Fram


Fram - 27.09.1919, Síða 1

Fram - 27.09.1919, Síða 1
Xatafcsfcafcsfc&a******** /^ /? >4 /W kemurút 52sinnum á ári. Verð 4 kr. Ojalddagi l.júlí. Uppsögn sé skrif- leg, og komi fyrir áramót, því aðeins gild að hlutaðeigandi sé skuldlaus við blaðið. 100L afsláttur t }f á ) l Bollapörum og Stúfasirsi ^ versl. ,Fjallkonan* fr ^qqqie^qqic^aiqqinl III. ár. Siglufirði 27. sept. 1919. 40. blað. Siglufjörður fær sjálfstjórn. ' Lögreglustjórinn fékk í gærkvöld svohljóðandi símskeyti frá 1. þingm. Eyfirðinga Stef. Stefánssyni frá Fagraskógi: Bæjarstjórnarfrumv. afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Parna er þá góðu máli ráðið vel og giptusamiega til lykta — þrátt fyrir andróður og firrur, nísku og eigingirnd. f*ann 26. sept., á afmælisdegi konungsins, voru samþykt lög á Alþingi, sem gáfu oss Sigifirðing- um þann fulla rétt, sem vér höfð- um leitað eftir um lengri tíma. Alþingi sé heiður fyrir þetta. Og öllum þeim er studdu máiið sé einnig heiður. En sérstaklega sé Stefáni Stefánssyni, l.þm. Eyfirðinga, heið- ur og þökk af okkar hendi, því að hann hefur vissulega klifið þrítug- an hamarinn til þess að vinna fyr- ir þessari sjálfsögðu réttarbót okkar. Nú verðum vér sjálfstæðir, í þess orðs fullu meiningu. Vér gleðj- umst af því að þurfa nú ekki að fara langar leiðir til þess að ná eða reka réttar vors. Vér gleðjumst hver og einn af því, að nú eignumst vér dómsvaldið hingað, lögregluvaldið óskorað hingað, fullkomna tollgæslu hingað, fógetavald o. s.frv. í stuttu máli: vér erum komnir þangað, sem siðferðiskröfur okkar bestu manna beindust að. En — kæru meðborgarar. — Skyld- ur fylgja hverjum vegi! Vér megum vita, að svo framar- Rafmagnið. —oo— 1 Nú er nauðsynlegum undirbún- ings-mælingum lokið við Selá hjer frammi í firðinum. Jón Þorláksson verkfræðingur byrjaði á þeim og lagði ráðin á um framhaldið, en Valtýr Stefánsson lauk við þær. Mælingarnar gefa góðar vonir um það, að Selá nægi okkur til Ijósa í framtíðinni, jafnvel þótt íbúatala bæjarins þrefaldist við það sem hún er nú. Próarstæðið er nákvæmlega mælt og áætlað uppi í áelskálum, og pípuleiðslan ákveðin þráðbeint þaðan, að sunnanveiðu við Selá niður á eyrarnar við Fjarðará. Lands- lag er gott, bæði til þróarbygging- ar og pípuleiðslu. Lengd pípuleiðsl- unnar er 804 metrar, en lóðrjett Iega hefur oss nú verið veitt full framkvæmd og dómsumsjá á vor- um málum, að vér verðum að vanda vorn hag að öllu. Fyrst og fremst verðum vér að reyna að sýna sjálfstæðisrétt vorn með því að vera góðgjarnir og hrein- lyndir. Vér megum ekki bera reiði- hug til þeirra, sem ekki voru svo eftirlátir í okkar garð, sem vér hefð- um á kosið. — Hreinlundin, sem skal sýna sig í réttum dómiákost- um og löstum vorum, á að vera svo, að vér viljum ávalt haida þvú fram, sem hverjum þykir satt og rétt, Sé þessa gætt getum vér lilið frjálsir og frakkir framan í hvern mann, En í öðru lagi verðum vér að vanda svo til, að einungis bestu menn, sem vér eigum völ á, fjalli um okkar mál. Svo best vegnar oss vel. Svo best getum vér gengið fram fyrir þjóðina og tekið þátt í störfum hennar sem sjálfstæður þáttur. Svo best göngum vér fram með heiðri og heimtum okkar rétt sem þjóðnýtir borgarar. Vér viljum vinna íslandi! fallhæð 225 metrar. Vatnsmagn ár- innar hefur verið mælt nokkrum sinnum í mestu frostum undanfarna vetur, og verður þeim mælíngum haldið áfram á komandi vetri, ekki aðeins þegar vatnið er sem minnst heldur og endra nær. Allt virðist benda til þess, að orka árinnar verði töluvert meiri en til Ijósa fyrir bæ- inn fyrst framan af, en nóg mun verða þörfin fyrir það, sem af kann að ganga. Þörf fyrir rafmagn til suðu og ýmislegrar annarar notk- unar og eptirspurnin eptir því mun aukast svo hröðum fetum, að ekki mun líða á löngu, þangað til taka verður einnig Fjarðará í þjónustu bæjarins. Vatnsmagn þeirrar ár er nokkru meira en Selár, fallhæðin miklu minni, pípuleiðsla miklu lengri og landslagið, þar sem pípurnar mundu verða að liggja, óhentugt, giljótt, dældótt