Plógur - 01.01.1901, Blaðsíða 2

Plógur - 01.01.1901, Blaðsíða 2
2 kvaddi, aðra koma sér meiri, aðra öld, sem auðsjáanlega mundi geta gert mannkyninu tífalt meira gagn en hún sjalf hafði gert, ogvar sngamla sér þess þó meðvitandi, að engin öld hefði nokkru sinni verið feg- nrri, og haft meiri vísdóm, frelsi og framfarir að bjóða mannkyn- inu, en einmitt hún. Um leið og gamla, grahærða öldin staulaðist við stafinn sinn burtu, gat hún þess í fám orðum, að engin öld hefði verið eins bless- unarrík fyrir íslenzku þjóðina og hún. Hún kvaðst að vísu hafa gengið í garð fremur stirð. En hún hefði þá ekki verið búin að átta sig á því, hvernig hún ætti að haga sér, því fyrirrennarar sínir hefðu verið harðsnúnar og fáfróðar. Hún mintist þess, hve búnaðinum og mentun hefði farið fram, og hve mennirnir væru nú betri og kær- Jeiksríkari við meðbræður sína, en verið hefði, þegar hún kom, eng- ar drepsóttir eða hallæri hefði gengið yfir á meðan hún sat að völdum; þjóðin hefði verið fámenn, einungis 47 þúsundir, en nú mundi tala landsmanna vera um 76 þús- undir, og þó væri strokið til Amer- íku fullar 2ðþúsundir, að búpening- ur landsmanna hefir fjölgað á öld- inni: sauðfé úr 200 þús. upp í 500 þús., hross úr 26 þús. upp í 44 þús. En þegar hún mintist þess, að nautpeningur hefði að eins fjölg- að um 2 þús., en landsmönnum um 30 þús., þá féllu tár um kinn- ar hennar. En hún sagðist hugga sig við það, að hún hefði kent mönnum að fara betur með kýrn- ar sínar, eins og allar skepnur, og væru því 2 kýr ábatasamari nú, en 3 kýr hefðu verið. Yfir engu var hún eins ánægð og þeim áhuga, sem hún hefir vak- ið hjá mönnum ájarðabótum og garðrækt, því það hefði 18. öldin lítið hugsað um. Gamla öldin ætl- aði að segja meira, en þá gekk nýja öldin í garð mjög tindilfætt, hlaðin alskonar framförum og upp- lýsing, sem hún auðvitað ætlar að miðla landsmönnum úr smátt og smátt. Öll tímamót hafa sína þýðingu og vekja hjá mönnum ýmist gleði- legar eða sorgblandnar endurminn- ingar til þess, sem liðið er og von og ótta fyrir ókomna tímanum. En engin tímamót eru eins þýðingar- mikil, Og hafa eins djúp og háleit á- hrif á hugi manna og sjálf alda- mótin, þegar 100 ára tímabil er að hverfa út í hið ómælanlega aldahaf, og annað IOO ára tímabil gergur í garð, tímabil, sem hefur framtíð og forlög einstaklinganna og þjóð- anna, 3 kynslóða í hendi sér, hulið oss. I gær skrifuðu menn 1900, en í dag 1901. Þessa breytingu, hvar mönnum er afmarkaður stað- ur í tímanum, viðurkenna allir, hverja lífsskoðun, sem menn ann- ars hafa; ■— viðurkenna þannig persónu þá, sem tímareikningur vor er miðaður við. Ef ekkert ljós skín í hjörtum vorum, annað i

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.