Plógur - 30.04.1903, Side 2

Plógur - 30.04.1903, Side 2
26 meira né minna en það, að því fleiri sem flýja landið, því meiri líkur séu til, að sá dagur koini, að allir íslendingar eigi framtíð sína og sinna í Ameríku en ekki á íslandi. En er það heill fyrir hina ísl. þjóð? Er þá henni borgið? Eg gæti vel trúað því, að þetta væri hjartanleg sannfæring ýmsra vestan hafs manna, sem aldrei hafa lært að meta kosti fósturjarðar sinnar, en eru blindaðir af stór- þjóðalifinu þar vestra, og hafa fyrir löngu misst þann litla neista af þjóðrækni og ættjarðarást, sem þeir höfðu hér heima, því fl. hafa meira eða minna af þessum með- fæddu sálareiginleikum. Því neitar enginn, að í ýmsu hafa hollir straumar borist til vor frá Vesturheimi. En eru þeir eins mikils virði og þær mörgu þús- undir manna, sem þangað hafa flutt, hefðu verið fyrir þjóð vora, ef þeir aldrei hefðu farið. Má vera, að það hefði verið æskileg- ast, að fólksútflutningurinn hefði að mestu stöðvast um árin 1887 —89. -— En stöðugt heldur þess- um útfl. áfram og nú er hér um bil fimmti hluti þjóðarinnar í Am- eríku. En ekki er nú nóg með þetta, að mjög margar velvinnandi mann- eskjur flytja úr sveitunum vestur árlega, heldur hefur það máske meiri áhrif óbeinlínis. Með hang- andi hendi eru hér margir eptir, sem hugsa mest um það, að kom- ast sem allra fyrst til vinanna og kunningjanna vestur. Og synd er að segja, að þeir, vinirnir og kunningjarnir, láti sitt eptir liggja, að glæða í brjóstum þeirra þessa þrá, en veikja hjá þeim þjóðern- istilfinninguna. Og þessi áhrif eru lang hættulegust fyrir oss. Hver sá maður, sem tapað hefur trúnni á landinu sínu, og viljanum til að lifa þar og deyja, hann er satna sem dauður meðlimur í þjóðfélag- inu. Þessir dauðu meðlimir eru nú að sögn æði margir. Er ekki hægt að blása í þá ofurlitum lífs- neista? Er ekki hægt að vekja hjá þeim þau öfl, sem nú liggja í dái, eru sama sem dauð? Er ekkihægtað vekja í bjróstum þeirra dálitla tilfinningu fyrir hag þess lands, sem hefur fætt þá og alið, vekja hjá þeim ást á þjóðinni og landinu ? — Ent þeir engir meðal vor, sem geta með áhrifurn sínum fengið einhvern streng í hjarta þeirra til að titra í þessum skilningi ? Jú, eg er viss um, að svo er, svo framarlega sem slíkir menn gætu offrað kröptum sínum einungis í þessa átt, þyrftu ekk* um annað að hugsa. Og það væru einhverjir þörfustu starfs- mennirnir. Það er þingið, sem a að veita <é handa minnst 1 manni í hverjum landsfjórðungi, til að „akitera" á móti Ameríkusendl- unum og vcra á vaðbergi. Þess- ir menn, ef vel væru valdir, gætu gert ótrúlega mikið gagn og verka- hringur þeirra hlyti að verða marg' brotinn og vandasamur. Eg ætla

x

Plógur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.