Fram


Fram - 06.05.1922, Blaðsíða 2

Fram - 06.05.1922, Blaðsíða 2
56 FJRAM Nr. 16 er nú búkurinn einn eftir, og eru nú þingmenn orðnir í hinum mestu vaudræðum með hann og greinir mjög á um það, hvort búkurinn verði lífgaður við að nýju eða ekki. Pá kom hagnyta sálarfræðin til umr. Hélt Bjarni þar allhvassyrða ræðu og vék ýmsu að frsin. frumv. Kom hann með skýrslu yfir störf Guómundar bæði við háskólann og annarstaðar og kvað hana sýna best, að ósönn hefðu verið þau ummæli, að stofan væri tóm hjá Guðmundi. Frv. var þó samþ. með 13:11 atkv. að viðhöfðu nafnakalii. En eftir er að vita hvernig frv. þessum reiðir af við 3. umr. Sterling strandar. Mánudagsmorgun síðastliðinn var Sterling á leið frá Mjóafirði til Seyð- isfjarðar. þegar komið var fyrir Dala- tanga fór skipstjórinn, þórólfur Bekk, undir þiljur en biður 1. stýri- mann að láta sig vita strax ef veð- ur skyldi breytast, eða annað koma fyrir. Eftir 20 mínútur kemur stýri- maður niður til skipstjóra og segir honum að niða þoka sé skollin á, og fer skipstjóri þá samstundis upp á »brú«. Sér þá hvergi til lands en stýrimaður hefur nokkru áður séð vitann á Brimnesinu norðan við Seyðisfjörðinn og tekið fjarlægð frá honum. Eftir að hafa athugað hraða- mælirinn og fullvissað sig um að öðru leiti að alt væri í bestu reglu eins og þegar hann fór af brúnni við Dalatanga skömmu áður, breyt- ir skipstjóri samt stefnu stýrimanns og lætur stýra x/4 striki sunnar inn á Seyðisfjörð, þar eð straumur var mikill. Gekk svo litla stund, er þá alt í einu frain á skipinu kallað land! og er þá svo skamt í landið að kasta má steini í land af skipinu, svo var þokan svört. Er skipinu á saina augnabliki snúið frá en renn- ur þá upp á svonefnda Sléttanes- boða sem eru norðanvið Brimnesið. Petta mun hafa verið um kl. 6 um morguninn. Varðskipið »FylIa« sem lá á Seyðisfirði, brá þegar við er fréttist um strandið og fór á vett- vang, reyndi allan mánudaginn að ná skipinu út, en allar þær tilraun- ir urðu árangurslausar. Var nú kom- inn sjór í framlest skipsins og véla- rúm og var farþegum og vörum skipað á land. Með skipinu voru 30 farþegar og nær 30 smálestir af vörum, og voru þær vátrygðar. Sjálít skipið er vátrygt fyrir 1 milj- ón og 50 þúsund krónur, svo tjón mun lítið verða fyrir landið þótt algjört strand yrði. Fyrir þessa upp- hæð má nú sennilega kaupa 3 skip á borð við Sterling. Björgunarskip- ið »Geii« kom á strandstaðinn á miðvikudag? og tók þegar til starfa og er líklegt talið að »Geir- lánist að ná Steiling á flot aftur næstu daga, ef veður ekki breytist mjög til hins verra, því boðarnir sem skipið liggur á, liggja fyrir opuu hafinu. Enginn kvað geta álasað skip- stjóra fyrir strand þetta, og útreikn- ingur hans allur í besta lagi, en straumurinn sem altaf er töluverður þarna, svo óvenjulega magnaður í þetta sinn að hann hafði á örstuttri stund borió skipið hálfa danska mílu af réttri leið. Franskur togari var þennan sama morgun og á sömu augnablikum rétt kominn sömu leiðina, hefur verið rétt áeft- ir Steríing, en veiður það til björg- unar, að Sterling blæs mikinn í skipslúðurinn um leið og skipið tekur niðri, snýr togarinn þá við en er kominn svo nærri landi að hann brýtu'- skrúfublöð sín. Frásögn þessi er tekin upp eft- ir slæmu símasambandi við Seyðis- fjörð, svo vel getur verið að sagan sé ekki ré't sögð, en nærri lagi. Símfregnir. Rvík í dag. Vegna þýzk-rússneska samnings- ins klofnuðu Bandamenn í Genúa og vildu Englendingar og ítalir freista samninga við Rússa, en Frakk- ar og Belgir neituðu og hótuðu