Fram - 10.08.1918, Qupperneq 1
1 háseta
vantar á ,Sjöstjörnuna.‘
Talið við
Sophus Árnason.
^ppppfiippppppp
II. ár.
Siglufirði 10. ágúst. 1918.
31. blað.
Sambandsniálið.
Danskar undirtektir.
Frumvarp það til dansk-íslenskra
sambandslaga, sern samninganefnd- ■
irnar sömdu og birt var hér íblað-
inu 28. f. m., var birt bæði í Kaup-
mannahöfn og Reykjavík samtímis,
laugardaginn 27. f. m.
Dönsk blöð hafa yfirleitt tekið
uppkasti þessu með miklum fögn-
uði, eins og sjá má á efíirfarandi
símskeytum, sem send hafa verið
til Rvíkur um þetta mál. Blöð íhalds-
nianna láta þó lítið yfir frumvarp-
inu, og er jafnvel búist við að þeir
snúist gegn því, þó þeir auðvitað
verði í minni hluta.
Vér teljum^rétt að birta hér orð-
rétt það, sem símað hefir verið um
undirtektirnar.
27. júlí
j>Politiken« gerir sambandslaga-
frumvarpið að umtalsefni í dag, og
lofar það fyrst og fremst fyrir það,
hve skýrt það leysi úr öllum vafa-
atriðum, sem að undanförnu hafi
valdið óánægju Qg flokkadráttum.
Ennfremur segir blaðið:
»Vér leggjum mikla áherslu á það,
að Danmörk einmitt nú viðurkenn-
ir kröfur tímans um sjálfsákvörðun-
arrétt þjóðanna. Frá dönsku sjón-
armiði verður með gleði að vekja
athygli á þeim atriðum, sem Dön-
um eru hagstæð. Og með 16. gr.
frumvarpsins er ísland tengt við
Norðurlönd um aldur og æfi. Vér
fundum sárt til þess, er Finnland
fjarlægðist, en nú vonum vér að
ísland fái skipað sætið sem fjórða
^orðurlandaríkið. Oóð frændsemi
nútímaþjóða verður að styðjast við
viðurkenningu sjálfsákvörðunarrétt-
arins og samvinna þeirra að byggj-
asf á innbyrðis hreinskilni. í frum-
varpinu eru bæði þessi skilyrði fyr-
ir hendi og þess vegna getum vér
öruggir hugsað til væntanlegrar föl-
skvalausrar samvinnu milli hinna
fjögra Norðurlandaríkja.«
»Dagens Nyheder* segja, ánþess
að ræða einstök atriði frumvarpsins,
að íslendingar hafi teygt sig svo
langt, að enginn vafi sé á því að
Þeir hafi haft einlægan vilja á því
að greiða úr deiluatriðunum.
Gjörbótamenn, vinstrimenn og
jafnaðarmenn mæla eindregið með
frumvarpinu. íhaldsmenn fresta því
að taka ákveðna afstöðu, þangað til
Þ'Pg kemur saman í september,
28. júlí.
*Politiken« talar um hinar stuttu
athugasemdir íhaldsmanna og óbeint
of þeirra um sendimennina. Blaðið
segir, að langt sé síðan nokkur flokk-
ur hafi sýnt jafn hörmulegt merki
um stjórnmálalegt getuleysi og
íhaldsmanna nú, þar sem þeir
hafi neitað að taka þátt í samning-
unum vegna þess hve viðfangsefn-
ið var flókið og óvíst um árangur.
»Social-D emokraten«og»Hoved stad-
en« mæla eindregið fram með frum-
varpinu. »Kristeligt Dagblad« held-
ur því fram að sameiginlegu málin
séu enn þá of mörg. »Vort Land«
er mjög hrygt. »Köbenhavn« segir
að ekki sé hægt að taka Ijósara
fram en gert sé í frumvarpinu, að
ríkiseiningin sérofin. »Dagens Ekko«
segir að stefna Skúla Thoroddsens
hafi meir en unnið sigur. ísland
verði fjórða ríkið á Norðurlöndum.
»Dagens Nyheder« segir að ekki sé
mikill raunverulegur munur á nýja
frumvarpinu og gamla frumvarpinu
(1908.) Dönsku nefndarmennirnir
leggja áherslu á það að íslendingar
hafi samþykt jafnrétti þegnanna og
því geti Danir samþykt samninginn.
»Social-Demokraten« segir að dansk-
íslenski samningurinn ætti að verða
ófriðarþjóðunum fyrirmynd, þegar
til friðarsamninga kemur. — Knud
Berlin er tekinn að rita í »Köben-
havn« í sama anda og áður.
29. júlí.
Blöð íhaldsmanna eru ekki sam-
mála um sambandssamningana. Eru
»Vort Land« og »Dagens Nyheder«
ósammála um ýms atriði. í kvöld
segja »Nationaltidende« að þrátt fyr-
ir allar yfirlýsingar, allra danska
flokka, þá skilji sambandslögin rík-
ishlutana.
30. júlí.
Zahle forsætisráðherra hélt sendi-
nefndinni og íslandsmálanefndum
þingsins veislu. Var þangað boðið
nokkrum íslendingum, þar á meðal
Finni Jónssyni prófessor.
