Fram - 13.04.1918, Síða 4
42
Nr. 11
Eg undirritaður tek að mér að ráða verka-
fóík, til sjáfar og landvinnu á komandi
sumri; eg hefi talsverða reynslu í því efni, og
feg’g’ áhersiu á, að útvega aðeins duglegt og
reglusamt fólk. Peir, sem óska að nota mína
milligöngu semji nánar við rnig bréflega eða
símleiðis.
Reykjavík, 12. marz 1918.
Sigurður Þorsteinsson.
Barónsstíg 10.
að ánni Isonso var eftir orustuna
teknir 10 þús. drepnir ítalir og Aust-
urríkismenn. Fjarlægðin frá herlín-
unni að ánni er 1800 metrar. Tíu
þús. manna drepnir á svolitlum bletti.
Og slátrunin heldur áfram, og með
hverjum degi eru drepnar og lim-
lestar lOþús., ogaftur lOþús. manna.
Herteknir menníPýskal.
—o—
f bók er ameríski sendiherrann sem
var í Berlín þegar stríðið byrjaði,
James W. Oerard, hefir skrifað, og
heitir: Pau fjögur ár er eg dvaldi í
Pyskalandi, stendur eftirfylgjandi kafli:
»Eg hafði heyrt svo margar frá-
sagnir um, að þýskir borgararbök-
uðu herteknum mönnum svo marg-
vísleg óþægindi, að það gladdi mig
mjög mikið, að lesa ofurlitla grein
i Norddeutsche »Allgemeine Zeit-
ung,« sem þetta var aðal inntakið í:
s-Peir íbúar bæjarins N. N., sem
nefndir eru hér á eftir, hafa gjört
sig seka í óhæfilegri framkomu gegn
herteknum mönnum, og eru því
dæmdir til fangelsis og sekta, sem
hér segir, og nöfn þeirra eru skráð
hér, til þess að þau geti geymst,
og hinar komandi þýsku kynslóðir
minst þeirra með verðskuldaðri fyrir-
litningu.«
Par næst fylgdi [skrá yfir nöfnin,
fangelsisvist og sekta upphæðir.
Nafn bæjarins, sem er nálægt landa-
mærum Danmerkur og Pýskalands,
var einnig tilfært. Eg varð glaður
yfir því, að þýska stjórnin loks hafði
fengið opin augun, svo hún var far-
in að sjá, að nauðsynlegt var að
vernda hertekna menn fyrir árásum
borgaralýðsins, og eg skrifaði am-
eríska konsúlnum í Kiel, og bað
hann að útvega nánari upplýsingar
í málinu. Hann tilkynti mér svo, að
nokkrir vesalings fangar hefðu farið
um þennan tilnefnda bæ í Norður-
Slésvík, og að þeir hefðu látið í Ijósi
að þeir kveldust af hungri og þorsta,
höfðu þá nokkrir góðhjartaðir dansk-
ir íbúar bæjarins gefið þeim lítið eitt
að borða og drekka, en til hegn-
ingar fyrir þetta voru þeir dæmdir
í fangelsisvist og sektir, og til þess
að nöfn þeirra skyldu geymd uin
aldur og æfi, svo allir Þjóðverjar
gætu minst þeirra með fyrirlitningu
og óvirðingu. Eg þekki ekkert sem
betur sannar það hatur, sem hin
þýsku yfirvöld höfðu á þeim þjóð-
um, er voru í ófriði við Þýskaland.
Bæjarfré ttir.
—o—
Afmæli.
14. apr. Baldvina Baldvinsdóttir ungfrú.
15. » Þormóður Eyólfsson kaupm.
16. » Quðný Pálsdóttir ekkjtrfrú.
18. » Jóhann Sígurgeirsson trésm.
18. » Ólína Ólafsdóttir húsfrú.
Tíðin
hefir verið mjög umhleypingasöm þessa
viku, ýmist norðanhríðar eða hláka, fs
hefir verið hér nærri úti fyrir, og frést hef-
ir að Sterling hafi siglt í gegnum ís fyrir
Sléttu, og að hann hafi verið um þrjár
mílur undan Langanesi, þegar hún fór þar
fyrir fyrripart vikunnar.
H. Söbstad
hefir leigt þrjá mótorbáta úr Ólafsfirði,
sem eiga að ganga til hákallaveiða. Hafa
þeir einu sinni farið út, en urðu að koma
inn strax aftur vegna veðurs.
Mannslát.
Nýlega er látin hér í bænum ekkjan
Katrín Loftsdóttir. Hún misti mann sinn á
skipinu Kári, er fórst á Eyjafirði í hinum
svokallaða Kárabyl. Voru börn þeirra þá
ung 5 að tölu en þó hún væri fremur fá-
tæk, tókst henni að ala þau upp, og eru
þau hin mannvænlegustu. Katrrn 'sál. var
vel skynsöm kona, góðhjörtuð og vel lát-
in af öllum, H.
Hákallaskip
hinna sameinuðu verslana er nú verið
ið útbúa til veiða. Er nú ólíku betra að
eiga skip sín á Siglufirði en Akureyri, þar
sem öll vorvertíð tapast vegna íssins, sem
ennþá liggur á Eyafirði út að Hjalteyri.
Skyldi ekki Siglufjörður með tímanurn
verða framtíðarlægi als skipastóls Eya-
fjarðar, þegar búið er að dýpka höfnina?
Sam tíningur.
—o—
Síldveiðin í Noregi bæði við Krist-
jánssund og Haugasund hefir geng-
ið afarilla í vetur, ekki aflast helm-
ingur á móti því í fyrra. A einstöku
skipum hefir tap á útgerðinni verið
alt að 50 þús. kr. Ástandið er yfir-
leitt ilt í Noregi, skortur á flestum
eða öllum matvælum.
