Fram


Fram - 06.05.1922, Blaðsíða 3

Fram - 06.05.1922, Blaðsíða 3
Nr. 16 FRAJVl 57 t Baldvin Jóhannsson. Fæddur 10. október 1855. Dáinn 3. desember 1921. Eitt bændaval er burtkallað, sem búið hefir nú vel og lengi á Siglunesi í sama stað í sómalegu hefðargengi. Baldvin það Jóhanns arfi er, sem öðlaðist lífsins frelsið sanna, elsku og virðing ávann sér allra sinna félagsmanna. Baldvin húsfaðir bestur var, börnum og eiginkonu góður, heimilið fyrir brjósti bar að brysti það aldrei nokkurt fóður; ráðdeildin hans og reglan með rétti gjafir að mörgum snauðum, hann gat því ekki heldur séð hreppsbúa sína í bjargarnauðum. Starfsama jafnan hafði hönd, hagsýnn og spakur geðs um reiti, vinsemdar engin vildi bönd væru slitin að neinu leyti, staðfasta trygð og stilling bar, stjórnsamur lífs í umsvifonum, mannkosta sannur maður var mæla flestir, er kyntust honum. Ekkjan grætur sinn eiginmann j ásamt börnunum -- veit með sanni - I vonast eftir að hitta hann í himneskum dýrðar sælu ranni, þar sem að líf og ljós ei deyr, lausnarans orði megum trúa, ástvinir skiljast aldrei meir, í eilífri gleði saman búa. Undir nafni konu og barna. Jarðarför litlu stúlkunnar okkar fer fram á mánudaginn 8. þessa mán- aðar kl. 1 e. h. frá heimili hinn- ar látnu. Pálína Jónsdóttir Guðni Guðnason Bryggjusíaurar til sölu hjá O. Tynes. Purkaða, ósaltaða HÁKARLSUGGA bæði bak og eyrugga kaupir erindreki Fiskifél. Páll Halldórsson háu verði, og borgar með peningum út í hönd. Undirritaður vill kaupa 1 eða 2 Iegusjúkar hænur. Guðm. T. Hallgrímsson Gránugötu 15. Allir sem bækur hafa að láni frá Bóka- safni Siglufj. skili þeim á morgun. Siglufirði 6. maí 1922 Hannes Jónasson. Ritstjóri: Sophus A. Blöndal. Afgreiðslum.: Sophus Arnason. Siglufjarðarprentsmiðja. Lestrarpróf. Öll börn á aldrinum 7 til 10 ára eiga að koma á lestrarpróf, sem verður í barnaskólanum mánudaginn 22. maí. Sigluf. 5. maí ’22. Skólanefndin. Kauptaxti fyrir Verkamannafélag Siglufjarðar: Frá 7. Maí til 1. Júní: Dagvinna ■ Eftirvinna og sunnudagavinna Frá 1. Júní til 1. Október: Dagvinna Eftirvinna og sunnudagavinna kr. 1 00 á kl.st. » i. 25 » »« kr. 1.25 á kl.st. » 1.50 » »« Siglufirði 6. maí 1922. Stjórnin. Skiftafundur í þrotabúi Jens Eyólfssonar verður haldinn á bæjarfógetaskrifstofunni laugardaginn 13.þ. mán. kl. 4 síðd. Skrifstofu Siglufjarðarkaupstaðar 6. maí 1922 G. Hannesson. 118 dyrnar og hugsaði sig um, en lyfti því næst hurðarlokunni og gekk hljóðlega inn, Einbtiinn sat álútur á skinnabúlkanum við eldstóna og studdi hönd undir kinn. Leit svo út i fyrstunni sem hann væri í djúp- úin hugsunum, en þar sem hann hvorki sagði neitt eða bærði á sér, gat komumaður þess til, að hann væri sofandi, eins og líka rétt var. Gekk Mornington nú hljóðlega eftir gólfinu og laut of- en að langri, svartri öskju, sem var þar í einu horninu. Hún yar rykfallin mjög eins og enginn hefði hreyft við henni árum saman. Mornington brosti dauflega og gekk aftur til hins sofandi manns, tók byssu hans frá honum og horfði á hann með skuggalegu