« »En kæri Wang, það eru þó henn- ar einustu vinir. — Pú ætlar þó ekki að banna henni að finnadætur Adlers það á líka að vera þar ball á nýárs- dag.« Frú Wang prjónaði af kappi. »Pá get eg sjálfur haft ball ef Rut þarf endilega að dansa. Að hugsa sér það, að þeir vilja setja sprautuhúsið á gérðið, hérna fast við bæinn. — Pað má guð vita að eg læt það fara fyrir rétt! Rut kveiktu á lampanum á litla borðinu, eg ætla að gæta að hvort eg á ekki einhver gömul skjöl sem sanna eignarrétt minn á gérðinu. Eg fer til lögfræð- ings á morgun til að vita hvort ekki er hægt að stöðva hann, þennan góða prest.« Aðalsmaðurinn stóð upp, og stóri kötturinn, sem hafði setið þolin- móður og beðið eftir þeirri stundu, stökk uppí stólinn. Frú Wang prjónaði af kappi og brosti til dóttur sinnar, þegar Wang skellti eftir sér hurðinni. Pað var eins og vindbylur hefði hvinið í stofunni meðan Wang var þar inni, en nú var.loftið aftur milt og alt kyrt. »Rut, þegar faðir þinn er í iliu skapi ættir þú aldrei að hafa neitt á móti því sem hann segir þú veist að hann þolir það ekki.« Pað er óttalegt að lifa í sambúð við niann, sein er eins óréttlátur eins og pabbi.« »SvoIeiðis á maður ekki að tala um föður sinn,« sagði frúin ávítandi. Pað er ekki vanalegt að segja mað- ur um föður sinn.« »Er pabbi ekki maður?« spurði Rut hlæjandi. »En þú hefir líka spilt honum óttalega. Pegar eg giftist skal eg sjá um að maðurinn minn verði ekki svona vondur í skapinu.* »Rut!« »Kanske þér finnist það elsku merki að banna mér að skemta mér um jólin. Og ef eg fæ ekki að finna Theu og Emmu, þá hefi eg enga skemtun.« »Pú veist að eins fljótt og faðir þinn verður reiður eins fljótt er það úr honum aftur, ef ekki er haft á móti honum. Við látum sem ekkert sé, og svo ferð þú til prestsins eins og þú ert vön.« Rut stóð upp og kysti móður sína. »EIsku mamma, hvernig ætli heim- ilislífið væri án þinna bætandi áhrifa.« Eg er vissum að við pabbi mynd- um slást.« »Af því þú á þinn hátt, ert eins skapstór og hann, legðu það niður í tíma barnið mitt, ef þú einhvern- tíma elskar og bindst manni, þá mun það oft verða þér örðugt.« Og þegar eg elska jafnast það alt, því alveg eins uppstökkur og pabbi, verður sá ekki sem eg vel mér.« Rut beigði sig yfir vinnu sína og brosið sem iék um varir hennar, var besta sönnunin um að hún kveið ekki framtíðinni. Reiði Wangs var ekki eins fljótt áenda og frúin hugsaði. Adler hitti ha'ns veikustu hlið, því gérðið bak við bæinn þótti honum sérlega vænt um, máske einmitt vegna þess eð eignarréttur hans á því var svo miklum vafa bundinn, og af því að áður hafði verið reynt að ná því frá honum. Hann hataði þessa hreppsnefnd- armenn sem höfðu nefið alstaðar; fyrir stuttu hafði verið aukinn á hon- um skattur, þrátt fyrir það þó þeir vissu hvað hart var í ári. Hann fór í kaupstaðinn að finna málaflutningsmanninn, sem lofaði honum hjálp sinni. »Eg kæri mig ekki um að eiga jörðina ef gérðið verður tekið frá mér,« sagði Wang. Rut notaði fjærveru föðurs síns til þess að finna prestinn, sonur hans var nýkominn heim í jóla- leyfinu. Pað var öllum kunnugt að Karl Adler hafði verið að draga sig eftir Rut, en það var heimuglegt milli þeirra að Rut hafði nýlega fengið bréf frá honum þar sem hann bað hennar, Hverju Rut svaraði ’opinberaðist við fund þeirra á prestsetrinu, og þar var mikil gleði, því öllum þótti vænt um Rut. En hvernig áttu þau nú eins og ástóð, að láta föður hennar vita þessi tíðindi, hann sem hafði bannað henni að heimsækja vini sína á prestssetrinu. Karl fylgdi henni heim á leið og reyndi að hug- hreysta hana. »Eg og faðir þinn höfum æfin- lega verið bestu vinir,« sagði hann »og þetta sprautuhús verður þó ekki til að gjöra alla gamla vini ræka úr huga hans.« »Pú þekkir pabba ekki, hann er alveg eins þrjóskur eins — eins og hún dóttir hans.« ' Framh. Samur og jafn. Pó að festi heimur hönd í hári mínu og jafnvel þó eg þiggi skeinu. Pað ei virði eg að neinu. í æsku lærði eg að hata alt hið ranga. Góð hyað kendi móðir megi, mér hefir fylgt á æfi vegi. Pví hef eg stundum hrópað hátt og harkalega. Er ýmsir valdi illa beittu, öðrum svo að skaða veittu. En það hið illa á sér vini altof víða; laut eg oft í lægra haldi lýðurinn ei sannleik valdi. Nú eg gamall orðinn er og ætti að vita. Að ekki er holt að uppúr sjóði ólga þó að vaxi í blóoi. En eg er hræddur um á meðan æfin treynist. Pó elli köld mig örmum spenni, að orð ei breytist mín né penni. s. m. Purkaðar Aprecots besta tegund fæst í verzlun Sig. Kristjánssonar. Gullstáss mikið úrval komið aftur Pál! S. Dalmar. Sætsaft útlend 5 teg. og Syltetau í lausri vigt fæst hjá Páli S. Dalmar. Vinnulaun yðar munu endast lengur en vana- lega, ef þér gerið innkaup í hinni alþektu ullarvöru- og karlmannafata- verzlun. — Vöruhúsinu. — Margar vörur. Gamalt verð. Vöruhúsið Siglufirði.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.