að ganga af ráðstefnunni. Lloyd George hefir nú tekist að miðla málum og ber fram sameiginlegt Bandaman'na^ frumvarp um Rússlandsmálin. Einn- ig hefir Lloyd George boríð fram merkilegt frumv. í skaðabótamálinu þýzka, gangandi út frá því, að ef Frakkar slái svo niiklu af sínum kröfum, að Rjóðverjar geti fengið erlend lán til lúkningar skuldunum, þá vilji Breíar gefa Rjóðverjum upp allan sinn hluta af skaðabótunum. Verkamannaþingið í Róm hefirá- kveðið að skuldbinda framvegis verkalýðsfélög til að hefja allsherjar- verkfall hvenær sem stríð sé hafið og fyrirbyggja styrjaldir á þann hátt. Dechanel látinn. Páfinn hefir viðurkent Leninstjóru- ina löglega. Alþjóðasambandsráðið kemur sam- an 11. maí. Tyrkir hafið sókn í Litlu-Asíu og berja á Grikkjum. A Alþingi voru samþykt 31 lög. ar af 8 stjórnarfrumv. en 9 feld. ingsálykt. tillögur samþyktar 11 en feldar 5 Fundir í neðri deild 55, í efri deild 53 og 14 í samein. þingi. Vikan. Tíðin. Sunnud. indælis veður, rigning fyrri partinu. Mánud. hlýtt og gott veður, þriðjud. mvd. og fimtud. indælt veður alla dagana, föstud. kalsaveður og rigning, laugard. gott veður. 3 Hrefnur hafa í þessari viku verið skotnar á Eyjafirði. Eru það menn á Hjalt- ryri sein fengið hafa sér hvalabyssu frá Noregi, með skuflum og öllu tilheyrandi og nota mótorbát við veiðina, Er þetta mikil bjðrg því allur er hvalurinn besti niatur, enda hvað hann fljúga út, svo frain- taksmennirnir hagnast vel um leið. Ut- búnaður hvað kosta rúmar 2 þúsund kr., en hver hrefna minsta kosti 15 hundruð króna virði að sögn. 100 kr. gjöf. Þess hefir láðst að geta, að um leið og Halldór kaupm. Jónasson fór til útlanda nú fyrir skemstu, afhenti hann héraðslækninum lOOkróuurtil blind- aðra manna í Austurríki, sem mist hafa sjónina af völdum ófriðarins. Er þess nú getið með þakklæti fyrir gjöfina. Hákarlaveiðin. 3 bátar sem fóru í legu um síðustu helgi eru aftur komnir inn með góðan afla. Samson með 27 lifr- artunnur, Baldur 25 og Héðinn 16. 4 Blöðruseli kom mótorbátur úr Olafsfirði mcð hingað í vikunni og seldi í hákarlabeitu, , Skipaferðir. »Goðafoss« á að vera hér á miðvikudag í næstu viku, og »Sírí- us« á laugardag. Bæði skipiu koma vestan um land og eru á leið til útlanda. S.s. iTorbenskjold* aukaskip Bergenska félagsins, leggur á stað frá Bergen 10. þ mán. hingað til lands, kemur austan um land og verður liér nm þaun 20. »Villemoes« fór á stað úr Reykjavík í gærkvöldi austur um land, á að fara þessa ferð í áætlun Sterlings, annars er óráðið hvaða skip muni annast strandferðirnar á- fram. »Si gl uf j arð ar Bíó.« Frú Guðrún Jóhannesdóttir kona Jens Eyólfssonar hef- ur keypt kvikmyndasýningaréttinn og tæki öll af fyrri eigendum. Byrjuðu sýningar um síðustu helgi með ágætri mynd: kon- ungskomunni til Reykjavíkur í fyrrasumar og ferð konungs og fylgdarliðs hans aust- ur um sveitir. Er ekki hægt annað en mæla með því að fólk sæki vel slíkar myndir, sem um leið og þær eru til skemtunar, eru til mikils fróðleiks fyrir a!la þá, sem ekki hafa komið á sýndar stöðvar. Ný mynd er sýnd í kvöld og annaðkvöld. Leiðrétting. í greininni um leikina í 14. tbl. hefir misritast ungfrú Hólmfríður Hannesdóttir fyrir ungfrú Hallfríður Hann- esdóttir. Utsending blaðsins hér um bæinn og nágrennið annast kaupmaður Stefán B. Kristjánsson, og innheimtír andvirði þess. Kaupendur eru beðnir aðsnúasértil hans með skil á blaðinu. Kirkjan Messað á niorgun kl. 1 síðd. Geitnasjúkdómurinn á Islandi. I ' Morgunblaðinu 19. f. m. birt- ir Gunnl. læknir Claessen grein með þessari