Kennarablaðið - 01.07.1900, Blaðsíða 1
^ARABí.4ö/ð
MÁNABARKIT UM UPPELBI OG TtEXSLlJMÁL
1. ÁRG.
JULÍ 1900.
10. BLAÐ.
Tfppruni lÝÖHdsfjólanna dönsl?u.
Fyrirlestur, fluttur á 7. norræna kennarafundi í Stokkhólmi 1895
af
Ludviq Schröder,
forstöðumanni lýðháskólans í Askov.
Háttvirta samkoma!
í fyrsta sinn er ég ferðaðist um héraðið Smáland í Sví-
þjóð, heyrði ég þennan málshátt: „Steinninn er góður sem
granni." Héraðið er grýtt mjög, og verða menn að ryðja
grjótinu burt, svo að hægt sé að rækta jörðina; en svo hugga
þeir sig með því, að það sé gott að hafa þetta grjót að glíma
við, jarðvegurinn verði þess frjósamari, þegar búið sé að ryðja
hann. Þetta datt mór í hug í sambandi við umræðuefni það,
sem mér veitist sá heiður að hefja hér máls á í dag.
Þegar spurt er um, hvenær hugmyndin, sem liggur til
grundvallar fyrir lýðháskólunum dönsku, hafi vaknað, þá verð-
um vér að benda á árið 1814, hið fyrsta stóra ólánsár fyrir
Danmörku á þessari öld, þegar sjö-ára-stríðinu við England var
lokið, og Kílarfriðurinn, sem aðskildi Noreg og Danmörku, sýndi
öllum þeim Dönum, er hlýjan hug báru til ættjarðar sinnar,
voðadjúp óhamingjunnar. í’á var það, að presturinn, skáldið
og sagnfræðingurinn danski, Nicolai Frederik Severin Grundtvig
(sem þá var um þrítugt) farm með sjálfum sér, að hann unni
ættjörð sínni, en það hafði hann, eftir sjálfs hans sögusögn,
aldrei fundið fyr. Hann varð hriflnn af neyð ættjarðarinnar,
ástin á henni var að vakna hjá honum, og nú vildi hann velja
sér verkefni til að leysa af hendi í þarfir hennar. Með þessum