augnaráði. Og þó hefði þessi sjón fremur átt að hvetja til með- aumkvunar en óvildar, því að andlitsdrættir mannsins báru þess Ijósan vott, að æfi hans hefði verið óslitin armæðu og raunatíð, en sanit var hann fríður sínum þrátt fyrir greinileg ummerki ald- Urs og harma. Skeggið var sítt og úfið, á einum fingri hans var hringur og þegar Mornington varð litið á hann, varð augnaráð- hans enri æðislegra og hatursfyllra en áður. Svipur hans varð Íafnfjandsamlegur og hann hafði verið, þegar hann var staddur ónn í kirkjugarðinum. Grímu þeirri, sem hann hafði boiið lánga tíð, var nú svift Lurt og flett ofan af launungarmáli æfi hans, sem var ævarandi hatur á manni þeim, er sat sofaudi við fætur hans. Eítir skainma stund gekk hann fram að dyrunum og skelti hurðinni harkalega. ^aðurinn hrökk upp af svefni sínum og þreif til byssunnar, ^ar sem hún var vön að vera. Starði hann agndofa á komumann, er hafði fært sig út í horn þar sem skugga bar á. »Guð minn Sóður!« sagði liann þegar komumaður gekk hægt til hans. »Ert tað loksins þú, Cecil ?« Hinn brosti undarlega og svaraði lágt: »Já, það er eg. Hélztu ske að það væri draugur?« F*eir tókust í hendur og nývaknaði maðurinn þrýsti hönd 115 eitthvað burt. Var annar þeirra landmælandi og hinn einkaritari Morningtons. Burke bjóst nú við að heyra eitthvað mikilsvarð- andi embættisleyndarmál, sem við kæmi stjórninni. Mornington starðí lengi í glæðurnar í eldstónni, en sagði loks: »Eg þarf ekki að þreyta yður á löngum formála eða út- skýringum, því að eg þykist vita, að þér séuð heiðarlegur mað- ur og sömuleiðis, að þér forvitnist ekki frekar um þau kynlegu atvik, sem eg ætla að segja yður frá. Yður verður að nægja, að eg segi yður, eð einu sinni átti eg verulega góðan vin, sem varð fyrir sorglegri óhamingju. Hann flýði úr Norðurálfunni og frá kunningjum sínum og leitaði einverunuar og það var fyrst eftir að eg var kominn hingað vestur, að eg fékk vitneskju um, hvar hann hefðist við.« ' Virkisstjórinn fór að hlusta með athygli. »Eg hefi heyrt að hann hafist við í kofa nokkrum, einar tuttugu mílur héðan, í nánd við stað, sem kallaður er Loneley Creek. Pekkið þér þann stað? »Að vísu býr maður nokkur á þessum stað, sem þér nefnd- uð,« svaraði Burke, »og það merkilegasta er, að fyrir fáeinum dögum koinu hingað tveir Englendingar ti! að heimsækja hatin af nærfelt sömu ástæðum.« »Já, nú gengur fram af mér!« sagði Mornington. »Peir ætluðu að komast eftir, skildist mér, hvort þessi mað- ur væri einhver Cecil — - Cecil —« »Braithvvaite?« sagði Mornington. »Já, það var einmitt nafnið,« svaraði Burke. »En þeir komu aftur jafnnær. Og nú segið þér, að maðuririn heiti þetta?« »Nei, það segi eg engan veginn. Eg nefndi þetta nafn að eins vegna þess, að mér er kunnugt um það af tilviljun, að hverj- um þeir eru að leita. Maðurinn sem eg á við, heitir ekki Braith- waite. En svo að eg víki aftur að því, sem eg ætlaði að segja, þá þarf eg yðar aðstoðar til að komast þangað, sem þessi mað-

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.