Forsætisráðherra hélt ræðu og
bauð sendinefndina velkomna heim
og samgladdist henni fyrir það að
henni hefði tekist að varðveita hags-
muni Danmerkur, íslands og Norð-
urlanda yfirleitt. Stjórnin hefði ávalt
haft þá skoðun, að það væri eigi
nema eðlilegt og sjálfsagt, að íslend-
ingar yrðu frjáls og óháð þjóð, þeg-
ar þeir hefðu andjegan og efnaleg-
an þroska til þess. Nefndin hefði
starfað í sama anda og komið á fót
hreinu sambandi milli íslands og
Danmerkur, bygðu á frjálsum vilja
beggja, og þannig frá því gengið,
að enginn misskilningur gæti átt sér
stað. Kvað hann það vonandi, að
allir ríkisþingflokkar tækju nú sam-
an höndum til þess að ráða deilu-
málum þjóðanna til lykta fyrir fult
og alt.
Nefndarmennirnir liefðu haftmik-
ið og veglegt starf með höndum
og komið heim með þann árangur
sem styddi tilraunir þær, sem nú
væri verið að gera til þess að safna
öllum Norðurlandaþjóðum saman
og auka veldi þeirra, eigi á þann
hátt að kúga neinn, heldur með því
að þær tækju saman höndum í bróð-
erni, eins og þeim þjóðum bæri, er
af sama bergi væru brotnar, og þar
sem við lægju sameiginlegir hags-
munir þeirra sem frjálsra og óháðra
þjóða. Fyrir þetta vildi danska stjórn-
in þakka sendinefndinni af heilum
huga.
Hage tók því næst til máls og
kvaðst eigi vera jafn bjartsýnn og
forsætisráðherrann um sameining
danskra stjórnmálaflokka. Pað væri
þegar tekið að anda kalt gegn sam-
ningunum, þótt eigi sé það orðinn
íshafsstormur. Enginn efi er á því,
að samningarnir munu standastþann
mótblástur. Eru þeir tryggur grund-
völlur til þess að tengja saman tvær
þjóðir, íslendinga og Dani.
Var ræðu hans tekið með fagn-
aðarópum.
Þá tók prófessor Finnur Jónsson
til máls og rakti framþróunarsögu
íslendinga frá dögum Jóns Sigurðs-
sonar og framxtil þessatíma, erþeir
gengju glaðir að samningum við
Dani. Lauk hann ræðu sinni með
árnaðaróskuni til Zahle-stjórnarinnar.
Loks tók forseti þjóðþingsins,
Pedersen-Nyskov, til máls og kvað
meiri hluta dönsku þjóðarinnar fús-
lega og skilmálalaust fallast á samn-
ingana. Og ræðu sinni lauk hann
með þessum orðum: »Lengi lifi hið
frjálsa og óháða ísland!«
Útlendar fréttir
sendar „Fram.“
Kristjanía 18. júlf.
Austurrískir stríðsfangar í Rúss-
landi hafa nú fengið leyfi til heim-
ferðar, og er yfir x/2 miljón nú þeg-
ar farnir heim, en flestir hinna stadd-
ir í Síberíu. Nefnd manna hefirver-
ið send til Rússlands af stjórn Aust-
urríkis, til þess að sjá um að fanga-
flutningurinn gangi sem fljótast.
París 18. júlí.
Konungur Belgíu og drottning
hans, sem nýlega flugu til Lundúna
í heimsókn til ensku konungsfjöl-
skyldunnar, hafa nú flogið heim aft-
ur í sömu flugvél.
t
JónasJónasson
præp. hon.
andaðist um síðustu helgi
eftir langvint heilsuleysi.
Hann var hinn mesti merk-
ismaður í hvívetna, og í
fremstu röð mentamanna
landsins.
Virtur var hann og elskað-
ur af öllum er til hans þektu,
og þeir er komusj í náin
kynni við hann, munu seint
gleyma Ijúfmensku hans og
andans auðlegð.
Lík hans verður flutt norð-
ur með fyrstu ferð.
Bergen 23. júlí.
Tvö dönsk skip, hlaðin kolum,
voru stöðvuð af þýskum kafbáti í
Skagrak Hermenn voru settir um
borð í þau og þeim haldið aust-
ur á bóginn. Skipin höfðu farið f
þoku langt út fyrir landhelgislínuna.
Berlín 23. júlí.
Opinberlega tilkynt: Amerikanska
herflutningaskipinu »Leviathan« var
sökt við norðurströnd (rlands 7 júli.
Áður hét skipið »Vaterland« og tll-
heyrði Hamborg-Amerikalínunni. Pað
var 54,782 smálestir brutto.
Drammen 23. júlí.
3 menn hafa í dag dáið úr hinni
óþektu spönsku veiki.
Kristianía 23. júlí.
Hin óþekta spanska veiki virðist
nú hafa náðjhámarki sínu hér í bæn-
um, þar eð 3000 menn hafa veikst
síðustu viku. Nokkrir hafa dáið.
Frá London er símaðað260manns
hafi dáið úr veikinni í Birmingham.
Enskir læknar álíta, að það sé ekki
influenza, heldur miðjarðarhafsveiki.
Berlín 24. júlí.
Fulltrúar frá Rússlandi og Finn-
iandi ætla að hittast í Berlín, eftir
óskum beggja ríkjanna. Ætla þeir
þar að taka til meðferðar öll ágrein-
ingsatriði milli Norður-Rússlands og
Finnlands, en sérstaklega þó landa-
merkjamálið.
London 24. júlí.
Frá Washington er símað: Daní-
els, hermálaráðherra Bandaríkjanna,
hefir sagt að nú séu 503,792 menn