Plógur - 30.04.1903, Blaðsíða 4
28
En þessar konur koma sjaldan út
í fjós, og þekkja lítið til meðferð-
ar á kúm, en vita þó svo mikið,
að „það sem áður hefur gefist
vel" er gott og gilt, en það, sem
nýtt er og óþekkt (í Rvík), er ó-
haýandi.
Þetta er í höfuðstað landsins!
— Því má ekki gleyma.
Um sauðburðinn.
Það er sá tími af árinu, sem
smalinn þarf að sína einna mesta
árvekni og nákvæmni, því margs
er að gæta þá, unglambanna og að
hálfberum sauðkindum, sem geta
farist fyrir vangæzlu eða hand-
vömm, ef smalinn er ekki nógu
árvakur.
Það er tvöfaldur skaði ef ung-
lamb ferst. Það er fyrst og fremst
lambið sjálft, og svo missist gagn
af móðurinni. Smalinn verður að
vita hvar hver ær er um sauð-
burðinn, og hvernig henni líður.
Þó má ekki reka féð mjög sam-
an, því það háir því, nema ef illa
lítur út með veður. Bezt að ærn-
ar séu að öðru leyti sem frjálsast-
ar í þeim högum, sem valdir eru
handa þeim um burðinn, því ekki
ætti að láta geldfé vera með þeim
ef þess er kostur. Ekki gerir það
lömbunum mikið til, þótt kalt sé,
séu þau full og heilsugóð. Er
reynsla fyrir því, að lömb, sem
handvolkuð eru til muna, verði
langrírust og óharðgerð.
Óþarfi að láta lömb inn, nema
í mjög slæmum veðrum, enda óráð-
legt, nema húsin séu því hreinni
og loptbetri.
Ef ærnar mjólka vel, er gott
að mjólka lítið eitt úr þeim eptir
burðinn, því sem lömbin leifa;
verða þær þá betri til mjólkurs
að sumrinu. Eins þarf að hafa
gát á því, að toga niður úr spen-
unum límið fyrir burðinn, eða
mjólka úr þeim, ef til þeirra er
fallið. Vantar mikið á, að þessa
sé alstaðar vel gætt. Opt fá líka
ær illt í júgrin af því, að vanhirða
er höfð á þeim um burðartímann.
En til hvers er að tala um þetta
og annað einsf Við slíku skella
menn „skolla eyrunum". Enda
margir farnir að hætta við að færa
frá, meta lítils sauðamjólkina.
Sagt er, að einn af ráðanautum
Búnaðarfélags íslands telji bænd-
um trú um, að það sé ein bezta
kynbótin að færa ekki frál — Z.
Arðurinn
af því að mjólka kýr með Hege-
lundsaðferðinni er býsna mikill-
Tilraunir í þessa átt hefi eg gert
á 16 kúm í Rvík í vetur og nið-
urstaðan orðið sú, að mjólkurauk-
inn er peli í hvert mál að með-
altali. Ef gert er nú ráð fyrir,
að kýrin mjólki í 300 daga (flest-
ar mjólka lengur) þá er mjólkur-
aukinn 75 þottar á ári úr hverri
kú, og þessi mjólk er sex sinnum
feitari en önnur mjólk úr sömu
skepnu, eptir útlendum rannsókn-
um að dæma; líkindi til þess, að