og í miklum hlið- arhalla. Báðar þessar ár, Selá og Fjarð- ará, taldi verkfræðingurinn miklu aðgengilegri til starfrækslu í bæjar- ins þarfir en Leyningsá og Skútuá; og óráðlegt taldi hann það fyrir okkur að ganga fram hjá öllum þessum ám hjer og sækja rafaflið inn í Fljótaá í Stífluhólum, bæði af því að aflið þar mundi tæplega verða nægilegl til að fullnægja öllum þörf- um hjer í framtíðinni og einnig vegna þess, hve ákaflega dýr leiðsl- an myndi verða þaðan og hingað yfir fjallið og landslag mjög vont. Og svo er betra hjá sjálfum sér að taka en sinn bróður að biðja. Næsta atriðið í þessu máli er þá það, að Jón Þorlóksson verkfræð- ingur býr til alla uppdrætti að hinu fyrirhugaða verki og sundurliðaðar kostnaðaráætlanir, allt byggt á hin- um gjörðu mælingum. Betta bjóst hann við að geta sent hingað í vetur, öðruhvorujmegin við nýjárið. Pá kemur til kasta bæjarstjórnarinn- ar hjer, að reyna að útvega nauð- synlegt peningalán til fyrirtækisins. Og þá er þriðja og síðasta atriðið eptir, og það er að koma verkinu í framkvæmd, eða fá einhvern mann, einn eða fleiri, til að standa fyrir framkvæmd verksins. Er vonandi tað þetta gangi allt nokkurn veginn greiðlega, og að þess sje ekki langt að bíða, að þetta mjög þarfa fyrir- tæki, sem heimsófriðurinn hefir taf- ið, komist til franikvæmda, svo að hjer verði Ijós alstaðar og ávallt, þegar þörf er á. Leiðslan framan að til bæjarins verður »háspennt« sem kallað er, t. d. 3000 volt; en hjer í bænum verður spennunni breytt í lægri spennu, t. d. 220 vott eins og við höfum nú, Slíkar straumbreytistöðv- ar (transformatorar) eru ýmist inni í þar til gerðum húsum eða úti, efst í tveini, þrem staurum, sem standa hver nálægt öðrum, Mest- allt leiðslunet bæjarins, sem nú er, mun verða notað eins og það er, svo og innanhúsaleiðslur og Ijósa- áhöld, nema einhver notandi æski breytingar. Á rafmagn til suðu verður lítil- lega minnst í næsta blaði. B. P. Frá Alþingi. (Ur Morgunbl.) —oo— Skipun barnakennara og iaun. — Um það frv. stjórnarinn- ar er komið álit samvinnunefndar launamála og leggur nefndin eink- um til: 1. að efla þurfi kennara- skólann, svo að mentun kennara verði meiri en hún er nú alment. — 2. að kennurum verði fækkað án þess þó, að kensla verði minni en nú er. — 3. að fræðslufyrirkomu- laginu verði komið í fast frambúð- arhorf. — Nefndin telur ógerlegt að frv. stjórnarinnar, hvað skipun kennara snertir, komi til framkv. 1. okt. í haust eins og frv. ætlað- ist til. Leggur hún til, að það verði ekki fyr en 1. júní að vori. Hins- vegar telur nefndin sjálfsagt að laun kennara verði hækkuð og að það ákvæði komi til framkvæmda þegar á næsta skóla-ári. Fulltrúar bæjarfógeta.—Nýtt frv. frá samvinnunefnd allsherjarn., ersvo hljóðar: »l.gr. Dómsmálaráðh. er, auk þess sem áður hefur tíðk- ast, heimilt að löggilda menn, sem fullnægja lagaskilyrðum fyrir að hafa á hendi dómara-embætti hér á landi, til þess að skipa dómarasæti í lög- reglumálum og halda sakamálarann- sóknir í kaupstöðum landsins í for- föllum hins reglulega dómara og á hans ábyrgð. — 2. gr. Heimilt er iögreglustjóranum í Reykjavík og löggiltum fulltrúa hans að taka boði sökunauts um að greiða hæfilega sekt samkvæmt giidandi lögum til þess að sleppa hjá dómi, og skal afplána þær sektir eftir reglum um afplánun fésekta í öðrurn málum en sakamálum.« — í upphafi grein- argerðarinnar fyrir frv. þessu segir svo: »í Rvík eru hin eiginlegu dóm- arastörf þegar orðin svo umíangs- mikil, að einirni manni er það á stundum ofvaxið að hafa þau á hendi, svo vel sé, og að sama má búast við að reki í hin- um öðrum kaupstöðum lands- ins, þar sem dómararnir hafa sko mörgum og margvís/eg- um öðrum embættisstörfum að gegna en dómarastörfum* Laun yfirsetukvenna. — Sain- vinnunefnd launamála flytur frv. um breyt. á yfirsetukv.lögunum í þá átt að laun yfirs.kv. skuli goldin að hálfu úr bæjarsjóði eða sýslusjóði *) Leturbreyting gerð hér.

x

Fram

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.