Plógur - 01.01.1901, Blaðsíða 4

Plógur - 01.01.1901, Blaðsíða 4
4 með og lokkar margan manninn út í skuldaklafann. Að minsta kost' er meira keypt af ýmsum óþarfa- glysvarningi o. fl. en þörf er á. Hvað gera aðrar þjóðir í þessu? Þareru það tollarnir, sem styðja flestþað, sem gert er af opinberu fé. Sem dæmi má geta þess, að »spil«, sem Norðmenn t. d. sjálfir búatil í kaup- stöðum í Noregi kostafrá 75 — 95 aura. Norðmenn tolla spilin gíf- nrlega. Þau eru óþörf vara og er þvi mátulegt þó þeir, sem endi- lega þykjast þurfa þeirra við, borgi þau háu verði. — En spil eru nú minst af öllum þeim óþarfa, sem kaupmenn hafa á boðstólum. En þá vantar tollgæzlu, segja menn. Og sussu nei.— Ef kaup- mönnum er trúandi til, að telja rétt fram, kaffi, sykur, tóbak og ölföng, þá get eg ekki skilið í öðru, en þeim sé eins trúandi til nð gjalda réttan toll af spilum, brjóstsykri, léreftum, klæðum o. s. frv., o. s. frv. En ef það nú þykir ástæða að ætla, að tollsvik mundu verða tið, ef tollum sé fjölgað á útlendum varningi, þá er ekki annað en skipa tollgæzlu meiri en nú er. Það hagar svo til hér á landi, að toll- gæzlukostnaður yrði aldrei mikill. Það þyrfti 1 tollgæzlumann á hverri höfn. Skipaferðir eru hér ekki svo tíðar, að tollgæzla yrði erfið staða. Að eins þyrfti 1—200 kr. í mesta lagi til þóknunar þeim manni, sem tæki starfið að sér. Hver bóndi, sem eykur og hirðir aburð sinn likt ng tíðkast erlendis, eftir réttum reglum og fær vitnis- burð 2 óvilhallra búfróðra manna, sem sýslunefndir skipaí hverri sýslu, að ekki hafi verið hægt að hirða og aukaáburðinn frekar, ætti að fá 20 kr. verðl., þó ekki fl. en 2 verðl. í hvern hrepp landsins íyrst um sinn, og skulu þeir, sem fátækast- ir eru hreppa verðlaunin, ef svo virðist, sem þeir hafi unnið jafnt til þeirra og þeir, sem efnaðir eru. Margur mundi reyna að ná í verðlaunin og heiðurinn. En marg- ur mundi að sjálfsögðu ekki ná í þau. En sá, sem einu sinni hef- ur byrjað á að bæta og hirða á- burð sinn í þeirri von, að verða verðlauna aðnjótandi, mundi fljótt sjá, hve mikla þýðingu áburðar- hirðingin hefir, og ekki hætta að hugsa um hana, þegar hann einu sinni hefur byrjað á þvf, enda þótt hann aldrei kæmist svo langt í þeirri iðn að fá verðlaun. Þegar fjöldamargir bændur í hverri sýslu færu fyrir alvöru að hugsa um á- burðinn sinn, mundi ekki líða á löngu, þar til flestir tækju þann sið eftir. Það er ávalt verst að fá einhverja til að byrja, á hverju sem er. Þegar nokkrir hafa riðið á vaðið með góðum árangri, kæmu fleiri á eftir. — Þetta er nokkuð, sem hægt er að reikna út fyrir fram; mönnum er nú einu sinni svo varið, að þeir vilja tolla í tízk- unni. Að hvetja menn til þess að nota plóg og herfi, álít eg bezt með

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.