yfirskrift og mælist til að önnur blöð landsins geti hennar. Greinin er svohljóðandi: Læknastjettin hefir bundist sam- tökum um að hefja baráttu gegn geitnasjúkdómnum hjer á landi. Á síðastliðnu sumri áttu læknar hvaða- næfa af landinu fund með sjer, til þess að ræða stjettarmál og heil- brigðismál. Peir urðu meðal annars ásáttir um að hefja samrannsókn á ýmsum efnum, er auka mætti vís indalega þekking á heilbrigði og sjúkdómum eða greitt gætu fyrir praktiskum framkvæmdum við lækn- ingar. Nefnd sú, sem Læknafjelag ís- lands kaus til þess að hafa forgöngu í þessum efnum (G. Hannesson, G. Thoroddsen og G. Claessen) hefir ákveðið, að m. a. verkefna skyldu læknar landsins reyna að safna í vetur og vor skýrslum um alla geitna- sjúka á landinu, til þess að fá glögga hugmynd um úibreiðslu veikinnar og gera síðan ráðstafanir til þess að lækna alla sjúklinga, væntanlega með fjárstyrk af almannafje, þar sem þess þarf. Geitur (favus)eru smitandi svepp- sjúkdómur í höfðinu; þær kvikna aldrei af sjálfu sjer, þrátt fyrir ó- þrifnað og vanhirðu og enginn fær geitur án þess að smitast af öór- um geitnasjúkum. Sveppurinn veld- ur sárum og gulleitu hrúðri, eyðir með tínianum hárvextinum og ger- ir sjúklingana á endanum að mestu leyti sköllótta, ef þeir ekki fá lækn- ingu. Sársauki eða líkamleg óþæg- indi eru ekki mikil samfara þessari veiki, en þó má telja geitnasjúka mjög ógæfusama sjúklinga; útslátt- urinn í höfðinu veldur því að þeir geta ekki haft óþvingaðan umgang við annað fólk og jafnaðarlega mæta þeir lítilsvirðing nágranna sinna. Flestir fullorðnir menn með geitur eru því mjög beygðir af sjúkdómi sínum og verða alt aórir menn þeg- ar lokið er við að lækna þá. í raun rjettri er mjög ósanngjarnt og heimskulegt að iíta niður á nokk- urn mann fyiir þaó, að sú ógæfa steðjaði að honum oftast nær á barnsaldri að hann smitaðist af geit- um; slíkt getur fyrir alla komið. En á hinn bóginn er óafsakandi af geitna- sjúkum að leita sjer ekki lækninga, svo framarlega, sem þess er kostur, enda þróast geitur helst hjá þjóð- flokkum á lágu menningarstigi. Er sjúkdómurinn læknandi? Pví má óhikað svara á þá leið, að alla geitnasjúka má lækna und- antekningarlaust. Á síðari árum hef- ir geisialækning verið notuð öðru fremur og þótt gefast vel. Lækn- ingatíminn 2—3 mánuðir, stundum skemri tími. Geislalækningin er al- gerlega sársaukalaus. Góðan hár- vöxt fá sjúklingar jafnaðarlega eftir á, þar sem ekki eru sköllóttir blettir fyrir. Er mikið um geitnasjúka á ís- landi? Gera má ráð fyrir að ekki svo fáir sjúklingar inuni vera á öllu landinu, ef vel er leitað, því á síð- ari árum hafa að jafnaði 5—ósjúk- lingar með geitur leitað sjer lækn- inga í Reykjavík og hafa þeir verið úr öllum landfsjórðungum. Eins og um var getið hafa læknar nú með höndum skýrslugerð um alla þá sjúklinga, sem þeir vita af. En það er ekki einhlítt, því óefað má gera ráð fyrir, að læknum sje ekki kunn- ugt um alla sjúklinga, sjerstaklega ef læknir hefir dvalið stuttan tíma í hjeraðinu. Pess vegna er hjer með, fyrir hönd þeirra lækna, sem for- göngu hafa í þessu máli, skorað á alla geitnasjúka að gera lækni sín- um aðvart sem allra fyrst og ekki síðar en í júnímánuði þessa árs. Athygli skal vakin á því, að flestir smitast á barnsaldri ogættu foreldr- ar því að láta nú þegar athuga börn sín, ef þau hafa grunsamlegt þrálátt hrúður eða sár í höfðinu. Takmarkið er að hafa upp á öllum geitnasjúkum, veita þeim lækningu, og útrýma þar með veikinni á ís- landi.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.