Fram


Fram - 27.09.1919, Qupperneq 4

Fram - 27.09.1919, Qupperneq 4
106 FRAM Nr. 40 Peningar í boði. Hver vill flylja 50 tunnur af sverði frá Fljótum og hingað til Siglufjarðar? Semjið við Ferdinand Jóhannsson. Auglýsing. í fjarveru minni annast herra Sveinn Oíslason verslun mína og tek- ur á móti innborgunum fyrir mína hönd. Siglufirði 24. sept. 1919 Pétur Asgrímsson. Auglýsing. Allir sem skulda við verslun mína verða að greiða skuldir sínar fyrir 1. okt. n. k. annars verða þær innheimtar með lögsókn. Siglufirði 26. sept. 1910 Jens Eyjólfsson. Hausthreppaskil í Siglufirði verða haldin laugardaginn 11. okt. n.k. kl. 1 síðdegis í barnaskólahúsinu í Siglufjarðarkaupstað. Verða þar tekin fyrir mál lögum samkv. Peir sem fram- tal eiga að inna af hendi mæti eða hafi sent skýrslu um framtal sitt fyrir þann tíma. Að hreppaskilunum loknum fer fram kosning forðagæslumanna. Sýslumaður Eyjafjarðarsýslu hefir úrskurðað lög- tak á ógreiddum þinggjöldum og verður því lögtaki framfylgt á hans ábyrgð, ef þinggjöldin ekki greiðast í síðasta lagi 11. n.m. Pinggjöldin greiðist mér. Þeir sem skulda útsvör eða dýrtíðarlán greiði þau innan sama tíma ella verður lögtaki beitt strax eftir 11. n.m. Lögreglustjórinn Siglufirði 26. sept. 1919. G. Hannesson. Athugið að bestu kaupin á forða til vetrarins gjörið þér með því að semja um kaup 1 því sem þér þarfnist, við und- irritaðan nú þegar. Gærur kaupir hæsta verði S. A. BJöndal. Auglýsingum eru menn beðnir að koma til rit- stjóra eða í prentsmiðjuna eigi síð- ar en á föstudagskvöld kl. 6. Jens Eyjólfsson. Vetrar-frakki á 12—15 ára gamlan dreng til sölu. A. v. á. 64 hið nýasta um þjófnaðinn, sem hann vissi að var alstaðar aðal umræðuefuið. Hann tók hatt sinn og gekk niður eftir Kolow’at-Ring áleið- is til tónleikahússins. Hann fann að hann varð að hafa gott vald yfir sjálfum sér svo þeir er framhjá gengu ekki tæki eftir áhyggju- fullu og órólegu látbragði hans og svip. Hann gekk inn í eitt af stærstu kaffihúsunum, og heilsaði mörgum af gestunum er þar voru. Honum fanst einkennilegt, að enginn þeirra mintist með einu orði á þjófnaðinn í Oderberg. Hann skyldi ekki í því, að þessi atburður, sem hafði svo ákaf- lega mikla þýðingu fyrir hann gæti legið öllum öðrum svo létt á hjarta. Sjálfur þoiði hann ekki að hreyfa við því máli, var hræddur um að svipur hans og málrómur myndi koma upp um þá geðshræringu er hann var í. Hann hlustaði nákvæmlega eftir því hvort hvergi væri minst á þjófnaðinn; gekk frá einu kaffihúsi til annars. í einum einasta stað var því hreyft. Rað var ungur maður er sagði við annan, að frú Demidoff sjálfsagt hefði getað bent lögreglunni á slóð að rekja, hún væri sjálf svo þaulæfur lögreglunjósnari. Hinn maður- inn hló, og samtalinu var lokið. Tíminn leið hægt og hægt. Valenski lagði Ieið sína um göt- ur þær er fólksfærri voru, þar þurfti hann ekki að leggja jafn- mikil höft á sig. Á þessu ráfi sínu bar hann nálægt skrifstofu »Fremdenblatt.« Par var samankominn mikill mannfjöldi, og beið eftir útkomu kvöldblaðsins. Hann keypti eitt blað þegar það kom út og byrj- aði í ákafa að líta yfir hvað í því stóð. — Jú; þarna var það! Petta var auðsjáanlega nýtt. — Pjófnaðurinn í Oderberg. Landamæralögregla vor hefir enn á ný sýnt þá röggsemi og snilli, sem hún er svo nafnkend fyrir. Pjófurinn, sem í gær stal handkoffortinu og töskunni frá frú Demidoff, var tekinn fast- ur í »Hotel HeinrÍGh MarschalU í áðurnefndum bæ, hafði hann og glæpanautur hans sest þar að til þess að skifta herfanginu, Pegar lögreglan með valdi braust inn í herbergið, voru þjóf- arnir í háa rifrildi út af sumu þýfinu, er lá á gólfinu, Foringinn, 65 sem er maður, er lögreglan lengi hefir leitað eftir, var að sjá í mikilli æsingu, og aðkoma lögreglunnar kom svo flatt upp á hann að hann gerði enga tilraun til að flya. Olæpanautur hans sem var kvenmaður, gat aftur á móti hrifsað til sín eitthvað af því er á gólfinu lá, og slapp út um glugga. Lögreglan þekti hana, og nú er hún að líkindum handsömuð og í fangelsi. Lögreglan fékk góða hjálp hjá burðarmönnunum ájárnbraut- arstöðinni, er væntu sér mikils af fé því er frú Demidoff hafði lofað að launum. Vonbrigðin og óánægjan urðu því mikil er frú- in neitaði að greiða féð, og bar því við, að nokkra dýrmæta hluti vantaði; fyr en þeir væru fundnir borgaði hún ekki neitt. Hún var í ákafri geðshræringu fyrir réttinum og gerði sjálf grein fyrir því að ástæðan til þess væri, að í því er vantaði væru tvær mjög dýrmætar Ijósastikur, sem hún ætti ekki, en sem vinur hennar hefði falið henni að gæta vandlega; nafn hans neitaði hún að nefna. Hin mjög svo áberandi geðshræring frúarinnar var orsök til ýmsra athugasemda og ágiskana. Blaðið datt úr hendi Volenskis. Hann stóð á miðri götunni starði út í bláinn og riðaði til eins og drukkinn maður. Hið versta var, að þótt þessi atburður snerti hann jafnvel mest af öllum, þá var óhyggilegt og jafnvej hættulegt að láta í Ijósi að hann kæmi honum hið minsta við. Pað var hans þyngsta kvöl að vita hve gjörsamlega ósjálfbjarga hann var, og hve ómögu- legt honum var að bjarga sér og félögum sínum úrþeirri hættu, er gat eyðilagt þá alla, En hann varð að taka einhverja ákvörðun, það var kúgandi nauðsyn. Átti hann að aðvara félaga sína og leita ráða og hjálp- ar hjá þeim? Hann varð að hafa næði til að hugsa, og því sneri hann aftur til hótelsins er hann bjó á. Par að auki mátti hann ekki vanrækja störf þau er hann átti að inna af hendi fyrir kar- dínálann — meira en þegar var orðið. Hann læsti dyrunum á herbergi sínu, og ásetti sér að hugsa ekki neitt um sínar eigin áhyggjur, fyr en hann hefði lokið því er hann átti að gera fyrir húsbónda sinn. Pað var orðið áliðið dagsins, er hann gaf sér tíma til að I

x

Fram

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.