Milli 56 og 60 gráðu suðlægrar
breiddar má sigla umhverfis jörðina,
án þess að nokkurstaðar sjái land.
Nú á tímum má svo að orði kveða,
að allir hlutir séu falsaðir og eftir-
myndaðir. í New-York er farið að
búa til vindla, úr eintómum pappír.
Pappírinn, sem er laus í sér og mjúk-
ur, er gegnvættur í tóbakssósu og
þurkaður svo. Síðan er hann högg-
vin út í lögun sem tóbaksblöð, og
svo nákvæmlega líkt, að æðar sjást
í blöðunum. Ressir vindlar eru mjög
ódýrir og mikið reykíir.
í mörgum löndum eru fæðuteg-
undir einnig faisaðar. í Ameríku
hafa menn fundið verksmiðju, sem
einungis framleiðir möndlur úr rófna-
afgangi frá sykurgjörð. Önnur verk-
smiðja þar býr*til súkkulaði úr sykri,
mjöli, okkurdufti, kindamör og kac-
aohýði.
Eitt hið stærsta barnaheimili sem
til er í heimi er í Moskva. Pao var
sfofnsett af Katrínu II., og er fram-
fært með tolli af spilum.
Tundursendillinn, sem nú er eitt
af mikilvægustu vopnum herflotanna
fékk ekki sérlega góðar viðtökur í
fyrstu. Hann er fundinn upp af Ful-
ton árið 1805, var þd reyndur og
gekk vel, en stjórnin vildi ekkert
með uppgötvunina h?.fa. Hið fyrsta
ríki er fékk sér tundursendil, var
Noregur, árið 1873.
Gamla lifur kaupir hæsta
verði O. Tynæs.
70
Mr. Pemberton, sem þóttist vera orðinn viss um að bar-
oninn hefði mælt sér mót á þessum slóðum, áleit réttast að
skifta enn um búning.
Hann tók af sér hattinn og fleygði honum, frakkann lét
hann fara sömuleiðina, hárkollunni stakk hann í barm sinn.
Innan undir frakkanum var hann í bláröndóttri vinnuskyrtu,
upp úr vasa sínum tók hann lérefts kaskeiti, stakk krítarpípu
í munn sér, og lallaði svo hægt áleiðis þangað er baroninn
stóð.
Dulbúningur Mr. Pombertons var ágætur, engum gat
dottið annað í hug en hann væri yerkamaður á heimleið frá
verksmiðjunum.
Fólkið hélt áfram að streyma eftir götunni, en baron-
inn stóð grafkyr, og Mr. Pemberton slepti ekki af honum
augunum. Alt í einu sá Mr. Pemberton hóp karla og kvenna
koma út úr klæðaverksmiðju einni, og í sama bili gekk bar-
oninn á eftir hópnum, þó hélt hann sér í skugganum við
húsin.
»Skyldi Mr. Jones vinna á þessari verksmiðju, og bar-
oninn vera að leita að honum?« sagði Mr. Pemberton við
sjálfan sig um leið og hann gekk í sömu áttina sem bar-
oninn, »það er ekki líklegt, nemaef baroninn væri að njósna
um hann.«
Verkamennirnir voru nú komnir á götuhornið, skiptu
þeir sér þar, og urðu samferða tveir eða fleiri eftir því sem
leið þeirra lá.
Ungur fátæklega búinn verkamaður, og sömuleiðis ung-
ur hár og velvaxinn kvenmaður urðu samferða inn í Blund-
elstræti, sem liggur jafnhliða Brandonstræti, baroninn fylgdi
71
þeim eftir, og Mr. Pemberton, sem gat til að baroninn vildi
hitta þessar persónur, gekk á eftir.
Kvenmaðurinn og karlmaðurinn héldu áfram eftir ýms-
um smá götum þar til þau hurfu inn í hús eitt i Furlong-
stræti. Baroninn staðnæmdist augnablik fyrir utan húsið, og
gekk svo hugsandi áleiðis til næstu aðalgötu, niðurlútur
með hendurnar á baki sér.
Pegar hann kom á aðalgötuna kallaði hann á vagn er þar
var nærri.
»Nú byrjar spretturinn aftur,« muldraði Mr. Pemberton,
sem altaf hafði verið á hælunum á baroninum, »hvert skyldi
leiðin liggja nú?«
í því heyrði hann baroninn segja við ekilinn um ieið og
hann sté inn í vagninn: »Til Albertvegar 23.«
»Þá er það búið í kvöld,« sagði Mr. Pemberton. »Byrj-
ar aftur á morgun.« Að svo mæltu hélt hann heimleiðis.
Seinnipart næsta dags, fór Mr. Pemberton aftur til Al-
bertsvegar hafði hann þá tekið sér nýjan dulbúning: ofstuttar
hálfrifnar buxur, gula skítuga treyu, rauðan klút um háls-
inn, upplitaðan hatt og skóræfla á fótuni. Hann hafði settá
sig grátt strítt alskegg, í munninum hafði hann vindlings-
stubb.
Eins og hann var klæddur, gat enginn þekt hann frá
slæpingjum þeim eff í stórbæjum lifa mest á betli og smá-
þjófnaði.
Hið sama og fór fram kvöldið áður endurtók sig þetta
kvöld. Mr. Pemberton faldi sig í stiganum og sá baron
Sahlmann ganga til Parkstrætis og taka sér þar vagn.
»Nú veit eg hvert ferðinni er heitið,« sagði Mr. Pember-