Fram


Fram - 12.03.1920, Síða 4

Fram - 12.03.1920, Síða 4
42 FRAM Nr. 11 H. BENEDIKTSSON HEILDVERSLUN REYKJAVÍK. Hérmeð leyfi eg mér að tilkynna háttvirtum kaupmönnum og kaupfélögum norðanlands, að eg hefi sett á stofn útbú á Siglufirði, undir firmanafninu: H. BENEDIKTSSON, ÚTBÚ, SIGLUFIRÐI. Útbúið mun jafnan gera sér far um að fá sem flestar vörur beint frá útlöndum til að fyrir- byggja aukakostnað við flutning þeirra hafna á milli innanlands. Alla jafna mun útbúið á Siglufirði hafa birgðir af flestum þeim vörum, sem firrna mitt í Rvík hefur birgðir af. Verð á þeim vörum, sem koma beint frá útíöndum, verður ætíð sama hér á staðnum og í Reykjavík, en verð á þeim vörum, sem fluttar kunna að verða frá Reykjav., verður það sama og í Reykjavík að viðbættum flutningskostnaði. Útbústjóri hér er herra kaupm. Þormóður Eyólfsson og skrifstofa firmains og birgðageymsla er í húsi hans. Siglufirði 13. mars 1920 pr. pr. H. BENEDIKTSSON ÞORM. EYJÓLFSSON. 22 eyjarinnar Wight, eða til Portlandsvíkur, nánara tiltekið, þar sem hann hefir keypt sér sumarbústað. Við förum þá til Wighteyjar á morgun og setjumst þar að sem hverjir aðrir meinlausir sum- argestir.« Enn einu sinni þurfti eg á allri minni stillingu að halda gagn- vart þessum merkilega manni, því að Janet unnusta mín, yndi mitt og eftirlæti og eina manneskjan í allri veröldinni, sem treysti mér og trúði — hún dvaldi einmitt við Portlandsvík um stúnd- arsakir. Mér tókst þó að gera mér upp hlátur og tók seinustu orð hans upp aftur: »Meinlausir sumargestir!« sagði eg. 3 kapítuli. Bjargað kvenmanni. Pessa nótt lá eg andvaka í rúmi mínu í sama herberginu sem Herzog og var ymist dapur eða kátur af tilhugsuninni um það, að Janet yrði þarna á næstu grösum við mig meðan á reynslutíma mínum stæði. Eg óttaðist að koma henni í sama öngþveitið, sem eg var að hrekjast í, og samt var það ekki ó- hugsanlegt að hún gæti rétt mér einhverja hjálparhönd ef eg gæti haft tal af henni án vitundar Herzogs. Eg sá enga leið til þess að geta gert nokkra tilraun, auk heldur meira, til að ráða fram úr orðum þeim, sem veslings Klara hafði hvfslað að mér, án aðstoðar einhyers, þess sem væri frjáls allra sinna orða og gerða og Janet var eina manneskjan, sem eg gat snúið mér til í fullu trausti þess, að eg yrði ekki svikinn og ofurseldur. Eg áleit það því góðs vita, að nú skyldi leið mín liggja 23 einmitt á þann eina stað á allri jörðfcrnní, er mér gat gefist tæki- færi til að njóta hjálpar hennar ef eg á avnnað borð gæti fengið mig til þess. Pegar eg renni nú huganum aftui* tif þessara minnisstæðu daga, þá stórfurðar mig hve eg var undariega kaldur og kæru- laus gagnvart þessari hræðilegu athöfn, sem mér var aðallega lögð á herðar. Petta fyrirhugaða tnorð á forstæðisráðherranum sem auðsjáanlega átti að framkvæmast með tilsjón einhverra stórhöfð-' ingja, fanst mér lítils um vert í samanburði við hinar hryggilegu ástæður mínar og mér var ekki vel Ijóst, hvort hér væri um að ræða jafn úreltan hlut og pólitiskt morð eða hvort líflát Al- phingtons lávarðar væri ráðið af einhverju leyrtilegu stjórnleys- ingjafélagi. Pótti mér þó fyrri tilgátan líklegri sökum þess hve greiðlega hafði tekist að koma mér úr fangelsinu. Pað benti til þess, að hér stæðu voldugir höfðingjar að baki, sem hefðu það á valdi sínu að opna fangelsisdymar. En eg ætlaði mér nú raunar aldrei að svifta hans Hágöfgi lífinu og var mér það mál því alls ekki ríkt í huga. Frá mínu sjónarmiði var Herzog eini maðurinn, sem mér kom við og það fanst mér ekki hvað síst þegar eg vaknaði um morguninn af mjög óværum svefni og sá að hann stóð fyrír framan rúmið mitt, laut ofan að mér og hnyklaði brýnnar. »Verið þér óhræddur«, sagði hann. »Eg er að-eins að at- huga andlitsfall yðar eins og hver annar listamaður. Eg verð, með öðrum orðum, að dulbúa yður áður en við leggjum út í þetta æfintyri, enda sé eg að andllit yðar er einkar vel fallið til þess. Yfirskeggið verður að fara, en ef eg læt laust kinnskegg í slaðinn, þá þekkir yður enginn maður og svo er yður það eng- inn smáræðis stuðningur að vera í för með þeim manni, sem mönnum síst mundi koma til hugar, að hefði yður í för nieð sér«. Við snæddum nú morgunverð og að því búnu gerbreytti

x

Fram

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.